Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 248. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Fimmtudagur 30. okt. 1958
MORCVISBLABIB
13
Runólfur Jóhannsson,
skipasmiður, sextugur
FYRIR nokkru dögum síðan frétti
ég að Runólfur Jóhannsson hefði
orðið sextugur 4. október sl. —
Það skeikar því ekki hjá marki,
þó afmæliskveðja komi fyrir ai-
menning, nokkrum vikum eftir
eiginlegan afmælisdag.
' Runólfur er fæddur að Gamla-
Hrauni, Eyrarbakka, 4. október
1898 og voru foreldrar hans hjón-
in er þar bjuggu, Guðrún Run-
ofsdóttir og Jóhann Guðmunris-
son formaður. Þau hjón eignuðust
þrjá drengi en Guðrún dó langt
um aldur fram, er hún skyldi
íæða mannj sínum fjórða dreng-
inn. Þá var Runólfur aðeins sjö
ára og elztur sinna systkina. Hefir
móðurmissirinn haft djúp og sár
áhrif á alla þá feðga og segir mér
hugur um, eftir því sem ég þekki
Runólf, að brottför móður hans
frá honum aðeins 7 ára gömlum,
hafi mótað hann meira, en flesta
grunar. Jóhann náði háum aldri
og var formaður í verstöðvunum
austanfjalls í 39 vertíðir.
Árið sem Runólfur fermdist,
1912, byrjaði hann sjómannsferjl
sinn með föður sínum á ,Svan',
teujæring, tólfrónum, með 16
manna áhöfn. Með þessu skipi
reri Runólfur, ávallt undir stjórn
föður síns til 1919. Var það góður
skóli fyrir síðari sjómennsku
Runólfs. Á þessum unglingsárum
Runólfs beygðist krókurinn og
að öðru er verða vildi og hefur
fylgt Runólfi sem skuggmrj fram
á þennan dag. Var það hinn mikli
hagleikur hans, er kom fram í
smíði á litlum súðbyrðingum og
kútterum og fleirj skipslíkönum
(model). Sum þessi litlu skip
Runólfs seldust þá fyrir ótrú-
lega hátt verð. Réði þar um
smekkvísi og fagurt handbragð.
Ennþá bregður Runólfur sér í
barnsskóna í þessu tilliti, því á
skrifstofu hans má sjá teinæring
undir fullum seglum og líkan af
einkarfallegan fiskibát (ca. 75
smál.) sem nú er í smíðum.
Árið 1919 verða þáttaskil i lífi
Runólfs. Þá flyzt hann til Vest-
mannaeyja og ætlar sér að hefja
nám í skipasmíði. Lendir hann þá
hjá frænda sínum Magnúsi sái.
Jónssyni, bróður Gunnars Mareis
og Guðmundar á Háeyri og þeirra
systkina. Magnús var þá að smíða
vélbátinn „Faxa". Um vertíðina
reri Runólfur síðan á þeim bát.
Um þessar mundir var mikil
gróska og framfarahugur í út-
gerð og bátasmíði í Vestmanna-
eyjum. Kantsettu bátarnir voru
að ryðja sér til rums. Súðbyrð-
ingarnir að hverfa. Næstu árin
vann Runólfur einvörðungu við
nýsmíðar vélbáta. Sumir þeirra
báta, er byggðir voru á þessum
árum, eru enn i notkun og hafa
margir hverjir reynzt fengsæiir
og happaskip.
Arið 1926 fær Árni Helgason
útgerðarmaður á Eyrarbakkaa,
Runólf til sín, til að standa fyrir
smíði vélbáts. Var það vb. Öði-
ingur, 14 tonn. Var það fyrsti
báturinn er byggður var undir
umsjá Runólfs. Margir hafa fylgt
eftir, er hann hefur teiknað og
byggt. Eru þeir sumir hinir fríð-
ustu fley, er við ísland^strendur
sigla. Sameinast par fagrar lín-
ur, góð sjóhæfni og létt skip
fyrir gang. Bera bátarnir fagurt
vitnj smekkvísi, nýbreytm og
fögru  handbragði  Runólfs.
Auk skipasmíðanna hefur
Runólfur gefið sér tíma í 22 ver-
tiðir hér í Vestmannaeyjum til
að stunda sjó, ýmist sem skip-
stjóri eða undir annarra stjórn.
Skipstjórnarferill :hans var far-
ssell, fylgdist þar að góður afli
og öllu skilað heim í höin heiiu
eftir hverja vertíð.
Árið 1933 er Runólfur skip-
aður skipaskoðunarmaður og
hefir hann verið bundinn við
skipaeftirlit allt frá því ári og
fram á þennan dag. í stærstu ver
stöð landsins, er það starf um-
fangsmikið og krefst rétts manns
á réttum stað. Vanda og ábyrgð,
er mörg mannslíf hvíla á, er hér |
um að ræða. Verk Runólfs í þeim
efnum eru til fyrirmyndar. Sjó-
manna- og útgerðarmannastétt
Vestmannaeyja er þroskuð og
veit hvað gildir að hafa báta sina
í lagi, svo til fyrirmyndar má
vera. Þáttur Runólfs í þeim efn-
um er ómetanlegur og njóta þar
margir reynslu hans og vits. Orð
og ráð Runólfs eru lög er allir
taka til greina og beygja sig fyrir,
er um útbúnað og ástand skipa
og báta er að ræða.
Árið 1924 giJtist Runólfur Krist
ínu Skaftadóttur frá Fossi í Mýr_
dal. Hafa þau eignazt 5 mann-
vænleg börn, fjórar stúlkur og
einn dreng. Eru þau flest upp-
komið  fólk  óg  mætir  borgarar.
Guðmundur Magnússon
klœbskeri — minning
Heimili sitt eiga þau hjón á Hilm
isgötu 7, þar sem þau hafa
ræktað einn fegursta trjágarð
Eyjanna.
í daglegu lífi er Runólfur hlé-
drægur maður. Þó stefnufastur og
mælir meiningu sína hispurslaust
fram. Vel skáldmæltur, en færri
kunnugt, því miður. Trú og
kristni eru honum viðkvæmir
hlutir, er hann ber lotiiingu og
virðingu fyrir.
Á þessum merku íímamótum
Runólfs, sendi ég honum minar
beztu árnaðaróskir og tel það
hið mesta happ fyrir Vestmanna-
eyinga að fá að hafa bann í sinni
byggð og njóta starfskrafta hans
sem lengst.
Einar J. Gislason,
? *
BRMDGE
? *
TVÍMENNINGSKEPPNI Tafl-
og Bririgeklúbbsins er nú lokið
og báru þeir Hjalti Elíasson og
Júlíus Guðmundsson sigur úr
býtum, hlutu 1213 stig. Röð
næstu 5 keppenda varð þessi:
Klemens — Karl      1189
Sveinn — Gunnar      1167
Dóra — Ingólfur      1123
Ólafur —  Pálmi       1101
Aðalsteinn — Þorsteinn 1100
Sveitakeppni félagsins hefst í
kvöld kl. 8.
I þriðju umferð sveitakeppni
Bridgefélags Reykjavíkur urðu'
úrslit þessi:
Ólafur jafnt við Hörð     55:51
Stefán vann Elínu        66.28
Ásbjörn jafnt við Hall    55:54
Sigurhjörtur vann Svein 7445
Hilmar vann Vigdísi      75:32
Marinó vann Guðrúnu    78:55
Þ. Thorlacius vann Agnar 64:53
Þ. Bergmann jafnt yið Unni 56:52
Úrslit í fjórðu umferð:
Stefán vann Ólaf         73:33
Hörður vann Elínu       72:51
Asbjörn vann Sigurfijört 91:58
Hilmar vann Hall         52:44
Sveinn vann Marinó      67:33
Vigdís jafnt við Guðrúnu 36:31
Þ. Thorlacius vann Unni 60:49
Agnar vann Þ. Bergmann 79:21
Eftirfarandi spil kom fyrir í
fjórðu umferð sveitakeppni
Bridgefélags Reykjavíkur í leik
sveita Stefáns Guðjohnsen og
Ólafs Þorsteinssonar. Á öðru
borðinu sátu þeir Júlíus Guð-
mundsson og Hjalti Elíasson N og
S og þeir Eggert Benónýsson og
Kristján Kristjánsson A—V og
gengu sagnir þannig:
Austur  Suður  Vestur  Norður
1 spaði  2 tíglar  Dobl.  3 lauf
Pass     Pass     Dobl.    Pass
Pass     Pass
A 9 8 7
V K 3
? K 5
<\ K 9 5 4
*K  10
V G 8 2
? A D 10 6
* A D G 10
N *AG 5 3 2
y AD 9 6 4
? 7
*7 6
V   A
S
*D 6 4
y 10 7 5
? G 9 8 4 3 2
*8
Austur lét út tígul 7 og A og V
fengu ellefu slagi eða 1300.
Á hinu borðinu sátu Stefán
Guðjohnsen og Gunnlaugur
Kristjánsson N og S og Eiríkur
Baldvinsson og Ólafur Þorsteins-
son A og V og þar gengu sagnir
þannig:
Austur  Suður  Vestur  Norður
1 spaði   Pass   2 grönd  Pass
3 hjörtu  Pass   6 gr. allir pass
Norður lét út spaða 9, sem var
drepin með 10. Síðan var spaða
kóngur tekinn og hjarta 2 látinn
út og níunni „svínað". Suður
drap með 10 og lét út tígul, sem
drepinn var með ás. Nú voru óll
hjörtun og allir spaðarnir teknir
og norður varð að kasta tígul
kóngi til að geta haldið eftir
laufa kóngi völduðum, en áður
hafði vestur kastað tígul drottn-
ingu og 10, svo og laufa drottn-
ingu og gosa. Vestur fékk því
ekki nema 11 slagi og tapaði 100.
Ef spilið er athugað, þá kem-
ur í ljós, að hægt er að vinna
það, þótt sú aðferð sé ef til vill
langsótt.  Aðferðin  er  þessi:
Drepa spaða 9 með 10. Taka
síðan spaða kóng, láta því næst
út hjarta 2 og drepa með ás. Taka
spaða ás og láta síðan út lág
hjarta. Nú er norður kominn inn
og verður að láta út annað hvort
tígul eða lauf og þannig fær vest-
ur tólfta slaginn.
ÞAÐ hefur dregizt lengur en ég
ætlaði, að minnast vinar míns,
Guðmundar Magnússonar klæð-
skera, en hann andaðist að kvöldi
föstudags 26. september s. 1.
Þegar maður lítur til baka,
finnst manni tíminn ekki langur,
jafnvel þótt um hálfa öld sé að
ræða, en þann tíma allan lágu
leiðir okkar saman og þó nokkru
lengur því við vorum fyrst sam-
an veturinn 1904, þá báðir að
læra hjá Guðmundi Sigurðssyni
klæðskerameistara og svo nokkr-
um árum síðar vorum við sam-
an í Kaupmannahöfn, en 1. apríl
1909 byrjaði hann að vinna hjá
mér. Vorum við þá báðir hjá
hinum vel þekkta kaupmanni,
Jóni Þórðarsyni, og hefur hann
ætíð unnið hjá mér síðan að einu
ári undanskildu.
Á þessum tímamótum er margs
að minnast, margra ánægjulegra
samverustunda, og þótt á fyrri
árum okkar væri margt dags-
verkið lengra en nú almennt ger-
ist, var lítt um það fengizt, glað-
ur og röskur gekk Guðmundur
að sínu verki og hefi ég
fáa séð taka rösklegar á verki
heldur en Guðmund ef ég bað
hann sérstaklega, og vann hann
þá bezt, er mest lá á. Á þessum
byrjunarárum mínum hér í bæ
voru engar stórar upphæðir til,
en með sparsemi og bróðurlegum
skilningi og góðri samvinnu, gekk
allt vel.
Sjálfsagt hefur á þessari löngu
leið, mörg spurning og mörg
svörin orðið á milli okkar, en
engin svo erfið að ekki úrleyst-
ist á degi hverjum áður en sól
gekk til viðar. Við drukkum oft
af sama lífsins bikar, og þó með
árunum, að ytra útliti, minn bik-
ar væri fyllri á heimsins mæli-
kvarða, var það aldrei annað frá
Guðmundar hendi en gleði, hver
velgengni sem mér féll í skaut.
Tryggð fyans við mig og fjöl-
skyldu mína er oss ógleymanleg,
og til barna minna, sem uxu upp
með honum og léku við glugg-
ana á vinnustofunni, mun hann
aldrei hafa talað styggðaryrði.
Þótt hann ætti til stóra lund
og stundum ör í skapi, bitnaði
það sízt á hinum minni máttar.
Á sinni lífsins göngu eignaðist
hann marga vini og mun hann
marga hafa glatt af sínu litla,
því hann vissi ekki hvað vinstri
hendin tók frá þeirri hægri, veit
ég ekki hvort allir hafi metið
það sem skyldi. Það var auka-
atriði fyrir hann því hann sótt-
ist ekki eftir launum fyrir sína
greiðasemi. Nú er starfi hans
lokið hér í heimi og hann fluttur
á æðri tilverusvið, hann vissi
hvert för hans stefndi, ókvíðinn
tók hann á móti þeim umskipt-
um og andi hans sveif með sól-
arlagi dagsins til morgunroða nýs
dags.
Guðmundur var fæddur.að ég
bezt veit, að Halakoti á Álftanesi,
sonur merkishjónanna önnu Guð-
mundsdóttur frá Eyvindartungu
í Laugardal og Magnúsar Þor-
steinssonar frá Mýrarkoti í
Grímsnesi, en þau hjónin ráku
lengi búskap og útgerð á Álfta-
nesi. Var Magnús formaður þar
og vegnaði vel. Um aldamótin
fluttu þau til Reykjavíkur og var
Guðmundur ávallt hjá foreldrum
sínum, að undanteknum tíma er
hann dvaldi hjá Birni Guðmunds-
syni kaupm. hér í bæ. Þegar faðir
hans dó tók hann að sér forstöðu
heimilisins með móður sinni, en
þau Anna og Magnús höfðu tek-
ið 'til fósturs dótturdóttur sína,
Önnu, og reyndist Guðmundur
henni sannur vinur og nokkurs
konar fósturfaðir. Sannarlega bar
hann umhyggju fyrir þessari
fallegu og yndislega litlu stúlku,
sem lék sér í kringum hann þeg-
ar hann kom heim að loknu dags-
verki, hún var honum sannarleg-
ur sólargeisli. Árin liðu, þessi
unga stúlka óx upp að viti og
þroska og ung að árum giftist
hún ungum glæsilegum nývígð-
um presti og fluttu þau á hið
nýja heimili sitt, prestsetrið Odda
á Rangárvöllum. Um það þarf
ekki meira að minnast, þeirra
heimili varð þjóðfrægt fyrir
myndarskap.
Á þessu heimili prestshjónanna
var Guðmundur aufúsugestur til
frænku sinnar og naut hann þess
á sumrin þar til hann gerðist
skáti, er hann var um fertugt.
Skátahreyfingin tók huga hans
allan og var hann öllum frítím-
um sínum með ungskátum í
skála þeirra bæði hér í byggðum
og óbyggðum og fjórar ferðir fór
hann til annarra landa á skáta-
mót. Guðmundur var sæmdur
ýmsum heiðursmerkjum skáta,
var hann oft hylltur og þakkað
fyrir mikið starf í skátareglunni.
Guðmundur var alltaf einhleyp
ur og eftir að móðir hans dó bjó
hann einn. Er þau frú Anna og
séra Erlendur fluttu hingað til
bæjarins vildu þau að hann
byggi hjá þeim, en hann kaus
heldur að vera í sínu litla her-
bergi á Laugavegi 3, þar sem
hann undi bezt af tryggð við
staðinn og fólkið er hann dag-
lega umgekkst.
Nú er öllu þessu lokið og Hí-
ið sem fagur draumur og ég
þakka af heilum hug trygga sam-
fylgd og bið Guð að launa þér,
kæri vinur, allt er þú hefur gott
fyrir mig og mína gert. Ég veit
við hittumst aftur og réttum
hvor öðrum vinarhönd.
Andrés Andrésson.

K
að  auglýsing  í  stærsta
og útbreiddasta blaðinu
— eykur söluna mest —
3ftor$vmbl&'bib
—  Simi  2-24-80  —
SPARIÐ cg MDTIt)
»••••• . >
A/yrr
8L-A7T
/IMANÞi
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20