Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 60. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						16 síður
wnbUtoi
41. árgangur.
60. tbl. — Laugardagur 13. marz 1954.
Prentsmiðja Morgunblaðsini
Stjórnarblaðið segir and-
stöðuflokkana smásmiigu-
lesa í handritamálinu
Fyrir 14 mánuðum brann hafskipð Empress of Canada til kaldra kola í höfninni í Liverpooi. Eftir
brunann lagðist það á hliðina og sökk. Hefur það verið til mikils trafala í höfninni. Enskt björg-
unarfélag túk að sér að bjarga skipinu. Tók það rúmlega eitt ár að koma öllum festum og talíum á,
en þcgar ailar tilfæringar voru komnar, tók það hins vegar ekki nema 56 minútur að setja skipið
aftur á réttan kjöl. Þykir verkið hafa tekizt með afburðum vel og sýnir myndin þar sem verið er
að' hífa í.
McCarthy ákærðsif nm
rJ
•miog osæmancii noía
Æliaði a§ itots &z %\m fil aU þvincp Ba?
D-
-D
Washington 12. marz. Frá Reuter
IDAG snerust málin all undarlega í Bandaríkjunum, þar sem ~g
McCarthy öldungadeildarþingmaður, sam hefur verið ákafastur j þvingun.
allra í að ákæra aðra, er nú sjálfur ákærður fyrir að hafa ætlaðj
að nota aðsteðu sína á mjög ósæmilegan hátt.                      D---------
ftfcCarthy
ásakar áftur
SÍÐAR í kvöld svaraði McCarthy
þessum ásökunum hersins. Vís-
aði hann algerlega á bug ákær-
um hersins, en sakaði herforingj-
ana hinsvegar um að þeir ætluðu
hann   glæpsamlegri
-a
SKJÓLSTÆ3INGURINN
SCHTNE
Þa3 eru fulltrúar Bandarikja-
hers, sem geíið hafa upplýsingar
um það, að fyrir skcmmu þegar
átti að kalla einn af skjólstæð-
ingum McCarthys, að nafni
Schine, í hcrinn hafi öldunga-
deildarþingmoðurinn viljað nota
aðstöðu sína til að þvinga herinn
r.ð gtra Schine herskylduna létt-
bæraii en venjulegt er um aðra
þá borgara, sem kaliaðir tru í
herinn.
HÓTANIR
Nánasti samstarfsmaður Mc-
Carthys er sakaður um að hafa
sent fulltrúum bandaríska hers-
ins hótanir um að gera hernum
mjög crfitt fyrir og jafnvel neyða
Stevens hermálaráðherra til að
segja af sér, ef þair ekki vildu
fallast á að létta herskyldukvöð-
ina fyrir umræddan Schine.
ÁRÓÐUR McCARTHYS
Eru þessar hótanir settar í
samband við það að skömmu
síðar tók McCarthy mjög að
herða áróðurssókn sína gegn
starísmönnum bandaríska hers>-
ins.
elgíca samþykkir að»
<ð Evrópuhernum
Nýjsr þis^gkosningar 11. apríl
Briissel 12. marz. Frá Reuter.
EFRI DEILD be!gíska þingsins samþykkti í dag aðild að Evrópu-
hernum rneð 125 atkvæðum gegn 40. Stjórnlagabreyting var
nauðsynleg til þsss að landið gæti gerzt aðili að slíkum alþjóða-
samtökum.
TIL KOMKGS
Neðri  deild  belgíska  þingsins
hefur þegar samþykkt  aðild  að
ÞRIÐJA RÍKW
Belgía  er  þriðja  Evrópuríkið,
sem samþykkti í báðum deildum
Svrópuhernum og fer frumvarpið þings aðild að Evrópuhernum.
nú til Baudouins
irritunai'.
conungs til und-
AFSAL HERSTJÖRNAR
í>ar sem Evrópuherinn er al-
þ.jóðasamtök ,sem þátttökuríkin
afsala yfirstjótn hersins til, var
nauðsynlegt samkvæmt belgískum
lög'um að breyta stjórnarskrá
landsins nokkuð til þes að sam-
þykktin væri í sarnræmi við hana.
En vegna þessa verður að efna
til kosninga að nýju. Var þing
rofið í dag og munu nýjar kosn-
ingar fara fram 11. april n. k.
Hin ríkin sem samþykkt hafa eru
Holland og Vestur Þýzkaland.
Slyrjaldaréslandi
HELSINGFORS 12. marz —
Finnska stjórnin ákvað í dag að
binda sendi á styrjaldarástandið
við Þýzkaland, sem hefur staðið
yfir siðan 15. febrúar 1944. Þessi
ákvörðun táknar þó ekki að end-
anlegur friður teljist saminn,
heldur yrði forseti landsins að
taka ákvörðun um það. —NTB.
Komi þeir með betri tillögur!
Kaupmannahöfn 12. marz. Einkaskeyti frá Páli Jónssyni.
HANDRITAMÁLIÐ virðist nú vera orðið að pólitísku deilumáli
milli stjórnar og stjórnarandstöðu í Danmörku. í gær fóru blöð
stjórnarandstöðunnar háðulegum orðum um aðgerðir Hedtoft-
stjórnarinnar í málinu. En í dag syarar Socialdemokraten, blað
iafnaðarmanna þeim fullum hálsi og sakar stjórnarandstöðuna um
smásmugulega gagnrýni og að hún komi ekki með neinar tillögur
betri en tillögur stjórnarinnar.
í forystugrein Socialdemokrat-
en í dag er árásum Vinstrimanna
og íhaldsflokksins á Hedtoft-
stjórnina fyrir aðgerðir í hand-
ritamálinu vísað algerlega á bug.
VINSTRIMENN
LOFUÐU AB LEYSA MÁLI»
Blaðið segir að stjórn vinstri-
mannsins Erik Eriksen hafi einn-
ig lofað að leysa handritadeiluna.
Þetta loforð sveik hún og bar
ekki fram neitt frumvarp um af-
hendingu handritanna. Hedtoft-
stjórnin reynir nú að efna hin
sviknu loforð Eriksen-stjórnar-
innar, en þá bregður svo kynlega
við að hinir fyrrverandi stjórnar-
flokkar snúast gegn henni með
smásmugulegri pólitískri gagn-
rýni.
Socialdemokraten segir að þessi
framkoma andstæðingaflokkanna
sé litt sæmandi í máli tveggja
norrænna bræðraþjóða.
AÐEINS HUGMYND
TIL ÍHUGUNAR
Blaðið getur þess, að þegar
Hedtoft tók við stjórnarforustu
hafi málið þegar verið komið í
strand. Það hefur komið í ljós að
Islendingar gátu ekki sætt sig við
þá handritaafhendingu, sem hægt
var að fá meirihluta fyrir í
danska þinginu. — Þess vegna
reyndi Hedtoft-stjórnin nýjar
leiðir. Kom fram með hugmynd-
ina um sameign. Hún var þó
hvergi komirt fram í opinberri
tillögu, heldur aðeins ætluð sem
hugmynd, sem rétt ,væri að íhuga.
EÐLILEG LAUSN
Sameignarhugmyndin, segir
blaðið, virðist éðlileg þegar litið
er til aldalangs ríkjasambands
Danmerkur og íslands. Með henni
mætti og komast hjá deilum um
eignarrétt og tekið er jafnt tillit
til óvéfengjanlegs lagalegs réttar
Dana ög'þeirra miklu og við-
kvæmu tilíinninga, sem íslend-
ingar bera til handritanna, vegna
þess að þau hafa menningarlegt
og sögulegt gildi fyrir þá og
minna á bókmennta-gullöld
þeirra.
Auk þessa, segir Socialdemo-
kraten, hefði skipting handrit-
anna milli Reykjavíkur og Kaup-
mannahafnar. eftir hreinum vís-
indalegum sjónarmiðum gert
fræðirannsóknir á þeim miklu
auðveldari. Og tillaga jafnaðar-
manna sýndi hvernig leysa skyldi
Framh, á bls. 2.
Verðmætuístu dýrgripir
— íslenzk handrit!
Furðuleg grein í Nationaltsdende
Kaupmannahöfn 12. marz. Einkaskeyti frá Páli Jónssyni.
IDAG ritar dr. phil. Holst Christensen í Nationaltidende um
handritatillögur dönsku stjórnarinnar. — Höfundurinn virðist
lítill íslandsvinur. Finnur hann íslendingum allt til foráttu og
mótmælir því að þeim séu afhentir verðmætustu dýrgripir Dana,
— íslenzku handritin.
FARID BAK VIÐ ÞJOÐINA
Holst Christensen segir að til-
lögur dönsku stjórnarinnar séu
svívirðilegar. Þarna hefur lög-
mæt stjórn landsins farið bak
við þjóðina og sett fram mjög
varhugaverðar handritatillögur.
Engin ríkisstjórn hefur lagaleg-
an né siðferðilegan rétt til að af-
henda þessa verðmætustu dýr-
gripi Dana.
HEILÖG SKYLDA!!
Dönum ber heilög skylda til að
varðveita þessa fjársjóði fyrir
eftirkomendur sína og það ber að
vísa handritakröfum íslendinga
gersamlega á bug, segir grein-
arhöfundur.
NOTUÐU NEYÐ DANA
Þá heldur hann áfram og tek-
ur nú til að „sálgreina" íslend-
linga: — Islendingar eiga ekkert
) gott skilið f rá hendi Dana. Þeir
hafa sjálfir ekki verið svo vel-
I viljaðir  Dönum,  né  samstarfs-
fúsir. Danir muna að ísland not-
j aði neyð Danmerkur til að slíta
j ríkjasambandinu með byltingar-
kenndum aðgerðum, þegar Dan-
j mörk átti um sárt að binda á
hernámsárunum. Ef til vill átti
ísland þá lagalegan rétt, en ekki
siðferðilegan rétt.
TÖPUÐ VERDMÆTI
Svo heimta íslendingar eftirá
öll handritin í einskonar laun.
En það er of seint fyrir bá eftir
skilnaðinn að gráta verðmæti,
sem þeir hafa tapað, nefnilega
handritin, fiskimiðin við Græn-
land og forréttindi íslenzkra
stúdenta til dvalar á Regensin-
um. — Svo mörg eru þau orð.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16