Morgunblaðið - 31.07.1959, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.07.1959, Blaðsíða 20
VEÐRIÐ Sunnangola eða kaldi, svolítil rigning. Nœsta stórvirkjun Sjá grein á bls. 11. Síldarútvegsnefnd stöðvaði síldarsöltun í gærkvöldi nema á ábyrgð saltenda — Jbar til ef samningar nást um frekari sölur SÍÐDEGIS í gær barst Mbl. fréttaskeyti frá fréttaritara sín- um á Siglufirðí, þar sem m. a. var skýrt frá því, að í fyrrakvöld hefði heildarsöltun Norðurlands- síldar numi’3 um 142.000 tunnum, þar af yfir 100.000 á Siglufirði. Söltuð væri af kappi á hverri söltunarstöð í bænum fyrirtaks söltun?.rsíld, sem veiðst hefði þá um nóttina og fram á morgun og nálgaðist söltunin því óðum þær 160.000 tunnur, sem samið hefði verið um sölu á fyr- irfram á erlendum mörkuðum. • Söitunin mun arðbærari Þá sagði hann, að síldveiðisjó- mönnum, sem fengju mun hærri hlut, ef síldin væri söltuð en ekki brædd, þætti súrt í broti, ef til þess kæmi að stöðva þyrfti sölt- Sigurður Mmunds- son, forstj., látinn SIGURÐUR Guðmundsson, for- stjóri Hörpu hf., varð bráðkvadd- ur í gærmorgun. — Hann hafði farið að heiman snemma um morguninn, en nokkru síðar var komið að honum látnum við stýr- ið á bíl sínum, þar sem hann stóð fyrir utan fyrirtækið. Kemi- kalja hf. við Dugguvog. Mun hann hafa látizt af hjartaslagi í þann mund, er hann stöðvaði bif- reið sína, en Sig. heitinn hafði kennt hjartabilunar undanfarið, eða um eins og hálfs árs skeið. Sigurður Guðmundsson var maður á bezta aldri, aðeins 53 ára gamall. Hann lætur eftir sig konu og 3 stálpuð börn. — Mun hans verða minnzt nánar hér í blaðinu síðar. unina, vegna sölutregðu. Og sömu sögu væri að segja um Siglfirðinga, sem nú fengju eftir langa bið gnótt góðrar söltunar- síldar rétt við bæjardyrnar; en söltunin skapar þeim sem kunn- ugt er mun meiri atvinnu en bræðslan. Það væri þyí von allra, að sölusamningar tækjust og á- framhaldandi söltun gæti farið fram. Söltun stöðvuð Snemma í gærkvöldi barst blaðinu tilkynning um málið frá Síldarútvegsnefnd og sagði í henni, að söltun syk- ursíldar á Finnlandsmarkað hefði skömmu áður verið stöðvuð, þar sem búið væri að salta upp í fyrirfram gerða samninga. Og til viðbótar hefði nefndin gert eftirfarandi samþykkt, sem send hefði verið öllum síldar- saltendum á Norður- og Austur- landi: „Til viðbótar dagskeyti um stöðvun á söltun sykursíldar í heiltunnum á Finnlandsmarkað, tilkynnist yður að þegar hefir verið saltað að fulu Cut-síld í þá samninga, sem fyrir hendi eru. Nefndin vill ekki að svo stöddu banna söltun Cut-síldar en tekur skýrt fram, að sú Cut-síld, sem söltuð verður eftir kl. 24,00, 30. þ. m. verður ekki tekin til af- greiðslu upp á gerða samninga og því algjörlega söltuð á ábyrgð viðkomandi saltenda. Takist samningar um auknar sölur verður það tafalaust tilkynnt. — Ekkert liggur fyrir um ríkis- ábyrgð, ef saltað verður umfram þegar gerða samninga. —- Síldarútvegsnefnd“. Óvænlegar horfur. Þegar Mbl. átti aftur tal við frétaritara sinn á Siglufirði seint í gærkvöldi, kvað hann ekki lík- legt, að síldarsaltendur treystust til að salta mikla síld á eigin ábyrgð. Algjör vafi léki líka á,. hvort bankarnir mundu veita lán vegna slíkrar söltunar. — Horfir því mjög óvænlega í mál- inu, ef síldin heldur áfram að veiðast en ekki tekst hið bráð- asta að ná samningum um frek- air sölu saltsíldar. „Ha!meyjan“ í Tjörninni MENN sem gengið hafa suður eftir vestribakka Tjarnarinn- ar, hafa séð að seglpoki er strengdur yfir einhverja styttu úti í Tjörninni, spöl- korn frá landi, fyrir framan Ráðherrabústaðinn. Hvað er í pokanum, sagði Tómas skáld Guðmundsson forðum. — Já hvað er þarna um að ræða, og svarið er að innan skamms mun höggmyndin Hafmeyjan, sem þarna hefur verið sett, eftir Nínu Sæmundsson afhjúp uð. Stefni Lagarfoss og kinnungur laskaður SÍÐDEGIS í gær kom Lagarfoss hingað til Jteykjavíkur frá New York en í þessari ferð laskaðist skipið sem kunnugt er í árekstri við þýzkt kaupfar, svo sem sjá má á meðfylgjandi mynd hefur stefni Lagarfoss orðið fyrir veru legum skemmdum. Það verður ekki hægt að gera við þær hér nema til bráðabirgða því taka verður skipið upp í slipp og end- urnýja að verulegu leyti stefnið, en skemmdirnar á því ná um 10 metra aftur með bakborðs kinn- ungum, Svarta þoka hafði verið er árekturinn varð og bæði skip- in á allmikilli ferð. Hafði Lagar- foss komið á framverða stjórn- Hundruð laxa veiðast daglega í-Ölfusá Selur i ánni rekur laxatorfur i nefin AUSTUR á Selfossi setja menn hina miklu laxveiði í net, sem þar hefur verið með fádæmum góð undanfarnar þrjár vikur eða þar um bil, í samband við það, að selur er nú tekinn að ganga upp eftir Ölfusá. Hefur selur sézt við Ölfusárbrú og það mun fcafa verið í fyrradag, að selur var kominn alla leið upp undir Hestfjall. — borðssíðu þýzka skipsing. Sjó- próf munu ekki gc.la hafizt hér út af árekstri þessum fýrr en á þriðjudaginn kemur. Enski sjómaðurinn Þetta er brezki sjómaður- inn Francis Joseph Lidgard, sem fluttur var í land af brezku herskipi í fyrradag-. Hann er sjúklingur í Landakotsspítala, en hefur þó fótavist. í gærdag fór hann niður í iækningastofu Úlfars Þórðarsonar augnlæknis í Lækjargötunni og var þessi myr.’. lekin er Lidgard kom frá Iækninum. Lidgard kveðst hafa fengið högg á augað, 23. júlí og hafi það síðan farið svo vernandi að hann hafi verið orðinn viðþols- laus af kvölum í auganu. Læknirinn sagði að auga manns ins væri mjög illa bólgið og mun ætlunin að flytja Lidgard út til Bretlands með fyrstu flugferð, svo að hann geti gengið undir augnuppskurð, ef hann verður þá ferðafær. Mbl. reyndi í gær að spyrjast fyrir um á öllum æðstu stöðum um aðdraganda þess að hinu brezka herskipi var leyft að sigla inn á Grundarfjörð, með hinn sjúka mann. Enginn fjöl- margra embættismanna þorði neitt um það að segja. Virðist það vera fyrsta hernaðarleynd- armálið sem við höfum eignazt í hinu 10 mánaða gamla fiski- stríði við brezka heimsveldið. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.). Á 550 laxar árdegís Verzlun Sigurðar Ó. Ólafs- sonar og kaupfélagið kaupa laxinn af veiðimönnum. 1 þessari langvinnu aflahrotu hefur verið vitjað ur«. netin ár degis og síðdegis. Um hádeg- isbilið í gær, var búið að landa aflanum eftir nóttina og fram til hádegis og reyndist heildaraflinn vera um 550 laxar, sem alls vógu hátt á þriðja tonn. Höfðu um 130 laxar komið í netalagnir við Selfoss, en netaveiðisvæðið nær fráá Sandvík og upp að Útverkum á Skeiðum. Laxveiði á stöng við Selfoss hefur aftur á móti ekki verið hlutfallslega jafngífurleg og neta veiðin. Munu stangaveiðimenn þar alls vera búnir að fá 21 lax. Þá gat fréttaritari Mbl. þess, að laxinn sem veiddist í gær hafi yfirleitt verið 3—4 kg á þyngd og fór hann allur á markað í Reykjavík. Nú kostar kg. af lax- inum í búðum á Selfossi 48 kr. Selurinn Þá ræddi fréttaritarinn lítið eitt nánar um selinn sem nú virð- ist vera farinn að ganga upp í ána. Við teljum að samband sé á milli þessarar feikilegu lax- veiði, sem er meiri en um langt árabil, og þess að selur er nú aftur farinn að ganga upp í ána. Hér fyrr á árum voru fengnar skyttur til þess að herja á sel- inn. Þe‘tta hafði þau áhrif, að verulega dró úr laxveiðinni. Nú er selurinn kominn aftur, og þá er eins og hann reki laxinn upp í ána. Til 3 umræöu Á STUTTUM fundi neðri deild ar Alþingis eftir hádegi í gær var kjördæmafrumvarpinu vísað til þriðju umræðu í deildinni. Fyrst var haft nafnzkall um rökstudda dagskrá framsókn- armanna, sem lögðu til að aukaþinginu yrði frestað, þar til I jóðaratkvæðagreiðsla hefði farið fram um kjör- dæmabreytinguna, en til henn ar yrði efnt fyrir þ. 23. ágúst. Var sú afgreiðsla málsins felld með 19 atkv. gegn 13, en síðan samþykkt með 19 at kvæðum gegn 13 að vísa frum varpinu til 3. umræðu. Þess má geta, að 3 stuðningsmenn kjördæmabreytingarinnar voru fjarstíi'1-’' I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.