Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 124. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						20 síður
mtfrliiMfe
45. árgangur
124. tbl. — Fimmtudagur 5. júní 1958
PrentsmiSja Morgunblaðsins
Færeyingar vilja víkka íisk-
veidilögsöguna í 12 mílur
Bretar og Noromenn vilja rábstefnu
ÞÓRSHÖF og LONDON, 4.
júní. Stjórnarvöldin í Faereyjum
hafa lýst yfir því, að þau telji
sig ekki lengur bundin af sátt-
málanum milli Færeyinga og
Breta um fiskveiðilögsöguna eft-
ir að ísland ákvað að víkka land-
helgina úr 4 í 12 mílur frá og
weð 1. sptember n.k.
Það var leiðtogi færeyskra út-
gerðarmanna, Kristian Djurhuus,
sem gerði grein fyrir sjónar-
miðum Færeyinga varðandi skref
íslands á Lögþingi Færeyja í
dag, en í gær höfðu Bretar Iýst
því yfir að þeir tækju ekki ein-
hliða ákvörðun íslendinga gilda.
í greinargerð sinni sagði Djur-
huus, að forsendur sáttmálans
milli Færeyinga og Breta hefðu
breytzt svo mjög eftir ákvörð-
un íslendinga, að héðan í frá
verði að gera ráð fyrir að Fær-
eyingar séu ekki bundnir af sátt-
málanum. Nú verði Lögþingið að
fá fullt frelsi til að krefjast nýrra
samninga við Breta eða gera ráð
stafanir til að víkka fiskveiðilög-
söguna þannig að allar þjóðir
við Norður-Atlantshafið viður-
kenndu hana eða létu hana við-
gangast. Þar með væri sáttmál-
inn úr sögunni, sagði Djurhus.
Bretar taldir fúsir til samninga.
Brezka utanríkisráðuneytið
neitaði í dag að láta nokkuð
uppi um yfirlýsingu færeyskra
stjórnarvalda þess efnis, að þau
telji sig ekki lengur bundin af
sáttmálanum við Breta. Hins
vegar er það haft eftir góðum
heimildum, að Bretar muni verða
við óskum Færeymgwi um samn-
ingsviðræður með það fyrir aug-
um að víkka fiskveiðilögsöguna.
Þá er bent á það, að takist
Bretuin að ná samkomuiagi við
Dani um ákvæði. sem geri ráð
fyrir því að brezk skip fiski ekki
á ákveðnum svæðum kringum
eyjarnar. þá sé ekki ólíklegt að
íslendingar fallist á að hefja
samningsviðræður um hliðstæð
ákvæði.
Búizt er við því, að Djurhuus
lögmaður fari til Hafnar á föstu-
daginn til að ræða fiskveiðivanda
málið við H. C. Hansen forsætis-
og utanríkisráðherra.
Sérstök ráðstefna?
í Reutersfregn er það haft eftir
góðum heimildum í London, að
Danir hafi komið með þá tillögu
í óformlegum umræðum um þessi
mál í Atlantshafsbandalaginu, að
kvödd verði saman sérstök ráð-
stefna hlutaðeigandi ríkja, sem
reyni að finna lausn á vanda-
málinu. Þá er sagt, -að Bretar
séu einnig reiðubúnir að eiga
ráðstefnu við íslendinga eina um
fiskveiðisáttmála, að því til-
skildu, að íslendingar gefi öðr-
um þjóðum ekki betri kosti.
Þá er haft fyrir satt í London,
að meirihluti NATO-ríkjanna
meðal þeirra Noregur, Bretland,
Frakkland og Vestur-Þýzkaland,
hafi látið í Ijós andstöðu við ráð-
stafanir íslendinga í óformlegum
viðræðum NATO-ríkja. Stjórn-
málafréttaritarar í London benda
á, að fara verði varlega með
deiluna við íslendinga svo að
samsteypustjórnin á íslandi falli
ekki.
mennirnir á Mæri og Vesturland-
inu. Rök þeirra hafa jafnan ver-
ið þau, að ekki bæri að stofna
fiskveiðum Norðmanna á fjar-
lægum höfum í hættu. Ef þessi
fiskimið verða eigi að síður lok
uð norskum fiskimönnum, þá
höfum við ekki framar neinu að
glata þótt fiskveiðilögsagan verði
vikkuð í 12 mílur", sagði ráðherr-
ánn.
Víkkun við Færeyjar lítilvæg
Fréttaritari NTB ræddi einnig
Framh. á bls. 2.
Verkföll breibast enn
mjög út í Englandi
LONDON, 4. júni. — Alls lágu  krefjast þess að alþýðusamband-
Rússar ráðasí
gegn ,Norad4
MOSKVU, 4. júní. — Málgagn
rússnesku stjórnarinnar Izvest-
ia, réðst í dag harkalega á hug-
myndina um sameiginlega flug-
stjórn Norður-Ameriku, sem
nefnd verði „NORAD". Segir
blaðið, að það sé augljóst, að þessi
nýja sameiginlega f'igstjóin
muni gera alþjóðamál erm flókn-
ari en orðið er og auka spennuna
í heiminum. Þessi flugstjórn á að
breiða yfir árásarfyraætlanir
ákveðinna hópa í Norður-Amer-
íku, segir blaðið. Nægir að benda
á það, að í „NORAD" verður
bandaríski flugherinn, sem hefur
með skipulögðum hætti sent
sprengjuflugvélar hlaðnar kjarn
orkuvopnum í áttina til landa-
mæra Sovétríkjanna, segir Iz-
vestia.
tlmniælí sjávarútvegsmálarátí-
herra Noregs.
Þegar fréttaritari NTB-frétta-
stofunnar norsku átti tal við
sjávarútvegsmálaráðherra Norð
manna í dag. sagði hann m. a.:
„Mér virðist sanngjarnt nú þeg-
ar íslendingar hafa ákveðið að
víkka fiskveiðilögsöguna, að Fær
eyingar stigi sjálfir spor í þá átt
að vernda fiskimið sín. Að sjálf-
sögðu verður siík ákvörðun okk-
ur mjög óheppileg. Við höfðum
vonað í lengstu lög, að fundin
yrði viðhlítandi lausn, en norf-
urnar á því að fá íslendinga til
að endurskoða ákvörðun sína
virðast heldur litlar. Ef Fær-
eyingar framkvæmdu víkkun fisk
veiðilögsögunnar á sama hátt og
íslendingar, kynni það að leiða
t*J þess að norskir fiskimenn
skipti um grundvallarskoðun sína
á 12 mílna landhelginni. Þeir,
sem hafa verið tnestir andstæð-
in?ar slíkrar víkkunar t-ru fiski-
Ráðstefna um suðurskaufssvæðið
WASHINGTON, 4. júní. — öll
ellefu ríkin, sem Bandarikja-
stjórn bauð fyrir nokkru til al-
þjóðaráðstefnu um áframhald-
andi vísindasamvinnu á suður-
heimskautssvæðinu eftir að jarð-
eðlisfræðiárinu lýkur, hafa nú
tilkynnt utanríkisráðuneytinu í
Washington, að þau séu fús að
taka þátt í slíkri ráðstefnu.
Norðmenn voru meðal hinna
fyrstu sem þágu boðið, en síð-
asta  svarið  kom  frá  Rússum  á
mánudaginn. Boðið var á sínum
tíma sent þeim sjö ríkjum sem
gera kröfur um yfirráð ákveð-
inna svæða við suðurskautið,
meðal þeirra Norðmanna, og til
fjögurra ríkja annarra, sem sent
hafa vísindaleiðangra suður þang
að á jarðeðlisfræðiárinu.
Ætlun Bandaríkjastjórnar er
sú, að löndin sem gera landakröf-
ur við suðurheimskautið reyni
ekki að fá þær viðurkenndar á
ráðstefnunni, heldur verði málin
rædd í bróðerni.
í gær varð hinn heimsfrægi
trúarleiðtogi, dr. Frank
Buchman áttræður. Hann er
stofnandi og leiðtogi hinnar
alþjóðlegu siðgæðis- og trú-
arhreyfingar „Moral Rearma-
ment" sem á sér fylgjendur í
flestum löndum heims og
hefur komið miklu góðu til
leiðar, ekki sízt í löndum
Asíu og Afríku. Buchman er
Bandaríkjamaður, fæddur i
Pennsylvaníu, en hefur eytt
mestum hluta ævinnar í
ferðalög um heiminn. Hér
á landi mun Buchman eiga
allmarga vini.
111 skip hvaðanæva úr heiminum
við bryggjur í London í dag og
var hvorki hægt að lesta þau né
losa eftir að verkfall hafnarverka
manna hafði breiðzt út og náði
til 17.800 manna.
Hafnarverkamenn í Tilbury
lengra niður með Thamesánni
lögðu líka niður vinnu þegar
þeim barst sú frétt, að vinnuveit-
endur notuðu vinnuafl utan
verkalýðsfélaganna til að losa
skipin.
¦ Komið er á þriðju viku síðan
verkfallið hófst. Verkamennirmr
lögðu niður vinnu til að mótmæla
notkun vinnuafls utan verkalýðs-
félaganna og til að styðja starfs-
menn við sláturhús og kjötverzl-
anir, en þeir fóru í verkfall fyrir
sjö vikum þegar bílstjórarnir
lögðu niður vinnu í sambandi við
launakröfur. Síðan var nokkrum
starfsmönnum sagt upp og því
borið við að þeim væri ofaukið,
og fóru þá allir starfsmennirnir
í verkfall.
Alþýðusambandið  ræðir  málin
Verkamálaráðherrann er nú
að reyna að finna lausn á verk-
föllunum, eftir að samningsvið-
ræður um hærri laun hafnar-
verkamanna fóru út um þúfur.
Launakröfurnar eu hins vegar
óskyldar verkfallinu, sem var
ekki boðað af verkalýðssamtök-
unum.
Stjórn brezka alþýðusambands
ins kom saman til fundar í dag
til að ræða verkfall strætisvagna-
stjóra í London eftir að Macmill-
an forsætisráðherra hafði til-
kynnt sendinefnd frá samband-
inu, að ríkisstjórnin gæti komið
með annað tilboð en það, sem
verkalýðsfélögin höfnuðu á föstu
daginn. Verkfall strætisvagna-
stjóra hefur nú staðið yfir í tæp-
ar 4 vikur.
Fleiri verkföll yfirvofandi
Búizt er við, að framkvæmda-
stjóri sambands flutningaverka-
manna,  Frank  Cousins,  muni
ið styðji verkfall strætisvagna-
stjóra, sem eru um 50,000 talsins.
Kunnugir telja að stjórn alþýðu-
sambandsins hafi mikinn hug á
að hafa á hendi milligöngu i
verkfallinu til að koma í veg fyr-
ir að fleiri stéttir leggi niður
vinnu í samúðarskyni.
Hammarskjöld
í Osló
OSLO, 2. jún. — Hammarskjöld
er nú i Oslo — og lét hann þess
getið í dag, að hann mundi leggja
til á vettvangi S.Þ., að nefnd sú,
sem unhið hefur á vegum sam-
takanna að því að gera athuganir
á því hve mannkyninu stafaði
mikil hætta af geislunum af völd-
um kjarnorkusprenginga og
kjarnorkunotkunar í þágu friðar-
ins — héldi störfum áfram og
yrði gerð að einni af sérstofnun
S.Þ. Bárust Hammarskjöld áskor-
anir um að beita sér fyrir stöðv-
un tilrauna með kjarnorkuvopn
— og voru áskoranirnar undirrit
aðar af nær 30,000 Norðmönnum
— mestmegnis konum.
Rússnesk skip
undan Banda-
ríkjaströnd
WASHINGTON, 2. júni. — í sam-
bandi við kæru Rússa á hendur
Bandaríkjamönnum þess efnis,
að bandrískar flugvélar, hlaðnar
kjarnorkusprengjum, flygju oft í
átt að landamærum Rússlands og
ógnuðu öryggi landsins á þann
hatt, hefur bandariska utanrikis-
ráðuneytið skýrt svo frá. að rúss-
nesk sæför hafi oft sézt undan
strönd Nýfundnalands og Nýja
Englands — og ekkert væri kunn
ugt um í hvaða erindagjörðum
þessi skip væru iðulega.
De Gaulle lofar
og kosningum í
innan 3ja mánaða
algeru jafnræði
Alsír
ALGEIRSBORG, 4. júní. Charles
de Gaulle forsætisráðherra
Frakka kom í dag til Alsír og
var tekið á móti honúm sem sig-
urvegara þegar hann ók inn í
höfuðborgina. Hann átti strax
eftir komu sina viðræður við
yfiröryggisnefndina í Alsír. lor-
mælandi nefndarinnar sagði eftir
lundinn, að menn væru þeirrar
skoðunar, að sigurinn væri end-
anlegur.
Fcrmælandinn hélt því fram,
að de Gaulle iiefðj samþykKr að
yfiröryggisnefndin starfaði áfram
og að þjóðbrotin tvó í Aisír yrðu
sanieinuð. Forsætisráðherann lét
einnig í ljós velþoknun sína yfir
framkomu öryggisnefndarmr.ar:
meðlimir hennsr hefði hegðað sér
á réttan hátt og va.'jð rétta leið-
toga. Hann samþykkti ai'ar að-
gerðir nefndarinnar
3 spurningar.
Meðlimir öryggisnefndarinnar
lögðu þrjár spurningar fyrir de
Gaulle á fundinum í dag, og lof-
aði hann að gefa svör við þeim
í ræðu sinni, sem hann átti að
halda seinna í kvöld frá svölum
stjórnarbyggingarinnar í Algeirs
borg.
Fundur öryggisnefndarinnar og
de Gaulle átti sér stað í sum-
arhöllinni í Algeirsborg. Aðeins
örfáir fréttamenn og nokkrir for-
vitnir borgarar höfðu tekið sér
stöðu við höllina þegar fundurinn
hófst. Fréttamönnum var bannað
að koma inn á hallarsvæðið.
Siðar í dag tók fólk að streyma
til st.iórnarbyggingarinnar tU að
tryggja sér rúm meðan forsætis-
ráðherann talaði. Tveimur timum
áður en de Gaulle átti að koma
fram á svalirnar höfðu um 100
þúsund manns safnazt saman  ¦>
torginu og nærliggjandi götum.
Mannfjöldinn bar franska fána
og spjöld með áletrunum eins
og „Lengi lifi de Gaulle" og
„Lengi lifi Soustelle". Fánum
með svipuðum áletrunum var
varpað yfir mannfjöldann úr þyr
ilvængjum. Sveit flugvéla flaug
yfir og myndaði tákn de Gaulle,
Loraine-krossinn.
I garðinum bak við stjórnar-
bygginguna hafði stór sveit fall-
hlífarhermanna tekið sér stöðu,
og mikið lögreglulið var líka til
taks, ef nauðsynlegt yrði að hafa
hemil á fólksfjöldanum.
Forsætisráðherann var kynnt-
ur af Salan hershöfðingja, sem er
yfirmaður frönsku herjanna í
Alsír. Hann sagði m. a. að 10
milljónir Frakka í Alsír stæðu
sem einn maður bak við de
Gaulle til að endurreisa mikil.
leik   Frakklands.
Endurnýjun og bræðralag
Þegar de Gaulle hóf ræðu sína
var mannfjöldinn orðinn om
150.000, og muna menn ekki
meiri mannfjölda á einum stað
í Alsír fyrr. Forsætisráðherrann
***•*  t  bls. 2.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20