Morgunblaðið - 17.01.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.01.1957, Blaðsíða 1
44. árgangur 13. tbl. — Fimmtudagur 17. janúar 1957. Prentsmiðja Morgunblaðsins Hœsta fjárlagaáœtlun Bandaríkjanna: Útgjöld til hermála verulega aukin og ný hergögn smíðuð Eden fer fil Nýja-Sjálands LONDON, 16. jan. — Sir Ant- hony Eden og kona hans munu leggja af stað til Nýja Sjálands á hinu glæsilega og þægilega far- þegaskipi Rangitan. Læknir Ed- ens að nafni Horace Evan:. kom í læknisvitjun til hans í dag að Chequers. Hann sagði honum að hann yrði að hafa algera hvíld, skipsferðin væri góð til þess að veita honum slíka hvíld og hress- ingu. — Reuter. Washington, 16. jan. Einkaskeyti frá Reuter. riSENHOWER lagði fjárlagaáætlun næsta fjárlagaárs fyrir Bandaríkjaþing í dag. Útgjöld eru áætluð 71,8 milljarð dollara, samanborið við 68,9 milljarð dollara sl. ár. Eru hér um að ræða hæstu fjárlög Bandaríkjanna á friðartímum. MEST TIL HERMALA Sakir þess að einstök sam- bandríki sjá um verklegar fram- kvæmdir innan sinna takmarka, fer mjög mikill hluti af útgjöld- um fjárlagaáætlunarinnar til Adams lœknir hafði áhuga á erfðaskrám RéttarhÖld í Eastbourne haíin London, 16. jan. Einkaskeyti frá Reuter. ►ÉTTARHÖLD hófust í dag í smábænum Eastbourne í máli enska læknisins John Bodkins Adams, sem grunaður er um að hafa valdið dauða fjölda eldri kvenna, er hann stundaði og höfðu arfleitt hann að miklum fjármunum. R‘ Réttarhöldin hófust í dag með ræðu saksóknara. Hann sagði, að ekkjan Edith Morrell hefði strik- að lækninn út úr erfðaskrá sinni tveimur mánuðum áður en hún lézt. En Adams er sakaður um að hafa byrlað henni inn eitur. — Læknirinn er grunaður um að hafa myrt fleiri konur, en til að Óáran víða um heim LONDON, 16. jan. — Veður- skeyti frá ýmsum hornum heims segja að víðast ári illa. I Evrópu og Norður-Ameríku er nú kominn brunagaddur. Hvarvetna í Frakklandi nema á bláströndinni er frost. Kald- ast í Júra-fjöllum 16 stiga frost. Kaldur norðanvindur næðir um alla austurströnd Bandaríkjanna. Er frost jafn- vel suður í Georgíu og Tenn- essee. í New York var 48 stiga frost á Celsius og er það met. í Japan hefur ekki komið regndropi úr lofti í 33 daga og er það einnig met. Svo mikill þurrkur hefur einn ig verið í Ástralíu og sumar- hitar, að stórir skógarcldar loga. — Reuter. byrja með er sakarefnið eingöngu dauði frú Morrell. Framh. á bls. 2. varnar og öryggis Bandaríkjun um eða 63% allra úcgjaldanna. Forsetinn skýrði frá því að á næsta ári verði lögð áherzla á tilraunir og smíði fjar- stýrðra flugskeyta og kafbáta sem knúnir verði kjamorku. Auk þess er ætlunin að smíða citt risastórt flugmóðurskip, sem knúið verði kjarnorku. Ætlunin er að efnahagsað stoð við vinveitt ríki aukist um 250 milljón dollara á ár- inu. AUKNAR RÍKISTEKJUR Þrátt fyrir aukningu útgjalda, veiða enggr sérstakar ráðstafan- ir gerðar til að auka ríkistekjurn- ar, heldur er reiknað með því að auknar þjóðartekjur og aukin starfsemi atvinnufyrirtækja gefi af sér talsvert meiri skattgreiðsl- ur. — Arturo Toscanini Hinn heimsfrægi hljómsveitnr- stjóri Toscnnini lótinn TTINN heimsfrægi hljómsveitar- stjóri Arturo Toscanini and- aðist í gær í New York. Samkvæmt frásögn sonar hans, fékk hann slag á nýjársdag og lifði með litlum kröftum þar til í gær. Ef verja á vesfræna menningu verða Brefar og Bandaríkin að sfanda saman Anfhony Nutting skrifar greinaflokk um hina hœttulegu misklíð engilsaxnesku þjóðanna þANN 31. OKTÓBER sl. sagði Anthony Nutting af sér embætti aðstoðar-utanríkisráðherra í brezku stjórninni, vegna þess að hann var ósamþykkur stefnu Edens í Egypta- lands-málinu. Nutting hefur nú hafið birtingu greinarflokks í New York Herald Tribune, þar sem hann ræðir einkum það ósam- komulag sem er milli Breta og Bandaríkjamanna á mörgum sviðum. Telur hann að þetta misklíð geti orðið vestrænni menningu að falli. Toscanini fæddist þann 25. marz árið 1867 í Parma á Ítalíu og var því tæplega 90 ára er hann lézt. Hann gerðist ungur hljómsveitarstjóri og hlaut á hin- um langa ferli sínum æðstu virð- ingar, sem hljómsveitarstjóri fær hlotið. Kom það m ,a. fram í því, að hann stjórnaði einhverntíma á ævinni mörgum allra þekktustu hljómsveitum veraldar og voru allir hljómlistarmenn stoltir af að hafa leikið undir stjórn hans. Toscanini var konungur í tón- listarheiminum, sem allir báru lotningu fyrir. Árið 1898 varð Toscanii.i aðal- stjórnandi hinnar frægu Scala- óperu í Mílanó og gegndi þvl starfi þar til 1908, er hann réðist til Metropolitan-óperunnar í New York. f fyrri heimsstyrjöldinni hvarf hann heim til Ítalíu og varð aftur aðalstjórnandi Scala árið 1921. Á árunum 1926—1928 stjóm aði hann New York sinfóníu- hljómsveitinni, sem gestur, en frá árinu 1928—1936 var hann aðal- stjórnandi hennar og náði hljóm- sveitin undir hans stjórn hinni mestu fullkomnun. Árið 1931 flutti Toscanini búferlum frá Ítalíu til Bandaríkjanna. Hafði fasisti nokkur löðrungoð meistar- ann vegna þess að hann vildi Framh. á bls. 2 Anthony Nutting , var ósammála Eden. Indverskir stúdentar slíta snm bnndi við rússnesk snmtök Nýja Delhi, 16. jan. Einkaskeyti frá Reuter. CTÚDENTABANDALAG INDLANDS skoraði í dag ^ á indverska stúdenta að taka ekki þátt í æsku- lýðshátíð sem fram á að fara í Moskvu á næstunni. Telur bandalagið þátttöku í mótinu ekki siðferðilega hæfa vegna aðgerða Rússa í Ungverjalandi. Stúdentabandalag Indlands skorar á indverskan æskulýð að slíta allri samvinnu og samskiptum við rússnesk æskulýðssamtök. — Reuter. Nutting rekur það að ágrein- ingurinn milli Bandaríkjamanna og Breta hafi oft komið í ljós og hann hafi alltaf verið til tjóns. Skýrast hafi hann þó birzt í Súez- málinu. BREITT BIL — Hér er, segir hann, um að ræða vandamál, sem hefur verið vanrækt of lengi. Það felst í því, að þessar tvær þjóðir hafa fullt og náið samstarf, aðeins á einu svæði, það er í NATO. En ef á að fara að ræða nálæg eða fjar- læg Austurlönd, Kýpur og við- horfin til nýlendustefnunnar, hlutleysis, eða til þeirra þjóða í Asíu og Afríku sem ekki hafa skuldbundið sig, þá er hættulega breitt bil milli stefnu okkar og skoðana. Þetta kemur greinilega í Ijós á fundum S.Þ. Framtíð okkar, segir Nutting, byggist á því að við getum unnið vináttu þeirra þjóða, sem ekki Framh. á bls. 2 Æsingar í Póllandi fyrir kosningarnar Varsjá, 16. jan. Á SUNNUDAGINN verða haldnar kosningar í Póllandi. Mikil ólga og óánægja er meðal almennings vegna þess að kosningarnar verða eftir rússneskri fyrirmynd, aðeins með einum lista. Telja inenn að með því hafi Gomulka svikið megin-loforð sitt til þjóðarinnar. Um síðustu helgi kom utan- ríkisráðherra Kína, Chou En-lai, í heimsókn til Póllands. Flutti hann ræður við opinber tækifæri sem hafa verkað eins og 'olía á eldinn. Hann lagði áherzlu á það, að öll sósíalísku ríkin yrðu ó- skorað að hlíta forystu Sovét- Rússlands. Slík uramæli féllu ekki í góðan jarðveg meðal pólsku þjóðarinnar, sem hefur ein- mitt staðið sameinuð í því að verja þjóðlegt sjálfstæði sitt gegn ásælni Rússa En mestum óróa veldur, að gestgjafi Chou En-Iais, sjálfur Gomulka, var að sjálfsögðu ekki í aðstöðu til að andmæla gestinum og Framh. á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.