Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 111. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						20 síður
wmfálátoVb
44. árgangur
111. tbl. — Sunnudagur 19. maí 1957.
Frentsmiðja MorgunblaSsins
Krístján Davlðsson
Þ E S S A VIKU verða verk
Kristjáns Davíðssonar listmálara
til sýnis á vegum listkynningar
blaðsins. Hann er ættaður frá
Patreksfirði og er nú tæplega
fertugur að aldri.
Kristján Davíðsson hóf list-
nám sitt hér í Reykjavik hjá
þeim Jóhanni Briem og Finni
Jónssyni. Stundaði hann nám hér
árin 1934 og 1935. Til Bandaríkj-
anna fór hann árið 1945 til frek-
ara listnáms. Dvaldist hann þar
í tvö ár við Barnes Foundation
í Fíladelfíu. En það mjög þekkt-
ur listaskóli.
Kom hann síð'an hingað heim
árið 1947.
Síðan hefur hann m. a. dvalizt
hálft ár í París og um skeið í
London. Kristján Davíðsson hélt
fyrstu sjálfstæðu listsýningu sína
í International Studenðhouse í
Fíladelfíu.
Hér heima hélt hann fyrst
sýningu árið 1950 í Listamanna-
skálanum í Beykjavík.
Hann hefur jafnframt tekið
þátt í listsýningum Norræna lista
bandalagsins síðan 1947. Enn-
fremur tók hann þátt í íslenzku
listsýningunum í Osló og Briissel
og fékk þar góða dóma.
Listasafn ríkissins hefur keypt
4 myndir af Kristjáni og enn-
fremur keypti safn Barnes
Foundation af honum 3 myndir.
Þá hefur hinn kunni franski
listgagnrýnandi, Michel Tapié
keypt af honum málverk.
Kristján Davíðsson málar „ab-
strakt". Hafa sýningar hans jafn-
an vakið mikla athygli, bæði hér
heima og erlendis.
Hann sýnir nú fjögur olíumál-
?erk á vegum listkynningar
blaðsins og eru tvö þeirra til sölu
hjá Mbl. eða listamanninum
sjálfum.
Kishi fer til
Bandaríkjanna
TOKYO, 18. maí.
NOBUSUKE  KISHI  forsætisráðherra  Japans  sagði  japanska
þinginu, Diet, í gær, að stefna Japana gagnvart Bandaríkja-
mönnum væri óbreytt.
samskipti
ríkjanna
Heimsókn
anna væri
einum að
lega við
um  það,
ríkjanna
Japans og Banda-
fengi nýja stefnu.
hans til Bandaríkj-
gerð í þeim tilgangi
ræða hreinskilnis-
bandaríska leiðtoga
hvernig samskipti
yrðu í framtíðinni.
Kishi lét þessi orð falla, áður
en hann lagði upp í þriggja vikna
heimsókn um hin frjálsu ríki
Asíu, en síðan mun hann fara til
Bandaríkjanna um miðjan júní-
mánuð. Hann sagði ennfremur,
að það væri Japan mjög mikil-
vægt að hafa nána samvinnu við
Bandaríkin, sem hefðu forustu-
hlutverk í alþjóðamálum og
sýndu það í verki, að þau bæru
frið og velgengni Asíu-ríkja mjög
fyrir brjósti.
Hins vegar kvaðst Kishi fara
til Bandaríkjanna í vitund þess,
að alþjóðaástandið hefði breytzt
að því er tæki til Japans. „Við
tókum upp stjórnmálasamband
við Sovétríkin í fyrra, og með
því að gerast meðlimir Samein-
uðu þjóðanna erum við orðnir
fullgildur aðili að alþjóðalífi",
sagði hann.
Með  tilliti  til  þessa  kvað
hann það ómótmælanlegt, að
Hann lagði áherzlu á það í
ræðu sinni til þingsins, að
hann mundi ekki semja um
nein ákveðin vandamál eða
leysa „með einu höggi" öll
óleyst vandamál í sambúð Jap
ans og Bandaríkjanna.
Mótmæl
í Suður
aganga
-Afríku
„Leikfang heims-
valdasinna"
KAIRO, 17. maí. — Talsmað-
ur egypzku stjórnarinnar
sagöi í dag í tilefni af þeirri
fyrirætlan fsraelsmanna að
senda skip um Súez-skurð, að
ísraelsmenn væru leikfang í
höndum heimsvaldasinna. —
Ifann bætti því við, að Egypt-
ar mundu grípa til sinna ráða,
ef skip frá ísrael reyndi að
sigla um Súez-skurð. Þeir
hefðu fulla heimild til að
bregðast við slíkum hótunum,
eins og þeim sýndist. — NTB.
Höfðaborg, 18. maí.
Yfir 2000 íbúar Höfðaborgar í
Suður-Afríku tóku þátt í mót-
mælagöngu gegn lögum, sem þing
Suður-Afriku samþykkti i vik-
unni sem leið. Samkvæmt þeim
verða kirkjur og trúfélög að fara
í manngréinarálit: hvítir og svart
ir mega ekki eiga neitt samneyti.
Þegar mannfjöldinn gekk um
helztu götur Höfðaborgar, kom
múgur manns að horfa á göng-
Misklíð  milli  Japans
og Bandaríkjanna
Washington, 18. maí.
Deila er komin upp milli her-
stjórnar Bandaríkjanna og jap-
önsku stjórnarinnar. í vetur
skaut bandarískur hermaður í
Japan konu eina til bana. Gerð-
ist þetta á skotæfingavelli hers-
ins, en konan var að safna brota
járni. Japanska stjórnin krafðist
þess að hermaðurinn yrði fram-
seldur japönskum dómstólum
samkvæmt milliríkjasamningi, en
herstjórnin neitaði.
Skutu þá báðir aðilar, Jap-
ansstjórn og herstjórn Banda-
ríkjanna, málinu til hermála-
ráðuneytisins í Washington. í
gær kvað Wilson landvarna-
ráðherra upp þann úrskurð, að
hermaðurinn skyldi a.m.k.
fyrst um sinn sitja í gæzlu-
varðhaldi Bandaríkjahers í
Japan, en ekki verða framseld
ur Japönum.
Drottning lögð af stað
LONDON, 18. maí.
ELÍZABET Bretadrottning og Filippus maður hennar fóru í dag
frá London áleiðis til Danmerkur, en þangað kóma þau í opin-
bera heimsókn á þriðjudag. Ferðast þau með hinni konunglegu
skemmtisnekkju „Britannia" til Kaupmannahafnar. Hin opinbera
heimsókn stendur yfir í tvo daga eða fram á fimmtudag, en síðan
mun drottningin og hertoginn verða um kyrrt í Höfn fram á
laugardag í einkaheimsókn.
A meðan drottningin er f jarverandi munu 5 handhafar fara með
völd þjóðhöfðingjans. Einn þeirra er hertoginn af Kent, sem nú
fer með þetta vald í fyrsta sinn, en hann er 21 árs gamall.
Róstur \ Kuwait
LONDON, 18. maí: — Fréttir
frá Kuwait, hinu auðuga olíu-
svæði Persaflóa, herma, að 8
Arabar hafi verið drepnir og
margir særðir í bardaga við lög-
regluna. Áreksturinn átti sér stað
Wyszinski fær hattinn
RÓM, 18. maí: — Pius páfi hefur
afhent Wyszinski kardínála í Pól-
landi hin rauða hatt kardínála
og tekið af honum kardínálaeið-
inn. Viðstaddir voru helztu menn
við páfahirðina ásamt nokkrum
pólskum biskupum og prestum.
Wyszinski erkibiskup var gerð-
ur kardínáli 1953, en var fang-
elsaður skömmu síðar og gat því
ekki tekið við rauða hattinum.
Þetta er fyrsta heimsókn hans til
Rómar síðan 1951.
á miðvikudaginn vegna deilu um
eignarréttá ákveðnum landskika.
Einhverjir ættmenn Sjeiksins í
Kuwait höfðu krafizt þess fyrir
rétti, að þeir fengju til umráða
stóra byggingu í Kuwait-borg,
þar sem hún væri eign þeirra.
Rétturinn felldi þann dóm, að
kröfur þeirra væru ekki á rökum
reistar. En ættmennirnir ákváðu
að virða úrskurð dómarans að
engu og tóku sér bólfestu á land-
areigninni og bjuggust til varna.
Lögreglan reyndi allt sem hún
gat til að koma þeim burt, en
þeir létu ekki undan fyrr en 8
þeirra voru fallnir. Hinir voru
handteknir og verða dregnir fyrir
dóm.
una og sumir slógust í hópinn.
Meðal þeirra, sem tóku þátt í
mótmælagöngunni, voru þing-
menn og háskólaprófessorar sem
og fulltrúar kirkjufélaga og ann
arra samtaka, m.a. blindraíélags-
ins.
Biskup anglikönsku kirkjunnar
í Höfðaborg talaði til mannfjöld-
ans og sagði, að frumvarpið sem
þingið samþykkti væri ógnun við
frelsi manna til trúariðkana og
samfélags. Hann lét í Ijós von
um, a*3 íbúar Höfðaborgar linntu
ekki baráttunni, fyrr en þessi
ómannúðlegu lög væru úr sög-
unni.
Hungursneyð
yfirvofundi
Karchi, 18. maí:
STJÓRNIN í Pakistan mun senda
miklar birgðir af hveiti og hrís-
grjónum til Austur-Pakistan til
að koma í veg fyrir hungursneyð
þar. Talsmaður stjórnarinnar
sagði, að nóg væri af matvælum
í Austur-Pakistan, en orðrómur
um matvælaskort og hömstrun
hefðu orsakað mikla verðhækk-
un. Stjórnin er nú að senda vara-
lið úr hernum til héraðsins til
að bæla niður hugsanlegar róstur.
Mollet fordæmir gengisfellingu
París, 18. maí:
GUY MOLLET forsætisráðherra
Frakka hefur farið þess á leit
við neðri deild þjóðþingsins, að
hún samþykki traust á stjórnina
í sambandi við fjárlagafrumvarp
hennar. í ræðu sem Mollet flutti
í sambandi við þessi tilmæli sagði
hann, að ekki kæmi til mála að
grípa til gengislækkunar.
Undanfarið hafa hægri flokk-
arnir ymprað á því að gengis-
lækkun væri óhjákvæmileg, og
síðustu dagana hafa kröfur út-
flytjenda um gengislækkun orðið
háværar. Ráðherrann sagði, að
gengislækkun væri í senn bæði
heimskuleg og glæpsamleg; hún
mundi koma niður á verkalýðn-
um og þeim sem njóta elli- og
örorkustyrkja. Atkvæðagreiðsla
um traustsyfirlýsinguna fer fram
á þriðjudaginn.
Eins og sagt var frá í Mbl. á fimmtudaginn hefúr verið mikill órói
meðal stúdenta í Austur-Berlín, eftir að forseti læknadeildar Hum-
boldt-háskólans, prófessor Sehiitzler, varð að flýja vegna ofsókntt
kommúnistastjórnarinnar.
Fjöldi stúdenta hefur nú verið rekinn úr háskólanum og nokkrir
forustumenn þeirra í stúdentafélögum hafa verið handteknir. Hér
birtist mynd af einum þeirra, Giinther Schmeil, sem nú hefur verið
dreginn fyrir rétt sakaður um andbyltingaráróður og njósnastarf-
semi, en á þeim forsendum hafa pólitiskir dómstólar Austur-
Þýzkalands oft dæmt unglinga til 16 ára fangavistar.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20