Morgunblaðið - 17.11.1953, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.11.1953, Blaðsíða 16
Veðurúfli! í dag: Minnkandi suðvestan og1 vestan átt. Kvennasíðan er á blaðsiðu 7. 262. tbl. — Þriðjudagur 17. nóvember 1953. 99 Súlan“ á hrakningi í fár- viðri og stórsjó Snæfell bjarcjaði skipinu fil hafnar í gærmorgun •ÓLAFSVÍK, 16. nóv. — Vélskipið Súlan frá Akureyri var dregin upp að bryggjú hér um kl. 10 árdegis í dag, eftir sólarhrings og 7 klukkustunda hrakninga í hinu ofsalega veðri sem gekk hér yfir um helgina. Skipið var óbrotið og menn allir óskaddaðir, en báða rótabátana hafði skipið misst. VELARBILUN Ég átti í dag tal við skipstjór- ann á Súlunni Björn Baldvinsson, um hrakningana, sem hófust um kl. 3 aðfaranótt sunnudagsins. Vélbilun hafði orðið í Súlunni, er hún var á leið til Grundar- fjarðar og var bilunin svo alvar leg að ákveðið var að fara með skipið til Reykjavíkur. Var Snæ fell EA fengið til að fara með vskipið. Skipin munu hafa komið suður að Malarrifi um kl. 3 aðfaranótt sunnudagsins. Var þá kominn austan stormur og var þá ákveðið að halda ekki lengra mót veðri og sjó og sigla aftur norður fyrir Snæfellsnes. Vindur gekk síðan til suðurs og fór veðurofsinn vax- andi. — Er skemmst frá að segja, áð Snæfell kom með Súluna um kl. 8 á sunnudagskvöld og lagðist Snæfellið við legufæri sín á bátalegunni hér í Ólafsvik. DRÁTTARTAUGIN SLITNAR Afspyrnuveður var komið um klukkan hálf fjögur á sunnudags- itóttina og slitnaði þá dráttar- iaugin milli skipanna. — Súlan tók þegar að reka með miklum fcraða, því nótabátar voru uppi. •— Snæfellið gat ekki náð legu- lærum sínum upp, en þau höfðu Ylækzt saman. Skipstjórinn á Súlunni lét nú setja nótabátana niður, en við það rak skipið miklu hægar. -—• Lítilli stundu eftir að þeir voru komnir í sjóinn slitnuðu þeir frá skipinu. Vindur stóð af landi og hrakti Súluna til hafs. Öll þau skip sem nærstödd voru er þetta gerðist gátu enga aðstoð veitt vegna veðurs. Það sem eftir var nætur og fram á morgun í gær hrakti Súluna undan sjó og vindi. Skipverjar á Snæfelli unnu látlaust að því að ná legufærun- um upp og tókst það loks snemma í gærmorgun og héldu þegar af stað á eftir Súlunni og fundu hana. Það gekk greiðlega að koma dráttarkaðli á milli skipanna, en skömmu eftir að lagt var af stað slitnaði kaðall- inn, en Snæfells-mönnum tókst fljótlega á ný að lagfæra dráttar- taugina og koma henni yfir í Snæfellið. Tókst því nú að draga Súluna til hafnar hér í Ólafsvík án frekari tafa, en utan við höfn- ina komu tveir bátar Týr frá Ólafsvík og Aðalbjörg frá Rvík Snæfellinu til aðstoðar við að koma Súlunni upp að bryggju. Björn Baldvinsson skipstjóri á Súlunni, bað Morgunblaðið að færa skipstjóranum og skipshöfn Snæfells kveðjur og þakkir fyrir hjálpina og rómaði Björn mjög framgöngu Snæfells-manna. — Bergmann. Við lislsaum í Slokkhólmi Öldruð kona t slasast NOKKRU fyrir klukkan 6 í gær- kvöldi varð 74 ára gömul köna fyrir bíl íyrír utan hús það sem hún býr í. Var þetta frú Anna Kolbeinsdóttir, Vesturgötu 41. Um aðdraganda slyssins var ekki kunnugt í gærkvöldi, en gamla konan mun hafa dregizt bílnum 1016. Slasaðist hún mik- ið á höfði, baki og víðar, en gamla konan mun hafa dregist nokkurn spöl með bílnum áður en hún losnaði við hann. Anna var tafarlaust flutt í Lands- spítalann. Báðar háspenny- línurnar biluðu LAUST fyrir klukkan 8 í gær- inorgun biluðu báðar háspennu- Íínurnar frá orkuverunum við Sog. Af þeim sökum var raf- Vnagnið með minna móti hér í fcænum og á öllu orkuveitusvæð- Snu. — Rafmagnstruflanir voru lujög tíðar fyrrihluta dags í gær. Skammhlaup varð á Ljósafoss- línunni, einn vírinn í írafoss- stöðvarlínunni slitnaði skammt írá orkuverinu sjálfu. — Meðan á viðgerðinni stóð var rafmagnið skammtað, en henni var lokið íim kl. 5,30 og um klukkan sex Va.r full spenna komin á allt raf- Veitukerfi alls orkuveitusvæðis- •*ns. — Hokkrar skemmdir tarðu á Akranesi ÁKRANESI, 16. nóv. — Hér er ■foráttubrim í dag, enda stormur. .4 fárviðrinu í nótt sópuðust þak- ’ ^>lötur af elsta húsi síldar- og 'fiskimjölsverksmiðjunnar. Grjót ■^rammi hafnarinnar slitnaði upp -*<óg rak upp í kletta, en hann mun ekki stórskemmdur. Hafnarferj- an dró legufærin, og sleit eina keðju af þrem. í Hótel Akranes feraut veðurofsinn stóra rúðu og skeljasand skóf stormurinn upp Vir skeljasandsþrónni. — í íbúð- árhúsinu Skagabraut 46 brotn- úðu 3 rúður og skarst Aðalgeir «alldórsson á glerjum á hand- Vbgg. Hann býr á efri hæð húss- ius. —Oddur. JOHANN HAFSTEIN, alþm., flytur fyrirlestur um Sjálf- stæðisstefnuna kl. 8,30 í kvöld. Málfundur á eftir. Ekki teljandi HÉR í Reykjavík urðu ekki telj- andi skemmdir á húsum eða mannvirkjum í ofviðrinu. — Af nokkrum húsum fuku þakplötur. Grindverk brotnuðu niður. — í Reykjavíkurhöfn sukku tveir trillubátar. Myndin hér að ofan, sem nýlega birtist í sænskum blöðum, er af tveimur reykvískum systum, Ásdísi og Iðunni Jakobsdætrum (Björnssonar, lögregluvarðstjóra), sem dveijast í Stokkhólmi við nám í kirkjulegum listsaumi. Lengst tii hægri sést Sibylla prinsessa dást að handavinnu stúlknanna, er hún fyrir skömmu var í heimsókn á „Licium“, sem er mjög þekkt sænskt fyrirtækí, sem framleiðir listræna kirkjumuni. Þessar ungu stúlkur hafa áður numið þessa list hér heima hjá frú Unni Ólafsdóttur, sem eins og kunnugt er, hefur unnið mikið að fegrun kirkna hér á landi. Hefur hún í hyggju að opna sýningu á verkum sínum hér í Reykjavík innan skamms. Harka í landskeppninni í bridge Óviss úrslil fyrir síðushi umferð LANDSLIÐSKEPPNI Bridgesambands íslands er einhver óvissasta keppni, sem hér hefur verið háð í bridge, ekki sízt vegna þess, hve utanbæjarkeppendurnir hafa komið á óvart með ágætri frammi- stöðu. — Eftir sjöttu og næst síðustu umferðina var sveit Harðar Þórðarsonar komin í efsta sætið. Hafði hún hlotið 10 stig. Siðasta umferðin var spiluð í gærkvöldi og var búizt við að henni lyki um kl. hálf eitt í nótt. Auk sveitar Harðar, höfðu sveitir Gunngeirs Péturssonar og Sigurðar Kristjánssonar, Siglu- firði, möguleika á sigri, voru báðar með 9 stig. Sveit Karls Friðrikssonar var með 8 stig, Einars Guðjohnsens með 6, Ás- björns Jónssonar 4, Esterar Pét- ursdóttur 2 og Ólafs Guðmunds- sonar ekkert. í síðustu umferðinni áttust við: Hörður og Karl, Sigurður og Ester, Gunngeir og Guðjohnsen og Ólafur og Ásbjörn. Aðalfundur fulltrúaráðs $jálfstæðisfélagann*£ Kosið í kjörnefnd A AÐALFUNDI fulltrúáráðs Sjálfstæðisfélaganna í gærkvöldi voru einróma endurkosin í stjórn þeir Bjarni Benediktsson, ráðh., Jóhann Hafstein, alþm., og ung- frú María Maáck, en auk þeirra eru í stjórninni formenn Sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík, Birgir Kjaran, form. Varðar, frú Guðrún Jónasson, form. Hvatar, Sveinbjörn Hannesson, form. Óð- ins og Geir Hallgrímsson, form. Heimdallar. í varastjórn voru kjörin þau frú Gróa Pétursdóttir, Guðmund ur Benediktsson og Ragnar Lár- usson. Á fundinum gaf form. fulltrúa- ráðsins, Jóhann Hafstein, skýrslu yfir margþætt störf fulltrúaráðs- ins á síðasta starfsári og drap á verkefnin, sem framundan væru. Að aðalfundarstörfum loknum var kosið í kjörnefnd og er hún nú þannig skipuð: Jóhann Hafstein, Bjarni Bene- diktsson, frk. María Maack, frú Guðrún Jónasson, Birgir Kjaran, Sveinbjörn Hannesson, Geir Hall grímsson, frú Helga Marteinsdótt ir, Helgi Eiríksson, Friðleifur Friðriksson, Gunnar Helgason, Guðmundur Benediktsson, frú Gróa Pétursdóttir, Valgarð Briem, Þorbjörn Jóhannesson. Að kosningum loknum hófust fjörugar umræður og tóku þessir til máls: Hannes Jónsson, Friðleifur Friðriksson, Guðjón Hansson, Bjarni Benediktsson, Guðm. H. Guðmundsson, sjóm., Guðmund- ur Benediktsson, Ingvar Ingvars- son, Gunnar Thoroddsen, Guð- bjartur Ólafsádit >og Jón Guð- mannssón. ' t * > • Sveit Harðar tapaði fyrir sveit Siglfirðinga, en þeir töpuðu aft- ur fyrir Akureyringum (Karli Friðrikssyni) og gerðu jafntefli við sveit Gunngeirs. Sveit Harð- ar vann sveit Gunngeirs í næst síðustu umferðinni. „BARÓMETER- PARAKEPPNI" Hin svonefnda „Barómeter- parakeppni“ Bridgesambandsins hefst kl. 1 í dag í Mjólkurstöð- inni. Vegna þess, að Vestmanna- eyingar komust ekki til leiks, hafa nokkur af varapörum Reyk- víkinga möguleika á þátttöku. VeSurhæðin 14 stig í Keykja- vík og Eyjum KOMIÐ var fram yfir miðnætti aðfaranótt mánudagsins, er suð- austan stórviðrið, sem gekk yfir mikinn hluta landsins í fyrrinótt, náði hámarki sínu hér í Reykja- vík. Komst veðurhæðin þá í mestu byljunum upp í 14 vind- stig, en var að öllu jöfnu alla nóttina 10—12 stig. — í Vest- mannaeyjum, á Stórhöfða, komst veðurhæðin einnig upp í 14 stig og var það kl. 6 í gærmorgun. Klukkan 5 í gærkvöldi var fár- viðrið vestan 11 vindstig í Eyjum. Loftþyngdarmælir Veðurstof- unnar á Reykjavíkurflugvelli féll meira en nokkru sinni fyrr á þessu ári og hinu fyrra líka. —• Komst niður í 950 millibör. Var lægðin, sem orsakaði stormsveip- inn með þeim allra kröppustu, I sem gerir-á vetrum hér um slóð- ir. — Síðdegis í gær var vindur orð- inn suðvestan, kólnaði þá aftur í veðri, en hitinn komst upp í 9 t stig í fyrrinótt. — í gærkvöldi kl. 5 var veðurhæðin hér 8 vind- stig, en veðrið herti nokkuð í byljunum. Úrslitin Úrslitin í keppninni urð'u kunn laust eftir miðnætti og eru þau þessi: 1. Sveit Harðar Þórðarsonar, Reykjavík, 12 vinninga. 2. Sveit Sigurðar Kristjánsson- ar, Siglufirði, 11 vinninga. 3. Sveit Gunngeirs Péturssonar, Reykjavík, 9 vinninga. 4. Sveit Einars Gudjohnsen, Reykjavík, 8 vinninga. 5. Sveit Karls Friðrikssonar, Akureyri, 8 vinninga. 6. Sveit Ásbjöms Jónssonar, Reykjavík, 6 vinninga. 7. Sveit Esterar Pétursdóttur, Reykjavík, 4 vinninga. 8. Sveit Ólafs Guðmundssonar, I Hafnarfirði, C vinninga. Sveit Harðar varð því íslands- meistari 1953, en auk Harðar eru í sveitinni þeir Einar Þorfinns- son, Gunnar Guðmundsson, Krist inn Bergþórsson og Lárus Karls- son. i —————— Verzlunarbann RÓMABORG — ítalska stjórnin hefur stöðvað útflutning ýmissa vara til Júgóslafíu Stjórnin seg- ir að á meðan Júgóslafar hafi her manns við landamæri ítalíu, geti ítalir ekki slet þeim nauð- synjavörur. Misstu nótabátana næturnar ALLMÖRG síldarskip voru í Grundarfirði nú um helgina, er stórviðrið gekk yfir. Ekki hafa borizt áreiðanlegar fregnir af skipunum, en sum urðu fyrir tjóni, misstu þáta sína svo sem Edda og Helga, tvö misstu nætur sínar. — Ekki var kunnugt um hvort síldveiðiskipin hefðu orðið fyrir skemmdum. Símasambandslaust var við Grafarnes í gær. Símalínan mun hafa orðið fyrir miklum skemmd um. Veður var óskaplegt þar í firð- inum. Helga og Edda munu laust fyrir hádegi hafa farið að leita nótabátanna. Skdkeinvigi MbL: Akranes-Keflavík KEFLAVÍK IV ■ iMili AKRANES 12. lelkur Akraness: Bcl—g3| 12. leikur Keflavíkur: Rf6—dl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.