Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 152. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						16 siður
MtdMteM
ftí, árg&ngsr
152. tbl. — Laugardagur 9. júlí 1955
Prentsmlfja Marganblaðsini
Skólað
fyrii Genf
STÓRFELDAR VEIDITILRAUNIR
OG SILDARLEIT
Ný leit að karfamiðum
Samtal við fiskimálastjóra
ALDREI í sögu fiskveiðanna hér á landi hefir verið lögð meiri
áherzla á fiskileit og veiðitilraunir en gert er um þessar
mundir. í síðasta mánuði fór togarinn „Harðbakur" frá Akureyri
til leita að karfamiðum við Norður- og Austurland og í fyrrinótt
fór togarinn Jón Þorláksson í sömu erindum á svæðið undan
austurströnd Grænlands. Loks lagði svo „Ægir" upp í fyrrinótt í
leiðangur til Norðurlandsins til síldarleitar og veiðitilrauna.
Davíð Ólafsson fiskimálastjóri skýrði frá þessu á blaða-
mannafundi í gær. Eru leiðangrar þessir kostaðir af atvinnu-
málaráðuneytinu og að nokkru leyti af fiskimálasjóði i sam-
ráði við atvinnumálaráðuneytið en við þá eru tengdar miklar
vonir af öllum, sem við útgerð fást og sjóinn stunda.
Eisenriower kemur
á Keflaviku.rflu.gvoU
WASHINGTON, í gærkvöldi.
EISENHOWER forseti kemur við á Kef lavíkurflug-
velli á leið sinni austur um haf, er hann fer á Genfar-
ráðstefnuna. Hann leggur af stað í einkaflugvél sinni frá
Washington n. k. föstudagskvöld og kemur við á Keflavík-
urflugvelli fyrir hádegi á lavigardaginn.
Ef flugvélin heldur áætlun er gert ráð fyrir að forsetinn komi
til Genf á laugardagskvöld.
Ráðstefna stórveldanna í Genf hefst annan mánudag, þ. 18. júlí.
Blaðafulltrúi Kisenhowers lagði af stað til Genfar þegar í dag.
Sovétríkin hafa einnig byrjað mannflutninga til Genfar.
99Stefna Sovétríkjanna
ekki byggð á veikleika"
London 10. júlí.
SIR Anthony Eden, forsætisráðh
Breta, tók á móti Nehru, forsæt-
isráðherra Indverja, er hann kom
til Lundúna í dag. Nehru sagði
við komuna, að London „væri
næstum siðasti áfanginn á leið
sinni, sem legið hefði um löndin í
í Austur Evrópu".
Nehru sagði, að ferðalagið um
Austur Evrópu hefði staðfest þá
sannfæringu sína, að þjóðir þar
vildu frið.
„En það væri rangt að áætla,
að stefna -jovétstjórnarinnar í ut-j
anríkismálum   væri   byggð   á
veikleika', sagði Indverjinn.
Meðal þeirra, sem tóku á móti
Nehru, var systir hans, Pandit,
sem er sendiherra Indverja í Lon
don og Krishna Menon, sérlegur
bendiherra Nehrus.
Nehru hefur tvo undanfarna
daga verið í Rómaborg, og gekk
þar fyrir páfa og ræddi við Segni,
hinn nýja forsætisráðherra ítala.
Nehru og Sir Anthony eru per-
sónulegir vinir. Þeir rounu ræða
undirbúninginn undir Genfar-
ráðstefnuna og byggja þar nokk-
uðá reynslu Nehrus frá Sov-
étríkjunum.
— Ég vona, ef stríð verður
aftur, að Sovétríkin og Banda-
ríkin berjist þá hlið við hlið.
— Eitthvað á þessa leið mælti
Krúsjeff í garðveizlunni hjá
sendiherra Bandaríkjanna,
Charles Bohlen, á þjóðhátíð-
ardegi Bandaríkjanna 4. júlí
siðastl. Myndin er tekin i
garðveizlunni og sýnir Krúsj-
eff lyfta brosandi glasi til
konu sendiherrans, frú Bohl-
en. Bulganin forsætisráðherra,
horfir á, einnig mjög ánægð-
ur á svip.
6.8 km f alllilíf ar-
§tökk - án f all-
PAU, Frakklandi, 8. júlí: —
Franskir      fallhlífarhermenn
stukku í dag úr flugvél í 7.500
metra hæð yfir Pyerneafjöllum
og létu sig falla 6.800 metra áður
en þeir opnuðu fallhlífar sínar.
Þeir segjast með þessu hafa sett
nýtt heimsmet.
Tíminn sem fallhlífarhermenn
irnir voru í fallinu áður en þeir
, opnuðu fallhlífarnar var frá 125
í— 132 sekundur.
! Áður var fallmetið, án fallhlíf-
ar, 6500 metrar, sett af sovétsk-
um hermönnum.
| Margir herforingjar og full-
trúar flugfélaga voru viðstaddir.
Nýlendumálaráð-
herra Breta á Kýpur
LONDON, 8. júlí: — Lennox-
Boyd, nýlendumálaráðh. Breta,
er kominn til Kyprus. Komu hans
þangað hefir verið fagnað af
eygjarskeggjum og Markarios,
erkibiskup hefir látið í veðri
vaka að ráðherrann muni m. a.
ræða við sig.
30 stiga hiti í Noregi
OSLO, 8. júlí: — Noregur er í
bili eitt heitasta landið í Evrópu.
Þar var í gær 30 stiga hiti á
nokkrum stöðum, m. a. í Nesbyen
í Hallingdal. Heitara en í Noregi
var aðeins í tveimur löndum,
Spáni 37 stig og Ukrainu 38 stig.
Hitar ganga nú einnig í Dan-
mörku, Svíþjóð og Finnlandi. í
Kaupmannahöfn og Helsingfors
var í dag 24 stiga hiti.
Reshevsky skorar
á Botvinuik
MOSKVA, 8. júlí: — Samuel
Reshevsky skákmeistari Banda-
ríkjanna, hefir skorað á Michael
Botvinnik skákmeistara Sovét-
ríkjanna og heimsmeistara í skák
í 20 leika tafl um heimsmeist-
aratitilinn. Reshevsky vill að 10
skákir verði tefldar í Moskva og
10 skákir í Bðndarikjunum.
Reshevsky sigraði Botvinnik í
skákkeppni, séfn fór frarn fyrir
nokkrum dögum milli amerískra
og rússneskíá skákmanna í
Moskva. En amerísku skákmenn-
irnir töpuðu í hópkeppninni. > ¦
Sagan endurtekur sig —
eftir 374 ár
ALLIR kannast við söguna af
því er Sir Walter Raleigh
breiddi skikkju sína fyrir fram-
an fætur Elísabetar I. Breta-
drottningar, svo að hún gæti stig-
ið þurrfóta inn í vagn sinn.
Nú hefir sagan endurtekið sig.
Skömmu eftir að Elísabet II,
Bretadrottning, kom úr Noregs-
f ör sinni heimsótti hún háskólann
í Dundee í Skotlandi. Það hafði
rignt um daginn og rauður dúk-
ur hafði verið lagður frá aðal-
dyrum háskólans að vagni drottn
ingar. Fjórir læknastúdentar
veittu því athygli að allmikið
vantaði þó á það, að dúkurinn
næði alla leið að vagninum. Þeir
brugðu skjótt við, skutust fram
hjá lögregluverðinum, fóru úr
hinum skrautlegu jökkum sín-
um og lögðu þá fyrir fætur drottn
ingar, þá sex metra, sem á vant-
aði. Hin unga drottning hikaði
augnablik og leit til rektors há-
skólans, sem var í fylgd með
henni. Hann kinkaði brosandi
kolli. Drottning brosti á móti og
steig síðan hiklaust yfir jakkana
og komst þurrfóta upp í vagn
sinn, — eins og fyrirrennari henn
ar fyrir réttum 374 árum.
*LEITAÐ NÝRRA
KARFAMIBA
Það er ekki enn liðið ár síðan
hin fengsælu karfamið, Jónsmið,
út af Angmagsalik á austur-
strönd Grænlands fundust, er
togarinn Jón Þorláksson var þar
að veiðum. Þá var mjög tekið
að ganga á karfann hér við land.
Nú er togarinn Jón Þorláksson,
skipstjóri Ólafur Kristjánsson,
farinn á Grænlandsmið á ný, til
að leita nýrra karfamiða, sunn-
an Jónsmiða. — Með togaranum
er hinn nýbakaði doktor í fiski-
fræði, dr. Jakob Magnússon, en
hann hefir helgað sig karfa-
rannsóknum. Kom hann hing-
að til lands með þýzka rann-
sóknarskipinu Anton Dohrn
á dögunum, en í þeim leið-
angri fór skipið á slóðir sunn-
an Jónsmiða til karfarannsókna
og þar er hugmyndin að dr.
Jakob Magnússon stundi rann-
sóknir nú. Verður togarinn ll
daga í leiðangri þessum.
Það er mjög aðkallandi fyrir
togaraflota okkar að finna ný
karfamið, sem eru á nálægunl
slóðum og því getur þessi leið-
angur markað sömu tímamót í
karfaveiðum íslendinga og Jóns-
mið í fyrra. Hér við land hefur
karfaaflinn farið minnkandi og
tekið er að ganga á Jónsmiða-
karfann nú síðustu dagana,
herma síðustu fregnir. En Jón
Þorláksson mun láta íslenzku
togarana fylgjast með leitinni.
Rússar snúa aflwr
GENF, 8. júlí: — Sovétríkin til-
kynntu í dag, að þau ætluðu að
taka sæti sitt að nýju í alþjóða
heilbrigðismálastofnuninni. Þeir
hættu störfum í stofnuninni fyrir
sex árum.      i
SILDARLEIT OG VEEÐI-
TILRAUNIR ÆGIS
í fyrrinótt lét varð- og rann-
sóknarskipið Ægir úr höfn hér í
Reykjavík. Var skipið nú sem
síldveiðiskip á leið á vertíð, svo
sem líka er raunin. Hann var með
tvo nótabáta, herpinætur og
sildardekk. Með skipinu er
dr. Hermann Einarsson, en
skipherra er Þórarinn Björns-
son og nótabassi skipsins
verður Ingvar Pálmason.
Segja má, að hlutverk Ægis á
síldarmiðunum verði tvíþætt.
Með hinu fullkomna tæki
sínu, asdie-tækinu, munu Æg-
ismenn veita skipunum aðstoð^
við að leita að síld, sem ekki
veður, en heldur sig á viðráðan-
legu dýpi.
Þá munu verða gerðar veiði-
tilraunir. — Þær verða þannig
framkvæmdar, að er síldartorfa
kemur fram á asdictækinu, sigl-
ir léttbátur frá Ægi og staðsetur
torfuna nákvæmlega með dýpt-
armæli, sem er í léttbátnum. —•
Þegar því er lokið, koma nóta-
bátarnir og kasta á torfuna um*
hverfis bátinn.
Nú eru nokkrir fiskibátanna
Frh. á bls. 2.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16