Morgunblaðið - 10.05.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.05.1957, Blaðsíða 1
20 slður Kadar sleppir 9kosningum4 Káðizt á Maleter Utanríkisráðherra Jórdaníu, Samir Rifai, kveikir í vindlingi fyrir Hussein konung strax eftir að föstumánuði Múhame'ðstrúarmanna, Ramadan, lauk um síðustu inánaðamót. Fyrsta maí aflétti konung- urinn útgöngubanninu 17 tíma á sólarhring, svo landsmenn gætu tekið þátt í trúarathöfnunum, og sjálfur ók Hussein í broddi langrar bilraðar til bænagerðar í mosku sinni. Búdapest, 9. maí. Frá Reuter. JANOS KADAR, forsætisráðherra unversku leppstjórnarinnar, hélt í dag ræðu á fyrsta fundi þingsins síðan fyrir októberupp- reisnina. Fór hann þess á ieit, að þingið framlengdi setu sína og frestaði þingkosningur.um sem áttu að fara fram í þessum mánuði. Kvað hann skynsamlegra að beina orku manan að því að bæta það sem illa hefði farið í uppreisninni en að undirbúa kosningar, enda væri það fyrirfram vitað að mikill meirihluti þjóðarinnar mundi hvort sem er kjósa fulttrúa kommúnistaflokksins. Embættismenn stjórnarinnar lýstu því yfir í dag, að tilkynn- ing Búdapest-útvarpsins um að þingið hefði þegar samþykkt að sitja áfram í 2 ár væri „ekki rétt“. 1 tveggja tíma ræðu sinni í þinginu í dag sagði Kadar m. a., að kerfi margra stjórnmálaflokka væri ekki tímabært í Ungverja- landi, þar sem það mundi aðeins auka misklíð milli flokkanna og skapa öngþveiti í landinu. BETRI S.4MBÚÐ VIÐ JÚGÓSLAVA Kadar kvatist ekki vera á sama máli og sumir Júgóslavar um þa'ð, a3 „sósíalista-búSirnar“ vœru herna'ðarblökk. SkoSanir úngverja og Júigóslava á ,,gagnbyltingunni“ vceru misjafnar, sagði hann. Júgó- slavnesk blöð gagnrýndu ofl nð- gerliir ungversku stjórnarinnar, en ungversk hlö'S skiptu sér ekki af innanríkismálum Júgóslavíu. Hann kva3 Ungverja vilja samhuSina viS Júgóslava. bteta * JT Aœtlun lega Krúsjeffs leiðir af sér gífur- þjóðflutninga ■ Moskvu, 9. maí. HIN umfangsmikla dreifing á valdinu í efnahagsmáium Sovét- ríkjanna, sem Krúsjeff boðaði á þriðjudaginn á fundi Æðsta- ráðsins, verður framkvæmd í maí og júní. Fundur Æðstaráðsins var haldinn eftir 5 vikna öfluga áróðursherferð í rússneskum blöð- um og útvarpi, og hann sótu allir helztu broddar Sovétríkjanna: Búlganin, Kaganóvitsj, Malenkov, Molotov, Mikojan, Saburov, Susl- ov, Pervukhin, Sjúkov, Sjepilov ásamt sendimönnum erlendra ríkja og sérstakri sendinefnd frá Ceylon, sem nú er stödd í Moskvu. Þegar Krúsjeff gekk í salinn var honum fagnað með lófataki. Hann hóf mál sitt með því að tilkynna þingheimi, að síðan 30. marz s.Z. hefðu 40 milljónir Sov- étborgara setið hvorki meira né minna en 514.000 fundi, þar sem rætt var um endurskipulagningu iðnaðarmála í Sovétríkjunum. Þessar umræður bæru rússnesku lýðræði fagurt vitni, sagði Krú- sjeff. ÓTAL, VANKANTAR Hann kvað rússnesku þjóðina hafa stutt áætlunina heilum huga. í umræðunum hefðu kom- ið fram fjölmörg réttlát sjónar- Macmilían og Adenauer sammála M' Bonn, 9. maí. Frá Reuter. L Vestur-Þýzkalands luku viðræðum sínum í dag, og fór Mac- millan rakleiðis til Lundúna. í sameiginlegri yfirlýsingu, sem þeir gáfu eftir viðræðurnar, segir m. a. að þeir séu algerlega á sama máli um öll meginstefnumál. Þeir ræddu rækilega um öryggi Ev- rópu og varnir, og voru ásáttir um, að Atlantshafsbandalagið væri traustasti verndari Vestur-Evrópu, enda mætti ekki draga úr afli þess. Macmillan og Adenauer voru sammála um, að sameiginlegi markaðurinn og „Euratom“-sáttmálinn hefðu stuðlað mjög að einingu Evrópu, en álitu nauðsynlegt, að tillögu Breta um „frjólsa Verzlun" yrði einnig hrint í framkvæmd. Yfirlýsingin undirstrikaði nauðsyn þess, að Þýzkaland yrði sameinað, enda væri það helzta pólitískt takmark þýzku þjóðarinnar. Macmillan sagði í dag, að hann hefði heitið Adenauer því, að Bretar mundu ekki veikja varnarmátt vestrænna þjóða með því að draga úr herafla sínum. Herstyrkur Breta mundi eftir sem áður auka styrk Atlantshafsbandalagsins. mið og upplýsingar sem leitt hefðu í ljós alls konar vankanta á starfsemi ráðuneyta, skipu- lagningarstofnana, flokksdeilda, verkalýðssamtaka og annarra þeirra aðila, sem haft hefðu með höndum iðnaðarmál landsins. Nú hefðu komið fram þúsundir gáf- aðra og framsýnna skipuleggj- enda, sem berjast mundu gegn skriffinnskunni og kyrrstöðunni. En hann varaði hins vegar við bjartsýni varðandi útrýmingu skriffinnskunnar, enda þótt þessi Framh. á bls. 2 MALETER ÁSAKAÐUR Á fundinum í dag talaði forset- inn á undan Kadari og sakaði landvarnaráðherra N agy-st jórn- arinnar, Pal Maleter, sem nú er fangi Kadars, um að hafa leitazt við að koma upplýsingum um her- sveitir Sovétríkj anna til Breta, meðan á uppreisninni stóð. í þing- salnum heyrðust ókvæðisorð og fuss,þegar forsetinn upplýsti, að Maleter hefði vakið máls á því á stjómarfundi hinnar skammlífu ríkisstjórnar Nagys, hvort ekki væri rétt, að hann gæfi brezka hernaðarfulltrúanum í Búdapest upplýsingar um flutninga og stað- setningu rússneskra herja í Ung- verjalandi. VAR ÞAR SJÁLFUR! Forsetinn, Istvan Dobi, kvaðst sjálfur hafa verið á fundinum og spurt Maleter, hvort hann hefði þegar gefið Vesturveldunum hernaðarleg- ar upplýsingar, en hann hefði ekki svarað sér. MALETER FANGI Maleler, eða „heljan frá Búdapcst“, var tekinn höndum ásamt fleiri mönnum úr stjóm Nagys, þegar þeir komu að samningaborðinu til að semja við rússneska herforingja um brottför rússneskra herja frá Ungverjalandi, kvöldið áður en Sovétherinn gerði hina blóð- ugu árás á höfuðborgina 4. nóventber og steypti stjórn Nagys. Búizt er við, að Kadar dragi Maleter fyrir rétt ein- hvern tíma á næstunni. %■ Fréttir í sfuttu máli •> Ár Norræna flugmannafélagið tilkynnti í dag, að það muni bíða úrslita fundarins sem norræna sáttanefndin hefur boðað til 21. maí, daginn áður en verkfall hafði verið boðað hjá SAS flug- félaginu. Jg Á fundi Lávarðadeildar brezka þingsins í dag, sagði flotamálaráðherrann, Selkirk lávarð'ur, að Rússar fram- leiddu tvisvar sinnum fleiri kafbáta árlega en Bretar. Eft- ir 2 til 3 ár munu Rússar senni lega hafa þrisvar sinnum fleiri kafbáta á Atlantshafinu en Þjóðverjar höfðu í síðasta stríði, sagði ráðherrann. Rúss- nesku kafbátarnir eru kann- ske ekki eins góðir og þeir þýzku, en það væri óvit að vanmeta þá. Nú er unnið að því að framleiða betri vopn til varnar gegn kafbátum, þar Djúpt á gulli Mussolinis PADUA, 9. maí. — Réttarhöld- in í Padua á Ítalíu vegna fjársjóða Mussolinis halda á- fram. í dag voru yfirheyrð 5 vitni, en hin 26 vitnin, sem koma áttu fyrir réttinn, sendu læknis- vottorð um, að þau hefðu ekki heilsu til að ferðast til Padua. Meðal þeirra er Myriam Petacci, systir hinnar frægu Clöru Pet- acci, sem var síðasta ástkona ein- ræðisherrans og var hengd með honum. Fjórsjóðurinn, sem um er að ræða, var tekinn af ítölskum skæruliðum í apríl 1945, þegar Mussolini var handsamaður á flótta sínum til Svisslands. Fjór- sjóðurinn er yfirleitt nefndur „Dongo-gullið“, og leikur grunur á, að kommúnistar hafi komið honum undan og notað hann í eigin þarfir. Fjársjóðurinn var á vörubíl í langri lest farartækja, sem átti að flytja Mussolini og áhangendur hans burt frá Ítalíu. í honum voru m.a. 70 kg. af gulli, 1150 sterlingspund í gull- peningum, 147.000 svissneskir frankar, 16 milljón franskir frankar, 10.000 pesetar og miklar fúlgur seðla af dollurum, pund- um og öðrum erlendum gjald- eyri. Ekkert af þessu fé hefur komið fram ennþá. — Reuter. Clara Petacci, ástkona einræðis- herrans. Systir hennar var ekki heil heilsu. sem Bretar geta ekki keppt við Sovétríkin í fiamleiðslu kafbáta. ★ 32 menn fórust í dag, þeg- ar spönsk farþegaflugvél hrap aði fyrir utan Madrid og brann til kaldra kola. Flug- vélin var á leiðinni frá Santi- ago til Madrid og komst eng- inn lífs af. Ár Eisenhower hefur hvatt þjóð þingið til að samþykkja hina breyttu áætlun stjórnarinnar um efnahagshjálp við önnur lönd. — Fyrir árin 1957—58, hafði upp- runalega verið gert ráð fyrir 4,4 milljörðum dollara, en Eisenhow- er álítur, að betra skiplag á fjár- veitingum hafi leitt til þess, að verjandi sé að minnka þær niður í 3,8 milljarða. ★ Hammarskjöld framkv.- stjóri Sameinuðu þjóðanna á nú viðræður við Ben Gurion, forsætisráðherra ísraels. Síðar munu taka þátt í þessum við- ræðum dr. Ralph Bunche, að- stoðarframkvæmdastjóri S.Þ. og frú Golda Meir, utanríkis- ráðherra fsraels. ★ René Coty, forseti Frakk- lands kom í opinbera heimsókn til Rómaborgar í dag. Er það í fyrsta sinn á rúmum 50 árum, sem franskur forseti kemur i op- inbera heimsókn til Ítalíu. Diem þakkar frjálsum þjóðum WASHINGTON, 9. maí. — For- seti Vietnams, Ngo Dinh Diem, er í opinberri heimsókn í Washing- ton eins og stendur. í dag hélt hann ræðu í þjóðþingi Banda- ríkjanna og þakkaði hinum frjálsa heimi undir leiðsögn Bandaríkjamanna fyrir veitta hjálp í baráttunni fyrir frelsi þjóðar sinnar. Hann kvað nú horfurnar betri. Við þær 11 milljónir manna, sem bjuggu fyrir í landinu, hafa nú bætzt 860.000 flóttamanna frá norður- hluta Vietnam, sem nú er nefnd- ur Vietminh, þar sem kommún- istar ráða ríkjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.