Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 257. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						VEÐRIÐ
Sunnan  og  suðvestan  gola,
kaldí, skýjað.
257. tbl. — Þriðjudagur 12. nóvember 1957.
„Verðslöðvunarstefna"
ríkisstjórnarinnar. — Sjá grein
bls. 11.
Hvöt ræðir bæjarmál
á fundi í kvöld
Gunnar Thoroddsen borgarstjóri
frummælandi
SJÁLFSTÆDISKVENNAFÉL.
Hvöt e£nir í kvöld til umræðu-
fundar um bæjarmál-Reykjavík-
ur. Verður Gunnar Thoroddsen
borgarstjóri frummælandi á fund
inum, sem hefst kl. 8,30 í Sjálf-
stæðishúsinu. Eru allar sjálf-
stæðiskonur velkomnar á fund-
inn. Að lokinni framsöguræðu
verða frjálsar umræður. Einnig
mun borgarstjóri þá svara fyr-
irspurnum, sem fram kunna að
koma. Má gera ráð fyrir að kon-
ur fjölmenni á fundinn.
Á fundiiwim verður ennfremur
kaffidrykkja og leikkonurnar
Emilía Jónasdóttir og Áróra
Halldórsdóttir fara með nýjan
skemmtiþátt.
Starfsemi Hvatar stendur nú
með blóma. Munu Hvatarkonur
þess alráðnar að vinna ötullega
að sigri Sjálfstæðisflokksins í
bæjarstjórnarkosningunum í vet-
ur.
Gunnar Thoroddsen
Sjúkratlugvöllur tekinn
í notkun á Þingeyri
t. NOVEMBER lenti Björn Páls-
son fyrstu flugvélinni á ný-gerð-
um sjúkraflugvelli á Hólaholtum
við Þingeyri. Flaug Björn vél
sinni og Slysavarnafélagsins,
TF-Hrs
Flugvöllur þessi, sem er 300 x
20 m að stærð, var gerður fyrir
frumkvæði slysavarnadeildarinn-
ar „Varnar" í Þingeyri, en kost-
aður af fé því, er alþingi veitir
árlega til þessara þarfa. Nam
kostnaðurinn alls um 16.000,00 kr.
Þar af kostaði um 10.000,00 kr.
að færa til þjóðveg og símalínu,
er þarna voru fyrir. Flugvallar-
stæðið völdu þeir Björn Pálsson
flugm., og Haukur Claessen,
fulltr. flugmálastjóra, en umsjón
með verkinu höfðu þeir Arni Stef
ánsson, hreppstjóri, og séra Stef-
án Eggertsson, formaSur slysa-
varnadeildarinnar. Stefán bóndi
Guðmundsson í Hólum lagði fram
land undir völlinn ókeypis.
Þess má einnig geta, í þessu
sambandi, að 23. sept. sl. komu
til Dýrafjarðar ýmsir af helztu
fyrirsvarsmönnum  flugmálanna,
Larsen vann
Friðrik
WAGENINGEN, 11. nóv. — í
dag vann Larsen biðskákina við
ina við Niephaus úr 7. um-
ferð, en Friðrik vann biðskák-
ina við Niephaus úr sjöttu um-
ferð. Úrslit úr áttundu umferð:
Trifunovic vann Clarke, Uhlmann
vann Stálberg, Hanninen vann
Alster og Donner vann Teschner.
Úrslitin í níundu umferð:
Skák Friðriks og Kolarovs fór í
bið, Trojanescu vann Duckstein,
Szabo vann Hanninen, skák
Teschners og Alsters fór í bið,
Stáhlberg vann Donner, jafntefli
?arð milli Ikovs og Uhlmanns,
Trifunovic vann Orbaan, Clarke
vann Larsen, Niephaus gerði
jafntefli við Lindblom.
Vinningsstaðan er þá eftir níu
¦mferðir:
Szabo 8J/i.
Larsen 7.
Uhlmann og Trifunovic 6%.
Donner 6.
Stáhlberg 5V2.
Friðrik Ól. 4% og 2 biðskákir.
Ivkov 4%.
Diickstein 4.
Kolarov, Teschner og Troian-
escu 3V2 og 1 biðskák.
Clarke og Hanninen 3%.
Alster 3 og 1 biðskák.
Niephaus 2%.
Orbaan og Lindblom 1.
á einni af Douglas vélum Flug-
félags Islands. Flugu þeir mörg-
um sinnum yfir flugvallarstæðið
og umhverfi þess, og athuguðu
gaumgæfilega aðstæður allar.
Leizt þeim vel á staðhætti þarna
fyrir farþegaflugvöll til fram-
búðar. Er það von Dýrfirðinga
og nærsveitarmanna, að þarna
verði því hið fyrsta hafizt handa
um gerð flugvallar, er nægi far-
þegaflugi til héraðsins. VerSi sá
völlur þá liður í framtíðarkerfi
flugvalla á Vestfjörðum.
Að lokum er þess að geta, að
þeir, er að flugmálum hafa starf-
að hér vestra, telja brýna þörf
radíóþjónustu á Þingeyri, núver-
andi og vaxandi flugumferð til
aukins öryggis og hagræðis.
Æskulýðsráð
stofnar
skákklúbba
fyrir unglinga
ÆSKULÝÐSRÁÐ Reykjavíkur
hefur ákveðið að stofna skák-
klúbba fyrir unglinga í hverfum
bæjarins. Fyrstu klúbbarnir
verða stofnaðir á morgun, mið-
vikudag kl. 8 e. h. á eftirtöldum
stöðum: Ungmennafélagsheimil-
inu við Holtaveg, tómstunda-
heimilinu að Lindargötu 50 og í
félagsheimili ungtemplara að
Frikirkjuvegi 11.
Þeir unglingar, sem áhuga
hafa á því að gerast félagar
mæti á þessum stöðum og hafi
með sér töfl.
Vilja ekfci ilulning
að Skálholti
EFTIRFARANDI ályktun var
samþykkt samhljóða í Mími, fé-
lagi nemenda í Menntatskólanum
að Laugarvatni:
„Fundur haldinn í Mími, nem-
endafélagi Menntaskólans að
Laugarvatni, 6. nóv. 1957 lýsir
sig andvígan þeirri tillögu, sem
komið hefur fram á Alþingi, að
flytja Menntaskólann að Laug-
arvatni til Skálholts. Einnig
skorar fundurinn á Alþingi og
ríkisstjórn að beita sér fyrir því,
að hraðað verði byggingafram-
kvæmdum við skólann, en þær
hafa nú legið niðri í nokkur ár.
Vítir fundurinn harðlega það
tómlæti, serti ríkisvaldið hefur
sýnt þessum málum".
Dregið í Háskóla-
happdrættinu
í GÆRDAG var dregið í Háskóla
happdrættinu, 11. flokki, en vinn
ingar eru 889 og kom hæsti vinn
ingurinn 100.000 krónur upp á
% miða, og að þessu sinni er
hvorugur vinninganna í Reykja-
vík, en annar þeirra er í umboð-
inu á Selfossi, en hinn suður í
Sandgerði en miðinn er nr. 33278.
Næst-hæsti vinningurinn kom á
heilmiða í Vesturveri, nr. 29667.
Þá eru fimm 10 þús. kr. vinning-
ar: 2890 — 11828 — 12194 —
22413 — 36123. 5000 kr. vinning-
ar komu á miða nr. 6778 — 10825
— 33938 — 36177 og 36988. —
Aukavinningar eru nr. 33277 og
33279 og koma 5000 kr. í hlut
hvors.
Það vekur athygli manns hve
margír hinna háu vinninga, að
aukavinningum slepptum, hafa
fallið á miða í 33 þúsundunum og
36 þúsundunum.
Launþegadeild
Hreyfils segir upp
samningum
LAUNÞEGADEILD BifreiSa-
stjórafélagsins Hreyfils hefur
sagt upp gildandi kjarasamningi
við Félag sérleyfishafa. — Var
samningum sagt upp um sl. mán-
aðamót og fellur hann úr gildi
1. desember. Samningsviðræður
milli aðila hefjast næstu daga
og munu Hreyfilsmenn þá leggja
fram kröfur sínar.
Enn róstusamt austur
á Litla Hrauni
EFTIR því sem Mbl. hefur fregn-
að hef ir enn ekki tekizt að koma á
fullri ró meðal fanganna á Litla
Hrauni. — Allt síðan um daginn,
er þar urðu ólæti mikil og spjöll
Hljémleikar
skeið Heimdallar
Magnús Jónsson alþm..
talar á fyrsta fundinum
um ræðumennsku
HEIMDALLUR, F.U.S. hefir á-
kveðið að gangast fyrir stjórn-
málanaámskeiði fyrir félags-
menn sína og hefst það nk. föstu
dagskvöld kl. 8,30 í Valhöll.
Námskeiðið verður með svip-
uðu sniði og undanfarin ár. For-
ystumenn Sjálfstæðisflokksins
flytja erindi um hina ýmsu þætti
þjóðmálanna, kvikmyndir sýnd-
ar, málfundir haldnir o. fl.
I»eir, sem sækja vilja nám-
skeiðið eru vinsamlegast beðnir
að hafa samband við skrifstofu
Heimdallar í Valhöll og láta skrá
sig til þátttöku.
Á fundinum á föstudagskvöld-
ið mun Magnús Jónsson, alþm.,
flytja erindi um ræðumennsku.
Engin síld - Annar
afli vaxandi
AKRANESI, 11. nóv. — Einn
þriggja reknetabáta héðan af
Akranesi, sem fóru í róður um
helgina, og lagði net sín, kom
að landi með engan afla. Hafði
hann tvílagt 20 net.
Trillubátar hér hafa fiskað vel
í dag og á sunnudaginn. Þá var
aflinn 500—900 kg., en í dag
komst hann upp í 1500 kg.
Báturinn,  sem  héðan  stundar
ýsunet, komst upp í 4 tonna afla,
í dag, en í fyrri róðrum hefur
aflinn verið miklum mun minni.
—Oddur.
framin, hafa lögreglumenn héð-
an úr Reykjavík verið þar eystra
með annan fótinn til þess að að-
stoða fangaverðina. Um helgina
höfðu fangarnir haft sig mjög í
frammi og fóru þa lögreglumenn
héðan úr Reykjavík enn á vett-
vang.
Þá voru þeir fangar sem erfaðst
ir hafa verið viðureignar settir
í einangrunarklefana, og munu
þeir hafa verið 6—8 sem þangað
voru fluttir niður. Var þessum
föngum gerð grein fyrir því, að
frekari mótþrói þeirra væri til-
gangslaus, því hann yrði miskun-
arlaust barinn niður.
Skákmeistaramót
Norðurlands
SÍÐASTLIÐINN sunnudag hófst
á Sauðárkróki Skákmeistaramót
Norðurlands. Setti Pétur Hannes-
son bæjarstjórnarforseti mótið,
en það er helgað minningu Sveins
Þorvaldssonar eins efnilegasta
skákmanns þessa lands, en hann
drukknaði 1934.
Á mótinu er keppt í 3 flokkum,
alls á 9 borðum.
1. umferð var tefld á sunnu-
dag og biðskákum lokið í gær.
í meistaraflokki vann Halldór
Jónsson, Akureyri, Skarphéðinn
Pálsson, Sauðárkróki. Jónas Hall-
dórsson, Blönduósi, vann Rand-
ver Karvelsson, Akureyri. Jafn-
tefli gerðu Þráinn Sigurðsson,
Siglufirði og Jón Ingimarsson,
Akureyri og sömuleiðis Hjálmar
Theodórsson, Sauðárkróki og Jón
Jónsson, Húsavík.
í 1. fl. vann Ingólfur Árnason,
Sauðárkróki, Kristján Sólmunds-
son, Sauðárkróki. Hörður Pálsson
Sauðárkróki vann Hjálmar Páls-
son, Hofsósi og Ari Rögnvalds-
son, Sauðárkróki vann Baldur
Þórarinsson, Blönduósi.
í 2. flokki vann Kristján C.
Magnússon Reyni Guðmundsson'
og Maron Sigurðsson vann Hauk
Pálsson. Keppendur í 2. fl. eru
allir frá Sauðárkróki.
UNGFRÚ Steinunn S. Briem
hélt hljómleika í Reykjalundi að
kvóldi síðastliðins fimmtudags.
Auk heimamanna voru viðstatdd
ir allmargir gestir úr nágrenni
staðarins og frá Reykjavík.
Ungfrúin lék á nýjan Bliithner
flygil, sem heimilið hefur eign-
azt og var það í fyrsta skiptið,
sem á hljóðfærið var leikið.
Efnisskrá var sú sama og á
hljómleikum ungfrúarinnar í
Þjóðleikhúsinu hinn 3. þ. m.
Listakonunni var forkunnarvel
tekið og henni bárust blómvend-
ir. Aheyrendur voru sammála
um, að tónleikar þessir væru
meðal þeirra glæsilegustu, sem
haldnir hafa verið þar á staðn-
um.
Ungfrú Steinunn sýndi Reykja
lundi mikinn sóma, er hún
bauðst til að leika fyrir heima-
menn staðarins, og er S. I. B. S.
henni mjög þakklátt fyrir frá-
bæra skemmtun og vináttuvott
sýndan sambandinu.
Öxnadalsheiði
AKUREYRI, 11. nóv. — Undan-
farna þrjá daga hefur verið hæg
sunnanátt og þíðviðri hér nyrðra.
Snjó hefur mjög tekið upp en
allmikil fönn var komin hér.
Samgöngur hafa mjög batnað
í byggð og má telja að færð sé
orðin ágæt. öxnadalsheiði er nú
aftur fær, að minnstta kosti
stærri bifreiðum. Jörð er hér þíð
og er jafnvel verið að grafa fyr-
ir nýbyggingum í bænum. — vig.
Inflú
iicn/an
BARNA- og gagnfræðaskólarnir
sér í Reykjavík gátu í gær hafið
skólastarfið að nýju eftir nokk-
urt hlé vegna inflúenzufarald-
ursins.
Enn er í sumum skólum margt
nemenda frá vegna veikinda og
mun hafa hæst komiðst upp í
20%. í sumum voru fjarvistir
10—15%, og í enn öðrum ekki
tiltakanlega miklar.
Þó veikin sé nú augljóslega í
rénun, þá tekur veikina enn
fjöldi fólks.
Athugaseind frá
Fiskideildinni
í fregn, sem birtist í Morgun-
blaðinu s. 1. sunnudag, segir, að
sérfræðingar þeir, sem nýlega
hafi verið við athuganir í Faxa-
flóa á verðskipinu Ægi, hafi mælt
óvenju hátt hitastig í Faxaflóa
og utan hans.
Fiskideild Atvinnudeildar Há-
skólans vill gera þá athugasemd
við þessa frétt, að enginn af sér-
fræðingum deildarinnar hafði
með höndum umræddar athug-
anir á v.s. Ægi, enda var ekki
til deildarinnar leitað og þessar
athuganir því Fiskideildinni al-
gerlega  óviðkomandi.
Ef rétt er hermt í fréttinni um
hitastig í Faxaflóa, þ. e. a. s.,
að það sé um 7°, má geta þess,
að samkvæmt þeim gögnum, sem
okkur eru kunn, mun hér ekki
vera um óvenju hátt hitastig að
ræða miðað við árstíma. Sem
dæmi má nefna, að svipað hita-
stig mældist síðast í nóvember
í fyrra einmitt á þeim slóðum,
sem síld hélt sig þá.
Sérfræðingar þeir, sem undan-
farið hafa séð um athuganir á
v.s. Ægi, hafa nú látið af störf-
um og í dag lagði Ægir upp í
síldarleit og almenna rannsókna-
ferð undir stjórn Jakobs Jakobs-
sonar fiskifræðings.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20