Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 119. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						24  síðunr
fMwnlfltoMliE
44. árgangur
119. tbl. — Miðvikudagur 29. maí 1957
Prentsmiðja MorgunblaSsh
Ríkisstjórnin hefur hækkab
byggingakostnað um 70-J5%
Varnarmálin gerð að verzlimarvöru
Rikisstjórnin á stöðugu undan-
haldi í eldhúsumræðununi
HEILDARMYNDIN af eldhúsdagsumræðunum var sú, að ríkis-
stjórnin og flokkar hennar voru á hröðu undanhaldi bæði
kvöldin. Ráðherrarnir og aðstoðarmenn þeirra héldu áfram að af-
saka SU svik sín við gefin fyrirheit stjórnarinnar með því, að allt
sem aflaga færl í þjóðfélaginu væri fyrrverandi ríkisstjórnum að
kenna. Kommúnistar lýstu því enn einu sinni yfir að dýrtíð hefði
ekki vaxið undanfarna mánuði og annar ræðumaður Alþýðuflokks-
lns komst að þeirri snjöllu niðurstöðu, að almenningl væri skilað
aftur öllum þeim nýju sköttum og tollum, sem stjórnin lagði á hann
um síðustu áramót!!
Ræðumenn Sjálfstæðisflokkstns í gærkvöldl voru þeir Bjarni
Benediktsson, Ingóifur Jónsson og Gunnar Thoroddsen. Héldu þeir
iippl harðrl sókn á hendur vinstri stjórninnl, sukki hennar og
ráðleysi.
Iblekking. Nefndi Ingólfur Jóns-
son mörg dæmi um þær gífur-
legu  verðhækkanir,  sem  orðið
kostnaður í landinu hækkað um
10—15%. Þýddi það 25—35 þús.
kr. hækkun á meðalíbúð.
Almenningur myndi dæma
verk stjórnarinnar á prófinu —
og hún myndi falla. Verst væri
að engin von væri um það að
stjórninni færi fram. Þess vegna
bæri henni að viðurkenna að hún
væri ófær um að stjórna landinu.
Af hálfu stjórnarliðsins töluðu
þeir Gylfi Þ. Gíslason, Eysteinn
Jónsson, Benedikt Gröndal, Ágúst
Þorvaldsson og Lúðvík Jósefs-
son.     _____________________
Eisenhower og Adenauer ræðast við.
LAN SEM BORGUN FYRIR
VARNARLH9IÐ
Bjarni Benediktsson var fyrsti
ræðumaður umræðnanna í gær-
kvöldi. Deildi hann m.a. á stjórn-
ina fyrir að hafa gert varnarmál-
in að verzlunarvöru. Það lægi nú
fyrir sannað, að pau lán, sem rík-
isstjórnin hefði fengið hjá Banda-
rikjunum væru veitt sem bein
borgun fyrir það að rikisstjórnin
hefði samið um áframhaldandi
úvöl vamarliðsins og svikið með
því eitt aðalbosningaloforð
ílokka sinna.
Þá ræddi Bjarni Benediktsson
uppgjöf stjórnarinnar í efnahags-
málum og olíuokur og brask
kommúnista og SlS.
Ræðumaður lauk máli sínu
með þeim orðum, að Sjálfstæðis-
flokkurinn hefði átt meiri þátt en
nokkur annar flokkur í mesta
framfaratímabili íslenzku þjóð-
arinnar af því að þeir væru mál-
svarar gróandans í þjóðlífinu, lífs
kraftarins,     hugkvæmninnar,
framkvæmdarinnar og frelsisins.
BLEKKINGIN
DM ALAGNINGUNA
Ingólfur Jónsson talaði í ann-
arri ræðuumferð fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn. Ræddi hann m. a.
verðlagsmál og þá staðhæfingu
stjórnarliðsins, að verðlagi væri
haldið í skefjum með lækkaðri
För Adenauers árangursrák
hefðu á fjölmörgum nauðsynja-
vörum. Lækkun álagningarinnar
næmi hins vegar aðeins örlitlu
broti af þeim.
Ríkisstjórnin væri því vitandi
vits að blekkja almenning með
raupi sínu um að verðlaginu væri
haldið niðri með lækkaðri álagn-
ingu. Hann kvað hina vaxandi
dýrtíð einnig bitna mjög á bænd-
um. M. a. hefði Framsóknarbóndi
á Norðurlandi nýlega lýst því
yfir, að útgjaldaauki vegna auk-
innar dýrtíðar næmi hjá meðal-
búi um 10—15 þús. kr. á ári.
RÍKISSTJÓRNIN  FÉLLI  A
LANDSPRÓFI
Gunnar Thoroddsen talaði í
síðustu umferð fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn. Hann sagði m. a. að nú
stæði yfir landspróf í skólum
landsins. Vel færi því á því að
kjósendur gæfu ríkisstjórninni
einkunnir í nokkrum greinum
starfa hennar. Nefndi hánn síð-
an nokkra málaflokka og ræddi
afrek stjórnarinnar í þeim. Og
niðurstaðan var sú að stjórnin
hefði staðið sig herfilega. Það
ætti m. a. við um störf hennar í
utanríkismálum, húsnæðismál-
um, atvinnumálum og efnahags-
málum. Síðan stjórnin hefði tek-
Washington, 28. maí.
Frá Reuter-NTB.    ___-
^- Eisenhower Bandaríkjafor-
seti og Adenauer kanslari Vest-
ur-Þýzkalands gáfu í dag út sam-
eiginlega yfirlýsingu að aflokn-
um 3 daga viðræðum, og segir
þar m.a., aS vandamálið um sam-
einingu Þýzkalands verði að leys
ast, áður en hægt sé að gera
nokkra samninga um afvopnun
við Sovétríkin. Adenaiuer benti
forsetanum á, að það kynni að
leiða til góðs, ef stórveldin héldu
ráðstefnu um þýzka vandamálið,
þegar náðst hefur byrjunarsam-
komulag um afvopnun. Munu
Bandaríkjamenn ráðgast við
Breta og Frakka um þetta mál.
jt Éisenhower fullvissaði Ad-
enauer um, að Bandaríkin
mundu því aðeins ganga inn á
tillögur um afvopnun, að önn-
ur meðlimaríki Atlantshafsbanda
lagsins samþykktai þær. Hann
hét því að Bandaríkin mundu
ekki gera neinar þær ráðstafan-
ir, sem torvelda kynnu samein-
ingu Þýzkalands. Voru þeir
sammála um, að Rússar settu höf-
uðsók  á  ófremdarástandinu  i
hein.línum nú. Óski rússneskm
leiðtogarnir eftir friði og betri
sambúð þjóða á milli, geta þeir
bezt sýnt það í verki með því að
fallast á sameiningu Þýzkalands.
•fr Það mál manna, að Adenau-
er hafi unnið mikinn sigur með
því að fá Bandaríkjamenn til að
heita því að gera ekkert sem
skaðað geti sameiningu Þýzká-
lands og með því að Iofa að gera
ekki endanlega samninga um af-
vopnum, fyrr en Þýzkaland hef-
ur verið sameinað. Mun þetta
styrkja Adenauer mjög í kosn-
ingabaráttunni i haust.
álagningu. Þetta væri hin mesta  ið við völdum hefði byggingar-
11 stúdentar
fyrir rétti
Belgrad, 28. maí.
ELLEFU króatískir stúdent-
ar verða dregnir fyrir rétt í
borginni Zadar og ákæirðir
fyrir þjóðernisstarfsemi. Er
sagt, að þeir hafi verið hand-
teknir eftir að þeir höfðu
skipulagt hátíð til að minnast
þess, að Króatia var gerð að
„sjálfstæðu ríki" undir stjórn
nazista. Hópur stúdenta í
Zagreb, höfuðborg Króatíu,
voru nýlega dæmdir til hegn-
ingar fyrir tilraunir til að
koma af stað þjóðernishreyf-
ingu í Króatíu.
Rússar vaka yfir rithöfund.um.
Austur-Evrópu
Leyniráðsfefna í Búdapesf!
Varsjá, 28. maí.
it ÞAÐ er haft eftir góðum heimildum, að stjórnmálaleiðtogar
og herforingjar landanna, sem eiga aðild að Varsjársáttmálanum,
hafi komið saman til ráðstefnu nú um helgina í einhverri höfuð-
borg Austur-Evrópu, sennilega í Búdapest. Var hér um að ræða
leyniráðstefnu, sem fjallaði um tillögur Rússa þess efnis, að þeir
minnkuðu herstyrk sinn í leppríkjunum, ef samkomulag næst um
afvopnun.
¦fc I þessari ráðstefnu tóku þátt Gómúlka, framkvæmdastjóri
pólska kommúnistaflokksins, Cyrenkievicz forsætisráðherra, Jedr-
zychovsky meðlimur miðstjórnar flokksins og háttsettii foringjar
í pólska hernum. Sú ályktun, að ráðstefnan hafi verið haldin í
Búdapest, hefur styrkzt við þá vitneskju, að Sjukov landvarna-
ráðherra Rússa og Gromyko utanríkisráðherra hafa verið þar.
-fc Meðal stjórnmálafréttaritara í Varsjá er álitið, að þessi ráð-
stefna sé liður í endurvakinni „friðarsókn" Rússa, en annar liður
hennar var bréf Búlganins til Mollets forsætisráðherra Frakka í
fyrri viku, en þar lagði hann til, að herstyrkir Atlantshafsbanda-
lagsins og Varsjárbandalagsins yrðu minnkaðir.
•fc Pólverjar voru ekki boðaðir á síðasta fund Varsjárbanda-
lagsins í janúar s.l., en hann var einnig haldinn í Búdapest, en um
það leyti var samband Póllands við önnur leppríki Austur-Evrópu
minna en nokkru sinni.
Lundúnum, 28. maí.
OOVÉTSTJÓRNIN hefur nú gert gangskör að því að koma villu-
*~ ráfandi skáldum, rithöfundum og blaðamönnum á rétta línu
aftur. I menningarmálum á að gilda sama regla og á öllum öðrum
sviðum: það er aðeins til ein lína: sú er lína flokksins.
Þegar hafðar eru í huga þær
ströngu refsingar, jafnvel lífláts-
dómar, sem beitt hefur verið upp
á síðkastið, fer ekki milli mála,
að Rússar ætla nú að koma í veg
fyrir það í eitt skipti fyrir öll, að
menningarfrömuðir í Sovétríkj-
unum eða leppríkjunum fari út
af hinni réttu línu. Menningar-
fulltrúar Rússa við sendiráðin í
Varsjá, Prag, Búdapest og öðrum
höfuðborgum hafa fengið fyrir-
mæli um að hafa náið eftirlit
með rithöfundum og blaðamönn-
um í hverju landi og sjá svo um,
að þeir fari ekki af hinum þrönga
bási kommúnískrar hugmynda-
fræði.
HEIMBOÐ
OG HEIMSÓKNIR
Jafnframt þessu hafa verið
send heimboð til rithöfunda í
Póllandi og öðrum leppríkjum
og er þeim vel fagnað í Moskvu,
en rússneskir höfundar fara í
hrönnum til leppríkjanna til að
Frh. á bls. 2.
Astaiidið í efnahagsmálum
Frakka ískyggilegt
París, 28. maí — Frá Reuter-NTB.
ÐENE PLEVEN fyrrverandi forsætisráðherra Frakka gerði í dag
¦*•*¦ enn eina tilraun til að fá Jafnaðarmenn og íhaldsmenn til
að eiga samstarf um myndun nýrrar stjórnar í Frakklandi. Pleven,
sem er í Frjálslynda flokknum, hefur verið falið af Bfené Coty
forseta að rannsaka möguleikana á að leysa stjórnarkreppuna,
sem afsögn stjórnar Mollets leiddi til.
Erfiðasta verkefni Plevens er
að jafna misklíðina milli Jafn-
aðarmanna og Ihaldsmanna, sem
áttu mestan þátt í því að stjórn
Mollets féll í fyrri viku. Pleven
lauk hinum formlegu umræðum
sínum við stjórnmálaleiðtogana í
morgun, en átti seinna í dag fur»d
við leiðtoga Jafnaðarmanna og
íhaldsmanna. Hann mun leggja
skýrslu  um  málið  fram  fyrir
Coty  forseta  á  morgun,  sam-
kvæmt ásetlun þeirra.
Meðan þessu fór fram,. hefur
Mollet, sem er enn við völd vegna
þess að lausnarbeiðni hans hef-
ur ekki verið samþykkt, gert
ráðstafanir til að leysa mest að-
kallandi efnahagsvandamál lands
ins. Hann hefur kvatt báðar
deildir þingsins saman á morgun
til að samþykkja bráðabirgða-
samning milli ríkisins og franska
þjóðbankans, en í homim hefur
Mollet farið fram á aukið lán
bankans til fjármálaráðuneytis-
ins, og nemur sú aukning 88
milljörðum franka.
SLÆMAR HORFUR
Búizt er við, að ný stjórn
sjái sig tilneydda að biðja enn
Frh. á bls. 2.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24