Morgunblaðið - 23.10.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.10.1957, Blaðsíða 1
20 síður 44. árgangur. 240. tbl. — Miðvikudagur 23- október 1957. Prentsmiðja Morgunblaðsin** Frelsisbaráttu Ungverja minnzt um allan heim Landflótta ritstjóri talar á fundi „Frjálsrar menningar64 3. nóvember Ný bók um þjóðbyltinguna 23. október 1956 — 23. október 1957 Eitt ár er í dag liðið frá því frelsisstríð Ungverja hófst. Sjá greinar á bls. Rætt um stækkun MiÓbæjarins og flugvöllinn á Varbarfundi BLAÐAMENN áttu í gær fund með Tómasi Guðmundssyni, for- manni félagsins Frjáls menning, og Eyjólfi K. Jónssyni, forstjóra Almenna bókafélagsins. — Tómas Guðmundsson skýrði frá því, að stjórn Frjálsrar menningar hefði gert svohljóðandi ályktun í til- efni eins árs afmælis ung- versku byltingarinnar: 1. Félagið Frjáls menning vottar ungversku þjóðinni virðingu sína og samúð, og harmar þá ógæfu frjálsra þjóða, að hafa ekki getað komið henni til liðs í þeirri frelsisbaráttu, sem hún háði við miskunnarlaust ofurefli. 2. Félagið fordæmir árásar- styrjöld Sovétríkjanna á hendur Ungverjum sem hróp- Iegt afbrot gegn grundvallar- lögmáli í sambúð siðaðra þjóða. Það fordæmir í nafni mannúðar og mannréttinda hinar hryllilegu ofsóknir, mannrán, fangelsanir og af- tökur, sem haldið er uppi gegn ungverskum föðurlands- vinurn, körlum og konum, sem liafa unnið sér það eitt til saka að berjast fyrir sjálf- stæðri tilveru þjóðar sinnar. 3. Félagið beinir þeirri á- Skipulagsmálanefnd lagði fram tillögur a félagsins ' gær smar SÚ STARFSEMI, sem nú er í miðbænum í Reykjavík, þarf aS fá aukið oinbogarúm í hverfum, er reist verð'i þar sem flugvöllurinn er nú. íbúða- og lðnaðarhverfi séu áfram aðskilin. Ný átök verði gerð í lóðamálum og nýjar leiðir farnar til að fullgera götur eins fljótt og unnt er. Umferðarmiðstöð verði komið upp vestan Miklatorgs. Staðsetning háhýsa verði vandlega undirbúin. Þetta eru meginniðurstöður skipulagsmálanefndar landsmála- félagsins Varðar. Tillögurnar voru til umræðu á félagsfundi i gær- kvöldi, — öðrum fundinum, sem Vörður gengst fyrir um framtið Reykjavíkur. Skipulagsmálanefndin hefur að undanförnu unnið að því að kynna sér skipulagsmál Reykjavíkur, umferðarmál, lóðamál, gatna- mál og fegrunarmál. Á fundinum í gær höfðu þrír nefndarmanna framsögu um til- lögurnar og að loknum umræðum var þeim vísað til bæjarstjórnar- flokks Sjálfstæðismanna. unar íbúa og einnig nýrra þarfa, sem smám saman verða til vegna tækniþróunar og breyttra menn- ingarhátta. Eftir því sem fólksfjöldi eykst og vöruflutningar og umferð magnast verður æ erfiðara að finna nógu margar og nógu góð- ar lóðir í miðbænum og við höfn- ina, og þessir hlutar bæjarins verða ekki færir um að gegna sínu upprunalega og eðlilega hlutverki. Það er skoðun nefndarinnar, að tími sé til þess kominn að gera sér grein fyrir því, hvernig mið- bærinn verður stækkaður. Ekki aðeins vegna hagnýtra sjónar- miða, heldur og frá fagurfræði- legu sjónarmiði, verða borgir Frh á bls. 19. skorun til íslendinga, að þeir festi sér örlög ungversku þjóðarinnar í minni, og láti þau verða sér til varnaðar í skiptum við þau ofbeldisöfl, sem líkleg eru til þess að grafa undan sjálfstæði þjóð- arinnar og búa í haginn fyrir erlenda íhlutun og yfir- drottnun. —)(— í DAG, 23. október, er ár liðið frá því, er ungverska þjóðin reis upp til einhuga baráttu gegn komm- únistastjórn landsins og sagði Tómas Guðmundsson, að þeirra atburða yrði minnzt hvarvetna um frjálsan heim. Systurfélög Frjálsrar mennmgar, sem starfa í fjöimörgum löndum, senda frá sér ályktanir í tilefni þessara tímamóta og gangast fyrir því, að almenningur um heim allan verði minntur á hina hræðilegu at- burði, sem gerðust í Ungverja- landi fyrir einu ári. Tómas sagði, að starfsemi Frjálsrar menning- ar væri mjög viðtæk, ekki sízt í Asíu og hefði hann fengið tæki- færi til að kynnast því, þegar hann var staddur í Nýju Delí í sumar. Heimsótti hann aðalstöðv- ar félagsins þar í borg og sýnd- ist honum starfsemin þar öflugri en hann hafði gert ráð fyrir. Hann bætti því við, að Frjáls menning væri ekki stofnuð til að Framh. á bls. 2 Atlantshafsráðið ræðir skýrslu Norstads Fundir um framtíð Reykjavíkur Þorvaldur Garðar Kristjánsson, formaður Varðar, setti fundinn í gærkv. og las upp 69 inntöku- beiðnir, sem allar voru sam- þykktar. Síðan fór Þorvaldui nokkrum orðum um fundi Varð- ar um framtíð Reykjavíkur, en þeir hófust fyrir hálfum mánuði með fundi um orkumálin. Nefnd- ir hafa unnið á félagsins vegum að því að gera tillögur um ýmsa málaflokka. Verða tillögurnar ræddar á félagsfundum og niður- stöðurnar síðan sendar bæjar- stjórnarflokki Sjálfstæðismanna í Reykjavík til athugunar. Miðbærinn er of lítill Fyrsti ræðumaður í gærkvöldi var Gísli Halldorsson verkfræð- ingur. Fjallaði hann um skipu- lags- og umferðarmál. Gísli sagði í ræðu sinni, að bæjarbúum myndi halda áfram að fjölga og að ekki verði hjá því komizt að byggja jafnt og þétt, — bæði til að fullnægja kröfum, sem skapast vegna fjölg- Drottning kentur heim til Eiiúlands LUNDÚNUM, 22. okt. — Elísa- bet drottning og Filip hertogi komu til Lundúna í dag úr opin- berri heimsókn sinni til Kanada og Bandaríkjanna. Móðir drottn- ingar og Anna litla prinsessa heilsuðu þeim fyrst, þegar þau stigu á land úr flugvélinni, sem flutti þau yfir. hafið. Á flugvell- inum voru einnig ráðherrar með Macmillan í broddi fylkingar, er- lendir sendiherrar og blaðamenn. PARÍS, 22. okt. — Fastaráð At- lantshafsbandalagsins hér í borg var í dag kallað saman til fund- ar að ræða skýrslu yfirmanns bandalagsins, Lauris Norstads, um varnarstöðuna í Evrópu um þessar mundir og framtíðai'horf- Ur. Skýrslan er rædd sem leyni- skjal og verður ekki birt. Sam- kvæmt upplýsingum frá tals- manni NATO, svaraði yfirhers- höfðinginn fjölmörgum spurn- ingum frá meðlimum ráðsins ura hernaðarstöðuna. Ekki alls fyrir löngu var skýrt frá því, að lágmarksher- afli bandalagsins í Evrópu væri 30 herdeildir. Álitið er, að bandalagið hafi ekki nema helming þessa mannafla. Myndar Mollet sljórn fyrir föstudag i PARÍS, 22. okt. — Stjórnmálafréttaritarar hér í borg eru þeirrar skoðunar, að lausn muni fást á stjórnarkreppunni í Frakklandi eítir að leiðtogi j afnaðarmanótijGuy Mollet hefur tekizt á hendur að reyna að mynda 24/stjórn lafiasins eftir styrjöldina. Fréttaritar- crnir segja, að ef ekki komi eitthvað óvænt fyrir, þá verði stjórn Mollets hleypt af stokkunum, ef svo mætti segja, fyrir næstkom- andi föstudag Mollet tókst á hendur að gera tilraun til stjórnarmyndunar eft- ir viðræður við Coty Frakklands- forseta og óháða hægrimanninn Pinay, fyrrum forsætisráðherra, um efnahagserfiðleika landsins. A viðræðufundunum hvatti Coty leiðtoga hægrimanna og jafnað- armanna að leggja deilumálin til hliðar og gera gangskör að því að bjarga Frakklandi úr þeim erfiðleikum, sem landið á við að stríða um þessar mundir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.