Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 123. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						20 sáður
jtttfrltafófr
45. árgangur
123. tbl. — Miðvikudagur 4. júní 1958
Prentsmiðja Morgunblaðsins,
Mikilvœgast oð fá nýja ríkisstjórn,
sem jb/óð/n  treystir
Framsóknarflokkurinn  eitt  aðal-
efnahagsvandamál  þjóðfélagsins
Gjaldeyrisabstaban  600 millj. kr.  lakari  en  jpegar
vinstri stjórnin tók vib
Frá eldhúsdagsumrœounum í gœrkv'öldi
Krúsjeft gefur „hnuna"
Ræbst harkalega á júgóslavneska
kommúnistatlokkinn og Tífó
VINSTRI stjórnin átti mjög
í vök að verjast seinna kvöld
eldhúsdagsumræðanna á Al
þingi. Fulltrúar Sjálfstæð-
isflokksins, sem töluðu í
gærkvöldi, þeir Jón Pálma-
son, Ingólfur Jónsson og
Gunnar Thoroddsen deildu
mjög á stjórnina fyrir ráð-
leysi hennar og úrræðaleysi
á öllum sviðum. Jón Pálma-
son gerði sérstaklega að um-
talsefni óreiðustjórn Ey-
steins Jónssonar á f jármál-
um ríkisins, og kvað þá ráð-
stöfun nauðsynlegasta af
öllum nú eins og komið
væri, að skipt væri um fjár-
málaráðherra hið f yrsta.
Ingólfur Jónsson sýndi m.
a. fram á, að gjaldeyrisað-
staða íslenzku þjóðarinnar
hefði versnað um upphæð,
er næmi 600 milj. kr. á
valdatímabili vinstri stjórn-
arinnar þegar tekið væri til-
lit til erlendrar skuldasöfn-
unar. Vísitalan hefði hækk-
að um 21 stig og hreint öng-
þveiti blasti nú við í efna-
hagsmálunum.
Gunnar Thoroddsen, sem
talaoi seinastur af ræðu-
mönnum Sjálfstæðisflokks-
ins, benti m. a. á það, að Al-
þýðuflokkurinn og Fram-
sóknarflokkurinn hefðu lof-
að því að kommúnistar
skyldu ekki fá að koma ná-
lægt stjórn íslenzkra utan-
ríkismála. Nú hefði komm-
únistum verið falin forystan
í stærsta og viðkvæmasta
utanríkismáli þjóðarinnar.
Ræddi hann síðan nokkuð ó-
Nýtt bréf
frá Krúsjeff
WASHINGTON, 3. júní. f kvöld
afhenti Mensikov, sendiherra
Sovétríkjanna í Washington,
Eisenhower Bandarikjaforseta
bréf, frá Krúsjeff. Sagði sendi-
herrann, að bréiið væri hið merk
asta, en vildi þó ekkert um inni-
hald þess segja. — Utanríkis-
ráðuneyti Bandaríkjanna segir,
að bréfið f jalli um aukin viðskipti
milli Bandaríkjanna og Sovét-
rikjanna.
einingu stjórnarflokkanna í
landhelgismálinu. Ennfrem-
ur gerði hann grein fyrir af-
stöðu Sjálfstæðisflokksins
til efnahagsvandamálanna.
Bar málflutningur full-
trúa Sjálfstæðisflokksins af
málflutningi stjórnarliðsins.
159% hækkun
Jon Pálmason talaði fyrstur af
ræðumönnum Sjálfstæðisflokks-
ins. Hann kvað vinstri stjórnina
hafa hækkað útgjöld ríkissjóðs
og útflutningssjóðs á tveim ár-
um um 159%. Rakti hann loforð
og svik vinstri stjórnarinnar í
efnahagsmálunum og benti m. a.
á minnkandi framlög  til vega-
og brúagerða. Hann kvað Ey-
stein Jónsson fjármálaráðherra
vera hinn mesta óhappamann í
íslenzkum stjórnmálum og bæri
brýna nauðsyn til þess að skipta
um mann í embætti fjármálaráð-
herra. Ennfremur ræddi hann
árásir ríkisstjórnarinnar á bæjar-
og sveitarfélögin. Hann kvað
vinstri stjórnina hafa lækkað
gengi krónunnar með því að sí-
auka framleiðslukostnaðinn.
Framhald á bls. 2.
SOFÍU, 3. júní. • — í kvöld
talaði Krúsjeff á sjöunda
flokksþingi búlgarska komm-
únistaflokksins og réðist í
ræðu sinni harkalega á Tító.
aðalleiðtoga júgóslavneska
kommúnistaflokksins.
Fréttaritari Reuters segir, að
það sé skoðun vestrænna stjórn-
málafréttaritara í Belgrad, að
Krúsjeff sé kominn til Sofíu til
að leggja á ráðin um, hvernig
Búlgarar eigi að bregðast við hin-
um nýja títóisma. Sé áreiðan-
legt, að þeim verði ráðlagt að
leggjast gegn honum, enda reyndi
Krúsjeff oft í ræðu sinni að gera
S/ó í hrýnu í Túnis í gœr
TÚNIS, 3. júní. — Fréttir frá
Túnis herma, að enn hafi slegið
í brýnu milli franskra og tún-
iskra hermanna í Remadahéraði.
Se'gja fréttirnar, að í dag hafi
komið til allharðra átaka milli
þessara aðila. Talsmaður Frakka
mótmælir  því  hins  vegar,  að
fregnir þessar séu réttar. Segir
hann, að engir bardagar hafi orð
ið á þessum slóðum síðan á
fimmtudag. Talsmaðurinn gaf í
skyn, að franska stjórnin mundi
mótmæla atburðum þeim, sem
áttu sér stað í Túnis í fyrri viku,
þegar fyrrnefndir bardagar bloss-
uðu upp.
Tító tortryggilegan og jafnvel
gekk hann svo langt að gera grín
að honum. Krúsjeff sagði m. a.,
að júgóslavneskir kommúnistar
væru orðnir sjálfum sér ósam-
kvæmir og væri það afleiðing af
röngu mati þeirra á ungversku
byltingunni. Þá sagði hann enn-
fremur, áð forsprakkar júgó-
slavneskra kommúnista hefðu
haldið áfram að rægja Sovét-
ríkin eftir að samkomulag hafði
náðst milli landanna eftir dauða
Stalíns. Þá gagnrýndi hann harð-
lega pólitíska yfirlýsingu sem
gefin var út að afloknu síðasta
fiokksþingi júgóslavneska komm
únistaflokksins nú nýlega og
varðaði stefnu Sovétríkjanna á
undanförnum árum og afstöðu
þeirra til Júgóslavíu.
Fréttamenn segja, að það hafi
verið kaldhæðni örlaganna, að
Krúsjeff skyldi hafa haldið þessa
árásarræðu sína á Júgósíava ná-
kvæmlega þrémur árum eftir að
hann    fór    frá  ¦ Júgóslavíu
(1955), en þangað fór hann
til að bæta fyrir yfirsjónir Stalíns
og jafna allan ágreining milli
þjóðanna.
Brezka  stjórnin  neitar að viðurkenna út-  -
færslu fiskveiðitakmarkanna
Gefur út yfirlýsingu vegna  fyrirhugaðrar
stækkunar fiskveiðilandhelgi íslendinga
í REUTERSFRÉTTUM seint í gærkvöldi segir, að brezka
stjórnin hafi skömmu áður gefið út yfirlýsingu um þá ákvörð-
un íslendinga að víkka út fiskveiðilandhelgi sína úr 4 í 12
sjómílur. í yfirlýsingunni segir, að brezka stjórnin neiti að
viðurkenna þessar ráðstafanir íslenzkra stjórnvalda. Það er
skylda brezku ríkisstjórnarinnar að koma í veg fyrir ólögleg
afskipti af brezka fiskveiðiflotanum á úthöfunum við ísland,
segir ennfremur í yfirlýsingunni.
ÓSKA SAMNINGA     I-----------------------------------------------
Þá er skorað á íslendinga að
ganga að samningaborðinu og
reyna að komast að samkomu-
lagi við Breta og aðrar fisk-
veiðiþjóðir um fiskveiðirétt-
indin fyrir hinn 1. sept. nk.,
en íslenzka ríkisstjórnin hefur
ákveðið, að hin nýja reglu-
gerð um landhelgina skuli þá
ganga í gildi. Brezka stjórn-
in, segir ennfremur í yfirlýs-
ingunni, hefur fylgzt með Því
með undrun og hryggð, hvern
ig íslendingar hafa í langan
tíma reynt að bægja erlend-
um veiðiskipum frá miðum
sem þau haf a f ulla heimild til
að fiska á.
valdi. Þá er sagt, að fiskveið-
arnar séu geysimikilvægar
fyrir bæði löndin. Bretar hafa
reynt að fá Islendinga til að
senrja um málið og gert allt
sem í þeirra valdi hefur stað-
ið til að koma í veg fyrir, að
íslendingar víkki út fiskveiði-
landhelgi sína upp á eigin
spýtur, segir ennfremur.
I  lok  yfirlýsingarinnar  er
skýrt frá umræðum um mál-
ið á Kaupmannahafnarfundi
Atlantshafsbandalagsins.
KREFJAST
FLOTAVERNDAR
Fulltrúar brezkra togara-
eigenda ræða við landbúnað-
ar- og sjávarútvegsmálaráð-
herra Breta, Jobn Hare, á
fhnmtudag um mál þetta.
Hafa þeir hvatt brezku stjórn-
'na til að senda herskipaflota
á íslandsmið brezkum fiski-
skipum til aðstoðar.
e  Caulle  fer til  Alsír  í  dag
ORÐSENDING TIL
ÍSL. STJÓRNARINNAR
BrezKa stjórnin hetur skýrt
sjónarmið sín, nú síðast í sér-
stakri orðsendingu til íslenzku
stjórnarinnar. Þá segir enn-
fremur í yfirlýsingu Breta, að
brezka stjórnin eigi bágt með
að trúa því, að íslendingar
muni beita erlenda sjómenn
Hann ræddi vib Salan í gær — Massu
vill fá skýringar á háttalagi
forsætisrábherrans
PARÍS OG ALSÍK, 3. júní. —
Franska þingið tók í dag hálfs
á s frí* frá störfum eftir að það
hafði samþykkt að fela de
Gaulle að stjórna landinu með
tilskipunum. Forseti þingsins
sagði í þingslitaræðu sinni, að
þingið yrði kallað saman aftur,
áður en þessi tm-í er útrunninu,
ef nauðsyn krefði.
í dag kom Salan yfirhershöfð-
íngi i Alsír til Parísar og tok de
Gaulle á móti honum. Haíði for-
sætisráðherrann beðið Salan að
koma til Parísar til skrafs og
ráðagerða um málefni Alsír. De
Gaulle mun sjálfur fara til Alsír
á morgun (miðvikudag), ems og
kunnugt er.
ir háttsettir hershöfðingjar i
Alsír og samstarfsmenn hans.
Þeir de Gaulle ræddust við í 5
stundarfjórðunga. Engin tilkynn-
ing hefur verið gefin út um við-
ræðurnar.
Mikill viðbúnaður er í Alsír að
taka á móti de Gaulle. Sumir
Alsírbúar eru sárgramir yfir þvi,
að fulltrúar gömlu flokkanna
eiga sæti í ráðuneyti de Gaulles.
jafnvel Mollet og Pflimlin. í
gær söfnuðust allmargir íbúar
Algeirsborgar saman til að láta i
ljós óánægju sína, en Massu,
yfirmaður fallhlífasveitanna og
aðalleiðtogi uppreisnarmanna,
ávarpaði  mannfjöldann  og  bað
hann  vera  rólegan.  Yfirmaður
í fylgd með Salan voru nokkr- öryggisnefndanna í Alsír sagði í
dag, að fullvíst mætti telja, aS
öll vandamál yrðu leyst, þegar
de Gaulle kæmi til landsins.
Massu sagði við fréttamenn í dag,
að þegar de Gaulle kæmi til
Alsír, yrði hann að útskýra,
hvers vegna hann hefði ekki
te.kið neinn af forystumönnum
Alsírmanna í ríkisstjórn sína,
ekki einu sinni Soustelle. Massu
sagði ennfremur, að öryggisnefnd
irnar hefðu sent nefnd manna til
Parísar þeirra erinda að skýra
sjónarmið Alsírbúa fyi-ir hinni
nýju stjórn de Gaulles.
Fréttamenn segja, að orðróm-
ur sé á kreiki um það, að de
Gaulle hyggist veita múhameðs-
trúarmönnum full mannréttindi
á við Frakka og muni hann skýra
frá þessari ákvörðun sinni, þeg-
ar hann kemur til Alsír. Hyggst
hann vinna múhameðstrúarmenn
til fylgis við stefnu sína, enda hef
u'r hann alltaf átt itök í Serkjum
og Márum í Norður-Afríku. En
hvernig franskir Alsírbúar taka
þessu er óvíst
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20