Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						16 siður
wtMeúbí
41. árgangur.
75. tbl. — Miðvikudagur 31. marz 1954
Prentsmiðja Morgunblaðsins
\
Nýsfárieg maivælage
i»
Vísindamenn kjarnorkumálastofnunar Randaríkjanna gera tilraun
með kjarnorkugeislun til geymslu matvæla. Á myndinni sést starfs-
maður stofnunarinnar athuga hylki með geislavirku efni, sem not-
að hefir verið við tilraunir þessar. Geislun þessi kemur í veg fyrir
að matvæli skemmist við geymslu. Hylkinu er komið fyrir í kerið
(framan til á myndinni), sem í eru matvæli. Nokkrar ámóta til-
raunastöðvar eru til í landinu.
etisráohe
í frumskóaana !s! a
ÞAÐ er fágætt, að forsætis-
ráðherra hverfi algerlega dög-
um saman, svo að enginn viti,
hvert hann fer. Þetta bar við
á Gullströndinni nú fyrir
skömmu, en landið er i þann
veginn að fá sjálfstæði. For-
sætisráðherrann      Kwame
Nkrumah dró sig út úr skark
ala heimsins, inn í frumskóg-
ana, til að hugsa málefni lands
síns í einveru og næði, og þar
ráðgaðist hann við guði sína
um væntanlegar kosningar og
framtíð landsins. Minnir þetta
dálítið á atburð úr íslendinga-
sögunni.
KOM RAKLEITT
ÚP, FANGELSI
GuIIströndin hefur unnið
stjórnarfarsfrelsi sitt furðan-
lega hávaðalítið. Að vísu var
nokkur ókyrrð með verkföll-
um í landinu 1948 auk þess
sem stjórnmálaforingjar þjóð-
arinnar hafa setið í svartholi
við og við, en 1949 var sctt á
stofn löggjafarsamkunda, þar
sem flestir fulltrúanna voru
þjóðkjörnir. Forsætisráðherr-
ann Kwame Nkrumah kom
rakleitt úr fangelsi upp í ráð-
herrastólinn.
LAUT BRETUM FRÁ 1871
Innan skamms verður kosið
til stjórnlagaþings á Gull-
ströndinni, og úr því verður
landið sjálfstætt.
Portúgalar fundu Gull-
ströndina eða Kakó-Iand á 12.
öld, og á næstu öldum stofn-
uðú" þeir þar verzlunarstöðvar
ásamt Englendingum og Dön-
um. Um skeið laut landið Hol-
lendingum, en 1871 náðu Bret-
ar því undir sig. Jókst seinna
meir við landið, m. a. þýzka
nýlendan Togo eftir fyrri
heimstyrjöld. Er Kakó-land
nú 238 þús. ferkm. að flatar-
máli, en íbúar 4,4 milljónir.
Um 4000 Bretar eru í landinu.
KAKÓLANÐ
Ekkert land í víðri veröld
framleiðir svo mikið af kakó
sem Gullströndin eða yfir
þriðjung alls kakós, sem neytt
er í hciminum. Einnig er flutt
út ógrynni gulls, gimsteina,
mangans og alúmíns. — Lofts-
lag er ekki betra en svo, að
landið hefur oft verið kallað
„gröf hvítra manna".
Reysia a'á fella Mc
Carthv !rá þing-
WASHINGTON, 30. marz: —
Kjósendur í Wisconsin-ríki, sem
McCarthy er fulltrúi fyrir í Öld-
ungadeildinni, vinna að því að
„fá hann heim".
Einn af leiðtogum repúblikana
í ríkinu sagði í dag, að hann
mundi bjóða sig fram, ef takast
mætti að fella McCarthy frá þing
setu.
Andróður gegn þingmanninum
í kjördæmi hans hefir staðið
nokkrar vikur og fengið góðar
undirtektir.
Vetnisprengja sprengd
í Kyrrahaíi s.l. föstudag
Vopn9 sem f rekar en nokk-
uð annað kemur í veg fyr-
ir 3. heimssfyrjöldina
í iii 200 þúsund
manns flýja
flóðin
BAGDAD 30. marz — Höfuðborg
íraks er enn í mikilli hættu
vegna flóða. Verkfræðingar, her-
menn og sjálfboðaliðar vinna að
því nótt og dag að treysta flóð-
garða kringum borgina.
Læknar og hjákrunarkonur
hafa ærinn starfa með höndum,
hafa 200 þús. flóttamenn þyrpzt
til borgarinn frá nærliggjandi hér
uðum, sem liggja undir vatni.
Flóð í Tigris er enn í vexi. Vatn
ið sjatnaði lítillega á mánudag,
og vonuðu menn, að hættan væri
liðin hjá, en það fór á aðra lund.
Tjón af völdum flóða er metið
á 2000 milljónir króna. Ýmis iðju
ver landsins eru stórkemmd.
Sífellt er unnið með jarðýtum
við flóðgarðana, og sandsekkjum
er slyndrulaust hlaðið upp þar,
sem helzt þykir hætta á ferðum.
— Reuter-NTB
Arás Israelsmanna
á þorp í Jórdaníu
LUNDÚNUM, 30. marz: — Vopna
hlésnefnd S.Þ., sem fjallar um
mál fsraels og Jórdaníu, hefir
slegið föstu, að ísraelsmenn beri
ábyrgð á árás þeirri, sem gerð
var á þorp í Jórdaníu s. 1. sunnu-
dag. Er sagt, að þar hafi 9 manns
látið lífið.
Nefndin harmar, að þarna hef-
ir saklaust fólk orðið illum ör-
lögum að bráð og skorar á ísraels
menn, að þeir líti slíka atburði
ekki henda Öðru sinni.
Diskó í árekstri
KAUPMANNAHÖFN ¦— Nýlega
lenti danska Grænlandsfarið
Diskó í árekstri í Sagerak. Skipið
var á leið til Grænlands, en varð
ekki fyrir miklum skemmdum.
LUNDÚNUM, 30. marz. — Einkaskeyti frá Reuter-NTB
VETNISPRENGJAN er nú aftur á hvers manns vörum. Það var
tilkynnt í Washington í gær, að önnur tilraun með þetta ægi-
lega vopn hefði verið gerð í Kyrrahafi föstudaginn 26. marz. Tókst
sú tilraun vel, og er ekki kunnugt um nein spjöll af völdum henn-
ar á borð við þau, sem sprengingin olli 1. marz s. 1. Áður en.vetni-
sprengjan var sprengd leituðu flug- og flotadeildir kirfilega um
hættusvæðið og notuðu m. a. ratsjá til að ganga úr skugga um,
að enginn lifandi sála væri svo nærri, að hlotið gæti tjón af.
Slérkosllepr gifll-
TOKÍÓ 30. marz — Japanzkir
stríðsfangar, sem komnir eru
heim frá Síberíu, segja frá gull-
æði rússneska ríkisins við Kol-
ymba-fljót, þar sem þýzkir og
japanskir stríðsfangar fundu ó-
hemjumiklar gulllendur eftir
stríð.
Fangarnir segja gulllendur þess
ar feikna víðáttumiklar, og telja
þeir, að þar séu stórar og smáar
gullnámur reknar hundruðum
saman.
Vinnuaflið er ekki ýkja dýrt,
því að fangar eru látnir þræla
í námunum. Fangar þessir eru
frá Eystrasaltslöndum, Rúmeníu,
Tékkó-Slovakíu,     Þýzkalandi,
Kína, ítalíu óg Norður-Kóreu.
roin
7.
varð biðskák
MCSKVU — 7. umferðin í
heimsmeistarakeppninni     í
skák var tefld í dag, og fór
hún í bið eftir 41 leik. — Skák
in verður tefld í dag en 8.
umferð á morgun. — NTB.
lundrað Danir skiSja við konur
sínar á brúðkaupsdaginn
* KAUPMANNAHOFN, 30.
marz: — Ókvæntir ríkisstafs-
menn í Danmörku hafa heldur
en ekki nýstárlega ráðagerð
á prjónunum til að fá kaup-
hækkun.
•k Þeim gazt ekki að því fyrir-
komulagi, að kvæntir menn
skuli fá hærri laun en stöðu-
nautar þeirra, sem ókvæmtir
eru. Því hafa þeir einsett sér
að efna til fjöldabrúðkaups;
ætla hundrað þeirra að ganga
í það heilaga í einu.
•fc Brúðirnar vita fyrirfram, að
þær mundu ekki hreppa rétt-
indi né skyldur eiginkonunn-
ar, því að gengið verður frá
skilnaði, þegar hjónavígslan er
um garð gengin.
¦Ar Enn er ekki fullráðið, hve
nær    þetta    athyglisverða
fjöldabrúðkaup verður látið
fram fara, en fógeti hefir þeg
ar tjáð sig fúsan til að vígja.
•fc í staðinn fyrir brúðkaups-
söngva giftingardaginn verður
útbýtt skilnaðarskilríkjum,
engar Tobiasarnætur, engin
brúðkaupsferð.
~k Eftir skilnaðinn geta brúð-
gumarnir tekið laun, eins og
þeir eigi fyrir konu að sjá.
Gripið hefir verið til þessa
tiltækis í andmælaskyni, svo
að yfirvöldum megi eftirminni
legt verða, hve launafyrir-
komulag þetta er vafasamt.
¦A: Potturinn og pannan í þess
a'ri giftiingarsógu er mikils
metinn ríkisstarfsmaður, sem
ekki vill láta nafns síns getið
að sinni. — NTB.
AFSKIPTI BRETA
ÓHYGGILEG
Vetnisprengjan var á dagskrá
í brezka þinginu í dag.
Churchill, forsætisráðherra,
komst svo að orði, að það væri
hvorki viturlegt né rétt af Bret-
um, að þeir legðu að Bandaríkj-
unum að hætta tilraunum sínum
með vetnisprengjur.
ENGIN BETRI VÖRN
Hann sagði m. a.: „Við
myndum gera hinum frjálsu
þjóðum hinn mesta óleik, ef
við á nokkurn hátt reyndum
að tálma bandamönnum okk-
ar í Vesturheimi, er þeir
vinna að endurbótum þessa
stórkostlega vopns. Ekkert er
betri vörn gegn því, að þriðja
heimstyrjöldin skelli á en
þetta vopn."
VÍSINDAMENN ÞEKKJA
ÁHRIF SPRENGJUNNAR
Að sjálfsögðu sagði ráðherr-
ann, að vitneskja Breta um þess-
ar tilraunir Bandaríkjamanna
hlytu að vera af skornum
skammti. Churchill sagði líka
Breta vita af eigin reynslu, að
það væri úr lausu lofti gripið,
þegar því væri haldið fram, að
þeir, sem tilraunir þessar hefðu
með höndum gætu engin tak-
mörk sett krafti sprengjunnar og
vissu ekki fyrirfram, hver áhrif
hennar yrðu.
NÝJAR SPRENGINGAR
í APRÍL
Þá vék ráðherrann máli sínu tfl
þeirra manna, sem vilja, að frek-
ari tilraunir séu undir alþjóð-
legu eftirliti. Sagði hann, að
bandarísk lög gerðu slíkt ófram-
kvæmanlegt. En jafnvel þótt svo
væri ekki, mundi hann fyrir sitt
leyti ekki vera því hlynntur.
Frekari tilraunir sagði ráð-
herrann, að yrðu gerðar í apríl.
Vonaði hann, að Bretar fengju
að fylgjast með þeim veigamiklu
tilraunum að því leyti, sem það
samrýmdist  bandarískum  lög-
ÞATTUR ALLSHERJAR-
AFVOPNUNAR
Churchill sagði það út í blá-
inn að tala um að takmarka
hagnýting kjarnorkuvopna einna.
Aftur á móti kæmi takmörkun
kjarnorkuvopna til greina, ef
leitað yrði samkomulags um alls-
herjarafvopnun.
Vestrænar þjóðir hafa oftsinn-
is reynt að fá afvopnun fram-
gengt, en það væri barnalegt aS
ætla, að verulegur árangur næð-
ist fyrr en þjóðirnar bæru meira
traust hver til annarrar en nú er.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16