Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 140. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						miMiitöfr
45. árgangui
140. tbl. — Miðvikudagur 25. júní 1958
Prentsmíðia MorgunblaiVuis
Stalinistar reyna
undan Gomulka
í Ungverjalandi ríkir alger þögn um
mótmæli erlendis vio morbunum
Varsjá og Búdapest
24. jimí.
Samkvæmt áreiðanlegum heim
Udum í Varsjá hafa stalinistarnir
nú hert til muna andróðurinn
gegn Gomulka og hans fylgis-
mönnum innan kommúnista-
flokksins pólska. Margir kunnug-
ir í Varsjá telja, að Gomulka sé
hætt kominn — og allt bendi til
þess að úrslitatilraun verði gerð
til þess að velta honum úr valda-
stóli fyrr en síðar.
Aí hálfu pólskra stjórnarvalda
hefur ekkert álit verið látið uppi
á aftökunum í Ungverjalandi og
virðist ljóst, að Gomulka ætli
ekki að hætta sér of langt út á
ísinn. Samkvæmt áreiðanlegum
heimildum mun pólski kommún-
istaflokkurinn ekki taka opin-
bera afstöðu til Ungverjalands-
málanna undir forystu Gomulka
— og í dag, er talsmaður stjórnar
innar var að því spurður, hvert
hefði verið efni orðsendingar
miðstjórnar flokksins tii flokks-
deildanna úti á landi, sagði hann,
að bezt væri að ræða sem minnst
um það.
Flokksdeildirnar  hafa  fcngið
leyfi til þess að túlka að eigin
vild þögn flokksforystunnar um
þetta mál, sagði talsmaðurinn.
•  •
Fulltrúar flokksins í fjölmörg-
um verksmiðjum hafa verið
spurðir að því hverju þögn
flokksstjórnarinnar sætti. Verka-
menn hafa verið mjög áhuga-
samir um þessi mál og mikið hef-
ur verið rætt um aftökur Ungverj
anna þar í landi.
Flokksfulltrúarnir hafa gefið
þau svör, að forysta pólska komm
únistaflokksins hafi ekki fengið
neinar upplýsingar um réttar-
höldin og aftökurnar áður en
fréttirnar voru birtar allri heims-
byggðinni — og pólskir kommún-
oð grafa
istar hefðu ekki fagnað aftökun-
um.
•  •
í Ungverjalandi hefur ríkt al-
ger þögn um viðbrögð erlendis
við aftökum ungversku freisis-
hetjanna. Hvorki útvarp né blöð
hafa birt staf um mótmælaöldu
þá, er risið hefur á Vesturlönd-
um — og jafnvel hefur mótmæla-
orðsending júgóslavnesku stjórn-
arinnar ekki verið birt.
Xalsmaður ungversku stjórnar-
innar var að því spurður hvert
álit hans væri á orðsendingu
Júgóslava, en hann sagðist ekkert
um þá orðsendingu hafa heyrt.  I
Gomulka
Hljóðritað samtal
Nagy og Mikoyan?
BÚDAPEST, 24. júní — Víða umstjórnin  hafi  tvö stór  tromp  á
Ætiar H. C. Hansen að
gerást milligöngumaður?
sveitir Ungverjaiands drógu
bændur svarta fána að húni er
aftaka Nagys og félaga hans varð
kunn — og margir báru svarta
borða um handlegg. Þá herma
fregnir, að í mörgum verksmiðj-
um hafi verkamenn uiinið þögul-
ir, algjör þögn hafi ríkt á vinnu-
stöðum í minningarskyni við hina
myrtu. Þetta eru fyrstu fregn-
irnar af viðbrögðum ungversku
þjóðarinnar. Fréttamönnum er
gert mjög erfitt fyrir að hafa
samband við fólkið.
Kaupmannahöfn,  24. júní.
„INFORMATIONEN" segir í dag,
að Bretar séu ekki sérlega fúsir
til þess að ræða við Dani um út-
víkkun fiskveiðilandhelginnar
við Færeyjar. Þegar hafi hugur
Breta komið greinilega fram,
þvi að lágt settir menn í brezka
utanríkisráðuneytinu hafi tekið
við dönsku orðsendingunni og
fjallað um hana. Bretar vilja að
sjálfsögðu taka orðsendingu
Dana til greiha, en fyrst um sinn
vilja þeir bíða átekta, því að
vopn þeirra gegn íslendingum
mundu snúast í höndum þeirra,
ef þeir gæfu eitthvað eftir hvað
útvíkkun fiskveiðilandhelginnar
við Færeyjar snertir — í viðræð-
unum við Dani.
„Sorö Amtstidende" flytja þá
frétt eftir Lundúnafréttaritara
sínum, að innan brezku stjórnar-
innar sé staðhæft, að H. C. Han-
sen muni í heimsókn sinni til |
Reykjavíkur i byrjun júlí reyna
að miðla málum með íslending-
um og Bretum. Brezka stjórnin
er fús til þess að ræða við ís-
lenzku stjórnina, segir Lundúna-
fréttaritarinn danski, hvenær
sem er, en íslenzka stjórnin hef-
ur ekki enn svarað tillögu
dönsku stjórnarinnar um við-
ræðufund. Ef forsætisráðherrann
geti hins vegar fengið íslendinga
til viðræðna um málið, sé mögu-
leiki á því að brezka stjórnin
viðurkenni sjónarmið íslendmga
og Færeyinga. — Páll.
Orðrómur er á kreiki í Búda-
pest þess efnis, að júgóslavneska
sinni hendi:
1 fyrsta lagi hljóðritað samtai
Nagys og Mikoyans, varaforsætis
ráðherra Ráðstjórnarinnar, þar
þar sem hann lofaði því, að Rúss-
ar færu með her sinn úr Ung-
verjalandi, en Nagy var forsætis-
ráðherra uppreisnardagana.
1 öðru lagi dagbók Nagys, er
hann skrifaði uppreisnardagana.
KAIRO, 24, júní. — Tilkynnt var
í Kario í dag, að uppreisnarmenn
í Alsir hefðu stofnsett bráða-
birgðastjórn þrátt fyrir andmæli
stjórna Túnis og Marokko.
Foot skrif-
aði Crivasi
Kýpur, 24. júní — Foot, land-
stjóri Breta, er farinn til London
tii viðræðna við stjórn sína. Eftir
brottför hans var birt bréf, er
hann ritaði Grivasi, foringja upp
reisnarmanna 12. apríl og bað
Ihann hætta hryðjuverkum og
koma til fundar við sig á einhverj
um afviknum stað og ræða vanda
málin. Hét Foot því, að ekki yrði
skert hér á höfði uppreisnarfor-
ingjans. Bréfinu er ósvarað, en
EOKA hefur hætt hryðjuverkum.
Grikkir hafa tilkynnt, að þeir
munu enga samvinnu hafa við
Tyrki innan NATO um lausn
Kýpurdeilunnar, ef Bretum tak-
ist ekki að leysa málið svo viS-
undandi sé, muni því aftur verða
skotið til SÞ.
Soraya í árekslri
HAMBORG, 24. júní. — Soraya,
fyrrum drottning Iranskeisara,
er nú komin heim úr Bandaríkja
förinni. Um helgina varð hún
fyrir miklum skakkaföllum, er
hún lenti í bifreiðaárekstri. Ók
hún fólksbíl föður síns beint
framan á vörubíl og stórskemmdi
fólksbílinn. Ekki varð hún samt
fyrir neinum meiðslum.
Frönsk kjarnorku-
sprengja
PARÍS, 24. júní. — Sennilegt »r
talið, að Frakkar sprengi fyrstu
kjarnorkusprengju sína í haust,
e. t. v. í október.
Fljúgandi sönglagasmiðurinn vildi
dansleik  eftir  Atlantshafstlugið
a
Fylgið hrynur af komm-
únistum í Bretlandi
LONDON, 24. júní. — Fylgið
virðist nú enn vera að hrynja af
kommúnistum í Bretlandi eftir
aftöku Nagy og félaga hans. —
Eftir uppreisnina í Ungverja-
landi hrakaði fylgi þeirra mjög
— og allt fram á þennan dag
hefur það smám saman far-
ið minnkandi. Einn af leiðtogum
námuverkamanna, Horner að
nafni, sem er einn áhrifamesti
maður kommúnista innan verka
lýðshreyfingarinnar, hefur nú
lýst yfir fyrirlitningu á vinnu-
brögðum kommúnista og sagt, að
síðustu verknaðirnir gæfu til
kynna, að stalinisminn væri
genginn aftur.
Hálft í hvoru hefur verið bú-
izt við því, að kommúnistar
gerðu Horner brottrækan úr
flokknum fyrir þessi ummæli, en
ekki hefur enn orðið úr því, svo
álitið er, að þeir þori ekki að
grípa til slíkra úrræða, Horner
sé þeim of mikilvægur og þeir
telji heppilegra að láta tímann
græða sárin.
Daily Wprker, aðalmálgagn
kommúnista í London, hefur
ekki minnzt á aftökurnar í Ung-
verjalandi i ritstjórnargreinum
sínum, en í þess stað hamrað
mikið á Little Rock og svert-
ingjavandamálinu í Bandaríkjun
PALERMO, Sikiley, 24. júní —
Mörg hundruð manns tóku á
móti „fljúgandi afanum" Max
Conrad, frá San Francisco, er
hann lenti einhreyfilsflugvél
sinni eftir 33 stunda viðstöðu-
laust flug frá New York. Conrad
hló og gerði að gamni sínu, þegar
hann steig út úr flugvélinni, hélt
þegar til næsta pósthúss og póst-
lagði kort, sem hann hafði skrifað
á leiðinni — til konv sinnar og
10 barna. Hann sagðist ekkert
þreyttur, flugið hefði verið hvíld
eftir erfiðan undirbúning — og
hann vildi fyrir hvern mun fara
á dansleik strax um kvöldið — til
þess að lyfta sér upp. En ráða-
menn á Sikiley, sem fögnuðu
honum með góðum gjöfum, gácu
þó komið honum í rúmið án þess
að til.átaka kæmi!
Þetta var 27. flugferð Conrads
yfir Atlantshafið. Hann lærði að
fljúga árið 1927 — og hefur mik-
ið flogið síðan. Aðalstarf hans er
sönglagasmíði — og flest lögin
hefur hann samið á flugferðum.
Eitt lag samdi hann á ferðinni
yfir Atlantshafið nú — og mun
sennilega semja annað á leiðinni
heim, því að hann ætlar ekki að
stanza lengi á Sikiley. — Þegar
hann hefur hvílzt nægilega vel
heldur hann þegar aftur heim,
því að hann á að fljúga annarri
flugvél austur yfir Atlantshaf
eftir viku — og verða Bandaríkja
menn þá sennilega enn einu söng-
laginu ríkari.
Von Brentano mófmœl-
ir harðlega
Rússar borga, en biðjast ekki afsökunar
BONN og Moskvu, 24. júní —
Von Brentano, utanríkisráðherra
V-Þýzkalands, af henti i dag sendi
fulltrúa Rússa í Bonn harðorða
mótmælaorðsendingu vegna a.t-
burðanna við þýzka sendiráðið
í Moskvu í gær.
Sagði  í  orðsendingunni,  að
samkvæmt  staðhæfingu  þýzka
Biður Libanon um hernaðarað-
stoð Bandaríkjanna?
BEIRUT, 24. júní — Hammar-
skjöld kom til Beirut í dag frá
Kairó, en þar átti hann tal við
Nasser. Ræddi Hamarskjöld við
Líbanonsforseta í dag, en för
hans mun ekki hafa orðið
til fjár, a. m. k. mun Nasser
ekki hafa lagt neitt til málanna,
sem eykur friðarhorfurnar nema
síður sé.
Er Hammarskjöld fór  til bú
staðar sins að fundinum loknum
i dag, sprakk sprengja í 100 m
fjarlægð, er hann gekk inn í
bygginguna.
Forseti Líbanons mun senni-
lega fara fram á það við Hamm-
arskjöld, að SÞ sendi nægilegan
liðsafla á vettvang svo að hægt
verði að koma á kyrrð í landinu.
Að öðrum kosti mun forsetinn
biðja Breta og Bandaríkjamenn
um hernaðaraðstoð, að því að
talið er.
Af hálfu Ráðstjórnarinnar hafa
Bretar og Bandaríkjamenn ver'ð
sakaðir um það að ætla að lilm
ast í innanlandsmál Líban-
ons með hervaldi en bandaríska
stjórnin hefur svarað á þá lund,
að stofnskrá SÞ tryggi það, að
Bandaríkjaher aðhafist ekkert
það, sem stofnað getur friðinum
í hættu. Ef Líbanonsstjórn biðji
hins vegar um aðstoð, þá muni
Bandaríkjamenn veita hana sam-
kvæmt áður gerðum samningi við
Líbanon þar að lútandi
sendiherrans hefði Ráðstjórnin
ekki dregið rieina dul á það, að
aðförin að þýzka sendiráðinu
hefði veiið henni að skapi og
beiðni sendiherrans um aukið lög
reglulið hefði ekki verið sinnt
fyrr en mannfjöldinn var búinn
að vinna mikið tjón. Þrátt fyrir
mótmæli sendiherrans hefðu
Rússar ekki beðizt afsökunar á
atburði þessum.
Þýzki sendiherrann í Moskvu
skýrði svo frá í dag, að um 1000
ungmenni hefðu tekið þátt í grjót
kastinu við sendiráðið. Ráðstjórn
in hefði nú fallizt á að greiða
allan viðgerðarkostnað, en ekki
hefði nein afsökunarbeiðni af
hennar hálfu feorizt.
Enginn vafi þykir leika á því,
að hér hafi verið um skipulagðar
aðgerðir af hálfu Ráðstjórnarhan-
ar að ræða sem «g við danska
sendiráðið í Moskvu á dögunum.
Sem kunnugt er réðust nng-
verskir flóttamenn og austur-
þýzkir að sendiráði Rússa í Bonn
og brutu allmargar rúður áður
en lögreglu tókst að tvístra hópn-
um.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16