Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 164. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						16 sáður
45. árgangor
164. tbl. — Laugardagur 23. júlí 1955
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Hafna Eiissar hinni merku íriðartillögu Efsenhowers?
Er GenfarráSslefnan
aS renna út í
?    9
gos
í Etim
RÓMABORG, 22. júlí: — Mikið
gos er nú í stærsta eldfjalli
Evrópu, Etnu gömlu Hafa heyrzt
stöðugar sprengingar frá fjallinu
í allan dag, og mikið hraun renn-
ur úr aðalgosgígnum, sem opnazt
hefir á einni hlið fjallsins.
Sérfræðingar segja þó, að eng-
in ástæða sé fyrir nærsveitafók
að óttast þetta gos, en nokkurrar
hræðslu hefir gætt hjá þeim, sem
búa næst fjallinu.
51 TOMMA Á KLST.
Hraunið streymir niður fjalls-
hlíðarnar með allmiklum hraða;
fer það 51 tommu á klst. — og er
hraunjaðarinn nú kominn 1 km.
frá gígnum.
•k BÆR í HÆTTU
£ Hraunið stefnir á bæinn
Fornazzo, en það á eftir all lang-
an spöl, áður en það nær honum.
íbúarnir eru þó tilbúnir að yfir-
gefa bæinn í skyndingu, ef nauð-
syn krefur. — NTB-Reuter.
37 stiga hiti
í Mciregi
• OSLÓ, 22. júlí: — Hitar hafa
verið miklir í Vestur-Evrópu í
sumar og er ekki að sjá annað en
sumarhitinn ætli að haldast enn
um hríð.
• í dag var heitasti dagur, sem
komið hefir í Noregi. Var hitinn
þetta 32—37 gráður á celsíus.
Árongui aí Gen-
f arráðstef minni:
Samstarf við Rússa
í kjarnorkumálnm
T GENF, 22. júlí — Alþ.jóS-
leg ráSstefna verSur haMin hér
í borg 8. ágúst n.k. ok mun
Iiún fjalla um nolknn kjarn-
orkvi  í  friSsamlegum  lilgangi.
Bandaríkjamenn hafa eink-
um haft forgöngu ura þetla
mál og lofaS «ð láta öðrum
l»jóSum í té iír;iT>ínm og að-
sloSa þær viS framleiSslu á
kjarnorku. — Þá hafa Bretar
einnig lieiliS öSrum þjóSum aS-
stoS.
Ekkert hefir heyrzt í Rúss-
iiiii fyrr en í gær, er þeir til-
kynntu, aS þeir mundu láta
öSrum þjóðum í té 200 kíló af
viraníum til kjarnorkufram-
leiðslu. — Þykir þetta ákaflega
merkileg yfirlýsing og segja
svimir stjórnmálamenn, aS þótt
ekkert annaS jákvætt komi frá
Rússum á Genfar-ráðstefn-
unni, hafi hvín boriS ríkuleg-
an ávöxt. Enda þykir þaS
mjög mikilvægt, aS Rússar
skuli vera fvísir til samstarfs
um friSsamlega notkun kjarn-
orkunnar.
i
? AS lokum má svo geta
þess, aS Bretar hafa lofaS aS
selja öSrum þjóSum 20 kiló af
úraníum og þótti þaS mikiS á
sínum tíma. — Reuter.
Bulganin og Eisenhower í Genf.
an — effa hvað finnst ykkur?
Þeim kemur bara ágætlega sam-
HvaB á Adenauer
eiginlega oð gera
til Moskvu í haust?
Leiðfogar V-Þýzkalands ræða þartn voða sem
Þýzkaíandsmálin eru komin í
Genf, 22. júlí.
AD E N A U E R kanslari er, eins og áður hefur verið getið um
í fréttum, í sumarfríi í smábæ nokkrum í Sviss, Miirren að
nafni. — Bær þessi er um 80 kílómetra frá Genf og fylgist kansl-
arinn nákvæmlega með öllu, sem þar gerist.
FUNDUR
Er Adenauer sá, í hvern
voða Þýzkalandsmálin voru
komin, kallaSi hann saman
fvind helztu sérfræSinga sinna
Glœsilegri landskeppni lokið:
HOLLAND 7/7 ISLAND 103
Betra landslibið sigraði
— en bœbi voru
•«~
ÞAÐ var hressilega hrópað húrra fyrir HoUendingum sem í gær
sigruðu í landskeppninni með 111 stigum gegn 103. Svo frábær
var þessi landskeppni, og árangurinn í sumum greinum stórglæsi-
legur. Þjóðsöngur Hollands hljómaði á vellinum og hollenzki fán-
inn blakti á sigurstönginni. Saman gengu landsliðsmennirnir út
af vellinum — tóku um axlir hvors annars, skildu sem vinir eftir
ágæta og skemmtilega keppni.
íþróttasérfræðingar okkar
höfðu talið að síðari dagur-
inn yrði „betri dagur íslands".
Var það ekki að ástæðulausu.
Það sem fór öðruvísi en von-
ast var eftir Var spjótkastið,
hástökkið og boðhlaupið.
Menn vonuðu, að í spjótkasti
fengju íslendingar fyrsta og
þriðja mann og 7 stig. Jóel
náði síntim bezta árangri i ár,
en það nægði ekki og Adolf
varð fjórði og stig aðeins 4.
Vonast var eftir 7 stigum í há-
stökkinu en 6 fengust. Þá var
vonast eftir 8 stigum í þrí-
stökki en 7 fengust. Þá var
vonast eftir sigri í 4x400 m.
Hörður var meiddur og fyrir
misskilning varamannsins
hljóp ísl. sveitin of langt. Þar
með var vonin úti og fengust
3 stig í stað þeirra 5 er von
ast var eftir. Ef allt þetta
hefði farið að vonum hefði ís-
land fengið 7 stigum meira eða
110 en Holland um leið 7 stig-
um minna eða 104. En íslend-
ingarnir í sumura þessum
greinum gerðu jafnvel betur
en búizt var við — en Hollrnd
ingar voru bara sterkari og
voru mjög vel að sigri komnir.
En ísl. landsliðið — þessir
ungu menn haf a staðið sig með
stakri prýði. í gær settu þeir
Z ísl. met, Vilhjálmur Einars-
son í þrístökki 15,19 m (afrek
á Evrópumælikvarða), Stefán
Árnason í 3 km hindrunarhl.
á 9:43,2 mín.
Skemmtilegust var keppnin í
800 m hl. Með einhverjum glæsi-
legasta endaspretti sem hér hef-
ur sézt sigraði Þórir Þorsteins-
son. Dró hann de Kroon uppi á
síðustu 50 m, en de Kroon hafði
náð nokkru forskoti. Met Óskars
jafnaði Þórir.
Glæsilegur er einnig árangur
Guðm. Hermannssonar í kúlu-
varpi 15,63 m. Slíkt kast hefur
ekki sézt hér unnið af íslendingi
síðan Huseby var meðal kepp-
enda. Þetta er hröð framför hjá
Guðmundi Bezt áður var 15,05 m.
Þrístökksmet Vilhjálms er
athyglisvert. Hann er stórglæsi-
Framh. á bls. 1*
Bulganm í góðu
skapi!
BULGANIN marskálkur var
í sérlega góðu skapi, þegar
hann kom til Þjóðabandalags-
hallarinnar í gær til að sitja
fund með hinum Ieiðtogum
fjórveldanna. Þegar hann
gekk fram hjá bandarískum
öryggislögregluþjóni í anddyri
hallarinnar, staðnæmdist hann
skyndilega, — brosti til
öryggisvarðarins og kleip
hann í kinnina. Síðan hélt
hann áfram leiðar sinnar.
í utanríkismálum og sátti hann
m.a. Brentano, titanríkisráS-
herra Þyzkalands, Walter Hall-
steín og áheyrnarfulltrúi vest-
ur-þýzku stjórnarinnar í Genf,
próf. Wilhelm Grewe.
BITBEIN RAöHERRANNA
Leiðtogar Þýzkalands eru þess
nví fullvissir, að Þýzkalandsmálin
fái enga afgreiðslu á næstunni og
verði nú bitbein utanríkisráð-
herra stórveldanna um hríð.
Þá hefir afstaða Rússa i
Genf — og einkum sú yfir-
lýsing Bulganins, aS ekki sé
tímabært aS sameina Þýzka-
land í eitt ríki '— valdiS kansl-
aranvim miklum áhyggjunv og
dregiS til muna úr þeirri von
hans. aS 6l IHIWUI sé aS vænta
af Moskvuförinni í haust. —
HvaS á hnnn eiginlega aS gera
til  Moskvu?  —  spyrja  menn
Blóðugar écirSir
í Marokko
MARRAKESH, Marokko, 21. júlí:
— Hin hörSu pólitísku átök í
frönsku Marokko ollu í dag ó-
eirSum hér í Marrakesli og létu
tíu manns HfiS. Marrakesh er
heimsfræg horg fyrir fegurS og
liggur í suSur frá Casaklanca.
Borgin varð fræg er Winston
Churchill dvaldist þar sér til heilsu
bótar á stríðsárunum.
Tuttujfu og sjö manns særðust
í óeirðunum í dag, sjö þeirra
hættulega.
Æstur lýðurinn úr Arabahverfi
borgarinnar reyndi í morgun að
skjóta á Pashan af Marrakesh,
sem er 81 árs gamall öldungur.
Arásin mistókst.
sait
GENF, 22. júlí: — Á fundum sín-
um í dag reyndu utanríkisráð-
herrar fjórveldanna að ná sam-
komulagi um Þýzkalandsmáiið,
öryggi Evrópu og afvopnun. —
Eftir því sem bezt verður vitað,
gekk ekkert saman á fundum
ráðherranna í dag.
Leiðtogar fjórveldanna komu
saman til fundar síðdegis í dag
til að ræða um síðasta dagskrár-
mál Genfarráðstefnunnar, sam-
búð Austurs og Vesturs. Ekki
hafa enn borizt fréttir um þenna
fund fjórveldaleiðtoganna.
í fyrramálið koma leiðtogarnir
aftur saman til fundar í þvi skyni
að athuga skýrslur utanríkisráð-
herranna og leggja síðustu hönd
á yfirlýsingu, sem þeir hyggjast
gefa út um viðræðurnar á ráð-
stefnunni og árangur hennar.
• • •
Tillaga Eisenhower, Banda-
ríkjaforseta, þess efnis, að Banda
ríkin og Sovétríkin skuli skiptast
á hvers konar upplýsingum um
hernaðarmannvirki og herstyrk í
hvoru landi um sig, hefir vakið
fádæma athygli um heim allan,
enda hefir enginn leiðtogi stór-
veldanna gengið svo langt í frið-
arátt. Kom þessi tillaga mönnum
mjög á óvart, einkum það atriði
hennar, að flugvélar Bandaríkj-
anna fái að taka myndir úr lofti
og fylgjast með herstöðvum
Rússa og rússneskar vélar fái að
taka myndir af bandarískum
hernaðarmannvirkjum.
SVARAÐI — NJET!
Rússar hafa ekki enn
látið uppi álit sitt á til-
lögu þessari á Genfarráð-
stefnunni, en er einn af
sérfræðingum þeirra var
að því spurður í dag,
hvernig þeim litist á
hana, svaraði hann, að
þeir gætu ekki felt sig við
hana.
FUNDUR I OKTOBER
Utanríkisráðherrarnir koma
saman til fundar í októbermán-
uði n.k. og gera menn því skóna,
að þeir reyni þá að ná samkomu-
lagi um framtíð Þýzkalands, af-
vopnunarmálin og öryggi Evrópu.
Ritskoðun hjá
kommúnislum
FRÉTTARTTARAR í Genf ræða
nú mjög um það, að blöð austan
Járntjalds fá ekki að segja frá
öllu sem gerist á Genfarráðstefn-
unni. — Meira að segja eru ræð-
ur Sovétleiðtoganna stundum
styftar.
Kreml opnuð
MOSKVU — Nýlega hefur verið
ákveðið, að almenningur fái að
skoða Kreml. — Kastalinn hefir
verið undir ströngu éftirliti hing-
að til, eins og kunppgt er.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16