Morgunblaðið - 16.07.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.07.1957, Blaðsíða 1
44. árgangur 156. tbl. — ÞriSjudagur 16. júlí 1957 Prentsmiðja Morgunblaðsins ÞEGAR Krúsjeff kom til Prag á dögunum áttu blaðamenn tal við hann. Þar voru m. a. staddir pólskir blaðamenn —. og spurðu þeir hann um sambúðina við Pólland. — Sagði Krúsjeff, að hún hefði ekki verið góð. Nú væri allt að batna — og væri það eins með sambúð Pólverja og Rússa og graft- arnabbann á nefi sjálfs sín (og benti á nef sitt). Graftarnabbinn ylli óþægindum á meðan hann væri, en hins vegar hyrfi hann fljótt. Myndin var tek- in skömmu síðar. Þá veifaði Krú- sjeff blómvendi, sem honum hafði verið færður — og lyfti höndinni upp að nefinu. Menn velta því fyrir sér hvort hann sé þarna að fram- kvæma hernaðaráætlun gegn graftarnabbanum, eða hann gráti yfir því að þurfa að láta félaga sína „hverfa“ til þess að þeir láti hann ekki „hverfa“. Furðuleg Irumkomu Lúðvíks Jósefssonur I iurmunnudeilunni Tvísögli og tylliboB sjáv- arútvegsmálaráðherra FRAMMISTAÐA ríkisstjórnarinnar í farmannadeilunni og um- boðsmanns hennar, Lúðvíks Jósefssonar sjávarútvegsmáda- ráðherra, verður því furðulegri sem meira heyrist af því, sem gerzt hefur. Áður en sáttatillagan kom fram lét Lúðvík ásér skilja, að þetta mundi ekki verða eina tillagan heldur væri von á a. m. k. tveimur í viðbót! Ekki nóg með þetta. Lúðvík hafði áður en tillagan kom fram, hampað mun meiri „kjarabótum" en í henni fólust, er hún loks sá dagsins ljós. Að þessu athuguðu var ekki von, að sáttatillagan fengi góðar undirtektir hjá farmönnum. Erfiðleikarnir voru nægir fyrir, þó að slíkt ábyrgðarlaust fleipur ráðherra bættist ekki ofan á. Til viðbótar öllu þessu hafði Lúðvík ótvírætt viðurkennt við útgerðarmenn, að þeir gætu ekki borgað hærra kaup, nema með því að fá það bætt með einhverj- um hætti fyrir tilstuðlan ríkis- valdsins. Þegar eftir því var ieit- að, á meðan sáttatillagan var til meðferðar, hvers væri að vænta „Ef þetta er ekki persónudýrkun . Rœðum Krúsjeffs breytt eftir flutning Prag og London, 15. júlí. MIKILL leyndardómur hvílir yfir ræðum þeim, er Krúsjeff flytur á ferð sinni í Tékkóslóvakíu. TASS-fréttastofan send- ir út allar ræður hans skömmu eftir að þær eru haldnar, en það kemur nú æ oftar fyrir, að útgáfa fréttastofunnar á ræðunum sé mjög frábrugðin ræðum Krjúsjeffs. Flestum ræðum Krúsjeffs hef- ur verið útvarpað í Tékkósló- vakíu og hafa vestrænir fréttarit- arar og fréttastofur tekið ræð- urnar niður á segulband. Á þann hátt hefur verið auðvelt að gera samanburð á TASS-útgáfunni á ræðunum og hinum raunveru- legu ræðum. , Á sunnudaginn ff'utti Krú- sjeff t.d. ræðu í tékkneskum bæ, þar sem hann réðist hark- arlega á kommúnistaforingj- ana í Ungverjalandi. Þegar ræða þessi var birt í Moskvu var kaflinn felldur úr, en í staðinn tekinn upp kafli úr fyrri ræðu, sem fjallaði um afvopnunarmálin. í vikulokin talaði Krúsjeff i verksmiðju einni í Prag — og flutti hann ræðuna af blöðum. Þegar blöðin þraut hélt hann á- fram og réðist á Bandaríkjafor- seta og Tito. Tékkneska útvarpið útvarpaði ræðunni, en á eftir hlustendur beðnir velvirðingar á mistökunum: Seinnihlutanum átti ekki að útvarpa. Það kom líka á daginn, að í Moskvu-útgáfunni af ræðunni var hvergi minnzt á Eisenhow er né Tito. í ræðu, er Krúsjeff flutti í dag sakaði hann Vesturveldin um að reyna að spilla afvopnunarvið- ræðunum í London. Lauk hann lofsorði á sambúð Tékka og Rússa, en við annan tón kvað, þegar talið beindist að Jugoslav- iu. Kvað hann brýna nauðsyn bera til þess að jafna deilurnar. Vék hann síðan að Rússlandi og sagði, að iðnaðurinn hefði ver- ið að sligast undan skrifstofu- bákninu. Með nýju ráðstöfunun- Franco boðar konungs- r I • r f r • rilc# a Spam MADRID 15. júlí. — Skýrt var frá því í spænska þinginu í dag, að konungsstjórn yrði endurreist á Spáni að Franeo látnum eða strax og hann léti af embætti. Yrði konungdómur arfgengur og kon- ungurinn kaþólskur. Undanfarið hefur margt þótt er við því, að fyrsti konungur benda til þess, að Franco ætlaði að fá völd sin í hendur ein- hverjum meðlim gömlu konungs- ættarinnar. Þykir þessi yfirlýs- ing staðfesta allar getgátur þess efnis. Franco er nú 64 ára og hefur verið einræðisherra í 20 ár. Búizt Spánar eftir að Franco fer fiá verði Carlos prins, sem nú er 19 ára. í tilkynningunni var þess getið, að konungurinn mundi ekki hljóta eins víðtæk völd og Franco hefur haft. í ráði væri að auka völd þingsins. um mundi allt breytast til batn- aðar. Ef kommúnistaríkin gætu hagnýtt sér auðlindir sínar á sama hátt og auðvaldsríkin mundu kommúnistaríkin standa hinum síðarnefndu framar innan skamms — og efnahagur komm- únistaríkjanna yrði þá kominn á fastan kjöl. Þar yrði engu um haggað. Fréttamenn benda á það, að móttökurnar, sem þeir Krú- sjeff og Bulganin fengu í Tékkóslóvakíu séu mjög fjöl- skrúðugar. Þeim sé hampað eins og guðlegar verur væru — og einn fréttamaður segir Ef þetta er ekki persónudýrk- un, þá veit ég ekki hvað þeir kalla persónudýrkun. í þessum efnum, var því svarað af hálfu forsætisráðherra, að stjórnin væri ekki til viðtals uin þetta að svo stöddu. Aldrei þessu vant var forsætisráðherra þá stundina þó staddur í bænum en ekki við laxveiðar. Til frekari skýringar málavöxt um skulu ennfremur rifjaðar upp eftirtaldar staðreyndir: 1. Allir atvinnurekendur voru einhuga um að hafna tillögu sáttasemjara. Þar hafði Eim- skipafélag fslands enga sér- stöðu, heldur var sammála Ríkisskip og S.f.S. ásamt öðr- um atvinnurekendum. 2. Ríkisstjórnin hækkaði farm- gjöldin í vetur um 5%. Þessi hækkun var viðurkenning á því m.a., að 8% kauphækkunin, sem veitt var í vetur fyrir for- göngu ríkisstjórnarinnar, væri ekki hægt að greiða nema með auknum tekjum. 3. Ríkisstjórnin samþykkti í vet- ur auðvitað ekki meiri hækk- un til útgerðarmanna en þá var þörf á. Ný kauphækkun nú krefst því aukinna tekna eða afléttingar gjalda. Þetta hefur Lúðvík Jósefsson og berum orðum viðurkent. 4. Stöðvun skipanna nú er engan veginn að kenna kröfum skip- stjóra, hvort sem þær eru rétt- mætar eða ekki, því að þeir hafa alls ekki gert verkfall. 5. í sáttatillögunni-var tekið und- ir kröfur skipstjóra á þann veg, að þeim var öllum ætluð hækk un, misjöfn að vísu, en upp í 8%. 6. Tíminn fer lofsyrðum um sátta tillöguna, en ræðst á Ásgeir Sig urðsson fyrir að gera kröfur, sem tillagan að nokkru hefur tekið til greina, og fyrir að valda verkfalli, sem skipstjór- ar alls ekki eru í! 7. Um einstaka þætti deilunnar svo sem lífeyrissjóð Eimskipa- félags íslands, hefur stjórn fé- lagsins ekki talið rétt að taka afstöðu nema í sambandi við lausn málsins í heild. Óstarfhæfni ríkisstjórnarinnar hefur oft komið fram, en aldrei átakanlegar en í þessu máli. Að nokkru kemur það af þeirri stað reynd, að þeir, sem byggja völd sín á ósannindum og blekkingum, hljóta að eiga erfitt í viðureign sinni við staðreyndirnar. Þetta á við stjórnina í heild. En um full trúa hennar í þessari deilu, Lúðvík Jósefsson, gildir það alveg sérstaklega, að hann hef- ur ætíð reynt að fleyta sér með tvísögli og tala svo sem hver vill heyra. Yfir tekur þó að hann skuli leggja nótt við dag, þegar hann hefur tíma til fyrir veizlu- höldum, til að „makka“ á bak við sáttanefndina, bera aðilum boð, sem ekki fá staðizt, og láta það loks fylgja sátta-tillögunni, að von sé tveggja í viðbót! Fftirlit þyrnir í augum Zorins LONDON, 15. júlí. — Fulltrúi Rússa í undirnefnd afvopnunar- nefndar S.Þ., Zorin, lét svo um- mælt á fundi nefndarinnar í dag, að síðasta tillaga Bandaríkjanna í afvopnunarmálunum geri á engan hátt grein fyrir afstöðu Bandaríkjanna til afvopnunar. — Kvað hann tillöguna einungis hafa valdið glundroða í nefnd- inni. Þá sagði hann, að í tillögunni fælust allt of mörg skilyrði um gagnkvæmt eftirlit. — Tillaga Bandaríkjamanna, að sam- komulag verði gert um að stcr- veldin geri engar tilraunir með kjarnorkuvopn næstu 10 mán. veiti enga tryggingu fyrir því að tilraunir verði ekki undirbún- ar á þessum tíma. Kvað hann Rússa vilja gera samkomulag um bann við til- raunum með kjarnorkuvopn í 2—3 ár. Hins vegar lét Zorin það skýrt í ljós, að hin mikla herzTa, sem Vesturveldin hafa lagt á gagnkvæmt eftirlit með því að slíkt samkomulag verði haldið, væri honum þyrnir í augum. Kýpnraálið LONDON 15. júlí. — Umræður eru hafnar í brezka þinginu um framtíð Kýpur. Verkamanna- flokkurinn krafðist þess að málið yrði nú tekið á dagskrá þar sem útlit væri fyrir að stjórnin ætlaði að svæfa málið. Af hálfu stjórnarinnar komu þau sjónarmið fram, að skipt- ing eyjarinnar væri hugsanleg lausn, ef gripið yrði til þjóðarat- kvæðagreiðslu á Kýpur. Töldu Verkamannaflokksmenn slíka lausn hlægilega. Tyrknesk blöð staðhæfa, að Bretar hafi í hyggju að veita Kýpur sjálfstjórn innan brezka samveldisins til næstu 10 ára. Ætli Bretar að hafa herstöðvar áfram á eyjunni. Grikkir hafa farið þess á leit við við S.Þ., að Kýpurmálið verði enn tekið á dagskrá allsherjar- þingsins, þegar það kemur sam- an í september. Neitaði sökinni, en bað um retsingu PEKING, 15. júlí. — í dag lauk 17 daga setu „þjóðþingsins“ kín- verska. Féllst það á skýrslu þá um starf stjórnarinnar á liðnu ári er forsartisráðherrann, Chou En- lai flutti því — og samþykkti i einu hljóði. Töluverð umbrot voru á þinginu og urðu þrír ráð- herrar fyrir hörðum ásökunum um flokkssvik og skemmdarverk. Tveir þeirra, samgöngumálaráð- herrann og skógræktarráðherr - ann, lögðu fram skriflega játn- ingu fjandskapar við flokkinn. en sá þriðji, sem fer með iðnað- armál, flutti harða vörn fyrir málstað sinn. Engu að síður hafði hann áður lagt fram skriflega beiðni til þingsms um að hann hlyti hina þyngstu refsingu fyrir brot sín. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.