Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						16 síður
unMaM
41. árgangur.
51. tbl. — Miðvikudagur 3. marz 1954
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Ró ©g kyrrð aftur
rákjaitdi í Kartúm
Nagíb kominn aflur !il Egyplalands.
KHARTUM, 2. marz frá Reuter-NTB
>0 OG SPEKT ríkir nú aftur í Khartúm, höfuðborg Súdans,
eftir óeirðirnar, sem urtiu í gærdag og kostuðu 34 menn lífið
og orsökuðu að hátíðlegri þingsetningu var frestað. Nagíb, forseti
Egyptalands, er kominn aftur til Kairó og sagði hann við frétta-
menn, að hann myndi aftur halda til Súdans og verða viðstaddur
þingsetninguna, „ef aðstæður leyfðu."
R
LÖGREGLAN
ATHAFNASÖM
Enn er þó ólga undir niðri
meðal Súdanbúa. Tveir menn
voru skotnir til bana í dag
er þeir þrjóskuðust við að lofa
lögreglumönnum að leita í
vösum sínum. Milli 100 og 150
manns hafa verið handteknir
eftir óeirðirnar, meðal annars
framkvæmdastjóri Umma-
flokksins. Margir flokksmcnn
hafa að skipun lögreglunnar
yfirgefið borgina.
ÁSAKANIR
UMMAFLOKKSINS
Ummaflokkurinn hefur opin-
berlega ásakað lögreglu Khartúm
að eiga sök á óeirðunum, því lög-
reglumennirnir hafi ráðizt á ó-
vopnaðan almenning. Uppþotið
hófst er Nagíb var kominn til
borgarinnar til að vera viðstadd-
ur þingsetninguna. Óttaðist lög-
reglan að lýðurinn ætlaði að ráð-
ast að forsetanum. Þingsetning-
unni var frestað til 10. marz.
Brefar sekir
KAIRO 2. marz: — Nagíb, forseti
sagði í útvarpsræðu í kvöld, að
það væru Bretar sem sökina ættu
á óeirðum þeim er urðu í Kartúm
í gær er 34 menn létu lífið. Fór
forsetinn þungum orðum um
Breta í sambandi við óeirðirnar
í Súdan. — Reuter.
Scotland Yard
aðstoðar
LUNDÚNUM 2. marz: — Lög-
reglan í Lundúnum hefur beðið
Scotland Yard um aðstoð við
rannsókn þess hver hafi banað
gamalli konu og 3 barnabörnum
hennar. Fundust þau látin í íbúð
konunnar.
I fyrstu héldu menn að gas-
eitrun hefði orðið þeim að bana
en komið hefur í ljós að þau lét-
ust af eitri. Leikur grunur á að
glæpurinn hafi verið undirbúinn
vel. — Reuter-NTB.
Súrefnislðusir
fi! Hímalaya
KALCUTTA 2. marz: — Banda-
riskir fjallgöngumenn munu í
sumar gera tilraun til að klífa
annan hæsta tind í Himalaya-
f jöllum — Mount Makalu — án
þess að hafa súrefnistæki með-
ferðis.
Mount Makalu er 8500 m. hár.
Segir leiðtogi fararinnar að þetta
sé fyrsta tilraun sem gerð sé til
að klífa nokkurt f jall í Himalaya
yfir 7500 m hátt án súrefnistækja.
Pjéðverjar eiga
að vera með
ERÚSSEL, 2. marz. — Van Zee-
land var málshefjandi í belgiska
þinginu í dag er umræða hófst
um Evrópusamninginn. Lagði
hann ríka áherzlu á að nauðsyn
bæri til þess að Þjóðverjar yrðu
aðilar að hernum.
Samningurinn var staðfestur í
fulltrúadeildinni í fyrra og búizt
er við því að hann verði árekstra-
lítið staðfestur núna í öldunga-
deildinni.        — Reuter-NTB
HcrskyMa í 2 ár
LUNDÚNUM, 2. marz. — Brezka
stjórnin tilkynnti við umræður
um hermál í brezka þinginu í
dag, að herskyldutíminn, sem nú
er 2 ár myndi ekki verða stytt-
ur. Kom til allharðrar deilu milli
íhaldsmanna og Verkamanna-
flokksmanna um þetta atriði, en
stjórnin bar sigur úr býtum.
— Reuter.
Yfirlýsing Eisenhowers forseta:
Puerto-Rico menn r eta fengið
sjálfstæði hvenær sem þeir vilja
En landsljórinn segir að slíkur sé ekki
vilji þjóðarinnar, - Þjóðernissinner
séu aðeins um 500 talsins.
Henry Cabbot Lodge: — Honum
átti átti að ryðja úr vegi.
Hvað vcíð af manninum!
LUNDÚNUM 2. marz: — Útvarp
ið í Baku í Rússlandi skýrði frá
því í dag að nýr forsætisráðherra
hefði veiið skipaður í Sovétlýð-
veldinu Azerbaidzan. Hinn nýji
forsætísráðherra er fyrrverandi
ráðherra.
Útvapið gat þess ekki hvað orð-
ið hefði af þeim manni er gengt
hefði embættinu.
WASHINGTON, 2. marz frá Reuter-NTB
4TBURÐUR sá er skeði á Bandaríkjaþingi í gær, er þrír Puerto-
Rico búar hófu skothríð frá þingpöllunum á þingmenn í þing-
salnum, hefur leitt til þess að strangt eftirlit er nú haft með þing-
pallagestum og strangari vörður er við allar stjórnarbyggingar,
einkum við Hvíta húsið og við þinghúsið. Samtímis hefur lögreglu-
lið í Puerto-Rico verið eflt ef ske kynni að skothríðin í þinghús-
inu hefði átt að vera upphaf uppþota- eða byltingar þar. Þegar
er hafin rannsókn á því hverjir standi að baki árásarinnar í
þinghúsinu.
Eisenhower forseti hefur endurtekið yfirlýsingu þá er hann
gaf í nóvember s. 1., „að Puerto-Rico menn gætu hvenær sem
væri sótt um skilnað við Bandaríkin. Þá umsókn þeirra skyldi
hann bera fram á Bandaríkjaþingi." — Tillaga um skilnað var
þá felld í Puerto-Rico þingi með miklum yfirgnæfandi meiri-
hluta atkvæða.
ORYGGISRAÐSTEFNAN
Yfirmaður lögregluvarðar
þess, er á að gæta Eisenhowers
forseta skýrði svo frá í dag, að
lögreglunni hefði fyrir nokkr-
um mánuðum borizt vitneskja
um, að þjóðernissinnar í Pu-
erto Rico hefðu í hyggju að
vinna á Eisenhower. — í Hvíta
húsinu hafa því nú verið gerli
ar jmsar varúðarráðstafanir.
Efri deild hefur afgreitt
áfengisfrumvarpið
EFRI DEILD Alþingis afgreiddi Áfengislagafrumvarpið til neðri
deildar í gærdag. Við 3. og síðustu umræðu um frumvarpið í
Efri deild voru gerðar nokkrar breytingar á frumvarpinu — eng-
ar stórar þó. Nú höfðu Gísli Jónsson og Lárus Jóhannesson, sem
hvor um sig báru fram margar breytingartillögur við 2. umræðu
en tóku þá ýmsar þeirra aftur til 3. umræðu, haft samráð með séx
og báru fram breytingartillögur í 3 liðum sameiginlega. Voru þær
allar samþykktar.
Prósentan hélt vellil
Þá staðfesti deildin vilja sinn að því er varðar skýrgrein-
ingu á því hvað áfengi skuli teljast. Samþykkti deildin við 2.
umræðu að áfengi skyldi teljast sá vökvi, sem í er meira en
3VÍ2% af vínanda að þunga. En takmarkið hafði verið %XA% af
vínanda að rúmmáli áður. — Haraldur Guðmundsson bar fram
breytingartillögu um að þessu yrði aftur breytt í gamla form-
ið. Efuðust margir þingmenn um réttmæti slíkrar tillögu og
var hún felld með 10 atkvæðum gegn 7. — Enn eru því horfur
á að bjórinn okkar verði svolítið sterkari en verið hefur.
Lílil kjörsókn í kosn-
ingu í Danmörku
KAUPMANNAHÖFN, 2. marz.
— í dag fóru fram fyrstu bæj-
ar- og sveitarstjórnarkosningarn-
ar í Danmörku síðan að stjórnar-
skrárbreytingin var gerð. Slæmt
veður var um allt landið, snjó-
koma í sumum héruðum og kjör-
sókn af þeim sökum mjög lítil.
Þetta er í fyrsta sinn sem slík-
ar kosningar fara fram á sama
tíma um allt landið. Eftir eldri
lögunum gat sveitarstjórnin sjálf
ákveðið kosningadaginn.   NTB
TILLÖGUR GÍSLA
OG LÁRUSAR
Fátt nýtt kom fram við þessa
3. umræðu um málið. Gísli Jóns-
son gerði grein fyrir þeim tillög-
um er hann og Lárus Jóhannes-
son báru fram, en þær eru fólgn-
ar í því:
• að ákvæði f rumvarpsins að
eigi sé greitt þjórfé (þjónustu-
gjald) af sölu áfengra drykkja,
sé fellt niður að ákvæði um
að „dans megi ekki fara fram
í þeim veitingahúsum, sem
dómsmálaráðherra veiti leyfi
til vínveitinga" falli niður.
að dómsmálaráðherra skuli
skipa eftirlitsmann með öllum
veitingastöðum er vínveitinga-
leyfi hafa, og skulu leyfishaf-
ar greiða laun eftirlitsmanns
og allan kostnað af starf i hans.
Skal eftirlitsmaðurinn gæta
þess að öllum reglum sé fylgt,
að auka skuli fræðsVu um af-
leiðingar ofnautnar áfengis á
öllum skólastigum og skal
ráðherra gefa út reglugerð
með nánari fyrirmælum um
tilhögun fræðslunnar.
að lögin öðlist gildi þegar í
stað.       svnrab, á bls. 2.
í þinghúsinu hefur vörður-
inn verið efldur. Enginn fær
aðgang að þingpöllunum
nema hann hafi aðgöngumiða
undirritaðan af einhverjum
þingmanni. Nokkrir þing-
menn hafa farið fram á að leit
fari fram á hverjum gesti með
þar til gerðum „málmleitar-
tækjum", svo sjá megi hver
fari vopnaður in ni þinghúsið.
ÁKÆRÐ  FYRIR  MORÐ
Fólkið, sem var ákært eftir
skotárásina í gær, hefur nú verið
ákært fyrir meint morð.
PUERTÓ RICÓ
Puertó Ricó, eyland í karabiska
hafinu, komst undir bandaríska
stjórn 1898, og varð fullvalda
ríki innan Bandaríkjanna fyrir
tveimur árum. Landsstjórinn þar
T. Martin hefur sagt, að skot-
árásin túlki á engan hátt vilja
hinna friðsömu Puretó Ricó búa,
heldur sé hún ofbeldisverk. sem
eigi rætur sínar að rekja til hinna
öfgafullu þjóðernissinna á eyj-
unni, en þeir séu ekki fleiri en
500 talsins.
Síðustu fregnir í gærkvöldi
hermdu, að á heimili eins
hinna þriggja handteknu
Púertó Ricó manna hefðu fund
izt skjöl frá samtökum kom-
múnista. Þar fundust og skjöl,
þar sem í var áætlun um að
ráða fulltrúa Bandarikjanna á
þingi S. Þ. Henry Cabot Lodge
af dögum.
Fannfergi í gær
ú Bretlandseyfum
Lundúnum 2. marz frá Reuter
FANNFERGI var mikið í Eng-
landi og Skotlandi í dag.
Mældist snjókoman í dag á nokkr
um stöðum 15 sentimetrar.
* Hvassveður fylgdi fannferginu
Olli það skafrenningi svo víða
eru 2 metra háir skaflar, sem taf-
ið hafa eða stöðvað bíla- og járn-
brautarumferð.
Símalínur eru víða brotnar nið
ur af völdum snjóþungans.
Verst úti hefur Glasgowborg
orðið. Þar urðu miklar skemmd-
ir á raforkuveri og er helmingur
borgarinnar án rafmagns, en það
hefur haft í för með sér óeðlilega
sölu á parafínlömpum, svo að
birgðir verzlana eru að þrotum
komnar.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16