Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 129. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						mtUðfti^
«5. árgangur
129. tbl. — Miðvikudagur 11. júní 1958
Prentsmiðja Morgunblaðrhu
:«**
Ólai'ur Thors
Gunnar      Sigurður Bj.     Magnús
Björn
Friðjón
Ólafur Bj.     Sigurður Ag.      Kjartan
liinar
Almennir sfjórnmálafundir SjálfsfæBismanna
Fytstu fundirnir verBa á Akur-
eyri og EskifirBi annaB kvöld
E I N S og* boðað hefur verið heldur Sjálfstæðisflokkurinn tiu
i.iinenna stjórnmálafundi á ýmsum stöðum á landinn nú í vikunni
og um næstu helgi. Fyrstu fundirnir verða haldnir annað kvöld
á Akureyri og Eskifirði.
A föstudaginn verða haldnir fjórir fundir: A ísafirði, Blöndu-
csi, Síglufirði og Seyðisfirði, og á laugardag verða fundir á Breiða-
bliki á Snæfellsnesi, í Bolungarvík og á Hvammstanga. A sunnu-
dag verður fundur í Búðardal. — Öllum er heimill aðgangur að
fundunum. — Fundirnir verða haldnir, sem hér segir:
Fimmtudaginn 12. júlí:
Jón
Akureyri kl. 8,30 sd.
Frummælendur, alþing-
ismennirnir Sigurður
Bjarnason og Friðjór*
Þórðarson.
Eskifirði, kl. 8,30 sd. Frummæl
endur: Gunnar Thoroddsen,
borgarstjóri, og Einar Sig-
urðsson, útgerðarmaður.
Föstudaginn 13. júní:
Blönduósi, kl. 8 sd. Frummæl-
endur:     alþingismennirnir
Magnús Jónss. og Jón Pálma-
son.
Isafirði, kl. 8,30 sd. Frummæl-
endur: alþingismennirnir ÚI-
afur Björnsson, Björn Ólafs-
son og Kjartan Jóhannsson.
Siglufirði, kl.  8,30 sd. Frum-
mælendur:  alþingismennirn-
ir Friðjón Þórðarson og Sig-
urður Bjarnason.
Seyðisfirði, kl. 8,30 sd. Frum-
mælendur: Gunnar Thorodd-
sen, borgarstj., og Einar Sig-
urðsson, útgerðarmaður.
Laugardaginn 14. júní:
Breiðablik á Snæfellsnesi, kl.
8,30 sd. Frummælendur: Ól-
afur Thors, form. Sjálfstæðis
flokksins, og Sigurður Ag-
ústsson, alþm.
Bolungarvík, kl. 8,30 sd. Frum-
mælendur: alþingismennirn-
ir Björn Ólafsson og Ólafur
Björnsson.
Hvammstanga, kl. 8 sd. Frum-
mæiendur: alþingismennirn-
ir Jón Pálmason og Magnús
Jónsson.
Sunnudaginn 15. jiíní:
Búðardal, kl. 3 sd. Frummæl-
endur:     alþingismennirnir
Magnús Jónss. og Jón Pálma-
Danskur fiskifrœBingur
skýrir sjónarmiB Islend-
inga í landhelgismálinu
Bandaríkiamenn taldir vilja fá Islend-
inga til crð semja við Breta
Kaupmannahöfn, 10. júní   sem  stafar  af  rányrkju  á
DANSKA  blaðið  „Dagens Norður-Atlantshafi.   Kvað
Nyheder" skýrir frá því í
morgun, að danski fiski-
fræðingurinn Vedel Taan-
ing hafi talað á fundi fisk-
veiðinefndar Norðvestur-
Atlantshafsias í Halifax í
gær  og  rætt um hættuna
Bretar áminntir um aB
styggja ekki Islendinga
Málgagn Djurhuus vill
samninga um landhelgi
Mótmælir aðgerðum Islendinga
IIÖFN, 10. júní. „Föroyatidindi", sem er málgagn Kristians Djur-
huus, lögmanns í Færeyjum, skrifar í dag, að ekki megi búast við
miklum árangri með einhliða ráðstöfunum í landhelgismálunum.
Þess vegna óski Færeyingar samninga, bæði við Englendinga um
friðsamlega víkkun landhelginnar og við íslendinga í því skyni að
mótmæla því að færeyskir handfæra- og línubátar séu reknir af
iniðum, sem þeir eiga hefðbundinn rétt til. Verði samningaleiðin
érangurslaus, verður að leggja málið fyrir Haag dómstólinn, segir
blaðið. —
Brét Eisenhowers til
Krúsjeffs
ÓSLÓ, 10. júní. NTB. Formaður
sambands brezkra togaraeigenda,
Sir Farndale Phillips, beindi í
dag þeirri áskorun til brezkra
f iskkaupmanna og annarra þeirra
* vinna að fiskiðnaði, að ekkert
það yrði aðhafzt sem hindra
kynni samninga við íslendinga
um landhelgismálin.
Sir Farndale sagði, að deilur
sem upp kæmu milli ríkja, sem
fram að þessu hefðu verið vin-
samleg hvort öðru, yrðu ekki
leystar með herskipum eða flug-
vélum. Þær verða aðeins leystar
með því að deiluaðilar setjist
kringum borð og leiti að sameig-
inlegri lausn. Það væri ekki
óhugsanlegt, sagði Phillips, að
samningar við Færeyinga og
Norðmenn gætu leitt til lausnar
á deilu Breta og Islendinga um
fiskveiðilögsöguna.
hann 12 mílna landhelgi Is-
lendinga á góðum rökum
reista frá sjónarmiði fiski-
fræðinnar og rannsókna á
lífinu í sjónum. Lagði hann
áherzlu á hve mikilvægt það
væri íslendingum að vernda
fiskimið sín gegn rányrkju.
Vilja samninga
ÞaS er haft eftir góðum heim-
iMiim, að eftir fyrstu viðræSur
þeirra Eisenhowers forsela og Mac
millans forsætisráSherra hafi sendi
nefndir Bandaríkjanna og Bret-
lands á ráðstefnunni í Halifax
fengið frrirmæli um að fá úr því
skorið, hvort lslendingar séu fáan-
legir til að gangast inn á samninga
Ieiðina.
Bandaríkjastjórn er sögð vera
hliSholl Islenaingum i málinu, en
litur svo á, að einhliða ákvörðun
um vikkun landhelginnar í 12
mílur sé óheppileg. — Páll.
Alsírnefndin óhlýðnast de Gaulle
WASHINGTON, 10. júní. Eisen-
hower forseti lagði til í bréfi sínu
til Krúsjeffs einræðisherra, að
tæknilegar viðræður um leiðir til
eftirlits með banni á kjarnorku-
tilraunum hefjist hið fyrsta.
Bréf Eisenhowers var birt í
dag. Er þar sagt, að væntanlegar
viðræður sérfræðinga eigi sér
stað án fyrirfram gerðra samn-
inga um sambandið milli kjarn-
orkubanns og annarra mikil-
vægra málefna. Vill Eisenhower
að viðræðurnar hefjist í Genf
kringum 1. júlí, en þakkar Krús-
jeff fyrir boðið um að halda þær
í Moskvu. Segir hann að sviss-
neska stjórnin hafi gefið sam-
þykki sitt varðandi Genf. Eisen-
hower kveðst ekki hafa neitt við
það að athuga að sérfræðingar
fra Póllandi og Tékkóslóvakíu
taki þátt í umræðunum ásamt
rússnesku sérfræðingunum, en af
vestrænum ríkjum muni Banda-
ríkin, Bretlandi, Frakkland og e.
t. v. fleiri ríki senda sérfraeðinga
á ráðstefnuna. Um „hlutlausar"
þjóðir segir Eisenhower, að hann
sé ekki mótfallinn þátttöku
þeirra síðar meir, ef sérfræðing-
arnir á ráðstefnunni telji hana
nauðsynlega eða gagnlega.
PARÍS, ALSÍR, 10. júní — í dag
lét formælandi franska utanríkis-
ráðuneytisins svo ummælt, að
mikilvægasta verkefni de Gaulle
forsætisráðherra væri nú að end-
urreisa einingu frönsku þjóðar-
innar. Skömmu áður hafði yfir-
öryggisnefndin fyrir Alsír og
Sahara, sem fyrir nokkrum dög-
um lofaði að styðja lögleg stjórn-
arvöld Iandsins, sent de Gaulle
orðsendingu þess efnis, að það
væri fljótfærni og gæti orðið
hættulegt að halda bæja- og
sveitastjórnakosningar í Alsír
áðúr en þjóðaratkvæðið um ný
stjórnskipunarlög fer frarh.
De Gaulle sat á fundi með
Antoine Pinay fjármálaráðherra,
þjóðbankastjóranum og aðrum
efnahagslegum ráðgjöfum, þegar
tilkynningin um uppreisn öryggis
nefndarinnar í Alsír var afhent
honum.
Aðkallandi vandamál
Formælandi     utanríkisráðu-
neytisins sagði í sambandi við
spurningar þess efnis hvort de
Gaulle hefði í hyggju að fara til
annarra landa og ræða við banda
menn Frakka, að þetta gæti kom-
ið til mála, en það yrði ekki að
sinni, þar sem forsætisráðherr-
ann ætti nú fullt í fangi með að
endurreisa einingu þjóðarinnar,
leysa Alsír-vandamálið, stjórn-
skipunarvandann og efnahags-
vandamálin. Enn hefur ekki ver-
ið ákveðið hvenær de Gaulle
hitti Macmillan forsætisráðherra
Breta, en það getur sennilega
ekki orðið fyrr en í næsta mán-
uði. Ennfremur er talið senni-
legt að de Gaulle hitti Adenauer
kanslara Vestur-Þýzkalands, en
það getur ekki heldur orðið á
næstunni.
Samningar haldnir
Formælandmn lét svo ummælt
að de Gaulle hefði í hyggju að
leysa öryggisvandamál Frakk-
lands innan þeirra takmarka sem
gildandi samningar við önnur
ríki settu honum. Það hefði aldrei
veríð ætlun hans að rjúfa gerða
samninga. Þetta ætti einnig við
um samninginn varðandi sam-
eiginlegan markað Evrópu.
Sendiboði Salans
Tilkynningin um ákvörðun
öryggisnefndarinnar í Alsír i
sambandi við bæja- og sveita-
stjórnakosningarnar barst de
Gaulle fyrir milligöngu Salans
hershöfðingja. Blaðafulltrúi Sal-
ans, Charles Lacheroy ofursti,
kom flugleiðis til Parísar i dag
og hafði orðsendinguna með-
ferðis.
Afnám stjórnmálaflokka
Ákvörðunin, sem yfiröryggis-
nefndin tók einróma í morgun,
li-liir líka i sér óskir um að nú-
gildandi stjórnarskrá Frakklands
verði úr gildi numin og allir
stjórnmálaflokkar leystir upp.
Ennfremur er þess krafizt að
Alsír verði óaðskiljanlegur hluti
af Frakklandi, en fái ekki jafn-
ræði eða sjálfstjórn í neinni
mynd. Nefndin vill alls enga
málamiðlun um þau markmið
sem hún setti sér þegar hún var
mynduð 22. maí s. 1.
Það eru ekki nema fimm dag-
ar  síðan  de  Gaulle  varaði  ör-
Frh. á bls. 2.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16