Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 113. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						itsiMffc
43. árgangur
113.  tbl.
Miðvikudagur 23   maí 1956
Prentsmiðja Morgimblaðsins
Prenfsmibja Morgunhlabs-
ins flutt í Aðalstræti 6
Ný og afkasfamikil
prentvél fekin / notkun
MEÐ ÚTKOMU þessa tölublaðs af Morgunblaðinu
verða þáttaskil í nær 43 ára starfsemi blaðsins. Það
er nú í fyrsta skipti prentað í hinum nýju húsakynnum sín-
um við" Aðalstræti 6. Jafnframt hefur það tekið í notkun
nýja prentvél, sem prentar um 15 þús. eintök á klukku-
stund. Gamla prentvélin, sem blaðið hefur verið prentað í
síðan 1. júní 1943 afkastaði hins vegar aðeins rúmlega 3
þús. eintökum á klst. Prentun blaðsins í henni tók því nær
9 klst. hvern sólarhring. í nýju prentvélinni mun prentun-
in taka tæplega 3 klukkustundir, þar sem skipti á papppírs-
rúllum taka nokkurn tíma.
Þessi aukna tækni og bættu
vinnubrögð við prentun og út-
gáfu Morgunblaðsins eiga að
hafa i för með sér bætta þjón-
,-Slalí
m var misi
'laus

misnotaöi vald siít
44
Moskvu.
RÁÐSTJÓRNIN hefur m' veitt Stalín heitnum þyngsta höggið,
síðan aðförin að honr tn hófst á þingi kommúnistaflokksins.
Rússnesku þjóðinni hefur nú verið gert kunnugt, að Lenin hafi í
erfðaskrá sinni lýst Stalín óhæfan til starfa, þar sem hann væri
„harðbrjósta, miskunnarlaus gagnvart félögum sínum, duttlunga-
fullur og hefði tilhneigingu til að misnota vald sitt."
Málgagn ungkommúnista, Kom
somolskaya Pravda, gerði þessa
staðreynd lýðum ljósa á föstu-
daginn og scgir í grein frá mati
Lenins á Stalins, en því hefur
verið haldið leyndu fyrir rúss-
nesku þjóðinni í 34 ár.
Utan marka Sovétríkjanna hef-
ur mónnum verið kunnugt um
skoðanir Lenins á Stalin m. a. úr
bók Trotzkis um erfðaskrá Len-
ins, en Stalin tókst að halda þessu
leyndu innan Káðstjórnarríkj-
anna. Greinin í Komsomolskaya
Pravda fjallar um nauðsyn þess
að útrýma persónudýrkun og er
þar vitnað í erfðaskrá Lenins.
Segir þar, að Lenin hafi orðið
það ljóst, er Stalin var ritari
flokksins, hversu hættulegur
hann væri, þar sem hætta væri
á því, að hann mundi virða að
vettugi regluna um samvirka
forustu.
— • —
Komsomolskaya Pravda, telur
upp ýmsa glæpi Stalins: Hann
hafi gert sig sekan um sjálfsdýrk-
un, vanrækt að ráðfæra sig við
miðstjórn flokksins, áður en
mikilvægar ákvarðanir voru
teknar og beitt gjörræði.
ustu við viðskiptavini þess,
kaupendur blaðsins og auglýs-
endur. Sl. 13 ár hefur kaup-
endtala þess tvöf aldazt. Gamla
prentvélin var því fyrir all-
löngu orðin gersamlega ófull-
nægjandi. Prentun blaðsins
tók orðið mikils til of langan
tíma. Hefur það bakað kaup-
endum þess, bæði hér í
Reykjavík og út um land,
mikil óþægindi. Blaðið var
ennfremur orðið of lítið. Eðli-
leg hlutföll milli greina og
auglýsinga höfðu raskazt.
Nú, þegar hin nýja prent-
vél hefur verið tekin í notkun,
verður mögulegt að stækka
blaðið. Er hægt að stækka það
upp í 24 siður.
PRENTSMIÐJA OG
AFGREIÐSLA FLUTT
f MORGUNBLAÐSHÚSIÖ
I síðustu viku voru setningar-
vélar Morgunblaðsins og önnur
prenttæki, að undantekinni
gömlu prentvélinni, flutt úr prent
smiðju þess í gömlu fsafold við
Austurstræti 8, en í þeirri sögu-
frægu byggingu hefur blaðið ver-
ið prentað frá uphafi, upp í setj-
arasalinn í nýja „Morgunblaðs-
húsinu" við Aðalstræti 6. Var
ein og ein vél flutt í einu til þess
að hægt væri að halda vinnu við
blaðið í fullum gangi, þrátt fyrir
flutningana. Hafa þær nú allar
verið settar upp og teknar í
notkun. Mun blaðið nota 5 setn-
ingarvélar við starfsemi sína.
Þá hefur afgreiðsla blaðsins
verið flutt í nýja húsið, ásamt
auglýsingaskrifstofu þess. Ekki
er fullgengið frá innréttingu þess
húsnæðis, sem þessar starfsgrein-
ar blaðsins fá til sinna umráða.
Ritstjórn og bókhald verða
fyrst um sinn áfram til húsa í
Austurstræti 8, meðan lokið verð-
ur við innréttingu í hinu nýja
húsnæði. En gert er ráð fyrir að
því geti orðið að mestu lokið í
næsta mánuði.
Þrykkivélin í setjarasalnum. Við hana stendur Samúel Jóhannsson
prentari.
HIN NYJU HUSA-
KYNNI BLAÐSINS
Morgunblaðið hefur frá stofn-
un. sinni árið 1913 búið í leigu-
húsnæði. Hafði það lengi verið til
athugunar að útvega því bygg-
ingarlóð á heppilegum stað í
Miðbænum fyrir starfsemi sína.
Forrráðamenn blaðsins hófust
handa um það árið 1948 að
tryggja því lóð undir framtíðar-
byggingu. Voru þá fest kaup á
lóð við Aðalstræti 6. Sá staður
var mjög hentugur fyrir blaðið,
þar sem hann er í hjarta bæjar-
ins. Ennfremur reyndist tiltölu-
lega auðvelt að komast þar niður
á fastan grunn. En einnig það er
þýðingarmikið þar, sem setja á
upp hraðgengar vélar.
Frh. á bls. 2
<S>-
B og K fil Norðurlanda
KHÖFN og STOKKHÓLMI, 22.
maí — Stjórnir Danmerkur og
Svíþjóðar hafa ákveðið að bjóða
Bulganin og Krúsjeff í opinbera
heimsókn til Danmerkur og Sví-
þjóðar. Enn hefur ekki verið
ákveðið hvenær heimsóknin á
sér stað.
KAIRO, 22. maí — Sendiherra
Rússa afhenti Nasser í dag
Ilyushinílugvél að gjöf frá Ráð-
stjórninni. Sagði sendiherrann,
að flugvélin væri tákn vinsam-
legra samskipta þessara tveggja
þjóða.
*-
Hln nýja prentvél MorgnnbTaJfstns. Við hana standa Ólafur Magnússon prentari  (nær)  og Guðbjörn Guðmundsson prentari.
«í vcl þeirri, sem síðiunax eru „fxæstar" L
Til hægri er mynd úr afsteypusalnum
¦ Myndú-nar tók ljósm. Mbl.: Ól. K. M.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16