Morgunblaðið - 04.12.1951, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.12.1951, Blaðsíða 16
Veðurúflif í dsg: Hæg breyíileg átt, sí3ar N-A kaldi, skýjað. Frá 80 ára afmæli Stádeiitafélagsias. Sjá grein á Waðsíðu 8. Sparnaðartiilögur álþýðu- Mifelar uairæðar um fjárlögin í GÆR var haldið.áfram annarri umræðu um fjáriaffafrv. Hófust fundir kl. ^1,30 og stóðu enn yfir cr blaðið fór í prentun. Var það ætlunin að ljúka annarri umræðu um nóttina. HERFILEG ÚTREIÐ ( HANNIBALS VALDIMARS- SONAR Hófst umræðan með því, að Hannibal Vaidimarsson gerði grein fyrir minnihlutaáliti sinu um fjarlagafrv. Talaði hann af miklum ofsa eins og endranær og fór sem fyrr að þingmcnn. gátu ekki varist hlátri öðru hvoru er ofsi hans gekk úr hófi fram. Talaði þing- maðurinn með miklum hita um það, hvað hann vildi spara mikið í rekstri ríkisins. Var hann þá spurður um það af ráðherra hvar þeir liðir væru í fjárlagafrv. sem ætti að spara. Fór ráðherrann í gegnum allt frv. og krafði Hanni- bal Vaidimarsson um svör. Það eina, sem Hannibal gat bent á til sparnaðar í ríkisrekstr- inum var að segja upp 3 mönnum í stjórnarráðinu, sem vinna þó að- eins hálfan daginn hver. Þá sagði þingmaðurinn að sér blöskraði hvað mikið fé væri lagt til sauðfjárveikivarna, en gat þó á engan hátt rökstutt það að öðru leyti að um of mikið fé væri að ræða. Þá fannst þingmanninum alveg fásinna að veita fé til.til- raunastarfsemi fyrir landbúnað- inn. Slík starfsemi væri algjör óþarfi. Þrátt fyrir hverja fyrir- spurnina á fætur annarri um hvernig sparnaðartillögur Alþýðu flokksins væru gat þingmaðurinn ekki bent á neina. Fékk Hanr.ibal þannig hina herfiiegustu útreið, svo að fáir hafa fengið aðra eins á Alþingi. Meðal þeirra mörgu sem tóku til máls í umræðunni voru: Sig- urðúr O. Ólafsson, Sigurður Ejarnason, Gunnar Thoroddsen, Magnús Jónsson, Jón I’álmason, Sigurður Ágústsson og Lárus Jó- hannesson. Jélasfarlsemi Mæ'Sra sfyrfcsneindar a§ hefjasf MÆÐRASTYRKSNEFNDIN er nú að hefja jólastarfsemi sína. Eins og að undanförnu sendir nefndin flestum fyrirtækjum bæjarins söfnuriarlista, sem hún vonar að tekið verði vel á móti og greitt fyrir eftir beztu getu. Undanfarið hafa Réykvíkingar sýnt starfi Mæðrastvrksnefndar ríkan skilning, velvilja og sér- stakt örlæti, og vonar nefndin að slikt verði einnig nú. I fyrra, fyrir jólin, safnaðist nál. 80 þús. kr. í peningum, sem úthlutað var á 400—500 heimili hér í bænum. Jafnvel þó að ekki sé um stór- ar upphæðir að ræða á hvern stað, mun þetta þó margan hafa glatt og stuðlað að aukinni jóla- gleði. Vafalaust mun þörfin ekki vera minni nú en þá. í fyrra gafst nefndinni eínnig mikið af fatnaði, bæði nýjum og notuðum. Slíkar gjafir kom sér mjög vel, eftir fötum er mikið spurt, einkum á börn, en góðum gefendum skal á það bent, að gott er að slíkar giafir komi ekki mjög seint. — Ollum giöfum er veitt móttaka í skrifstofu jiefnd- arinr.ar í Þingholtsstraéti 18, sem er opin alla virka daga frá kl. 3—5. Síminn er 4349. KviknaSi ó! irá sfrok- iárni 00 rafraagai- ofni FULLTRÚARÁÐSFUNDUR Sjálfstæðisfélaganna í Rvík verður annað kvöld (miðviku- dag 5. öes.) í Sjálfstæðishús- inu og liefst kl. 8,39. Frum- mælandi á fundinum verður Gunnar Thoroddsen, borgar- stjóri. Talar hann um bæjar- mál, undirbúning íjárhags- áætlana og fíeira. Fuiltrúarnir eru beðnir að athuga, zð fundurinn er ekki í kvöid, cins og misritaðist í - sunnudagsblaðinu, heldur á morgun (miðvikudag). Reyfejðfðss lagður aí s!að heiei HIÐ nýja skip Eimskipafélags- flotans, Reykjafoss, lagði í gær upp í heimför sína, en hann mun allviða hafa viðkomu. Hann kem- ur m. a. við í Ósló og þar tekur hann jólatré það, er Ósló hefur gefið vinabæ sínum, Reykjavík. Frá Hamborg fór Reykjafoss til Gdynia, þaðan til Gautaborg- ar, Sarpsborgar og loks Óslóar. Þaðan verður siglt beint til Reykjavíkur. Mun Reykjafoss koma kringum 16.—17. þessa jtuánaðar. UM miðnætti í fyrrakvöld kom upp eldur í litla bænum, Traðar- kot, við Traðarkotssund. Þar var enginn heima, er eldurinn kom upp. Vatnsskemmdir urðu nokkr- ar, en litlar af eldinum. Þegar slökkviliðið kom á vett- vang, en vegfarandi hafði brotið brunaboða, var húsið litla læst og ailt fullt af reyk. -— Brutu slökkvi liðsmenn gluggann og höfðu á skömmum tíma ráöið niðurlögum eldsins. ICviknað hafði í út frá rafmagnsofni og strokjámi, en hvorttvegg.ja hafði gleymzt í sam- bandi. — I Traðakoti býr Ottó Matthíasson. HRAÐSKÁKMÓT Taflfélags Reykjavíkur fór fram sl. föstudag Friðrik Ólafsson bar þar sigur úr býtum með 16% vinning af 17 mögulegum. Annar varð Lárus Johnsen með 14% vinning, 3. Sveinn Kristins- son með 14 v., 4. Þórir Ólafsson með 13% v., og 5. Ingi Jóhanns- son 12% vinning. Æfingafundir Taflfélags Reykja víkur verða í vetur í Grófin 1 á þriðjudags- og föstudagskvöld- um. Innflytjer.dur íil Kanada OTTAVA: — Níu fyrstu mánuði þessa árs fiultust 120 þús. inn- ilytjendur íil Kanada. Frá 1. des. háfíð Heimdallar Frú Jórunn Viðar við hljóðfærið á fullveldishátíð Heimdallar 1. des. á böfnlsiiil sekkur i Neskaupsfað BjöigaDartiiraanir pröar o! seini í GÆRMORGUN sökk í höfninni í Neskaupstað vélbáturinn Sleipnir, þar sem hann lá mannlaus við legufærin. — Ókunnugt er hvað olli hinum skyndilega leka er að bátnum hefur komið og engin tilraun var gcrð til að bjarga honum fyrr en um seinan. mörfe auðvelda gréð ursehiinganiarfiö NÚ í haust hefir verið unnið að vegagerð í Heiðmörk. Hefur ver- ið lagður nýr vegur af Silunga- poilsvegi yfir Suðurá, um Hólms hraun, neðan við Hólmsborg, en þaðan um efsta hluta Teyginga á veginn sem lagður var 1949. Er þessi vegur um 2.8 km, að lengd og liggur um fallegt og sérkenni- legt land. Gamli vegurinn upp í Heiðmörk hefir og verið Jengdur um 900 metra. Þessir vegir báð- ir auðvelda mjög gróðursetningar starfið í Heíðmörk, þar sem fjöldi af úthlutuðum spildum liggur að þeim. Auk þess var byrjað á nýj- um vegi sem á að liggja suðvest- ur um Heiðmörk, neðanvert við Strípshraun, en þaðan austan við Hjallana. Lokið var við um 900 m. kafla af þessum vegi og kem- ur hann á gamla veginn rétt neð- an við Bröttubrekku. Vegir þess- ir eru allir upphleyptir nema þar sem farið er um hraun. Þeir voru gerðir með stórri jarðýtu og eru samtals 4.6 km. Ekkert hefir enn- þá verið borið ofan í þá en á því verður byrjað bráðlega. Suðurá er enn óbrúuð. ^ Fréttaritari Mbl. í Neskaupstað símaði blaðinu þetta í gær og sagðist honum svo frá: MANNLAUS Um klukkan níu í morgun, veittu menn því hér eftirtekt, að vélbáturinn Sleipnir NK 54, var að því kominn að sökkva. Hefur báturinn legið við festar, mann- laus, hér í höfninni um all-langt skeið. GERT AÐVART Þeim er hlut áttu að máli þessu, var strax gert aðvart um að bát- urinn væri að því kominn að sökkva, en engar ráðstafanir voru þó gerðar til þess að bjarga bátnum að landi, fyrr en svo seint að ekki tókst að losa legufærin. Er þetta gerðist var blíðskapar veður, en stormur hefur verið undanfarna daga. ÁTTI AÐ FARA Á UPPBOÐ Klukkan 11 í morgun sökk bát- urinn. Sleipnír var 72 rúmlesta skip, byggður árið 1926. Selja átti bátinn á uppboði þann 8. janúar, samkvæmt auglýsingu í Lögbirtingablaðinu. Eigendur bátsins eru Herbert Þórðarson og fleiri. Á AÐALFUNDI Verzlunarmanna félags Reykjavíkur er haldinn var í gærkvöldi, var Guðjón Ein- arsson endurkjörinn formaður félagsins í sjöunda sinn. — Með- stjórnendur hans er ganga áttu úr stjórn voru og endurkjörnir, en þeir eru: Einar Elíasson, Ólaf- ur Stefánsson og Þórir Hall. — Þeir er ganga áttu úr varastjórn, voru endurkosnir: Hafliði And- résson, Daníel Gíslason og Pétur Sæmundssen. Endurskoðendurn- ir Þorsteinn Bjarnason og Einar Björnsson voru endurkosnii'. Jénsfan Halivarðsscn FORSETI ISLANDS hefur sæmt Jónatan Hallvarðsson, hæstárétt- ardómara, stórriddarakrossi fálkaorðunnar. @1 segsr sig I GÆRKVOLDI barst sú fregn til bæjarins, norðan frá Ól- afsfirði, að einn helzti fyrir- svarsmaður kommúnista þar, Kristinn Sigurðsson, hefði sagt sig úr kommúnistaflokkn- um. Hann hefur gegnt þar ýms- um trúnaðarstörfum fyrir kommúnistaflokkinn og átt þar sæti í bæjarstjórn í mörg ár og síðan þar fóru fram síð- ustu kosningar, var hann eini fulltrúi kommúnista í bæjar- stjóiiiinni. FJ,B. kýs nefnd iil i að ræða um flslmpp- skipanaifyrir- 1 komuiagið í GÆRDAG ræddi Félag ísl. bota vörpuskipaeigenda á fundi síri- um tilboð Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsaima, um verðið á tog- arafiskinum, sem hraðfrystihús- in telja sig geta gefið fyrir haim. Þar eð msettir voru aðeins eig- endur 28 togara af 40, var ekki tekin ákvörSun í málinu, heldur boðaður fraTnhaldsfundur á mið- vikudaginn. Innan þess tíma, mun F.LB. feafa kynnt sér vilja; allia félagsmanna sinna. Á þessum fundi var kjöriji nefnd rnaima til viðræðna við Dagsbrún nm vinnutilhögun við uppskipun ú:r togurunum. — Muis verða leitað hófanna um sam- komulag ran að vinna hefjist kl, 6 árdegis, eða tveim tímum áður en vinnan hefst í hraðfrýstihús- unum, þvi mrið siíku fyrirkomu- lagi gæti vinna við fiskinn hafizt tafarlaust í hraðfrystihúsunum kl. 8, í stað þess að ella þarf starfsfólkið þar að bíða verkefn- anna i tvaer klukkustundir, eða fram til kl. 10 á morgnana. ÚS. fli :i lánaijóðs slúdeDÍa ÞEIR Magnús Jónsson og Jónas Rafnar liafa borið fram breyting- artillögu í neðri aeild við frv. um lánasjóð stúdenta. Er í tillög- unni lagt til að árlegt framlag ríkissjóðs til sjóðsins verði 500 þús. kr. í stað 300 þús. eins og ster.dur í frv. og verði það greitt í 20 ár í stað 25 ár. Ef þetta yrði samþykkt, myndi það hafa í for með sér að sjóð- urinn þyrfti ekki að taka það 2.6 millj. kr. lán, sem gert er ráð fyrir í frv. heldur aðeins 500 þús. kr, smám saman og verði lánið veitt til 18 ára. Þessi hækkum ríkisframlagsins í 500 þús. kí. myndi gera sjóðnum kleift að taka til starfa, þegar er lögin hafa verið sa.uþykkt, þar sem mjög lítið lán þyrfti að taka. Uandnám. RÓM — sínndrað þúsund fjöl- skyldum raun fyrir árslok 1955 verða úthlutaS 1.500.000 hekt. lands, saxnkvæmt hinum nýju landnámsáætlun í Ítalíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.