Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 207. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						f"
MORGV N BLAÐIÐ
Föstudagur 3. sept. 1948.
Siguæhjörm Eisiarsson:
BLEKKING OG HV
ÞAÐ getur verið gaman að
ræða við gáfaða heiðingja, ef
þeir eru sannsýnir og einlægir
og dálítið dómbærir á vanda-
mál mannlegrar hugsunar og
tilveru. Og mikið getur sá, sem
þó er þeim í engu eða fáu sam-
dóma, grætt á því að lesa bæk-
ur slíkra manna, ef vel er á
málum haldið af þeirra hálfu,
viturloga og drengilega.
Þegar vitað var, að íslensk-
ur háskólakennari í læknis-
fræði hefði samið bók, sem vera
skyldi sóknarskjal gegn kirkj-
unni og kristinni trú, ætla jeg
að margir hafi hugsað með eft-
irvæntingu til útkomu þeirrar
bókar, unnendur kirkjunnar og
játendur trúarinnar ekkert síð-
ur en aii'rir. Þeim þótti sem
slík bók mundi vera líkleg til
góðrar tilbreytni í andlegu fá-
sinni íslendinga, gerðu sjer von
ir um, að þennig yrði á málum
haldið af hálfu slíks höfundar,
að það gæti orðið grundvöllur
nýtilegra umræðna um trúmál,
sem vektu menn til umhugsun-
ar og hreinsuou til. Langt er
síðan það tók að kvisast, að
þetta verk væri í smíðum og
raunar fullsmíðað. Jók það enn
frekar á eftirvæntingu manna
og vonir um, að hjer myndi
koma vandað verk. Enda þótt
gert væri að sjálfsögðu ráð fyr-
ir, að þetta væri hjáverka-
vinna, unnin í tómstundum frá
mikilvægum embættisstörfum,
mátti telja líklegt, að yfirlega
um árabil myndi bera allmik-
inn ávöxt og að einhverju góð-
an, þótt hann kynni að verða
beiskur á bragð.
Þeir, sem hafa byrjað að lesa
„Blekkingu og þekkingu" Níels
ar prófessors Dungals neð þess
um huga, munu skammt hafa
lesið, þegar þeim var orðið ljóst,
að hjer var allt annars konar
verk á ferð, en vonir þeirra
höfðu staðið tíl. Bragðið reyn-
ist hvorki beiskt nje. sætt, því
að hjer er hvergi bitastætt.
Þetta er heljarmikill kúfur af
froðu, samantíndum á ýmsum
fjörum og í gruggugum flæð-
armálum. Tæplega getur nokkr
um heilbrigðum orðið bumbult
af þessu, og vart vinnur það
neinum grand, sem ekki er bráð
feigur þegar, því síður að neinn
geti nærst á því, þótt einhverj-
ir kunni að láta eitthvað af því
ofarf í sig í því skyni.
Satt er það: Bókin er ákæra
á" hendur kirkjunni og kristin-
dóminum og blær hennar allur
þannig, að ekki verður annað
sjeð en aö höf. sjo alhuga í því
að láta atlöguna valda usla með-
al ákærðra, jafnvel uppgiöf. En
málatilbúnaður er þannig, að
höggið kemur hvergi á. Söguleg
yfirsýn, grundval'arafstaða og
röksemdir í einstökum atriðum
minna svo mjög á stig trúmála-
umræðnanna hjá okkur forðum
daga í 2. og 3. bekk, að það er
nálega með ólíkindum. Höf. hef-
ur aðeins komisí y_"ir fleiri
skruddur og tínt meira í _arpinn
en við höfðum íök á í þá daga,
þegar við vorum hvað eítir ann-
að að ganga af kirkjunni dauðri.
Hann hefur sýnilega haft álit-
legan haug aí bókum fyrir ír_.;:_
Nokkrar athugasemdir við bók Níelsar
próf. Dungals: Blekking og þekking
an sig og skrifað feikn upp úr
þeim, en bæði val þeirra og notk
un er með þeim hætti, að vís-
dómsorðin, sem höf. tilfærir á
bls. 22 um, að enginn sje svo
mikið flón, að hann finni ekki
annað flón til að trúa sjer, ger-
ast óþægilega og sjálfsagt ómak
lega nærgöngul við lesandann.
Bókin á einkum að vera sag-
an af viðskiptum kirkjunnar við
vestræna menningu. Sjónarmið
og vinnubrögð eru sams konar
og ef rakin væri saga kirkjunn-
ar á Islandi á þann veg, að Jón
biskup Gerreksson væri gerður
að „týpu" íslensks klerkdóms,
háttalag hans og sveina hans
væri gert að allsherjar einkenni
íslenskrar kirkjusögu. Til viðbót
ar og árjettingar væri svo glefs
að upp úr þjóðsögum og „presta-
sögum" allt það, sem fundið
verður fáránlegast, satt og log-
ið, þessu enn til stuðnings hrifs-
aðar setningar úr prjedikunum
til og frá, án tillits til samheng-
is, aðeins farið eftir því, hvað
best virðist fallið til þess að
fullkomna óhrjáleik myndarinn-
ar, og íslendingum síðan boðið
upp á að falla f ram fyrir þessari
afhjúpun blekkinganna.
Þetta ritverk getur, því miður,
ekki vakið neinar umræður eða
neina hreyfingu. Enginn leggur
sig niður við að svara slíkri
„árás", sem er langt fyrir neð-
an það lágmark, sem gera verð-
ur til svaraverðrar ádeilu. En
vegna þeirra, sem kynnu að
halda, að hjer sje of fast að
orði komist og vilhallur dómur
upp kveðinn og mjög svo ótrú-
legur, þar eð hörundurinn er
þó háskólakennari, skal bent á
örfá atriði til dæmis um það,
j hve athugun höf. er glögg, þekk-
jingin á þeim málum, sem hann
tekur hjer til meðferðar, hald-
góð og vandvirknin mikil.
Fyrst skal borið niður á bls.
;408, gripið ofan í langan lest-
ur um Biblíu-rannsóknir, lestur,
sem raunar er eitt glórulaust
moldviðri. Á tilgreindri bls. seg-
;r svo: „Bauer er glöggur á, hve
i nerkileg f rásögnin er um spurn-
zgu Pjeturs í Caeserea Philippi.
:'.í lærisveinunum hefði verið
lj3st að Jesús væri Messías,
hcfði Pjetur auðvitað ekki farið
aO spyrja hann að því, hvort svo
v;?ri. Og ef Jesús hefði sjálfur
hr.Idið því fram, hefði Pjetur
heldur ekki þurft að spyrja.
_:e~si ritningarstaður hlýtur því
aö vera óspilltur og er einhver
bosta sönnunin fyrir því, að
Markúsar guðspjall sje elst".
(Leturbr. hjer).
Nú skulum við slá upp í Mark
ú'jarf;iðspjalli, 8. kap., 27.—29.
versi  Þar segir svo: „Og Jesús
ir: Elía, en aðrir: einn af spá-
mönnunum. Og hann spurði þá:
En þjer, hvern segið þjer mig
vera? Pjetur svaraði og segir
við hann: Þú ert Kristur." (Let-
urbr. hjer).
Þegar menn hafa borið sam-
an frásögn guðspjallsins og út-
listun prófessorsins hafa þeir
fengið hugmynd um gætni hans
og grandvarleik í meðferð texta.
Hann virðist aldrei hafa opnað
Nýja testamentið á þessum stað
(sbr. og stafsetningu hans á
staðarnafninu) því síður borið
saman frásögur hinna guðspjall
anna af sama atviki (Matt. 16,
13nn, Lúk. 9,18nn), og lætur þó
svo sem hann hafi á þessum
stað gert mikla uppgötvun —
með aðstoð Bauers að vísu,
hvernig sem hann hefur lesið
rykfallnar og mjög svo úr sjer
gengnar bækur þess höfundar.
En svo mikið er víst, að ekki ei
Bauer rjettilega bendlaður við
slíkan lestur, því að læs var
hann og byggði ekki textagagn-
rýni á ólesnum setningum. En
svona vendilegur er sá lestur,
sem ályktanir próf. Dungals
byggjast á — og mjög svo jafn-
ræði á milli lesningar og álykt-
ana víðast hvar. Þegar gátsemin
og dómgreindin er slík í með-
höndlun jafn aðgengilegrar til-
vitnunar, má nærri geta, hve
meðferð annarra torlesnari heim
ilda er gagnsamleg.
Á bls. 264 er rætt um kirkju-
þingið í Níkeu (árið 325) og á
næstu bls. neðanmáls er sam-
þykt þingsins, „fyrsta trúarjátn
ing kristnu kirkjunnar" (svo!)
í nýrri og mjög nýstárlegri þýð-
ingu. En sleppum þýðingunni —
þýðingar höf. bera yfirleitt með
sjer, að hann hefur lítt tafið sig
á að huga að frumheimildum,
enda skortir hann í mörgum til-
fellum skilyrði til að færa sjer
þær I nyt. Höf. segir, að „sund-
urlyndi, hatur og vígaferli" krist
inna manna á þessu skeiði hafi
verið út af einu o og þykir firn
mikil. Nú er ekki loku fyrir það
skotið, að einn bókstafur geti
snúið við merkingu, það skiptir
t. d. nokkru, hvort læknir úr-
skurðar mann með ráði eða ó-
ráði, einá bókstafur til eða frá
bókstafsatriði. Annað hvort eru'
heimildir hahs eitthvað einkenni
legar, eða lesturinn er hroðvirkn
islegri en svo, að skammlaust
sje. Höf. kann ekki nokkur skii
á því, sem hann er að skrifa
um. Og ekki er þess að vænta, að j
hann bæti um fyrir sjer, þegar i
hann fer að álykta og gera nán
ari grein fyrir þessu máli. Hann
segir,  að  þessi  „ósvikna  guð-1
fræðingadeila" hafi snúist „um
það, hvort guð hafi sjálfur lagt í
til frá sjálfum sjer efnið í Jesú-
barnið, er hann gat  það með
Maríu, og hvort hann hefði lagt
það til eins og hver annar karl-
maður."
Það kann að vera eitthvað
notalegt við það að geta komist
í námunda við kynferðismál í
þessu sambandi, en það rjettlæt-
ir ekki einu sinni sálfræðilega
þennan makalausa þvætting,
sem er allsendis botnlaus. Spurn
ingin um „Jesúbarnið" og getn-
að þess var alls ekki á dagskrá
í þessum umræðum, eins og hver
maður með ráði og rænu sjer
þegar af samþykkt þingsins 1
Níkeu (jafnvel í þýðingu próf.
Dungals), því að öll útlistunin
þar á sambandi Krists og Guðs
kemur áöur en fæðing Jesú á
jörð er nefnd á nafn. Ágrein-
ingsefnið var ekki það, hvernig
Jesús hefði „íklæðst holdi og
orðið maður", heldur hitt, hvort
hinn yfirjarðneski, guðlegi frels-
ari (Logos) væri skapaður eða
hvort hann væri eitt með Guði
frá öndverðu, sömu veru (ousia)
og faðirinn í fortilveru sinni.
Það, sem hjer var í húfi, var
sem sje það, hvort kirkjan skyldi
halda áfram að vera eingyðis-
trúar eða hvort hún skyldi
sveigja fyrir grískum hugsunar-
hætti (Aríus) og hefja skapaða
veru til guðlegrar tignar. Þetta
lítilræði var í húfi í Nikeu, fólg-
ið í þessum eina bókstaf, sem
ekki var o, heldur j.
Slík eru vinnubrögð þessa höf.
og sannfræði bókarinnar. Það
þarf ótrúlega kergju til þess að
setja saman bók upp á meira en
fimm hundruð bls., buslandi
svona í sífelldu kafi botnlausrar
vankunnáttu um þau efni, sem
hún f jallar um. Á bls. 193 greið-
bls. 486, enda þótt nóg sje kom-
ið og af nógu að taka. Þar segir
svo: „Þeim, sem þekkja nokk-
uð til sögu kirkjukenninganna,
þykir það viðeigandi frámleng
ing af öðrum samþykktum kirkj
unnar og hennar þinga, að hafa
tekist að senda sjálfan Jesú
Krist til helvítis. En að þurfa
endilega að koma því inn í trú-
arjátninguna og láta hvert barn
þylja þessa f jarstæðu, þykir öll-
um, sem eitthvað hugsa, meira
en góðu hófi gegnir. Hvað á
barnið að halda að verði um sig
og foreldra sína og alla, sem það
þekkir? Hver skyldi eiginlega
losna við að fara til helvítis, úr
því að Jesús sjálfur þurfti að
fara þangað? Hann sem var þó
algerlega syndlaus, eítir því sem
barninu er kennt."
Þessi ummæli bera sjálfum
sjer og höf. vitni án allra skýr-
inga og hefðu gjarnan mátt
fylgja boðsbrjefinu fræga til enn
frekari sönnunar á djúpsæi höf.
og snilld hans í viðureigninni við
blekkingarnar.
í samanburði við þetta má
það heita saklaust, sem höf. seg-
ir um afdrif óskírðra barna, en
þau eiga að fara til helvítis
,samkvæmt kenningu lútherskr-
ar og kaþólskrar kirkju" (bls.
471 o. v.). Hvorug kirkjan kenn-
ir það og ratast höf. raunar satt
á munn um þetta, að því er
kaþólsku kirkjuna snertir, á bls.
196, en aftar í bókinni er móð-
urinn orðinn svo mikill, að slíK
sannleikskorn hrökkva út í haf s-
auga.
Þetta verður að nægja og
nægir. Það væri endalaust verk
að halda svona áfram um mold-
veðursstíga og göslgötur þessar-
ar einstöku bókar, enda gefur
það, sem hjer hefur verið* drepið
á, fullnægjandi hugmynd um
staðgæði þeirrar þekkingar, sem
hún flytur.
Það hefði verið fengur að
greindarlegri og sæmilega vel
gerðri bók frá „efagjörnum
manni", en þessi bók vekur eink-
um efasemdir um hofundinn og
þótt það kunni að vera allmikil
bylting, þá er hún þó a. m. k.
staðbundin og verður naumast
að neinu almennu hitamáli.
Sigurbjöm Einarsson.
í  kemískri  formúlu  getur  og ir höf. sjálfum sjer viðlíka löðr-
. -._   .....„    ___w     , .  .   ...      .  . .  .
valdið nþkkurri truflun. Slíka
smámunil skal höf. mega skilja
eins og hánn vill. En úr því hann
fór að minnast á þetta, hefði
verið viðkunnanlegra, að hann
hefði sagt satt um bókstafinn.
Krists-fræðideilur 4. aldar —
próf. Dungal segir, að þær hafi
geysað í margar aldir — sner-
ust ekki um neitt o, heldur eitt
j. Jeg get ekki vitað, hvaðan
þetta o er komið inn í hugar-
jr út og lærisveinar hans til jfylgsni höf., sá bókstafur hefur,
þorpci na í kring um Sesareu
i Fiiippi, og á leiðinni spuröi hann
Lærisvé-Bá sína og sagði við þá:
Hvern cegja menn mig vera?
jEn  þeir  svöruðu  honum  og
1 sögðu: J_hannes skírara, og aðr-
mjer vitahlega aldrei áður angr-
að nokkurn mann neitt sjerstak-
lega, en þetta ber vott um, að
eitthvaðjjeu smásjár prófessors
ins vafasamar. Ekki vantar þó
ung á kafsundi sínu, minnist a
nýlega, kaþólska kennisetningu,
sem páfinn sló fastri árið 1854,
þess efnis, að María sje getin á
yfirnáttúrlegan hátt. Segir höf.,
að þessi trú hafi byggst á
„rangri þýðingu í grískri þýð-
ingu Gamla testamentisins (Jes.
7,14"). Höf. hefur sýnilega ekki
hugboð um, hvað hann er að
fara með, heldur sig vera að
berjast við kenninguna um fæð-
ingu Jesú af meyju, þegar hann
str'iðir við Píus gamla 9. og kenn
ingu hans um yfirnáttúrlegan
getnað Maríu.
Til frekari vitnisburðar um
þekkingu höf. á trúarlærdómun
að hann geri veður úr þessu.um, vil jeg að lokum benda á
iiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimhiiiiiii......i.....,„,,
Kærustupar óskar eftir
Herbergi
j til leigu. Æskilegt að eld
; unarpláss fylgi, helst í
Laugarneshverfi eða aust-
urbænum. Mikil fyrir-
framgreiðsla. Tilboð legg-
ist inn á afgr. Mbl. merkt
„Húsnæði — 989".
Öska eftir
Ráðskoifusföðu
á fámennu heimili. Til-
boð merkt: „Ráðskona —
990" leggist inn á afgr.
Mbl. fyrir þriðjudagskv.
AUGLYSING
ER  GVLLS  IGILDI
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16