Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 274. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						VEÐRIÐ
Vaxandi SA-átt með morgnin-
um. Hvass SA og regn síðdegis.
274. tbl. — Laugardagur 29. nóvember 1958
Rœða Jóhanns
Hafsteins
Sjá bls. 9.
Hroðalegt slys í höfninni
í gœr. Danskur maður
tórsf
MILLI kl. 7.30—8 í gærkvöldi
varð hörmulegt slys við höfnina,
er danskur farmaður beið bana
um borð í norsku skipi.
I gærkvöldi voru fregnir af
atburði þessum, einkum aðdrag-
anda hans, óljósar. Þar eð hér
var um slys að ræða um borð í
erlendu skipi og engir hérlendir
menn voru við það riðnir, kom
ekki til kasta rannsóknarlógregl
unnar að ransaka slys þetta.
Síðdegis í gær kom hingað til
Reykjavíkur norska flutninga-
skipið Kyvig, sem Sameinaða
gufuskipafélagið, hið sama og á
„Ðrottninguna",  hefur  á  leigu.
Skipið liggur hér í austurhöfn-
inni. Eins og fyrr segir er Mbl.
ekki kunugt um aðdraganda að
slysinu, en eftir því sem það
frétti í gærkvöldi, þá mun hinn
látni danski sjómaður hafa verið
emn við spilið, sennilega að und
irbúa affermingu. Með hvaða
hætti slysið varð, var ógjórla
vitað, en maðurinn hafði orðið
fastur við vír úr bómuvindu með
þeim afleiðingum að hann dróst
með vírnum í sjálfa vinduna,
þar sem hann beið samstundis
bana.
Lík mannsins var flutt í land
og hafði það verið hroðalega út-
leikið. Hinn danski sjómaður var
31 árs að aldri og átti keima í
Kaupmannahöfn. Ekki var vitað
í gærkvöldi hvort hér myndu
verða haldin próf í málinu.
¦¦-¦"¦'¦"';''.'í|t'MH)niíwwwjm!rwtí|r<j;'-
Skemmtun verzlunar-
skólanema annað kvöld
Á MORGUN, sunnudaginn 30.
nóv., verður haldin miðnætur-
skemmtun í Austurbæjarbíói, kl.
11,15.
Eru það newiendur í Verzlunar
skólanum, sem gangast • fyrir
skemmtun þessari, tH eflingar
félagsstarfi sínu. Á síðasta vori
héldu VerzlunarskólanemTendur
hljómleika með K. K.-sextett-
inum ásamt fjölmörguia dægur-
lagasöngvurum, og komust færri
að en vildu.
Óvenjulegt atriði verður á
skemmtun þessari. Þ. e., að jap-
anskur fjölbragðaglímumaður,
sem dvalizt hefur hérlendis un'd-
anfarið, Matzoka Sawamura, sýn-
ir ýms afbrigði af Jiu-jit-su,
Judo, Agido o. fl. Hefur hann
æft flokk manna, sem mun koma
fram með honum á morgun. Er
þetta í fyrsta skipti, sem Reyk-
víkingum gefst kostur á að sjá
þetta víðfræga japanska sjálfs-
varnarkerfi í öllum sínum mynd-
um.
Síðari hluti dagskrárinnar verð-
ur leikur 9 manna hljómsveitar
K. K., „JAZZ '58". „JAZZ '58",
Vóruskiptajöfuð-
urinn óhagstæður
um 10 millj. kr.
í okt. s.1.
VÖRUSKIPTAJÖFNUÐURINN
var í okt. s.l. óhagstæður um 10
millj. kr. samkvæmt bráðabirgða-
tölum frá Hagstofu íslands. Vör-
ur voru fluttar inn fyrir 116 millj.
kr., en út fyrir 106 millj. kr.
Fyrstu 10 mánuði ársins er vöru-
skiptajöfnuðurinn óhagstæður
um 229,4 millj. kr. Vörur hafa ver
iS fluttar inn fyrir 1093,5 millj.
kr., en út hafa verið fluttar vörur
fyrir 864,1 míllj. kr. Skip hafa
verið flutt inn fyrir 38,4 millj. kr.
Vöruskiptajöfnuðurinn var óhag
stæður um 246,2 rnillj. kr. á sama
tíma í fyrra.
Varðarkaffi í Valhöll
í dag kl. 3-5 s.cf.
hefur leikið í Breiðfirðingabúð
um helgar, nú undanfarið, við
mjög miklar vinsældir. Enda er
hljómsveitin skipuð 9 af beztu
jazzleikurum landsins. Má geta
þess, að þetta er í fyrsta sinn,
sem „JAZZ '58", leikur á miðnæt-
urskemmtun hér í bænum.
Aðgöngumiðar munu verða í
Vesturveri, Hljóðfærahúsinu í
Bankastræti og í Austurbæjarbíói
á sunnudag.
Árshátíð og full-
veldisfagnaður
HAFNARFIRÐI — Arshátíð
og fullveldisfagnaður Sjálf-
stæðisfélaganna verður í Góð-
templarahúsinu í kvöld og
hefst kl. 8,30 með sameigin-
legri kaffidrykkju. Aðalræð-
una flytur Sigurður Bjarna-
Sigurður Bjarnason
son, alþingísmaður. Leikar-
arnir Valur Gíslason og Klem-
ens Jónsson fara með stutta
leikþætti, og Guðrún Tómas-
dóttir syngur einsöng. Síðan
verður dansað fram eftir
nóttu.
Aðgöngumiðar eru seldir
hjá Jóni Mathiesen og Verzl-
un Þórðar Þórðarsonar — og
í Góðtemplarahúsinu frá kl. 2
í dag. — Er allt Sjálfstæðis-
fólk hvatt til að fjölmenna og
tryggja sér miða í tíma.
Árshátíð Sjálfstæðisfélag-
anna, sem jafnframt hefur
verið fullveldisfagnaður, hef-
ur ávallt verið mjög vel sótt,
enda alltaf vel til hennar
vandað. Er þess að vænta að
Sjálfstæðisfólk fjölmenni á
skemmtunina í kvölð. — G.E.
Selfoss á ytri höfninni í gærdag.
Nýi Selfoss glœsilegur
arftaki hins gamla skips
HINN nýi „Foss" Eimskipafélags-
ins, Selfoss, er að allra dómi, sem
skipið sáu síðdegis í gær, er það
lagðist upp að hafnarbakkanum,
glæsilegur arftaki hins gamla,
happasæla Selfoss. Það sem eink-
um vakti eftirtekt þeirra er skip-
ið sáu, er hve langt og rennilegt
það er. Um borð í því eru ýms-
ar nýjungar. Með komu Selfoss
eru „Fossarnir" nú orðnir 10 að
tölu, og samanlagt burðarmagn
þeirra er um 20,000 tonn.
Selfoss kom á ytri höfnina
skömmu fyrir hádegi í gær. „Foss
ar", sem í höfninni voru, fögn-
uðu komu skipsins með því að
fánar þeirra voru dregnir að
hún. Selfoss var sjálfur allur fán-
um prýddur stafna á milli. Lest-
ar skipsins fullar af vörum og á
þiljum mátti sjá tvo stóra, nýja
Mercedes-strætisvagna      yfir-
byggða og 2 strætisvagnagrindur.
Skömmu eftir klukkan 3 korriu
stjórnarmenn Eimskipafélagsins
ásamt framkvæmdastjóra þess
um borð, þar sem skipstjórinn,
Jónas Böðvarsson, tók á móti
þeim.
Var síðan gengið til setustofu
yfirmanna skipsins, þar sem
stjórn Eimskipafélagsins bauð
skipstjóra og skipshöfn Selfoss
velkomna til Reykjavíkur úr
jómfrúrför skipsins, sem í þess-
ari ferð hafði fengið 10 vindstiga
mótbyr.
Síðdegis í gær var svo blaða-
mönnum boðið um borð til þess
að skoða skipið hátt og lágt. í
mjög hlýlegri setustofu yfir-
manna bauð Guðmundur Vil-
hjálmsson blaðamenn velkomna
um borð í hið nýja skip. Eftir að
veitingar höfðu verið fram born-
ar fylgdi Jónas Böðvarsson
blaðamönnunum um skipið,
ásamt verkfræðingi Eimskipafé-
lagsins, Viggo Maack. — Á leið-
Borgarafundur um ÁVR í Keflavík:
Flestir rœðumenn mót-
fallnir opnun útsölu
KEFLAVIK, 28. nóv. — I gær-
kvöldi var haldinn hér almennur
borgarafundur í Bíóhöllinni
um væntanlega- atkvæðagreiðslu
varðandi áfengisútsölu hér í bæ.
Hallgrímur Th. Björnsson for-
maður stúkunnar Víkur setti
fundinn og tilnefndi Tómas Tóm-
asson og Hafstein Guðmundsson
fundarritara. Áfengisráðunautur
ríkisins séra Kristinn Stefánsson
var frummælandi á fundinum.
Ræddi hann einkum um það
þrennt, er hann taldi þá er væru
fylgjandi áfengisútsölu, aðallega
nota málflutningi sínum til stuðn
ings, en það væri héraðsbönn,
leynivínsala og tekjur bæjarfé-
lagsins af útsölu.
Að loknu ávarpi áfengisvarnar
ráðunauts, fluttu þessir menn
ávörp: Hallgrímur Th. Björns-
son, séra Björn Jónsson og Jón-
ína Guðjónsdóttir formaður
Slysavarnarfélags kvenna hér í
bænum. Ræddu þau öll um þá
miklu hættu er þau töldu stafa
af opnun vínbúðar hér, jafnt fyr-
ir yngri sem eldri. Hvöttu ræðu-
menn bæjarbúa mjög til að
greiða atkvæði gegn opnun áfeng
isútsölu hér í bænum, við kosn-
ingarnar næstkomandi sunnudag.
Þá voru lesnar upp tvær álykt-
anir sem fundinum bárust. Var
önnur frá íþróttabandalagi Kefla
víkur, en hin frá stjórn Skáta-
félagsins Heiðarbúar, þess efnis
að fyrrnefnd félög, væru eindreg
ið á móti opnun áfengisútsölu og
skoruðu jafnframt á alla bæjar-
búa að greiða atkvæði gegn opn-
un hennar.
Hófust nú almennar umræður
um málið og tóku alls til máls
18 ræðumenn, auk þeirra sem áð-
ur er getið. Mikill meirihluti
þeirra var andvígur útsölunni og
urðu því umræður nokkuð ein-
hliða framanaf. En er líða tók á,
færðist nokkurt líf í fundinn.
Tóku þá nokkrir fundarmenn að
deila hart á starfsemi stúku-
manna yfirleitt. Var Einar Ingi-
mundarson fremstur í flokki og
taldi starfsemi góðtemplara mjög
óraunhæfa enda bæri hún lítinn
árangur. Urðu nú allsnarpar deil-
ur þar sem mjög var rætt um
starf stúkumanna, og má því
segja að umræður hafi farið út
fyrir þann ramma sem þessum
fundi var upphaflega ætlaður. En
umræðuefnið var opnun áfengis-
útsölu en ekki starfsemi góð
templarareglunnar í landinu.
Fundurinn stóð fram yfír mið-
nætti. Var útvarpað frá honum
og tókst útvarpssendingin mjög
vel. — Ingvar.
(Ljósm. Mbl.: Ó. K. M.)
inni um skipið útskýrði verk-
fræðingurinn það helzta, sem
fyrir augun bar, og telja má til
nýjunga. Hann gat þess til dæmis
að veggir í íbúðum og borð væru
öll klædd plasti, sem þolir svo
mikinn hita að það getur vart
kviknað í því. Hann lýsti og
margbrotnu, en öruggu sjálf-
virku slökkvikerfi skipsins hvort
heldur eldur verður laus í lest
eða vélarrúmi.
Hver einasti maður af skips-
höfninni hefur sitt einkaherbergi.
Borðstofur yfirmanna svo og há-
seta eru bjartar og rúmgóðar,
búnar einföldum húsgöngum en
nýtízkulegum. Litir í íbúðum
eru bjartir. Að sögn Viggos
Maack, hafði það vakið einna
mesta ánægju meðal hásetanna,
að hafa möguleika til þess að
eyða frístundum sínum um borð
í mjög rúmgóðri og skemmtilegri
setustofu. Hitunarkerfi skipsins í
íbúðunum er nýtt af nálinni,
mjög fullkomið. öll aðstaða
til stórviðgerða í vél hefur verið
bætt með því að auðvelt er með
krana á sporbraut að taka vélar-
hluti upp á þilfarið, ef á þarf að
halda. í vélarrúminu söknuðu
menn þess að finna engan titring
frá vélinni, eins og einn gestanna
komst að orði.
Að lokum söfnuðust gestirnir
saman aftur litla stund í setu-
stofu yfirmanna. Jónas Böðvars-
son, skipstjóri, sem verið hefur
áratugi í þjónustu Eimskipafé-
lagsins, hóf skipstjórnarferil
sinn hjá félaginu fyrir 11 árum
eða svo, á gamla Selfossi. Síðan
hefur hann verið skipstjóri á
Goðafossi og er nú sem sé aftur
kominn á Selfoss. Hann taldi það
öldungis ósanngjarnt að gera sam
anburð á gamla Selfossi og þessu
nýja skipi, sem hann nú sigldi
í fyrsta sinn hingað heim. Hann
kvaðst vissulega vera ánægður
með skipið og það hvernig skip-
ið reyndist í rokinu á heimleið-
inni.
Viggo Maack, sagði að skrokk-
lag skipsins væri mjög líkt og á
Fjallfossi, e* sá væri munurinn
helztur, að Selfoss væri miklu
lengra skip, en hann er aðeins 3
fetum styttri en Tröllafoss.
Þegar skipið var byggt var
ekki einasta stuðzt við íslenzka
staðhætti hvað siglingu viðvíkur
heldur og tillit tekið til þeirra
verkefna sem skipsins bíða við
flutninga á íslenzkum fiskafurð-
um, því frystilestar skipsins
rúma feiknaœagn af frystum
fiski.
Magnús Þorsteinsson er fyrsti
stýrimaður skipsins og Jón Aðal-
steinn Þorsteinsson 1. vélstjóri,
Jón Bjarnason «r bryti og Hauk-
ur Hólm Kristjáasson loftskeyta-
maður.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16