Morgunblaðið - 17.08.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.08.1958, Blaðsíða 1
20 siður Cœfa og girta fylgi þessu orkuveri sagði forseti íslands, er hann /ogð/ hornstein stöðvarhússins v/ð Efra-Sog SÍÐDEGIS í gær lagði forseti ís- lands, herra Asgeir Asgeirsson, hornsteín stöðvarnúss nyju raf- virkjunarinnar við Eira-bog. Var af því tilefni hátíðleg athoín á staonum. Formaður stjórnar Sogs virkjunarinnar, Gunnar Thorodd sen borgarstjóri, setti samkom- una og fiutti ávarp. Síðan múraði forsetinn hcrnstein undir súlu i anddyri stöðvarhússins og flutti ávarpsorð. Loks talaði Hermanu Jónasson forsætisráðherra, sem fer með raforkumál í ríkisstjórn- inni. Margt manna var við at- höfnina, og var veður gott eystra. — Athöfninn var ekki lokið, þeg ar blaðið íor í prentun. Gert var ráö fyrir, að viðstaddir myndu skoða virkjunarsvæðið að athöfn inni lokinni, en síðan ætlaði stjórn Sogsvirkjunarinnar að hafa boð inni í húsakynnuin mötuneyusins við írafossvirkjun- ina. Forseti íslands mælti á þessa leið, er hann hafði lagt hornstem stöðvarhússins: Góðir áheyrendur! Fulltrúar rikis og Reykjavíkur bæjar. Ég hefi eftir beiðni stjórnar Sogsvirkjunarinnar lagt horn- stein orkuversins við Efra-Sog með innsiglaðri skýrslu um sögu málsins til þessa dags, svo sem venja er til. Það má telja að lið- inn sé aldarfjórðungur síðan virkjun Sogsins hófst, og nú er hálfnaður síðasti áfanginn og fyr- irsjáanlegt, ef ekkert truflar, að Sogið verður fullvirkjað að ári liðnu. Það má með sanni segja, að vatnið, bæði salt og ósalt, eigi ríkan þátt í sögu og þróun höfuð- borgarinnar. Fyrst hin auðugu fiskimið á Fóanum og góð hafnar skilyrði, þá hið tæra vatn Gvend arbrunnanna til drykkjar og þvotta, síðan hveravatnið til upp hitunar, og nú frá stríðslokum Framh. á bls. 2. Við Efra-Sog. Á miðri myndinm sést rafstöðvarhúsið í smíðum. Þar verða tveir hverflar og rafall með hvorum. Vatnið verður leitt til hússins gegnum þrýstivatns- æðar, sem liggja munu niður brekkuna ofan þess. Kemur vatn ið úr jöfnunarþró í hliðinni, og sést í þróarstæðið yzt til hægri á myndinni. Hái turninn á mynd- inni var settur upp til að auð- velda framkvæmdir. Til vinstri sést stífla, sem gerð var, til að ekki flæddi úr Illfljótsvatni í grunn stöðvarhússins. Ljósm.: P. Thomsen. Norðmenn beita sér fyrir mélamiðhm hjá S. Þ. NEW YORK, 16. ágúst — Nú er | unnið kappsamlega að því aö tjaldabaki í A^. ...stöðvum S. Þ. að semja málmioiunartillögu um lausn vandamálanna við austan- vert Miðjarðarhaf. Hefur norski fulltrúinn einkum beitt sér fyrir þessu. Sagt er, að í tillögunni sé lagt til, að ábyrgzt verði fullveldi og pólitískt sjálfstæði Líbanons og Jórdaníu, og hersveitir Banda- rikjamanna og Breta síðan flutt- ar á brott. Fulltrúi Norðmanna sat í gær á fundi með Dulles utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, Lloyd ut- anrikisráðherra Bretlands og Hammarskjöld framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna. Fastafulltrúi segir af sér Fyrrverandi fastammrut Jórd- aniu hjá S. Þ. gerði í dag grein fyrir, hvers vegna hann hefði sagt af sér. Kvaðst hann vera ó- sammála ríkisstjórn sinni, sem hefði neitað að leyfa lögreglu- liði S. Þ. að koma til Jórdaníu, en vildi heldur hafa þar brezkan her. Sagði fulltrúinn að nauðsyn bæri tii að brezki herinn væri fluttur á brott úr landinu þeg- ar í stað Af hverju þegir stjórnarliðið um Moskvuferð Lúðvíks ? Tíminn telur fréttnæmara, að enskur drengur týndi bolta en að sjávarútvegs- málaráðherra íslands heimsækir Rússland. ÞÓGN stjórnarblaðanna um Moskvuferð Lúðviks Jósefssonar verður furðulegri með hverjum degi sem líður. Ef hér væri um einnamál Lúðvíks Jósefssonar að ræða, væri þögnin skiljanleg. En Tass fréttastofan rússneska hefur skýrt fi'á því, og aðrar fréttastofn anir, blöð og útvarpsstóðvar víðs vegar eftir henni, að Lúðvík Jós- efsson væri kominn til Moskvu i opinberum erindum. Hvaða ástæða er til að þegja um þetta ferðalag Lúðvíks og erindi hans? Af hverju er hér hafður annar háttur á, en t.d. um för Gylfa Þ. Gíslasonar til Þyzka- lands og ísraels fyrir nokkrum vikum? Þá var Gylfi þó boðinn al erlendum stjórnvöldum, en nú segja fréttastofnanir, að Luðvik Jóseísson hafi farið í erindum ís- lenzku ríkisstjórnarinnar til Moskvu til að ræða þar um lán, að því upp er gefið. Frá ferðalagi Gylfa Þ. Gíslasonar var ýtariega sagt í íslenzka ríkisútvarpinu, og blöðum hér. Stjórnarblöðin og ríkisútvarpið íslenzka þegja aft- ur á móti vandlega um ferðalag Lúðvíks Jósefssonar. Ríkisútvarpinu þóttj t. d. meira um það vert, að skýra frá komu bandaríska söngvarans Poul Robeson til Moskvu en dvöl ís- lenzka sjávarútvegsmálaráð- herrans austur þar. Með sama Framh. á bls. 2 Flugslys enn NEW YORK, 16. ágúst — í gær- kvöldi fórst tveggja hreyfla bandarísk farþegaflugvél, sem var á leið frá New York til Boston. 21 maður fórst, en 13 voru fluttir í sjúkrahús. Svarta- þoka var, og hugðist flugmaður- inn reyna blindflug og lenda á Nantucket-flugvelli, sem er á eyju undan Massachussetts- strönd. Lendingin mistókst og kom upp eldur í flugvéiinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.