Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 149. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						tttfÞIft
38. árgangur.
149. tbl. — Fimmtudagur 5. júlí 1951
Prentsmiöja Morgunblaðsins.
Iga eíds í P§rsíi
n-
-D
ersar eiíiír !iafa
fijón ai því
LONDON, 4. júlí: — Það var til-
kynnt hjer í bækistöðvum bresk-
íranska oiíufjelagsins, að þegar
hefðu verið geiðar ráðstafanir til
að kaupa olíur og bensín frá öðr-
um hlutum heims, ef olíuvinnsla
í Persíu skyldi stöðvast. Olíufje-
lagið mun eiga samstarf við ýmis
önnur olíufjelög um að auka
framleiðsluna annarsstaðar. —
Þannig er gert ráð fyrir að innan
árs muni þess ekki lengur gæta,
þó stöðvast hafi olíuvinnsla í
Persíu. — ReWter.
Fyrsti vopnai
fundur ákveðinn
Bardögum hæft í Kóreu
TOKYO, 4. júlí: — Nú hefur komist á samkomulag milli Ridg-
ways, herforingja S. Þ. í Kóreu og herstjóra N-Kóreumanna og
Kínverja í Kóreu um að halda fund nálægí, borginni Kaesong á
sunnudaginn kemur til þess að reyna að koma á vopnahljei. —
Ridgway óskaði þess að fundur þessi yrði þegar á morgun, én
kommúnistar vildu fresta honum.
D-
-D
Geysilegar æsingar hafa verlö' í Peisiu kringum olíudeiluna. Þjóð'-
e'rnissinnar hafa nær því á hverju kvöldi safnast saman til funda-
íialda og' eru þar haldnar ræður, allar í sama dúr, fullar hatri ti!
vestrænna þjóða. Hefur þar verið hamrað á því að Englendingar
hafi arðrænt Persa með olíunáminu i Abadan. Verst er, að ef
Lnglendingar eru reknir frá Abadan, þá hafa Persar hvorki kunn-
ílttu nje tæki til að vinna oliuna. Á myndinni sjest einn æstasti
þjóðernissinninn, dr. Baqai, halda ræðu.
Rússar eiga fföida hrað-
f leygra spreit:gjiiflugvjela
jjór æningjar rændu engis
HONGKONG, 4. júlí — Vopnaðir
kínverskir sjóarar ruddust í dag
um borð á breska gufuskipið
Peter Star, sem lá strandað á
Pratas Rifi í Suður-Kínahafi.
Óttuðust skipverjar að nú væri
komið þeirra lokadægur. Svo
reyndist þó ekki. Kínverjar rann
sökuðu aðeins skipið, en stigu að
því búnu aftur út í djúnka sinn
og sigldu á brott. — Reuter.
Býðisr frið
Einkaskeyti til Mbl.    «
frá Reuter.
BERLÍN, 4. júlí. — Með hverjum
deginum, sem líður ber æ meira
yiir A-Þýskalandi á nýrri rúss-
neskri sprengjuflugvjel af ljett-
ari gerð. Kallast hún Tupolev
TU-10 og er knúin áfram aí
þ.rýstiloftshreyflum.
MJÖG HRAÐFLEYG
Talið er að flugvjel þessi hafi
n^er því 1000 km. hámarkshraða
á, klst. og talin er hún nær þvi
sambærileg við hina bresku
Electric Canberra flugvjel, sem
Vesturveldin eru nú að hefja
framleiðslu á.
IDKA HERNAÐ AF KAPPI
Fregnir frá A-Þýskalandi herma
að Rússar iðki mjög ýmsar flug
æfingar með fjölda sprcngjuflug
vjela af umræddri gerð. Virðist
sem þeir leggi einkum áhersia
á að æfa stuðning við landher.
Williams hækkaður í tign
LONDON, 4. júlí: — Sir Thomas
"Williams, sem að undanförnu
hefur verið yfirmaður breska
flughersins í Þýskalandi, hefur
n,ú verið skipaður umsjónarflug-
. foringi í breska flughernum, en
'það er hin mesta virðingar og
valdastaða. Kemur hann í stað
Sir James Robb, sem hefur feng-
ið lausn frá störfum vegna veik-
inda. — Reuter.___________
rerðamannasiraurnur tii
Frakkíands geysimikiii
PARÍS, 4. júlí — Franska ferða-
skrifstofan telur að ferðamanna-
straumurinn til landsins í sumai
slái öll fyrri met. Býst skrifstof-
dn við 3 milljónum ferðamanna
til landsins. Það sem helst mun
draga ferðamenn að er 2000 ára
afmæli Parísarborgar.
Danir vilja ensk
herskip
KHÖFN, 4. júlí: — Berlingske
Aftenavis skýrir frá því í dag,
að danska flotamálaráðuneytið
hafi hafnað boði Bandaríkja-
manna um að yfirtaka tvö banda-
rísk fylgdarskip. Ástæðan til að
Danir þiggja þetta ekki, er að
þeir kjósa heldur tvo enska tund-
urspilla af Hunt-gerð. — Reuter.
,Fjeil tii bana úr
'minnismsrki
EDINBORG, 4. júlí. — Gamal!
er.skur uppgjafaprestur fjell í
dag ofan af hæstu svölum Walter
Scotts minnismerkisins í Edin-
borg. Var fjöldi fólks nærstadd-
ur og sá þennan atburð. Talið er
að gamla manninum hafi orði')
svo mikið um gönguna efst upp
í minnismerkið, að hann hafi
misst ¦ meðvitund og fallið út af
svöiunum. — Reuter.
^ABEINS UNDIRBÚNINGS-
FUNDUR
Þessi fyrsti fundur verður ein-
vörðungu um það, hvort báðir
aðiljar fallast á að hætta bardög-
um og koma á beinu sambandi
með orðsendingar. Á síðari fund-
um yrði hinsvegar leyst úr ýms-
um öðrum vandamálum, s. s.
íangaskipti og ákvörðun vopna-
hljeslínu.
EKKERT BASIIST A LANDI
Bardagar  á  landi  hafa  legið
niðri í dag. Hersv-eitir S. Þ. hafa
ekkert sótt á og vonast menn til
t  að ekki komi til frekari átaka.
¦'  Hinsvegar halda flugvjelar S. Þ.
I  áfram  loftárásum  á  samgöngu-
|  kerfi kommúnista, til þess að þeir
¦  geti  ekki  notað  millibilsástand
þetta  til  að  undirbúa  nýjar
árásir.
Ridgway hershöfðingi S. Þ. í
Kóreu skoraði fyrir nokkru á Kín
verja að hætta að úthella blóði
sona sinna að þýðingarlausu í
Kóreu. Kommúnistar hafa nú
fallist á að hefja umræður um
vopnahlje.
Jamburec
VÍN, 3. júlí — 1 ágúst vcrður háð
7. alþjóðamót skáta í grennd við
Bad Ischl í Austurríki. Fyrirhug-
að er, að þátt taki í því einir 1500
skátar frá 25 löndum hins frjálsa
heims.
?.itskoðun afnumin
!
i Harokko
CASABLANCA, 4. júlí. — Rit-
skoðun var afnumin í dag i
franska Marokko. Á striðsárun-
vm var sett ritskoðun á dagblöf:
þar í landi eins og víðar, en þó
hún hafi verið á að forminu til að
undanförnu hefur þess þó lítið
gætt. — Reuter.
RæSa Trumiðns forseta:
y-oræoispjooirnar
unu vorja frelsið
WASHINGTON, 4. júlí: — Truman fcrseti hjelt útvarpsræðu seint
í kvöld í því tilefni, að VI5 ár eru liðin síðan Bandaríkin voru lýst
sjálfstætt, óháð ríki. Hann lagði aðaláhersluna í ræðu sinni á það,
að Bandaríkin og allar lýðræðisþjóðir heims yrðu umfrain ailt að
verja frelsi sitt og efla samstarf sitt í því skyni.
Truman sagði, að það væri
kostnaðarsamt að verja frelsið.
Hver einasti maður yrði að
leggja fram starf sitt og strit til
þess að halda því. Hann minnti á
það, að það voru Bandaríkin, sem
fyrst byggðu þjóðfjelag sitt upp
með því að viðurkenna frelsi og
jafnrjetti einstaklinganna. <Banda
ríkin halda enn fast við þá stefnu
sína að bcrjast fyrir frelsinu. —
Einn þáttur í þeirri baráttu er að
styrkja þær þjóðir, sem unna Iýð-
ræði gegn ógnun kommúnismans.
Siæm aðbúð í tjekk-
neskum fangelsum
Einkaskeyti til Mbl.
frá Reuter.
FRANKFURT, 4. júlí. — Tjekk-
nesk yfirvöld slepptu í dag úr
haldi flugmönnum þeim tveimur,
sem nauðlentu á bandarískum
Thuderjet flugvjelum í Tjekkó-
slóvakíu fyrir 26 dögum.
Siæmur aðbúnaður
Flugmennirnir voru Norðmað-
urinn Björn Johansen, sem koni
í dag flugleiðis til Kaupmanna-
hafnar frá Prag, og Bandaríkja-
maðurinn Luther Roland, sem var
fylgt yfir landamæri yfir á her-
námssvæði Bandaríkjanna í
Þýskalandi. Báðir voru enn
klæddir í flugmannsbúninga sína
enda heldur slæmur aðbúnaður í
Tjekkóslóvakíu,     fangel^isvist
mcstan tímann.
Frambjóðandi
eikinn grátt
LISSABON, 4. júií. — Prófessor
Ruy Luis Gomes, sem býður sig
fram til forseta sem leiðtogi
portúgölsku stjórnarandstöðunn-
ar í kosningunum, sem fram fara
22. júli, meiddist í dag á auga
þegar kom til átaka milli fylgis-
imann hans og lögreglunnar í
Rio Tínto. — NTB.
Tíðindalausf
AF síldarmiðunum er allt tíðinda-
laust, utan þess að Pólstjarnan
frá Dalvík kom til Djúpavíkur í
fyrrakvöld með rúmlega 200 mál
síldar. — Fitumagn BÍIdarinnar
reyndist vera 20,5 prósent, sem er
afarhá prósenttaia.
Síld í fsafjarðardjúpi
AÐFARANÓTT þriðjudags s.l.
fjekk m.b. Faxi frá Flateyri 35
tunnur hafsíldar í reknet út af
ísafjarðardjúpi.
Ennfremur fengu þeir Bryn-
jólfur Jónsson og Sveinn Sveins-
son smásíld í landnætur í Skötu-
firði og Seyðisfirði, sennilega um
300 tunnur hvor.
Lc-ng er biSin
Furðulegt þykir, hvað mönn-
tim þessum hefur verið haldið
ícngi í Tjekkóslóvakíu og flug-
vjelunum hefur ekki enn verið
skilað, enda þótt Bandarikjamenn
liafi jafnan skilað tjekkncskum
flugvjelnm, sem nauðlent hafa í
Þýskalanði þegar í stað'.
SUNDKEPPNINNI lýkur 10.
júlí. Nú má enginn lengur draga
á langinn að' synda 200 metrana.
— íþróttamennirnir unnu þíjá
landsleiki sama daginn. — Það
er nú fjöldans að sigra í sund-
kcppninni. Ef enginn skerst ur
leik, tekst það — en aðeins með
því að ENGINN skerist úr leik.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12