Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						16 síður
20. tbl. — Miðvikudagur 26. janúar 1955
Prentsmiðja Morgunbiaðsins
42. árgangur
^Aruáím*
tóíCl
pUfln
TIL skamms tlma voru bardag-
arnir milli Pekingstjórnar-
innar og Formósustjórnarinnar
um smáevjarnar við Kínastr°nd-
ur kallaðir „vestis-vasa styrjöld-
in". Það er nú von manna að Sam
einuðu þjóðirnar sjái sér fært að
grípa í taumana svo að úr þess-
ari „vestis-vasa styrjöld" verði
ékki stórstyrjöld þar eystra. Um
fjögurra mánaða skeið hefur
tarezka stjórnin unnið að því í
samráði við Bandaríkjastjórn, að
finna lausn, sem leitt gæti til þess
að Formósastjórnin og Peking-
stjórni'i semdu með sér vopna-
hlé. Hefur í þeim umræðum
komið fram tillaga um að gera
Formósu að sjálfstæðu riki, i
einhverri mynd, en veita um leið
Pekingstjórninni aðild að Sam-
einuðu þjóðunum.
@ Ekkert sýnir betur, hversu
mikilvæg Asía er orðin í átökun-
um milli hinna friálsu þjóða og
heimskommúnismans, en hinar
mörgu ráðstefnur, sem ráðgerðir
eru um málefni Asíu. Fyrsta ráð-
stefnan verður sett í byrjun
næstu viku, en það er ráðsteína
brezku samveldislandanna í
Lundúnum. Ráðstefnu þessa sitja
f orsætisráðherrarnir r Laurent
(Kanada), Menzies (Ástralía),
Nehru (Indland), Mohmmed Alí
(Pakistan) cg Holland (Nýja
Sjáland), en Strijdam, hinn nýi
forsætisráðherra Suður-Afriku
mætir ekki, heldur sendir einn
' af ráðherrum sínuxn. Strijdam
hefur hug á að Suður-Afríka segi
sig úr brezka heimsveldinu.
% Þegar ráðstefnunni lýkur
leggur Sir Anthony Eden af stað
áleiðis til Maniila á Filippseyj-
um ,en þar verður sett ráðstefna
aðiidarríkja ManiHasáttmálans.
Þessi ríku eru aðilar ,auk Breta:
Bandaríkin, Frakkland, Filipps-
eyjar og Thailand. — Sáttmálinn
var gerður í september s.l. og hef-
ur að markmiði sameiginlegar
varrir gegn undirróðursstarf-
semi kommúnista í Austur-Asíu.
Ráðsteína Manillaríkjanna hefst
24. febrúar og er gert ráð fyrir
að rætt verði um samei^inlegar
hervarnir.
© Þegar þsssari ráðstefnu
lýkur fer Sir Anthony, utanrikis-
málaráðherra Breta. í kynnisferð
til „Hlutleysu", þ.e. landanna í
Austur-Asíu,. sem hafa lýst yfir
vilja sínurn til þess að standa
utan við átök ausíursins og vest-
ursins. Þetta eru Indland, Ceylon
og Burma, og ennfremur Pakist-
an. Eden íer einnig til Bangkok
í Thailandi og til Singapore. En
hvorki er gart ráð fyrir að hann
fari til Indónesíu eða Kína. Þó er
látið í veðri vaka, að hann sé fús
til þess að fara til þessara landa,
ef ástandið eystra heldur áfram
að versna.
amþykkt Bandaríkja-
409 gegn 3
Churchill svarar
engu um Formosu
13 ára hcrnaðarástandí
'jóiverj'a og Rússa aflétt
Moskva 25. jan.
Tl^ÐSTA ráð Sovétríkjanna sendi frá sér tilkynningu í
*•« kvöld, þar sem lýst er yfir því að hernaðarástandi sé
lokið í viðskiptum Rússa við Þjóðverja. Hernaðarástand
hefur verið ríkjandi í viðskiptum þessara þjóða frá því 22.
júní 1941, er Hitler gerði innrás í Rússland.
Bretar, Frakkar og Bandaríkin lýstu yfir því fyrir þremur árum,
í júlí 1951, að hernaðarástandi, sem ríkt hafði milli þessara þjóða
og Þjóðverja væri lokið. Um sama leyti birtu 40 aðrar þjóðir svip-
áða yfirlýsingu.
En Rússar hafa beðið með sína?"—
yfirlýsingu þar til í kvöld. Ástæð-
an til þess að Rússar stíga þetta
spor nú, er augljóst, þar sem
einskis er nú látið ófreistað af
þeirra hálfu til þess að reyna að
hindra að Þjóðverjar staðfesti
Parísarsamningana.
í tilkynningu Rússa í kvöld
segir að yfirlýsingin breyti engu
um alþjóðaskuldbindingar, gagn-
vart Þýzkalandi í heild, sem
Rússar hafa tekið á sig í samn-
ingum við Breta, Frakka og
Bandaríkin. Mun hér vera átt við
Potsdam og Yalta samningana.
llHPlilf
a piiignns!
LONDON, 25. jan. — Nokkur
þúsund manna söfnuðust í kvöld
saman fyrir utan brezka þingið,
til þess að mótmæla endurher-
væðingu Þjóðverja. Fóru nefndir
manna inn í þinghúsið til þess
að koma á framfæri mótmælun- j
um við einstaka þingmenn.
Lögreglulið var nokkuð aukið j
til þess að halda uppi reglu við '
þinghúsið. í fyrstu fór allt frið-
samlega fram. En síðar, er ríð-
andi lögregla reyndi að dreifa
mannfjöldanum, urðu nokkrar
stimpingar og voru nokkrir menn
teknir fastir.
Tveir verkamannaflokks þing-
menn stóðu upp í þinginu og
mótmæltu aðförum lögreglunnar
við mannfjöldann. Þeir sögðu að
nokkrir kjósendur þeirra hefðu
verið á leiðinni á fyrirfram
ákveðna ráðstefnu í þínghúsinu,
en móttökur hefðu verið slíkar
að ríðandi lögregla hefði hrakið
þá á flótta.
Allt var með kyrrum kjörum
við þinghúsið er síðast fréttist í
kvöld.
ikoyon ffdlinit
Lonaon, 25. janúar.
Einkaskeyti frá Reuter.
OPINBER tilkynning hefur ver-
ið gefin út um það í Moskvu að
Anastas Mikoyan, innanríkís
verzlunarráðherra Sovétríkjanna,
hafi látið af því embætti sam
kvæiat eigin ósk.
Engin frekari skýring var gef
in á þessari afsögn, en ýmislegt
bendir til þess að hún hafi kom
ið skyndilega og mörgum að
óvörum, því að þess er skemmst
að minnast að fyrir skömmu
kom Mikoyan í verzlunar-seidi-
för til Helsingfors í Finnlandi og
virtist þá ekkert á döíinni að
hann myndi svo skjóílega láta
af .embætti.
...en NEolotov?
FULLTRÚADEILD  Bandaríkjaþings  samþykkti  í  kvöM
með 409 atkv. gegn 3 að veita Eisenhower forseta umboð
til þess að beita amerísku herliði til þess að verja Formósu
gegn árás frá meginlandi Kína.
Öldungadeild þingsins mun væntanlega gera samþykkt
um sama efni, í síðasta lagi á fimmtudag, að því er Know-
land öldungadeildarþingmaður skýrði frá í dag.
Utanríkismálanefnd öldungadeildarinnar hefur í dag rætt við
yfirmenn ameríska -hersins, flotans og flughersins um boðskap
Eisenhowers.
Sjálfur hefur Eisenhower lýst yfir ánægju sinni yfir hinum
skjótu viðbrögðum þingsins i þessu máli.
-<•>
ISAMEINUÐU  ÞJÓÐIRNAR,  25.
ijan.  —  Framkvæmdaráð  Sam-
j einuðu  þjóðanna  upplysir  að
j spánska stjórnin hafi óskað efíir
i að fá að senda áheyrnarfulltrúa
til S. Þ. Dag Hammarskjöld hef-
ur ekki tekið afstöðu til þessarar
beiðni ennþá, en hann hefur rætt
málið við nær allar sendinefndir
Sameinuðu þjóðanna. Aðsins ör-
fáar nefndir hafa lýst sig.andvíga
beiðninni.
Átta ríki hafa fasta áheyrnar-
fulltrúa hjá S. Þ.
Berlín, 25. janúar.
Einiíaskeyti frá Reuter.
ÞÝZKA fréttastofan DPA kveðst
r.ú hafa fengið fréttir um það
frá öruggum heimildum að ráða-
menn í Austur-Þýzkalandi búist
við meiriháttar breytingum í
æðstu stjórn Rússlands. Er helzt
talið að Molotov núverandi utan-
ríkisráðherra, verði ekki langra
líídaga auðið í stjórn Sovétríkj-
anna.
Talið er að fall Molotovs ef satt
kynni að reynast, stafi af því að
telja verði að utanríkisstefna
hans hafi misheppnast ef Vestur
Evrópuríkjunum tekst að koma
á hja sér styrku landvarnarsam-
starfi.
Torp segir frá
sfjórnankipfunum
OSLÓ, 25. jan. — í umræðunum
um hásætisræðuna í norska þing-
inu í dag, ræddi Oscar Torp, fyrr-
verandi forsætisráðherra, um á-
stæðurnar til þess, að hann baðst
lausnar nú fyrir skömmu. Hann
minnti á að hann hefði átt sæti
í norska konungsráðinu næstum
samfellt frá því árið 1935.
Hann sagði að nokkrir af sam-
ráðherrum sínum hefðu fyrir
nokkru látið í ljós ósk um, að
mega biðjast lausnar frá ráð-
herrastörfum. Þar að auki hefði
sér fundizt að stjórnin hefði ekki
alltaf fengið nauðsynlegt fylgi
við þá stefnu, sem hún fylgdi í
verðlagsmálum.
Við höfðum umræður hér í
þinginu skömmu fyrir jólin, sem
sýndu að innan þingflokks verka-
mannaflokksins eru ríkjandi
ýmiss sjónarmið um það hvaða
aðgerðir séu heppilegastar til
þess að halda niðri íramfærslu-
kostnaðinum, sagði Torp.
Stjórnarskiftin bar yfirleitt
mjög á góma í umræðunum í dag
og létu ræðumenn andstöðuflokk-
anna þá skoðun i liós, að þjóðin
ætti heimtingu á því að fá skýr-
ingu á því, hver væri orsök
stjórnarskiftanna. Gerhardsen,
forsætisráðherra, vísaði til um-
mæla Torps cg sagði að enginn
persónulegur eða máiefnalegur
ágreiningur væri innan verka-
mannaflokksins. Nýja stjórnin
mun fylgja sömu stefnu og Torp-
stjórnin, sagði Gerhardsen.
Nokkrar umræður urðu um
norræna samvinnu og virtust
skoðanir skiftar. — Formaður
bændaflokksins hélt þvi fram að
norræn samvinna væri beinlinis
hættuleg fyrir Noreg.
Yíirleitt létu þingmenn í ljós
ánægju sína yfir því að Halvard
Lange er kyrr sem utanríkisráð-
herra í hinni nýju st;órn. Lange
tók til máls og sagði að stuðning-
ur sá, sem utanríkis- og varnar-
málastefna stjórnarinnar hefði
hlotið frá öllum lýðræðisflokk-
unum væri góðar grundvöliur,
sem hægt yrði að byggja á áíram.
Fregnir frá Austur-Asíu benda
til þess að þar sé allt kyrrt nú
um stund. Verið er að flytja
óbreytta borgara frá Tacheneyj-
um og aðstoðar floti Bandaríkj-
anna við það starf.
Fréttaritari Reuters í Was-
hington bendir á að háttsettir
embættismenn þar í borg leggi
á það mikla áherzlu um þessar
mundir, bæði gagnvart blaða-
mönnum og þingmönnum, að
Eisenhowerstjórnin telji ekki
lengur mögulegt að endurreisa
stjórn Chiang Kai Sheks á
meginlandi Kina með vopna-
valdi.
Þenna skilning beri að leggja
í boðskap Eisenhowers til þings-
ins um varnir Formósu. í þess-
um boðskap felst raunverulega
alger stefnubreyting í Asíupóli-
tík Bandaríkjanna, þar eð nú sé
fyrst og fremst stefnt að því að
fá því til leiðar komið að komm-
únistar og þjóðernissinnar geti
„samexisterað".
FYRJRSPURNIR
f BREZKA ÞINGINU
FORMÓSU-PÓLITÍK Banda-
ríkjastiórnar hefur vakið nokkra
ókyrrð í Bretíandi, einkum meðal
stjórnarandstæðinga. — Brezka
þingið kom saman í dag í fyrsta
skifti eftir jólaleyfið. Strax fyrsta
daginn dundu spurningar á Churc
hill um allt milli himins og jarð-
ar, frá framleiðslu flugvéla og í
ráðstefnu milli þeirra Churchills
og Malenkovs.
Bevan spurði Churchill hvort
stjórnin ætlaði ekki að gefa yfir-
lýsingu um Formósu-málið. Hann
fékk ekkert svar, en þegar hann
ítrekaði spurninguna, svaraði
Crookshank, formaður þingflokks
íhaldsmanna, að hann teldi ekki
rétt að mál þetta yrði rætt í dag.
Annar þingmaður hafði orð á
því tið Bandaríkjastjórn virtist
vera búin að taka Formósumálið
í eigin hendur án þess að ráðfæra
sig við aðrar þjóðir. — Shinwell
spurði hvort ekki væri rétt að
þeir hittust, Churchill og Malen-
kov, og til þess að ræða Austur-
Asíu-málin. — Churchill kvaðst
ekki telja að slík ráðstefna myndi
verða til neins gagns eins og á
stæði. En hann endurtók fyrri
yfirlýsingu sína um að hann væri
reiðubúinn til þess að hitta Mal-
enkov að máli, þegar réttur timi
væri til þess kominn.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16