Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 165. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						16 síður og Lesbók
43. árgangur
165. tbl. — Sunnudagur 24. júlí 1955
Prentsmiðja Morgunblaðsins
FBA HUSAVIK
(Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)
Hitaveitan f ramtíðardraumur Húsvíkinga
Skyndiheimsokn í vaxandi
útgerðar- og verzlimarhæ
VIÐ botn Skjálfandaflóa norður stendur kaupstaðurinn
Húsavík, umkringdur f jöllum að austan og norðan, sem
gefa skjól fyrir verstu vindáttunum og mynda fagran fjalia-
hring um byggðina. Svo segir í íslendingabók, að þar hafi
norrænir menn fyrst haft vetursetu á íslandi.
Var það Garðar Svavarsson,
maður sænskur að kyni, sem út
til íslands sigldi nokkrum árum
íyrir landnám Ingólfs og tók sér
bólfestu. Segir svo í Islendinga-
bök: „Hann var um vetr einn
norður í Húsavík á Skjálfanda
ok gerði þar hús". Garðar lofaði
mjög landið og var það nefnt
eftir honum, Garðarshólmi. Kvað
hann það skógi vaxið milli fjalls
og fjöru.
•
Lítið er um skógargróður nú
í Húsavík, rúmum þúsund árum
eftir vetursetu Garðars, utan í
nokkrum húsagörðum, en mjög
hefir byggðin aukizt síðan um
daga hans Og þessar vikurnar
er einmitt verið að byggja reisu^
legt skólasetur á sama blettinum
sem Garðar hafði vetursetuna
forðum.
* Fagurt bæjarstæði
og hafngott
Það var í vikunni að við ljós-
myndari Mbl. komum í kynnis-
£ör til Húsavíkur, í sólskini og
sunnanvindi. Áttum við þar tal
við tvo af oddvitum bæjarfélags-
ins, þá Pál Þór Kristinsson bæj-
arstjóra og Sigurð P Björnsson
sparisjóðsstjóra.
Þar ér nú orðinn stærðar kaup-
staður, á fjórtánda hundrað íbúar
og fer þeim fjölgandi ár frá ári.
Á Húsavík, eins og nú er jafnan
sagt, er fagurt í góðviðri, sem
syo víða annarsstaðar á íslandi.
Bærinn stendur undir Húsavík-
urfjalli í hálfhring um víkina,
en á móti blasa hin tígulegu
Kinnarfjöll, en þár sér á Nátt-
faravík undir sæbrattri fjalls-
hlíðinni,  sem sögur herma um.
Húsavík er einn elzti verzl-
unarstaðurinn á landinu, og þar
er eina höfnin, sem um er að
ræða við Skjájfandaflóa. Upp af
bænum eru Víðlend og blómleg
héruð, sem sótt hafa verzlun sína
til Húsavíkur allt frá öndverðu
og gera enn. Selstóðuverzlunin
vár þar einráð fram til 1870, en
þá fóru lausakaupmenn að láta
til sín taka og 1882 hefir fyrsta
kaupfélagið á landinu þar starf-
semi sína.
Síðasti dagur Genfar-ráðstefnunnar í gær:
Æðstu menn stórveldenna ræddu
fyrirhugaðan utanríkisráðherrafund
Páll Þór Kristinsson bæjarstjóri.
Hann  er viffskiptafræffingur að
mennt og yngsti bæjarstjórinn á
landinu.
Síðan hefur Húsavík færzt í
aukana ár frá ári sem verzlun-
arstaður, eftir því sem samgöng-
ur hafa batnað og efni bænda
aukizt, og hefir sú þróun hald-
izt fram á þennan dag. Hafa
íbúar kaupstaðarins drjúgt fram-
færi af verzluninni.
Það er þó um Húsavik, sem
flesta aðra bæi, sem að sjó
Framh. á bla. 1
Talið víst, að þeim takist að leysa
ágreinmgsatriðin uin fyrirkosnulag
fnndarins
Genf, 23. júlí.
IDAG er síðasti dagur Genfar-ráðstefnunnar. Æðstu menn stór-
veldanna ræddust við á lokuðum fundi í morgun í tæplega
tvær klukk'ustundir. Settust þeir á rökstóla enn á ný kl. 2 e. h.
Viðfangsefni æðstu mannanna í dag er að reyna að komast að sam-
komulagi um hvernig hagað verði áætluninni fyrir væntanlegan
viðræðufund utanríkisráðherranna síðar á þessu ári, en utanríkis-
ráðherrarnir höfðu sjálfir ekki getað orðið sammála um dagskrá
þessarar ráðstefnu, sem gert er ráð fyrir, að haldin verði í haust
í Genf.
Siðdegis á laugardag hafðii
enn engin opinber yfirlýsingj
verið gerð um viðræður æðstu.
manna.                     '
Frá Genf símar stjórnmála-j
fréttaritari brezka útvarpsins,
aff höfuðágreiningsatriffið sé
— eftir sem áður — sú
ákveðna skoðun Ráðstjórnar-'
innar, að öll Evrópurikin geti
stofnað með sér einskonar
öryggisbandalag, án þess að
fyrst verði fjallað um og kom j
iff til leiðar sameiningu Þýzka-
lands. Afstaða Vesturveldanna
er sú, að þessi tvö vandamál
verði að ræða og leysa sam-
tímis. Segir ennfremur í frétta
skeytinu, að viðræðurnar hafi
fariff fram í anda vinsemdar
og gagnkvæms skilnings —
brátt  fyrir ágreiningsatriffin.
— • —
Eisenhower forseti, Edgar
Faure og Sir Anthony Eden
ræddust við fyrr í morgun, áður
en þeir settust að samningaborð-
inu með Bulganin. f gærkvöldi
átti Eden langar viðræður við
Bulganin eftir að hafa setið
kvöldverðarboð í bústað rúss-1
neska forsætisráðherrans í Genf.
Zukov marskálkur sótti í
morgun Eisenhower forseta heim
og ræddi við hann í rúma klukku
stund. Hafði Zukov farið fram á
að fá að ræða við Eisenhower
undir fjögur augu og Eisenhower
varð við þeirri beiðni eftir að
hafa ráðgast við Dulles, utan-
ríkisráðherra sinn.
Utanríkisráðherrarnir fjórir
ræddust við til miðnættis s. 1.
nótt án þess að nokkuð drægi til
samkomulags. Bandarískur tals-
niaður tjáði blaðamönnum, að
það væri vægt til orða tekið að
segja, að utanríkisráðherrunum
. befði algjörlega mistekist að ná
Hiff nyja post og smihus, sem fyrir orstuttu var tekið i notkun a nok kru. samkomulagi Það hvílir j
Húsavík. Þar er rúm fyrir sjálfvirka símstöð. Um 1<M> notendur. þvj a ægstu mönnunum að ákveða
eru nú í kaupstaðnum.                                      |hvað gera skuli næst.          1
Gátu utanríkisráðherrarnir
ekki orðið sammála um fimm
atriði, og þó hér væri aðeins um
rð ræða fyrirkomulag væntan-
legrar ráðstefnu, voru þessi
atriði mjög mikilvæg. Bætti tals-
maðurinn við, að þó mætti telj-
ast líklegt, að æðstu mönnunum
myndi takast að leysa þessi
ágreiningsatriði.
_ « _
Mun utanríkisráðherra Vest-
urveldanna annars vegar og
Molotov hins vegar aðallega hafa
greint á um það, hvort hægt
væri að fjalla um öryggismál
Evrópu, þó að Þýzkaland yrði
eftir sem áður sundrað — en
Rússarnir halda því fast fram.
Eden, Faure og Eisenhower for-
seti álíta sameiningu Þýzkalands
höfuð skilyrði fyrir því, að hægt
sé að tryggja góða sambúð
Evrópulandanna.
Fréttaritari brezka útvarpsins
segir, að hér sé raunverulega um
að ræða djúptækan skoðanamis-
Frh. á bls. 12.
AlUkemstísamt
lag aftur í Geni
í dag
GENF, 23 júlí — Þegar er haf-
inn undirbúningur að því að
breyta Genf aftur í venjulega
ferðamannaborg. Er tekið að
draga niður þá fjölmörgu fána,
er dregnir voru að hún á götum
borgarinnar og á bakka Genfar-
vatnsins fyrir tæplega viku.
Hundruðir fréttamana munu
yfirgefa borgina á morgun og
afgreiðslumenn á járhbrautar-
stöðvum og flugfélögum eru önn
um kafnir við að sjá þeim og
sendinefndum stórvelclanna fyr-
ir fari heim. Margir 'erðamenn,
er staddir voru í gistihúsum
Genfar, urðu að rýma fyrir sendi
nefndum stórveldanna og fylgd-
arliði þeirra. En eftir sunnudag
má búast við, að ferðamanna-
straumurinn komist í samt lag.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16