Morgunblaðið - 16.12.1958, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.12.1958, Blaðsíða 13
s Þriðjudagur 16. des. 1958 MOR^UTSBLAÐÍÐ 13 AKUREYRARBREF Vetur gengur i garð- Enginn snjóbill i Eyjafirbi. Ólokib framkvæmdum við Laxá- Yfirvofandi rafmagnstruflanir. Jólabækur. Sérstætt jólakort. NÚ er vetur genginn í garð .hér á Norðurlandi. Þegar.þetta er rit- að hefir snjóað í nokkra daga, eitthvað á degi hverjum. Má því búast við að færð taki að þyngj- ast. Norðlendingar eru að sjálf- sögðu ekki óvanir miklu fann- fergi og ófærð, en hins gengur enginn dulinn, að jafnan setur nokkurn ugg að mönnum, er vet- ur tekur að herja í öllu veldi sínu. Atvinnuháttum hagar nú orðið svo, að samgöngur dreif- býlisins við kaupstaði og kaup- tún eru nauðsynlegar daglega. Til þess að geta haldið þeim uppi hefir oft þurft mikla fyrirhöfn og mikinn tilkostnað. Að sjálf- sögðu hefir hin stóraukna tækni síðari ára auðveldað þetta mjög. Enginn snjóbíll Þó geta Eyfirðingar og Akur- eyringar ekki státað af miklu í þessu efni. I héraðinu er nú ekki til snjóbíll, sem þó er víða til annars staðar. Tveir dugandi menn hér í bænum keyptu slíkan grip fyrir nokkrum árum, en rekstur hans gat ekki borið sig og enginn taldi sér skylt að fórna sér fyrir slíkt fyrirtæki svo að bíllinn var seldur. Sem betur fer hafa vetur ekki verið lengri en svo að ekki hefir verið hægt að gera snjóbíl út hér í bæ með 'hagnaðarvon. Hitt hefir aftur og aftur komið í ljós að það er mjög óhagkvæmt og oft og einatt lífs- hættulegt að hafa ekki yfir slíku farartæki að ráða. Eru sorgleg dæmi þar um, sem ég hirði ekki um að nefna. Það er því augljóst mál að mikið öryggi væri að því að hafa slíkt farartæki til umráða hér í Eyjafirði og á Akur eyri. Til þess að gera slíkt fært þyrftu nokkur sterk fyrirtæki og stofnanir að taka sig saman um að kaupa snjóbíl og eiga. Ekki er mér að fullu ljóst hverjir myndu hafa þarna mestra hagsmuna að gæta en fljótt á litið virðist mér að til greina gæti komð að eig- endurnir yrðu Slysavarnarfélag- ið, Fjórðungssjúkrahúsið, Raf- veitan, Búnaðarsamband Eyja- fjarðar og jafnvel einstök fyrir- tæki önnur. En það er nánast aukaatriði. Hitt er aðalatriðið að slíkt tæki sé til hér í héraðinu. Hætta á krapastíflum í Laxá Þegar vetur gengur í garð og snjóa setur niður hvarflar hugur okkar Akureyringa gjarna að raf- magnsmálum okkar og þeirri hættu sem jafnan vofir yfir að Laxá stíflist krapi og verði vatnslaus.Þessa eru of mörg dæmi svo að mönnum séu þau ekki í fersku minni. Á fundi Sjálfstæðisfélags Akureyrar fyrir skemmstu var þetta málefni til uii'i æðu og reifaði Jóras G. Rafn- ar, einn af stjórnarnefndarmönn- um Laxárvirkjunarinnar, þetta mál. Hann skýrði svo frá að strax eftir að fyrri virkjun árinnar hefði tekið til starfa hefði tekið að bera á rennslistruflunum í ánni er stöfuðu af krapastíflum við Mývatnsósa. Fyrsta fram- kvæmd þessu til lagfæringar var að gerð var plankastífla hjá Haga nesi, sem taka mátti burt er áin þyrfti að hreinsa sig. Þetta reynd ist þó ekki leysa vandann og því var ákveðið á fundi stjórnar Laxárvirkjunar í maí 1953 að hefja framkvæmdir til vatnsjöfn- unar úr Mývatni við Geirastaða- kvísl. Hafði áður verið fengin álitsgerð sænskra verkfræðinga í þessu efni. Gert var ráð fyrir að framkvæmdir þessar myndu kosta 4 milljónir króna. Strax var hafizt handa um að leita eftir lánum. — Framkvæmdabankinn svaraði því til suniarið 1956 að lána til þessara framkvæmda á því ári 1 milljón króna og 1 millj. og 250 þús. árið 1957. Lánið var til 13 ára. Verkið við Geirastaði var því hafið þá þegar fyrir alvöru og Ásgeiri Markússyni og Steini Steinsen falin yfirstjórn þess., í ársbyrjun í ár var ta?ið að 3 milljónir króna skorti til þess að hægt væri að ljúka framkvæmd- um svo þær kæmu að noium. Raforkumálaráðherra beðinn ásjár Ekkert lán hefir síðan fengist til viðbótar hjá Framkvæmda- bankanum og hefir margoft verið leitað eftir ákveðnum svörum af formanni stjórnarinnar. Stjórn Laxárvirkjunarinnar samþykkti á fundi sínum í marz fá á þessu ári. Við samninga þá, sem Akureyrarbær gerði við ríkisstjórnina um sameign á Lax- árvirkjuninni og afhendingu gömlu virkjunarinnar við Laxá, var gengið út frá, að ríkisstjórnin útvegi nægilegt lánsfé til þess að fullgera virkjunina. Telur stjórn virkjuharinnar því að hún eigi réttmæta kröfu tii að fá lánað það fé, serri til vantar til fram- kvæmdanna." Hið mikla tjón af völdum truflananna Og þannig standa þessi mál enn í dag. Allir skilja hve gífur- legt tjón getur af því hlotist er jafn stór bær og Akureyri, með allar þær framkvæmdir sem hér eru, verður skyndilega raímagns- laus. Sárafáir eru tryggðir gegn slíku óhappi með því að eiga vararafstöð fyrir sig, þótt það sé hins vegar til. Vitað er einnig að maargir fleiri aðilar njóta raf- magnsins frá Laxá og gefur því auga leið að hér er alvarlegt mál á ferðinni. Það gegnir raunar furðu að á sama tíma og ríkisstjórnin tekur Sigurðardóttur frá Torfufelli, „Kjördóttirin á Bjarnarlæk", sveitaróman um ástir og örlög eftir Hafstein Sigurbjörnsson. „Septembermánuður" frönsk skáldsaga eftir F. Hébrard í þýð- ingu Gísla Jónssonar mennta- skólakennara, „Örlög orðanna“ þættir um íslenzk orð og orðtök eftir Halldór Halldórsson próf- essor. Allar eru bækur þessar gefnar út af Bókaforlagi Odds Björnssonar, sem einnig lætur frá sér fara nokkrar barna og ungl- ingabækur m. a. eina nýja Árna- bók eftir Ármann Kr. Einarsson, sem nefnist „Frækilegt sjúkra- flug“. Kvöldvökuútgáfan lætur frá sér fara tvær ágætar bækur er nefnast „Siglingin til segulskauts- ins“ eftir Roald Amundsen, hug- ljúf hetjusaga í þýðingu Jónasar Rafnar læknis og einnig gefur Kvöldvökuútgáfan út „Sögu Snæ- bjarnar í Hergilsey", sem er önn* ur útgáfa þess verks. Nýstárlegt jólakort Að síðustu langar mig lil þes's að geta sérkennilegs jólakorts er ég rakst á í verzlun nýlega. Það sýnir fimm rauðklædda jóla- sveina vera að færa okkur ís- lendingum herskip og togara inn fyrir hina nýju landhelgislínu, en jólakötturinn horfir á. Kort þetta er ágætlega teiknað af Ragnheiði Kristjánsdóttur og gefið út hér á Akureyri af Heildverzlun Tóm- asar Steingrímssonar hf. í mörg- um myndum látum við íslending- ar í ljós undrun okkar yfir fram- komu Breta hér við land, en ekki hef ég séð það gert á jafn skemmtilega skoplegan hátt fyrr. Væru þessi kort ekki tilvalin til þess að senda brezkum á jólun- um? vig. Næturmynd af jólaljósum í Hafnarstræti, aðalgötu Akureyrar. sl. eftirfarandi ályktun og sendi r af orkumálaráðherra: „Stjórn Laxárvirkjunar fer fram á við háttvirtan raforku- málaráðherra að hann hlutist til um að lán fáist til þess að Ijúka við Laxárvirkjunarframkvæmdir þær, sem eru ógerðar, vegna þess að fé hefir ekki fengist til þeirra, þótt meira en 4 ár séu liðin frá því nýjasta virkjunin tók til starfa. Stjórnin væntir þess, að Laxár- virkjunin geti fengið til ráðstöf- unar hluta af lánum þeim, sem ríkið hefir fengið erlendis og ætl- uð eru til rafveituframkvæmd- anna, ella verði virkjuninni séð fyrir nauðsynlegu fé á annan hátt. Samkvæmt áætlunum verk- fræðinga mun kosta 5—6 milljón- ir að fullgera virkjunina, en að- kallandi framkvæmdir, sem gera þarf á þessu ári, munu kosta um 3 milljónir. Mannvirki þau sem ófullgerð eru, eru gerð við Mývatn til varn ar rennslistruflunum í Laxá, en þær koma á hverjum vetri, og valda stöðvun orkuversins. Trufl- anir valda miklu tjóni. bæði raf- veitum þeim, sem orkuna selja og einstaklingum, sem kaupa hana. Til framkvæmdanna við Mývatn hefir Framkvæmdabank- inn lánað 2.250.000,00 kr. og hefir þegar að mestu venð unnið fyrir það fé, en um 3 milljónir vantar til þess að verkið komist svo langt að nokkurt gagn verði að því, og það fé þarf virkjunin að Ljósm. vig. 618 milljónir króna á 2 sl. árum í erlendum lánum ti fjárfestingar- framkvæmda skuli ekki einn eyrir þess fjár renna hingað til Akureyrar. Hér eru þó næg verk- efni óleyst og nægir að geta nauðsynjar nýrrar dráttarbrautar auk skortsins á fé til raforku- framkvæmda. Jólaundirbúningur Og enn einu sinni nálgast blessuð jólin. Undirbúningur þeirra hefst nú fyrr en áður var, enda íburður og skraut allt miklu meira. Ekki er örgrannt um að sumum þyki hér nóg um alla dýrðina og hin raunverulega trú- arhátíð hverfi í glysið. Þegar innflutningshöftin aukast verður vandi manna við val jóla- gjafa meiri, og nú eru stöðugt gerðar auknar kröfur í þvi efni. Þessu hefir jafnan fylgt að bóka- útgáfa hefir mjög aukist á hafta- tímum. Og nú í ár eru það ein- mitt bækurnar sem hæst ber. Hér á Akureyri hafa tvö útgáfu- fyrirtæki látið frá sér fara all- margar bækur og það sem ég hef af þeim kynnzt virðist mér benda til að þær séu tilvaldar til jóla- gjafa. Jólabækur Ég vil i þessu sambandi geta bókanna: „Vígðir meistarar" eftir Edouard Schuré snilldar verks um dularkenningar trúarbragð- anna í þýðingu Björns Magnúsar prófessors, „Leiðin til þroskans" frásagnir miðilsins Guðrúnar Stefnumót í stormi , Hugrún: Stefnumót í stormi. Smásögur. 155 bls. Bókaút- gáfan Valur. Reykjavík, 1958. í stuttum formála að þessu smásagnasafni segir Hugrún skáldkona (Filippía Kristjáns- dóttir) að til séu menn sem líti svo á, að sönn guðstrú geti ekki samrýmzt listinni, en það sé mesti misskilningur. Þessi yfir- lýsing má virðast þarflaus þegar þess er gætt, að fjölmargir á- gætir rithöfundar hafa byggt verk sín á kristnum trúarviðhorf- um, skáld eins og Tolstoi, Dosto- jevskí, Pasternak, Francois Mauriac, Georges Bernanos, GJra- ham Greene, T. S. Eilot, Martin A. Hansen, Sven Stolpe og Ron- ald Fangen, svo nefnd séu nokk- ur þekkt nöfn. Það er hrein fásinna að per- sónuleg viðhorf höfunda ráði úrslitum um listgildi verka þeirra. Listin er svo víðfeðm að hún útilokar yfirleitt engin sjón- armið, en hún gerir sínar eigin ströngu kröfur, sem hver höfund- ur verður að gangast undir. Af þeim sökurn er það alls ekki ein- hlítt til árangurs á vettvangi list- arinnar að hafa jákvæða lífs- skoðun og göfug markmið. Og gildir raunar sama lögmál um flesta þætti mannlífsins. Hugrún er jákvæð skáldkona í þeim skilningi að hún leitast við að flytja göfugan og uppbyggi- legan boðskap í verkum sínum, enda lætur hún sig trúmál miklu skipta. Hitt er svo annað mál, að víða skemmir hinn jákvæði tilgangur listgildi verka hennar, vegna þess að henni er meir í mun að boða skoðanir sínar en skapa sjálfstæð listaverk. Ýmsar smásagnanna í „Stefnumót í stormi“ eru ljós dæmi um þetta. Víða setur skáldkonan sig bein- línis í varnarstöðu fyrir hönd þeirra sem eiga guðstrú, hefur jafnvel hvað eftir annað við orð, að almenningui líti slíkt fólk hornauga og álíti það skrýtið. Nú má vel vera að þetta sé svo, en það kemur málinu ekkert við nema það sé beinlínis partur af því söguefni sem um er fjallað. Trú manna á eðli sínu samkvæmt að vera jafnsjálfsagður hlutur og smekkur þeirra, matarlyst eða dagleg störf. Mér virðist Hugrún víða fara út fyrir ramma sagna sinna þegar hún fjallar um þessi mál: trú fólksins verður ekki eðlileg og sjálfsögð staðreynd, og þess vegna leitast hún við að skýra hana og jafnvel afsaka, oft í löngu máli, en útkoman verður í engu hlutfalli við erfið- ið, nema síður sé. Þá hættir Hugrúnu mjög til beinnar prédikunar í sögum sín- um, og kemur það ljósast fram í sögunum „Flótti“, „Gesturinn“ og „Ilmur kærleikans“. Góð list má gjarna hafa ákveðinn boð- skap, og hefur hann raunar allt- af, en það er hlutverk listamanns ins að klæða boðskap sinn svo skáldlegum búningi, að hann verði eðlilegur hluti listaverks- ins, en ekki eins konar aukavarn- ingur sem lesandinn fær í kaup- bæti. Skáldskapur á að vera mynd af lífinu, stækkuð eða smækkuð, en ekki uppfræðsla um persónulegar skoðanir höfundar- ins. „Stefnumót í stormi“ hefur að geyma sextán smásögur, stuttar og langar. Af þeim finnst mér þrjár skera sig úr: „Friggi“ og „Drottning í ríki sínu“, sem eru ljósar og hugþekkar svipmyndir úr lífi gamalmenna, og svo „Kaffislagur“ sem er hnyttin skopsaga þar sem engu er of- aukið. Þetta er fortakslaust bezta sagan í bókinni. Satt að segja virðist Hugrúnu láta betur að skrifa um gamanmál en alvöru- mál, og marka ég það m. a. af köflum í nokkrum öðrum sög- um, t. d. „Skáldastyrkur“, „Seg- ulbandstækið" og „Þegar „ör- Hugrúr. yggið" sprakk", en engin þeirra er nægilega vel unnin, þótt hug- myndirnar séu góðar. Skáldkonan beitir því bragði í þremur sögum að láta sögu- mann vakna af dái eða draumi, þar sem dularfullir eða voveif- legir atburðir hafa gerzt. Stíl- brellan verður helzti augljós þegar henni er beitt svona oft í lítilli bók, en það væri saklaust, ef tilætluðum áhrifum væri náð, en mér finnst höfundinum fatast handtökin, einkanlega í „Endur- fundir“. Ein þessara þriggja sagna „Hún vaknaði við vond- an draum“ flytur þar á ofan mjög vafasaman boðskap um bóka- brennur. „Þættir úr - dagbók prestsins“ er löng saga, en sundurlaus og áhrifalaus. Lengsta sagan í bók- inni, „Gesturinn!“ fjallar um gamalkunnugt efni, og eru víða í henni sæmilegir sprettir, en tilgangur höfundarins er alltof augljós og skemmir söguna í heild. Framh. á bls. 16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.