Morgunblaðið - 26.10.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.10.1957, Blaðsíða 1
1Ö siður og Lesbók 44. áreamgur. Prentsmiðja Morgunblaðsins- SjálistæðisllokkurinBi helur borið gælu til að eila hag sveitanna og með þ vs unnið alrek í þágu alþfóðar Réðstefna Sambands ungra Sjélfstæðismanna usn framtið iandbúnaðarins seit í gær í GÆRMORGUN setti formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, Ásgeir Pétursson, ráðstefnu um framtíð íslen'zks landbúnaðar, sem S.U.S. hefur boðað til. Á setningaíundinum flutti formaður Sjálf- ■tæðisflokksins, Ólafur Xhors, ávarp, en siðan voru haldin fræðileg erindi og rætt um tillögur til ályktunar fundarins. Þrír forystumenn íslenzkra búnaðarmála flytja erindi á ráð- stefnunni. í gær töluðu þeir Árni G. Eylands, sem ræddi um við- horf í búnaðarmálum og Guð- mundur Jónsson skólastjóri, sem talaði um véltæknina í landbún- aðinum. í dag talar Haraldur Árnason ráðunautur um búfjár- rækt. Þá var í gær farið að Korp- úlfsstöðum. Snæddur kvöldverð- ur á heimili borgarstjórans í Reykjavík og loks voru bæði síðdegis í gær og í gærkvöldi fjörugar umræður um tillögur til ályktana ráðstefnunnar. í gær voru komnir á ráðstefn- una 65 fulltrúar úr öllum lands- fjórðungum. Erindi og umræður. Ávörp Ásgeirs Péturssonar og Ólafs Thors eru birt í heild á öðr- um stað í blaðinu í dag. Er kosið hafði verið í nefndir í gærmorg- un og Árni G. Eylands flutt er- indi sitt, var fundi frestað til kl. 2. Eftir hádegi tók Oddgeir Otte- sen sveitarstjóri í Hveragerði við fundarstjórn, og síðan flutti Guð mundur Jónsson erindi sitt. Að því loknu mælti Gunnar Sigurðs- son í Seljatungu fyrir tillögum til ályktunar fundarins og hóf- ust síðan miklar umræður um þær. Til máls tóku Jón Björnsson, Bæ, Skagafirði, Haraldur Árna- son, Sjávarborg, Skagafirði, Ás- geir Pétursson, form. S.U.S., Framh. á bls. 2 SAUD VILL LEYSA DEILUNA NEW YORK, 25. okt. — Saud konungur í Arabíu hvatti í dag sýrlenzku og tyrknesku stjórn- irnar til að vinna með honum að því að leysa deiluna milli þess- ara tveggja nágrannalanda. Á fimmtudag ræddi Saud kon- ungur við tyrkneska ráðherrann Zorlu um deilu þessa og lausn á henni. Sfjórnarskipti í Svíþjóð - Er- lander myndar minnihLstjóm Erfiðleikar fyrir dyrum í Svíþjóð Stokkhólmi, 25. okt. FRÉTTARITARI NTB hér í borg símar, að sænska samsteypu- stjórnin hafi í dag verið á síðasta ríkisráðsfundi sínum með kon- ungi. Snemma i fyrramálið ieggur stjórnin fram lausnarbeiðni sína. — Sænsku blöðin velta því nú aðallega fyrir sér, hvaða menn komi í stjórnina í stað fjögurra ráðherra Bændaflokksins. Eru blöðin ekki á eitt sátt um það, hvaða breytingar verði gerðar á stjórninni. Fulltrúar á búnaðarráðstefnu SUS. Myndin var tekin á morgun- fundinum í gær. (Ljósmynd Filman). Síðdegis í dag kom miðstjórn Jafnaðarmannaflokksins saman á fund, auk þingflokks jafnaðar- manna, og var rætt um stjórnar- skiptin og hvað við mundi taka. Einnig var rætt um það, hvernig minnihlutastjórn jafnaðarmanna skyldi bregðast við hinum ýmsu málum, sem kunna að skjóta upp kollinum, en vafalaust er talið, að miklir erfiðleikar séu fyrir dyrum í sænskum stjórnmálum. Eftir ríkisráðsfundinn gekk Erlander forsætisráðherra á fund konungs og ræddi einslega Stjórnarmyndun í Finn- landi gengur erfiðlega Kekkonen leitar hófanna hjá jafnaðarmönnu m. við hann um veentanlega stjórn- armyndun. Ný sfjórn í Frakk- landi á mánudag? Mollet biður um truust þingsins Eisenhower og Macmillan: Komum Tyrkjum til hjálpar, ef á þá verður ráðizf Sameiginleg yfirlýsing gefin út í gær HELSINGFORS, 25. okt. — Finnskir jafnaðarmenn lýstu því yfir í dag, að þeir mundu ekki gera tilraun til stjórnar- myndunar, þar eð Tanner hefði neyðst til að gefast upp á að mynda nýja stjórn. Eins og kunnugt er af fyrri frétt- um, sögðust Bændaflokks- menn ekki geta tekið þátt i stjórn, sem Tanner myndaði. Aftur á móti væru þeir til viðtals, ef einhver annar jafn- aðarmannaforingi tæki að sér st j órnarmyndun. Kekkonen forseti kallaði for- mann þingflokks jafnaðarmanna á sinn fund síðdegis í dag og spurði hann, hvort flokkurinn vildi benda á annan jafnaðar- mann, sem væri líklegur til að geta myndað stjórn. Formaður- inn gaf það svar, að jafnaðar- menn hefðu ekki áhuga á að gera tilraun til stjórnarmyndun- ar á þessu stigi málsins. Síðar ræddi Kekkonen við Fagerholm þingforseta, án árangurs. Úti á landi. Fréttamaður NTB í Helsing- fors símaði í kvöld, að allt benti til þess, að nokkurt hlé yrði á umræðum um nýja stjórn. Ný stjórn yrði áreiðanlega ekki mynduð í Finnlandi fyrr en í byrjun næstu viku í fyrsta lagi. — Sukselainen fyrrum forsæt- isráðherra og Krosima aðalritari Bændaflokksins eru farnir norð- ur í land til að halda fyrirlestra um stjórnmálaástandið. Þeir koma ekki aftur til Helsingfors fyrr en á mánudag. Johannes Virolainen, innanríkisráðherra, sem nefndur hefir verið sem for- sætisráðherra nýrrar stjórnar kemur heim til Finnlands frá New York á sunnudag. Þar hefur hann veitt finnsku sendinefnd- inni á þingi SÞ forstöðu. WASHINGTON, 25. okt. — Eisen hower Bandaríkjaforseti og Mac- millan forsætisráðherra ræddu m.a um nauðsyn þess, að áherzla væri lögð á að stuðla að vísinda- þróun í Atlantshafslöndunum. Hafa þeir í hyggju að ræða málið frekar á væntanlegum ráðherra- fundum Atlantshafslandanna í desember n.k. Talsmaður Bandaríkjastjórnar, sem ræddi þessa yfirlýsingu í dag, sagði, að búist væri við, að báðir þessir menn tækju þátt í ráðherrafundunum. í sameigin- Iegri yfirlýsingu Eisenhowers og Macmillans segir m. a., að lýð- ræðisþjóðirnar muni koma Tyrkjum til hjálpar, ef á þá verði ráðizt. — Ennfremur að Bretar og Bandarikjamenn muni héðan í frá eins og hingað til leggja áherzlu á að treysta friðinn i heiminum og þá fyrst og fremst með því að styðja af alhug. þau hernaðarbandalög, sem hafa því hlutverki að gegna að hindra of- beldisárás kommúnista. ♦ PARÍS, 25. okt. — í kvöld leit einna helzt út fyrir það, að franska stjórnarkreppan yrði leidd til lykta. Þingið hefur ver- ið kallað saman til fundar á mánudag og mun leiðtogi jafn- aðarmanna, Guy Mollet, fara þess á leit, að það samþykki traust á hann sem forsætisráð- herra 24. ríkisstjórnarinnar, sem mynduð er í Frakklandi eftir styrjöldina. — Stjórnmálafrétta- ritarar segja, að fullvíst sé, að hann muni fá traust þingsins, enda hafi hann tryggt sér at- kvæði 280 þingmanna og þurfi aðeins 20 í viðbót til að fá traust. — Jafnvel er talið, að óháðir hægrimenn greiði honum at- kvæði, ekki af neinn ást, heldur til að koma Frakklandi úr því vandræðaástandi, sem stjórnar- kreppan skapar. Svartagilsbrenna í Þingvallasveit þykir fullvist að bræó- urnir hafi brennt bæinn — Fyrir rétti i Reykjavik i gær neitubu báðir einaregið VARLA mun nokkur fregn, sem birzt hefur í blöðunum um langt árabil, hafa vakið jafnmikla at- hygli og fréttin um Svartagils- brennu. — Austur í Þingvalla- sveit er "það mál manna, að bræðurnir Sveinbjörn og Reynir Hjaltasynir, sem tóku hús á Markúsi bónda Jónssyni í Svarta- gili, hafi brennt bæinn. Þeir bræður eru 26 og 25 ára. 1 fyrri- nótt var komið með íllvirkjana að austan og þeir hrepptir í varð- hald í „Steininum“. Þeir voru teknir til yfirheyrslu síðdegis í gær í hegningarhúsinu og stóðu yfirheyrslur langt fram á kvöld. Markús í Svartagili hafði í gær- morgun gefið skýrslu fyrir rétti um atburðina brennukvöldið. Tíðindamaður Mbl. og ljós- myndari brugðu sér í gærdag austur að Svartagili. Þar var ömurleg aðkoma. Bæjarhúsið brunnið, en steinsteyptir útvegg- ir stóðu. Inni í tóftinni logaði enn og var þar mikill hiti. — Fjósið og hlaðan, sem stóðu austan við húsið, voru brunnin og fallin og lá svart bárujárnið, undið af hit- Framh. á bls. 15. Orðsending frá Morgunblaðinu VEGNA inflúenzutaraldurs vantar börn til blaðburðar. Meðan þannig' stendur á þarf blaðið að fá börn og unglinga til að hlaupa í skarðið og taka að sér blaðburð Börn þau, sem vilja hjálpa til eru vinsamlegast beðin að hringja til afgreiðslu Morgun- blaðsins, simi 22480, eða koma og tala við afgreiðsluna Aðal- stræti 6.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.