Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 147. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						z
MWKUU!ÍB<IAffl0
Fimmtudagur 3. júlí 1958
De Gaulle heitir Serkj-
um í Alsír sömu rétt-
indum og Frökkum
Mikið var um dýrðir í Kaupmannahöfh sl. mánudag, er Iíívörður
sitt hátíðlegt. Á myndinni sést lífvörðurinn ganga í fararhroddi
varða fram hjá Konunglega leikhúsinu á leið til Amalienborg til
konungs hélt 300 ára afmæli
mörg' þúsund fyrrverandi lií'
að hylla konungshjónin.
Hreppsnefndar-
kosningar
í Skagaf irði
HOFSÓSI, 1. júlí. — Úrslit
hreppsnefndarkosninganna     í
nokkrum hreppum Skagafjarðar
sýslu urðu sem hér segir: í Holts
hreppi, voru kosningar óhlut-
bundnar og eftirtaldir menn
kjörnir: Jón Gunnlaugsson, Móa
felli, Steingrímur Þorsteinsson,
Stóra-Holti, Sveinn Jónsson,
Bjarnargili, Ríkarður Jónsson,
Brúnastöðum, og Jón Guðvarðar
son,  Saurbæ.  í sýslunefnd  var
Frétt af hreppsnefndar-
kosninp
Hr. ritstjóri!
Vegna óheppilegrar frásagnar
fréttaritara yðar af hreppsnefnd-
arkosningu í Mosfellssveit vil ég
biðja yður að birta eftirfarandi
athugasemdir:
Fréttamaðurinn getur þess, að
fyrsti maður A-listans hefði nær
fallið fyrir 3. manni iistans vegna
útstrikana. Það er rangt, því
að minnsta kosti 50% af þeim
útstrikunum, sem gerðar eru,
hefði þurft til viðbótar.
Ég er þeirrar skoðunar að frá-
sögn fréttamannsins sé óþörf og
ódrengileg að því leyti, að hann
kemur sér jafnframt hjá að skýra
frá því, að annar og þriðji mað-
ur C-listans, svo og annar maður
B-listans hlutu einnig útstrikan-
ir.
Ég undirritaður, sem var
þriðji maður A-listans lýsi því
yfir, að ég myndi ekki hafa tek-
ið sseti í hreppsnefnd, sem mér
væri tryggt með því að strika út
félaga minn, er ég átti sjálfur
þátt í að styðja í fyrsta sæti.
. Dælustöðinni Reykjum, 1. júlí.
Öm Steinsson,
•
Þegar fréttin var send lágu ekki
fyrir frá kjörstjórn nákværnar
upplýsingar um hve mikil brögð
voru að útstrikunum. Þær tölur
lágu síðar fyrir og sýndu eina
útstrikun á B-listanum, 3—4 á
C-listanum, en 12 á A-listanum.
Fréttaritari Mbl. í Mosfellssveit
sér ekkert „ódrengilegt" við að
skýra frá staðreyndum.
kosinn Jón Gunnlaugsson, Móa-
felli.
í Hólahreppi var samkomulags
listi og þessir menn Kjörnir: Frið
björn Traustason, Hólum, Trausti
Pálsson, Brekkukoti, Guðmundur
Ásgrímsson, Hlíð, Sigurður Sig-
urðsson, Sleitustöðum og Árni
Sveinsson, Kálfsstöðum I Við-
víkurhreppi var einnig samkomu
lagslisti og þessir kosnir: Sigur-
mon Hartmannsson, Kolkuósi,
Friðrik Pálmason, Svaðastöóum,
Sverrir Björnsson, Viðvik, Krist-
ján Hrólfsson, Hofdölum, og
Björn Gunnlaugsson, Brimnesi.
í Fellshreppi voru kosningar
óhlutbundnar og þessir kosnir:
Pétur Jóhannsson, Glæsibæ,
Tryggvi Guðlaugsson, Lónkoti,
Stefán Jónsson, Heiði, Kjartan
Hallgrímsson, Fjöllum og Björn
Jónsson, Felli. í Haganeshreppi
voru kosningarnar óhlutbundnar
og þessir kosnir: Salómon Einars
son, kaupfélagsstjóri, Haganes-
vík, Guðvarður Pétursson, Minni
Reykjum, Árni Eiríksson, ileykj-
arhóli, Hermann Jónsson, Yzta-
mói og Jón Kort Ólafsson, Haga
nesi.                   B. J.
•
í frétt um hreppsnefndarkosn-
ingar í Eyrarsveit í Snæíellsnes-
sýslu, í blaðinu í fyrradag
höfðu fallið niður nöfn þriggja
manna, sem kosnir voru af D-
lista, lista Sjálfstæðismanna. Það
voru þessir menn: Halldór Finns
son, bifreiðarstjóri, Hörður Páls-
son, bóndi og Kristleiiur Bjaina-
son, smiður.
Nasser hlá Tító
BELGRAD, 2. júlí. — NTB. —
Reuter. — Nasser, foseti Ara-
bíska sambandsríkisins, kom í
dag til Dubrovnik í Júgóslavíu.
Var honum fagnað með 21 fall-
byssuskoti. í fylgd rneð Nasser
voru m.a. fjölskylda hans og
Fawsi utanríkisráðherra. Tító
forseti, Popovitsj utanrikisráð-
herra og Gosnjak varnarmálaráð
herra tóku á móti Nasser. Óku
þjóðhöfðingjarnir síðan ua göt-
ur borgarinnar til einbýlishúss
utan við borgina, en þar mun
Nasser dveljast ásamt fylgdar-
liði sínu, þar til hann fer í heim-
sókn til Bosniu. Ekki er dregin
dul á það í Júgóslavíu, að heim-
sókn Nassers veiti Tító nokkurn
' siðferðislegan  styrk  í  deilum
| hans við Sovétríkin.
Enginn ágreining-
ur! sagði Krúsjeíf
MOSKVU, 2. júlí. — Antonin
Novotny, forseti Tékkóslóvakíu,
kom til Moskvu í dag til að ræða
við sovézka ráðamenn. Kom hann
með sovézkri þrýstiloftsflugvél,
og tók Krúsjeff á móti honum á
flugvellinum .í för með honum
voru ýmsir áhrifamiklir meðlimir
tékkneska kommúnistaflokksins.
Sagði Krúsjeff í ávarpi, er hann
flutti, að þeir þyrftu ekki að
ræða nein ágreiningsefni, af því
að enginn ágreiningur væri milli
Sovétríkjanna og Tékkóslóvakíu.
Novotny svaraði og sagði, að vin-
áttusamband Tékka og Rússa
væri þyrnir í augum sameigin-
legra óvina þeirra. Benti hann á,
að á 11. þingi tékkneska komm-
únistaflokksins hefði komið Ijós-
lega fram, að tékkneskir komm-
únistar væru eindregið fylgjandi
hollustu annarra kommúnista-
ríkja við Sovétríkin.
Hreppsnefnd Gaul
ver j abæ jarhrepps
SELJATUNGU, 1. júlí: — Hrepps
nefndarkosningarnar hér í Gaul-
verjabæjarhreppi voru óhlut-
bundnar. Á kjörskrá voru 14ö og
á kjörstað komu 108 kjósendur.
Kjósa skyldi 5 menn í hrepps-
nefnd og voru þessir kjörnir:
ívar Jasoiiarson, Vorsabæjarhóli,
er hlaut 90 atkv. Stefán Hannes-
son, Arabæ, 76 atkv., Tómas
Tómasson, Fljótshólum, 62 atkv.,
Jón Sigurðsson, Syðri Gengishól-
um, 55 atkv. og Stefán Jasonar-
son, Vorsabæ, 53 atkv. Er hann
nýr maður í hreppsnefndinni.
Sýslunefndarmaður var kosinn
Gunnar Sigurðsson, Seljatungu,
með 43 atkv. Varamaður er
Stefán Jasonarson, er hlaut 34
atkvæði.
Áhugi ríkti mikill meðal hrepps
búa fyrir kosningunum og var
fjöldi manns viðstaddur talningu
atkvæða, er fór fram laust eftir
klukkan 11 á sunnudagskvöldið í
félagsheimilinu Félagslundur. —
Formaður kjörstjórnar var Guð-
mundur Jónsson á Syðri VellL
ALGEIRSBORG, 2. júlí — NTB
— Reuter — De Gaulle forsætis-
ráðherra fór í dag í rannsóknar-
ferð í þyrilvængju yfir stór svæði
í Alsír. Lýsti hann yfir því, hvað
eftir annað, að hann teldi það
skyldu sína að veita öllum íbúum
landsins sömu réttindi. Öryggis-
nefndin kvað ætla að reyna
stefnufestu forsætisráðherrans í
Alsírmálunum á fundi, sem hers-
höfðinginn mun eiga með nefnd-
inni á morgun. Verður fjallað um
framtíð landsins á fundinum.
Öryggisnefndin hefur setið á 3
fundum sl. sólarhring, og sam-
kvæmt góðum heimildum mun
hafa verið til umræðu ályktun,
þar sem þess er krafizt af de
Gaulle, að hann geri afdiáttar-
laust grein fyrir þvi, hvernig
hann ætli að leysa Alsírvanda-
málið. Evrópumenn í Alsír vilja,
að landið verði hluti af Frakk-
landi, en íbúarnir njóti sömu rétt
inda og Frakkar. Nokkrum hluta
evrópskra Alsírbúa stendur
stuggur 9f því, ef de Gaulle veit-
ir öllum Alsírbúum sömu rétt-
indi, og Alsír verði jafnframt
að nokkru leyti sjálfstætt ríki,
þar sem Evrópumenn í Alsír yrðu
þá í miklum minnihluta t. d. í
kosningum.
n-
-a
SÞ vilja ekki flytja
gæzlulið f rá Kóreu
PEKING, 2. júlí. NTB — Reuter
— Yfirmaður gæzluliðs SÞ í Kór-
eu sendi kínversku stjórninni í
dag orðsendingu, þar sem það er
ítrekað, að gæzlulið SÞ í Kóreu
geti ekki horfið þaðan, meðan
enn hefur ekki fengizt útkljáð,
hvenær frjálsar kosningar verða
haldnar um gjörvalla Kóreu. Orð
sendingin var afhent í nafni
þeirra 16 þjóða, sem eiga gæzlu-
liðssveitir á vegum SÞ í Suður-
Kóreu. Sagði í orðsendingunni,
að ekkert yrði gert í þessu máli,
fyrr en allsherjarþing SÞ hefði
fjallað um það.
Er þetta svar við orðsendingu
kínversku  stjórnarmnar  frá  6.
maí   sl.,  þar   sem   þess   er
I krafizt,  að  allar  erlendar  her-
sveitir í Kóreu yrðu fluttar það-
' an.  í  orðsendingunm  segir,  að
' þessar 16 þjóðir geti ekki failizt
á það, og brottflutningur gæzlu-
liðs SÞ  yrði nokkur raunveru-
leg  lausn á  Kóreuvandamálinu,
né heldur yrði það  tii þess  að
draga úr spennu þjóða í n illi í
Austur-Asíu.
Leikflokkur
í Bolungavík
BOLUNGARVÍK, 1. júlí. — Á
sunnudagskvöld sýndi leikflokk-
ur úr leikskóla Ævars Kvaran
hér 2 stutt leikrit í Félagsheimil-
inu. Þótti hinum ungu leikend-
' um vel takast og var fjölmenni
j á sýningunni cg leikurunum þökk
uð góð frammistaða. — Fréttar.
Hrcppsnefnd
G*rðahrepps
í GRAÐAHREPPI voru hrepps-
nefndarkosningarnar      óhlut-
bundnar. í nýju hreppsnefndinni
eiga sæti: Björn Konráðsson Víf-
ilsstöðum, Guðmundur Magnús-
son, Dysjum, Einar Halldórsson
Setbergi, Jóhann Eyjólfsson
Sveinatungu og frú Sigríður
Johnsen, Marklandi. í sýslunefnd
var kjörinn Björn Konráðsson.
I Reutersskeyti, er barst í kvöld
segir, að mikill mannfjöldi hafi
verið saman kominn tii að fagna
de Gaulle, er hann kom til Al-
geirsborgar. Var hér aðallega um
Evrópumenn i  Alsír að ræða.
n-
-D
Ekki voru áformuð nein op-
inber hátíðahöld, er de Gaulle
kom til Algeirsborgar í kvöld, en
á óllum opinberum byggingum
voru fánar dregnir að hún og víða
gat að líta myndir af de Gaulle.
I dag heimsótti de Gaulle marga
staði í Vestur-Alsír. Hélt hann
ræðu á einum stað og hét því,
að allir innfæddir skyldu fá sömu
réttindi og Frakkar í Alsír. —
Fögnuðu áheyrendur þá ákaft.
Ræðan var þýdd á arabísku, og
síðan gekk de Gaulle milli manna
og heilsaði Serkjum með handa-,
bandi. Síðan fór de Gaulle íil aðal
stöðva útlendingaherdeildai innar
í Sidi Bel Azbes.
Enskir slúdenlar
lil Vafnajökuis
j I SUMAR eru væntanlegir hingað
til lands 5 enskir stúdentar, sem
munu kynna sér fugla- og dýra-
j líf í nágrenni Vatnajökuls. Stúd-
I entarnir leggja af stað frá Eng-
landi 21. júlí n.k. og munu dvelj-
ast nokkuð við vísindarannsóknir
á halendi íslands  og m.a. fara
1 langar sleðaferðir inn yfir jökl-
ana. Auk annars ferðabúnaðar
eru  stúdentarnir  nestaðir  með
| Brooke Bond-tei, sem framleið-
endur þeirrar tegundar hafa
gefið þeim í tilefni leiðangurs-
Macmillan
Framh. af bls. 1
það, sem Vesturveldunum og
Sovétríkjunum hafði farið í milli,
en upphaflega hafði verið samið
um að halda leyndu því, er þeim
færi á milli um þessi efni. Hafi
Ráðstjórnin ekki einu sinni ráð-
fært sig við Vesturveldin í þessu
sambandi.
Eisenhower leggur áherzlu á
það í bréfi sínu, að Vesturveld-
in munu halda áfram að reyna
að finna lausn á ágreiningsmál-
um austurs og vesturs. Hann
kvartar undan því eins og Mac-
millan, að Sovétstjórnin hafi virt
að vettugi málamiðlunartillögur
Vesturveldanna frá 31. maí sl.
varðandi dagskrá fundar æðstu
manna. Á sínum tíma lofaði
sovézki utanríkisráðherrann Gro
myko því, að tillögum þessum
yrði svarað innan skamms, en
ekkert svar hefir borizt.
í bréfi sínu segir de Gaulle,
að höfuðvandamálið í sambandi
við afvopnunarmálin sé að koma
á sameiginlegu eftirliti á vegum
alþjóðlegrar stofnunar, er sjái
um að smám saman verði ónýtt-
ar birgðir kjarnorkuvopna og
komið í veg fyrir framleiðslu
nýrra kjarnorkuvopna. Bendir de
Gaulle á, að bann við kjarnorku-
vopnatilraunum sé gagnslaust
nema sem þáttur í alþjóða af-
vopnunarsamningi.
—  Gomulka
Framh. af bls. 1
verið skorinorður um, að Pól-
verjum yrði ekki þolað að láta i
ljós andúð í garð Sovétríkjanna,
eins og gert hafði verið í Pól-
landi þegar eftir aftökurnar í
Ungverjalandi. Sagði Gruson, að
andúð þessi hefði meðal annars
komið fram á fundi í félagi
pólskra rithöfunda í Varsjá. —
Hafði formaðurinn hvatt félags-
menn til að rísa úr saetum og
standa þögulir í euta mínútu í
virðingarskyni við Nagy. Allir
viðstaddir stóðu á fattur að þrem-
ur undanteknum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16