Morgunblaðið - 12.10.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.10.1955, Blaðsíða 16
Veðorúflit í dag: NA stinningskaldi. Skýjað. Efíing landgræðslusjóðs. — Sjá grein á bls. 9. | Sæfell hefur faslar áæll- unarferðir til Vm.eyja ifærra, gangbefra skip með farþegarými. GUÐNI JÓHANNSSON útgerðarmaður hefur nú ákveðið að hefja fastar áætlunarferðir með vélskipinu Sæfelli milli Vestmanna- «yja og Reykjavíkur. Gerir hann þetta í tilraunaskyni til þess að athuga, hvort reksturs svo stórs skips getur borið sig á þessari leið. Um leið gæti tilraun þessi orðið góður undanfari að því að Vestmannaeyingar kaupi farþegaskip til ferðanna. Sæfell er á annað hundrað Áætlun Sæfells er þannig að smálesta skip, en hingað til hafa það fer frá Reykjavík sunnudags- ininni bátar verið notaðir, Skaft- og miðvikudagskvöld, en frá fellingur, sem er 60 tonna skip Vestmannaeyjum mánudags- og .eg Skógafoss, sem er 50 tonna. fimmtudagskvold. Afgreiðsla Tekur Sæfell við af Skógafossi. skipsins í Reykjavík er hjá Lax- Verið er að útbúa farþegaklefa fossafgreiðslunni en í _Vest- i Sæfell og á það að hafa svefn-1 mannaeyjum hjá Gunnari Ólafs- pláss fyrir 15 farþega. Skipið syni & Co. Skipstjóri er Sigþór «r all ganghratt. Fer með um j Guðnason. 10 sjómílna hraða. Bókmenntakynning á verktim Þóris Bergssonar ÁLMENNA bókafélagið efnir í kvöld til fyrstu bókakynningar sinnar. Hefst hún kl. 9 í hátíðasal Háskólans. Tilefni þessarar bókmenntakynningar er sjötugs afmæli Þóris Bergssonar rithöf- undar. Verður flutt erindi um hann og ágætir listamenn íesa upp úr verkum hans. Ennfremur leikur Gísli Magnússon einleik á píanó. Þórir Bergsson er einn list- ícngasti smásagnahöfundur lands ins og sögur hans um margt sérstæðar og skemmtilegar. Hon- um lætur flestum betur að túlka stór og minnisverð örlög í spegli einfaldra atvika, og samúð hans með olnbogabörnum hamingj- unnar er næm og sterk. Má því vænta þess, að margir 'vilji nota þetta tækifæri til að Tifja upp kynni sín af verkum hans og láta um leið í ljósi þakk- læti sitt við höfundinn. Bókmenntakynningin hefst Bieð ávarpi Bjarna Benediktsson- •ar menntamálaráðherra, en síð- an flytur Guðm. G. Hagalín rit- höfundur erindi um Þóri Bergs- son og verk hans. Bókmennta- 4 mæniveikililfelli u!an Reykjavíkur KEFLAVÍK, 11. okt. — Sam- kvæmt upplýsingum frá héraðs- lækni eru 3 mænuveiki tilfelli hér í Keflavík. Er eitt þeirra væg lömun. Þá er eitt tilfelli utan Keflavíkur. Er það í Garðinum. kynningunni lýkur með því að Gunnar Gunnarsson skáld flyt- ur nokkur ávarpsorð. Kristmann Guðmundsson verð- ur kynnir á samkomunni. Að- gangur er öllum frjáls og er ókeypis. Vísilaian hækkar um 7 sfig KAUPLAGSNEFND hefur reikn- að út vísitölu framfærslukostn- aðar í Reykjavík hinn 1. október s.l. og reyndist hún vera 172 stig. — Hefir vísitalan hækkað um 7 stig frá síðasta mánuði. Breli, en ekki háhymingur KEFLAVÍK — f fyrrinótt varð vélbáturinn ísleifur III. fyrir nokkru veiðarfæratjóni. Orsökin að þessu sinni var ekki háhyrn- ingur heldur hitt, að brezkur togari keyrði yfir netin. Skáru þeir netin, er þau drógust upp og sigldu síðan ferðar sinnar. —FréParitari. Mtaría Júlía stöhkvir illhvelum í FYRRINÓTT stökkti varð- skipið María Júlía á flótta há- hyrningavöðunni á Faxaflóa og sást hún síðast hverfa til hafs. Atvik eru þau, að síldveiði- flotinn er nú í Miðnessjó og hefur varðskipið María Júlía verið honum til aðstoðar. Þar eru einnig tveir hátar gerðir út af Fiskifélaginu vopnaðir rifflum gegn háhyrningahætt- unni. í fyrrinótt urðu yztu bát- arnir varir við að háhyrning- urinn var að koma á miðin. Var Maríu Júlíu og hinum skipunum gert aðvart og lögðu þau nú til hinnar hat- á ilótta römmustu sjóorustu við ill- hveli þessi. Var feikna skot- hríð í myrkrinu og eldglær- ingar um allt. Þegar allmarg- ir háhyrningar voru særðir eða fallnir lét öll háhyrninga- vaðan undan síga. Fóru þeir á flótta og hurfu út í hafs- auga. Telja Suðurnesjamenn, að varðskipsmenn á Maríu Júlíu hafi gert mikið gagn með þessu og ber þeim ekki saman við Vestfirðinga, sem hafa haft í flimtingum að varð- skipsmennirnir væru á smokk fiskveiðum og í berjatínslu. Þessa nótt varð lítið veiðar- færatjón hjá bátunum. Séra Malfhías Eggcrlsson látinn SÉRA Matthías Eggertsson fyrr- um prestur í Grímsey andaðist að heimili sínu hér í bænum aðfara- nótt hins 9. þ.m. rúmlega níræður að aldri. Hann var fæddur að Melanesi á Rauðasandi í Barða- j strandasýslu. Stúdentsprófí lauk i hann árið 1883 og guðfræðiprófi árið 1888. Gerðist hann þá prest- j ur að Helgastöðum í Reykjadal. j Árið 1895 var hann kosinn prest- j ur í Grímsey. Þjónaði hann því 1 prestakalH í 42 ár. Séra Matthías starfaði töluvert ! að fræðiiðkunum, m. a. samdi hann mikinn ættartölubálk. Hann verður jarðsettur frá Dómkirkjunni hér í Reykjavík I næstkomandi mánudag. Sigurjófl í Raílholfi tekur sæ!i á Aiþingi EINS og kunnugt er, er Ingólfur Jónsson viðskiptamálaráðherra, fyrri þingmaður Rangæinga, nú staddur á ferðalagi í Bandaríkj- unum. Hefir varamaður hans, Sigurjón Sigurðsson bóndi í Raft- holti, því verið kvaddur til þing- setu. Tók hann sæti á Alþingi í gær. Framsögumaður kjörbréfa- nefndar var Lárus Jóhannesson, og var kosningin tekin gild með samhljóða atkvæðum. Góður reknetjaafli KEFLAVÍK, 11. okt. — Afli rek- netjabáta var góður í dag, eða frá 70 og upp í 130 tunnur. Hæst var Vonin, með 130 tunnur. Nokkrir bátar eru nú að hætta veiðum og er það mikið vegna manneklu. —Ingvar. i I gærmorgun fór „Fegurðardrottning íslands 1955“, ungfrú Arna Hjörleifsdóttir, með millilandaflugvél Flugfélags íslands, Gullfaxa, til Lundúna til að taka þar þátt í fegurðarsamkeppni um íitilinn „Miss World'. Úrslit í þessari keppni verða kunn 20. okt. í för með ungfrúnni verður Njáll Símonarson, fulltrúi F. í. (t. h.), en eins og áður hefir verið skýrt frá, hefir Arna verið ráðin sem flugfreyja hjá F. í. Til vinstri á myndinni er Hörður Sigurjónsson, fiugstjóri. Danskt hjúkrunarfólk aðstoðer vegna mænusóttarfaraldursins Læknir, hjúkrunarkona og nuddkona komu i gær MÆNUSÓTTIN breiðist yfirleitt hægt úr. Frá því að hennar varð vart, 23. f. m., hafa tilkynningar borizt um 32 nokkurn veginn örugg tilfelli, 15 sjúklingar hafa lamazt, einstaka alvarlega, en langflestir lítið. Einn hefir látizt. -Þegar í upphafi veikinnar gerðu heilbrigðisyfirvöldin ráð- stafanir til að fá aðstoð erlendis frá, ef veikin breiddist út, en samvinna hefur tekizt með Norð- urlöndum um gagnkvæma aðstoð, þegar mænusóttarfaraldur kemur upp i einhverju landanna. Hafa styrktarfélög fatlaðra og lamaðra í þessum löndum haft forgöngu um þessa aðstoð. Um sjðustu helgi þótti rétt að beiðast þessar- ar aðstoðar frá Danmörku, en Danir hafa öðlast mikla og dýr- keypta reynslu í mænusóttarfar- aldrinum mikla í Kaupamnna- höfn árið 1952—53. í gærkvöldi komu hingað til bæjarins læknir, dr. Sund Kristensen, hjúkrunarkona, frk. Eva Andersen, og nuddkona, frk. Ella Andersson, sem munu dvelj ast hér um hríð á kostnað Styrkt- arfélags lamaðra og fatlaðra. Þá kom einnig hingað í gær- kvöldi próf., dr. med. H. C. A. Lassen, sem er yfirlæknir far- sóttasjúkrahússins í Kaup- mannahöfn, en hann varð þekktur um allan heim fyrir nýja meðferð, er hann notaði við mænusóttarsjúklinga í áð- urnefndum faraldri í Höfn. Prófessor Lassen mun dvelj- ast hér í 2—3 daga. > Fari svo að nýir sjúklingar bætist við og þurfi á sjúkrahús- vist að halda, verða þeir lagðir inn í Hjúkrunarspítalann í Heilsu verndarstöðinni, sem nú tekur til starfa. Yfirlæknir hjúkrunar- spítalans er, eins og kunnugt er, dr. Óskar Þ. Þórðarson. Þetta glæsilega verzlunarhús hefur verið reist í Bolungarvík. — í blaðinu í dag er grein á bls. 7, um hið nýopnaða verzlunarhús. --------------------- 1 Peningakasslnn : í Keflavík fundinn ! í DAG fannst peningakassinn, sem stolið var úr Vatnsnesbar fyrir nokkrum dögum. Fannst hann á fiskstæði skammt frá barnum. v'ar nann þar falinn undir kaðlahrúgu. Menn sem áttu kaðlana fundu hann, þá er þcir ætluðu að breiða úr köðlunum. ( Kassinn var með öllu ó- skcmmdur og var allt í honum, sem þar átti að vera, en það var 25 þús. kr. í reiðu fé. Er undarlegt, að þjófarnir skyldu velja þennan felustað fyrir kassann, aðeins nokkra metra frá einni fjölförnustu götu bæjarins. Virðist sem þeir ættu að snúa sér að einhverri annarri atvinnugrein, fyrst þeir ekki kunna betur með peninga að fara en þetta. — Fréttaritari. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.