Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 107. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						vtgmMtitoifo
44. árgangur
107. tbl. — Miðvikudagur 15. maí 1957.
Prentsmiðja MorgunblaðsiiM
Borgaralegur sigur í dönsku kosningunum
iíkícgt,  öð  jafnaðarmannastfórnin  iari  frá
Kommúnistar bibu mikinn ósigur
ötullega að því að hjálpa þeimjþeir hefðu unnið. Kosningarnar
Kaupmannahöfn,  14. maí.
KOSNINGAÞÁTTTAKAN í Danmörku hefur verið meiri í dag
en við þingkosningarnar 1953, þegar % milljón kjósenda sat
heima. f dag var kosningaþátttakan yfir 80%. — Talning í sveitun-
um hófst strax að afloknum kosningum kl. 20 eftir dönskum
tíma, en í bæjum og borgum var byrjað að telja kl. 21. — Frétta-
maður NTB símaði í kvöld, að- H. C. Hansen forsætisráðherra og
Erik Eriksen fyrrum forsætisráðherra hefðu sett mestan svip á
kosningabaráttuna og hefði athygli manna einkum beinzt að ræð-
um þeirra. Eins og kunnugt er, er Hansen leiðtogi Jafnaðarmanna,
en Eriksen Vinstri-manna. Sagði fréttaritarinn, að það væri álit
manna í Damnörku, að aðrir kæmu varla tU greina sem vænt-
anlegir forsætisráðherrar.
Kommúnistar um 72 þús. atkv.,
3.1%  (4.3%).   •
óháðir fengu um 52 þús. atkv.,
en engan þingmann og Slesvíkur-
flokkurinn fékk 1 þingmann, eins
og áður.
Þingmenn hins nýja þings
skittast á flokka, eins og hér
segir (tölurnar í svigum eru
frá síðustu kosningum): Jafn-
aðarmenn fengu 70 þingmenn
(74); Radíkalir 14 (14); íhalds
menn 30 (30); Vinstri 45 (42);
Retsforbundet 9 (6); Komm-
únistar 6 (8) og Slesvíkur-
flokkurinn 1 (1), eins og fyrr
segir.
Kosningaúrslitin
I NÓTT kl. 1.30 eftir íslenzkum
tíma voru kunn úrslitin í kosning
unum í Danmörku. Þegar at-
kvæðatölur fóru aS berast í gær-
kvöldi, mátti sjá, að Vinstri, sem
er borgaralegur bændaflokkur,
undir forystu Eriks Eriksens,
mundi verða sigurvegari í kosn-
ingunum. Flokkurinn vann mikið
á og jók atkvæðamagn sitt til
muna, hlaut nú 25.1% atkvæða,
en í síðustu kosningum fékk
hann 23.1%. — Þó kom kosninga^
sigur Retsforbundets meira á ó-
vart, því að flestir töldu, að vafa-
samt vseri, hvort flokkurinn fengi
þingmann í þessum kosningum.
Það fór þó á annan veg, því að
flokkurinn fékk 9 þingmenn og
bætti við sig 3. Vinstri bætti einn
ig við sig þremur þingsætum,
hlaut nú 45 þingmenn kosna.
—    Jafnaðarmannaflokkurinn,
sem farið hefir með stjórn í Dan-
mörku undanfarið, undir forystu
H. C. Hansens forsætisráðherra,
beið nokkurn ósigur í kosning-
unum, en er þó langstærsti flokk-
ur Danmerkur. Þá hefir það vak-
ið athygli, að kommúnistar töp-
uðu fylgi, fengu aðeins 3.1%
greiddra atkvæða.
Eins og fyrr segir, var kosn-
ingaþátttaka meiri nú en í síð-
ustu kosningum (1953). Nú
greiddu um 2.309.000 manna at-
kvæði, en 1953 2.166.000.
Atkvæði skiptust svo;
Jafnaðarmenn um 910 þús. at-
kvæði, 39.4%  (41.3%).
Radíkalir um 189 þús. atkv.,
7.8% (7.8%).
íhaldsmenn um 383 þús. atkv.,
16.6%  (16.8%).
Vinstri um 578 þús. atkv., 25.1%
(23.1%).
Retsforbundet um 122 þús. at-
kvæði, 5.3%  (3.5%).
við að brjóta á bak aftur vald
jafnaðarmanna. Þá sagði hann,
að þjóðin hefði undirstrikað það
í þessum kosningum, að hún vildi
nýja stjórnarstefnu.
Erik Eriksen sagði, að Vinstri
menn væru ánægðir með kosn-
ingaúrslitin og þann sigur,  sem
eru ósigur fyrir stjónina, sagði
hann ennfremur — og þær munu
hafa í for með sér stjórnarskiptí.
Axel Larsen leiðtogi kommúa-
ista sagði, að kommúnistar hefðu
tapað vegna atburða í fjarlwg-
um löndum.
Ummœli stjórnmala-
leiðtoganna
Þegar talningu var lokið, sögðu
forystumenn flokkanna nokkur
orð um kosningaúrslitin í danska
útvarpið.
H. C. Hansen sagði, að kosn-
ingaúrslitin væru vonbrigði fyr-
ir jafnaðarmenn, en það væri þó
huggun, að þeir hefðu bætt við
sig 15 þús. atkv., þó að hundraðs-
tala þeirra hefði lækkað, og þeir
hefðu tapað 4 þingsætum. Hann
sagði, að úrslitin væru mikill sig-
ur fyrir Vinstri, sem hefðu alls
staðar unnið á, en einnig hefði
Erik  Eriksen,
Verður hann næsti
forsætisráðherra Dana?
Retsforbundet unnið mikið á. Að
lokum sagði H. C. Hansen: Þessa
nýja þings bíða meiri erfiðleikar
en áður.
Aksel Möller, leiðtogi Ihalds-
manna sagði, að þetta hefði verið
dapurlegur kosningadagur fyrir
jafnaðarmenn og stjórn þeirra.
Kosningaúrslitin mundu hafa í
för með sér stjórnarskipti, hjá
því væri ekki hægt að komast.
Hann sagði, að Vinstri væri sig-
urvegari í kosningunum, en bsetti
við, að íhaldsmenn hefðu unnið
Stassen:
Möguieikar á tak-
markaðri atvopnun
Lundúnum, 14. maí.
AROLD STASSEN, fulltrúi Bandaríkjastjórnar í afvopnunar-
nefndinni, sagði í dag, að líkur bentu til, að stórveldin gerðu
með sér samkomulag um takmarkaða afvopnun. — Mundi það
hafa hina mestu þýðingu.
ATHUGUN UR LOFTI
Stassen sagði, að öll stórveld-
in hefðu áhuga á því, að koma
á takmarðaðri afvopnun í
Evrópu  og  Austurlöndum.  Þá
Ræðasf við á ífalíu
LUNDÚNUM, 14. maí. — Egypzk
yfirvöld hafa tilkynnt, að þeir
muni senda nefnd manna til
ítalíu að ræða við fulltrúa
brezku stjórnarinnar um innstæð-
umar, sem stjórn Edens „frysti
inni" í brezkum bönkum, þegar
Egyptar þjóðnýttu Súezskurð.
Dulles:
WASHINGTON, 14. maí —
Dulles sagði á vikulegum
blaðamannafundi sínum í dag,
Frakkar og þjóðernissmnar
deila kálið
Frakkar  gjalda  afhroð
/.                       Alsír, 14. maí.
TII.KYNN'I' hefur verið, að 12 þúsund Frakkar, borgarar
og hermenn, hafi verið drepnir í Alsír síðan óöldin
byrjaði þar 1954. Af þessum 12 þús. mönnum eru 8000
Múhameðstrúarmenn. — Ekki er vitað með vissu, hve
margir þjóðernissinnar taka þátt í baráttunni gegn Frökkum
í Alsír, en menn gera því skóna, að þeir séu að minnsta
kosti 20 þúsund. Hafa þeir yfir að ráða góðum vopnum og
nægum. Aðallega er þeim smyglað frá Túnis og Marokkó.
Rugluðust í ríminu og
sáu ofsjónir
Fjósakona á ferð — með lukf sína!
Amiens, 14. maí.
¥>LÖÐUM í Frakklandi hefur orðið mjög tíðrætt um nýjar frá-
**  sagnir af fljúgandi diski. Nokkrir íbúar í þorpinu Beaucourt-
sur-1'André hafa tilkynnt lögreglunni, að þeir hafi séð áhöfn fljúg-
andi disks. Voru mennirnir f jórir að tölu og allir mjög smávaxnir.
í HÁLOFTSFÖTUM
Ungverski     flóttamaðurinn
Michel Sekete, 29 ára gamall,
var næst þessum fljúgandi diski.
Hjólaði hann að kvöldlagi fram-
hjá járnbrautarstöðinni í þorp-
inu. Vissi hann þá ekki fyrri til
en sterkum Ijóskastara var beint
að honum, svo að hann blindaðist
í bili. En litlu síðar sá hann
mennina fjóra. Þeir voru, að því
er hann segir, um 120 cm. á hæð
og voru í „gegnsæjum, gráum
háloftsfötum". Þá hefur einn af
starfsmönnum járnbrautarstöðv-
arinnar lýst yfir, að hann hafi
séð menn þessa, kona hans einnig
öll hafa séð, þegar fljúgandi disk-
urinn hvarf upp í loftið.
í Alaska og Síberíu er auðvelt
að undirhúa kjarnorkustyrjöld
að Bandaríkjastjórn mundi
ekki fallast á neinar afvopn-
unartillögur, sem gerðu ráð
fyrir áframhaldandi skipt-
ingu Þýzkalands í tvö ríki.
Þá sagði utanríkisráðherrann,
að Bandaríkjastjórn væri því
ekki mótfallin, að fsraelsmenn
sendu „reynsluskip" til Súez, sem
kanna ætti möguleika á sigling-
um fsraelsmanna um skurðinn.
Sagði hann, að hér væri um
einkamál fsraelsmanna að ræða.
Þá sagði Dulles, að vel gæti kom-
ið til mála, að afmarkað yrði
ákveðið landsvæði í Evrópu, sem
heimilt væri að athuga úr lofti,
en haegast yrði þó að hefja
slíkar athuganir á norðlæg-
um slóðum, t. d. Alaska og
Síberiu. Benti hann á, að á
þessum slóðum væri aiiðvelt
að undirbúa kjarnoricustyrj-
öld.
ÓTTINN ÁSTÆDULAUS
Lögreglustjórinn í næsta bæ,
sem hefur fengið málið til at-
hugunar. hefur gefið út svohljóð-
andi tilkynningu: Ótti er ástæðu-
laus. Marzbúar hafa ekki enn
gengiS á land!
Lögreglustjórinn heldur áfram:
Sagan um mennina fjóra og fljúg-
andi diskinn eigi rætur að rekja
til þess, að sveitakona nokkur
átti leið þarna um í myrkrinu
með fjóslukt sína. Fimmmenning-
arnir rugluðust í ríminu og sáu
ofsjónir.
mætti einnig segja, að stórveld-
in væru öll þeirrar skoðunar að
hefja bæri athugun úr lofti, en
ekki væri enn ákveðið, hvaða
svæði ættu að heyra undir slíka
athugun.
SS-foringjar dæmdir
MUNCHEN, 14. maí — Fyrrver-
andi SS-foringi Sepp Dietrich
var í dag dæmdur í 18 mánaða
fangelsi fyrir þátttöku í morði
sex SA-liðsforingja á nótt hinna
löngu hnífa, sem svo hefur ver-
ið nefnd í fréttum. Nótt hinna
löngu hnífa var 30. júní 1934. —
Þá var annar SS-foringi, Michael
Lippert, dæmdur í 18 mánaða
fangelsi fyrir þátttöku í morði
SA-foringjans Ernst Röhms, sem
Hitler sagði, að undirbúið hefði
stjórnarbyltingu og samsæri gegn
flokknum. — Röhm var keppi-
nautur Hitlers og ákvað ríkis-
kanslarinn því að stinga rýtingn-
um í bakið á honum.
Miller fyrir
réfti
WASHINGTON, 14. ma£ —
Bandaríski leikritahöfundurinn
frægi, Arthur Miller (Sölumað-
ur deyr) er um þessar mundir
aðalpersónan í miklum mála-
ferlum, sem fjalla aðallega um
það, hvort hann hafi sýnt Banda-
ríkjaþingi fyrirlitningu sína eða
ekki. Svo er mál með vexti, að
„óameríska nefndin" svokallaða,
sem skipuð er af fulltrúadeild
Bandaríkjaþings og rannsaka á
starfsemi kommúnista, fór þess
á leit við Arthur Miller s. L
sumar, að hann gæfi upplýsing-
ar um stjórnmálaskoðanir ákveð-
inna manna, sem hann hafði um-
gengizt. Hann neitaði því sam-
vizku sinnar vegna, eins og hann
komst að orði og var hann þá
sakaður um að hafa sýnt þing-
inu fyrirlitningu.
Nefnarmenn fullyrða, að Miller
hafi tekið þátt í ráðstefnu banda-
rískra kommúnista ásamt fyrr-
nefndum mönnum árið 1947.
Miller hefur neitað því, að
hann hafi sýnt þinginu fyrirlitn-
ingu. Gert verður út um málið
innan fárra daga. Þess má geta að
lokum, að Arthur Miller ar
kvæntur Marilyn Monroe.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16