Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 167. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						20 siðr
wribiáfaVb
46. árgangur
167. tbl. — Fimmtudagur ^. ágúst 1959    (p
Prentsmiðja Morgunblaðsin:
Krúsjeff fer i dag til
Svarfahafs oð safna
kröftum
H.ann átti fund meo blaðamönnum
í Kreml í gœr
MOSKVU, 5. ágúst. — Öllum á óvart boðaði Krúsjeff, for-
cætisráðherra Sovétríkjanna, til skyndifundar með frétta-
mönnum í Moskvu í dag. Á fundinum, sem haldinn var í
Kreml, voru yfir 300 fréttamenn. Af ummælum forsætis-
iáðherrans þykir sú yfirlýsing einna merkilegust, að Rúss-
m muni styðja að því, að svipað ástand verði í Berlín og
verið hefur, mcðan haldið er áfram umræðum um stöðu
borgarinnar milli fulltrúa Austurs og Vesturs. Ennfremur
vakti það mikla athygli, þegar hann sagði, að viðræðurnar
\ið Eisenhower jafngiltu ekki ríkisleiðtogafundi.
Ekki samningaviðræður
Krúsjeff hóf blaðamannafund-
inn með því að lesa upp yfirlýs-
ingu, sem hann hafði skrifaða.
Krúsjeff
1 henni segir hann m. a., að náðst
hafi samkomulag milli hans og
Eisenhowers um gagnkvæmar
heimsóknir þeirra og búist hann
við að fara til Bandaríkjanna um
miðjan september, en Eisenhow-
er komi til Sovétríkjanna síðar
í haust. Síðan sagði hann, að þeir
Urriðinn hafði
gleypt andar-
unga
STANGAVEIBIMAÐUR einn
frá Reykjavík, var um verzl-
unarmannahelgina austur i
Nesjum við Hornafjörð. Á
mánudaginn fór hann með
stöng sína fram á bakka Hof-
fellsár og kastaði. Lítilli
stundu síðar kom á krókinn
hjá luMuuiii allvænn fiskur. Er
honum hafði verið landað og
vigtaður reyndist það vera 5
punda urriði. Þar eystra var
þá staddur austurrískur nátt-
úruskoðari. Hann vildi endi-
lega að farið yrði innan í fisk-
inn strax langaði að skoða inn
yflin. Nærstaddir rákni upp
stór augu er við „magaupp-
skurðinn" kom í ljos að urrið-
inn hafði gleypt andarunga.
Var máli slegið á andarung-
ann og reyndist hann vera 18
sentim. langur, þar sem hann
Iá í fullri lengd sinni i mag-
anium á urriðanum. Þóttust
menn fara nærri um að andar-
ungann hefði fiskurinn gleypt
fyrir svo sem 1—2 tímum.
mundu ræðast við: — Ræðast
við, sagði ég, en ekki semja —
og á það lagði Krúsjeff áherzlu.
Hér er aðeins um að ræða við-
ræður milli tveggja þjóða, sagði
hann, og verður ekki fjallað um
málefni annarra þjóða. Síðan
bætti hann við, að honum væri
sama, hvernig viðræðunum yrði
háttað, hvort þær yrðu formleg-
ar eða óformlegar; aðalatriðið
er, sagði hann, að við ræðumst
við af hreinskilni og skilningur
ríki milli okkar.
Öllum til góðs
Síðan ræddi Krúsjeff um nauð-
syn þess, að Ieiðtogar þjóðanna
hittist og ræði deilumálin: —
Slíkar viðrseður, sagði hann,
verða til góðs eins. Þær auka
skilning þjóða í milli og treysta
friðinn. í því sambandi benti
hann á heimsókn Macmillans til
Framh. á bls 18.
Sáu „fljúg-
andi cf/sfe"
f NTB-fréttum í gærkvöldi frá
Lissabon segir, að allmargir
menn, þ. á m. áhöfn á portú-
gölsku herskipi, hafi sl. nótt
séð fljúgandi disk um það bil
40 km. fyrir sunnan Lissabon.
Skipstjórinn á herskipinu
skýrði í dag frá því, að fljúg-
andi diskurinn hefði verið ílang-
ur og ljósrauður og hefði flog-
ið í 300 metra hæð. Hann gizkar
á, að diskurinn hafi farið með
4000 km. hraða á klukkustund.
Frá Casablanka berast enn-
fremur þær fregnir, að allmargt
manna þar í borg haf i seinnipart-
inn á þriðjudag séð einhvern hlut
í loftinu, sem mjög glitti á.
Nixon stígur út úr þotu blaðamannanna  —  í fylgd með
fallegri flugfreyja TWA    (Ljósm. USIS).
Þýoingarmikið ab Krusjeff komi sjálfur
og finni styrk bandarísku þjóðarinnar
— sagoi Nixon á Keflavikurflugvelli
— ÉG TEL, að það séu bæði kostir og gallar á heimsókn Krúsjeffs
til Bandaríkjanna. En að öllu saman lögðu held ég, að fyrst og
fremst sé það mjög nytsamt, að Krúsjeff komi sjálfur til Banda-
i ikjanna og sjái með eigin augum hvernig bandaríska þjóðin lifir,
l'iiini styrk hennar og einbeittan vilja eða eins og máltækið segir:
Betra er að sjá einu sinni en heyra hundrað sinnum. Nixon,
varaforseti Bandaríkjanna, fórust orð á þessa leið, er íslenzkir
blaðamenn ræddu við hann stundarkorn á Keflavíkurflugvelli í
gær, en þar hafði hann viðkomu á heimleið frá heimsókninni til
Iíússlands og Póllands.
Þegar hann kom til Washington siðar í gær var honum fagnað
geysivel á flugvellinum af miklum mannfjölda, en síðan ók hann
til Hvíta hússins til fundar við Eisenhower forseta.
í hópi blaðamanna
Flugvél Nixons, þota frá TWA
af gerðinni feoeing 707, lenti á
Keflavíkurflugvelli skömmu eft-
ir kl. 12 á hádegi — og hafði *iún
verið 3 klst. 58 mín. á leiðinni
frá Varsjá. Nixon var í þotu
þeirri, er flutti bandarisku bla?a
mennina, sem fylgdust með iör
hans eystra. Aðrir sarnferðamenn
Nixons ásamt eiginkonu hans
voru í annarri þotu sömu gerbar,
sem lenti á Keflavíkurflugve'li
nokkrum mínútum síðar. Var sú
frá bandaríska flughernum.
Nixon notaði tímann á leiðirmi
til íslands til þess að ræða við
fréttamenn og gera grein fyrir
ýmsu, sem þeir höfðu farið á mis
við í förinni. Gekk hann um f lug-
vélina og rabbaði við fréttamenn-
ina um heima og geima — og
svaraði spurningum.
Langar viðræður
Eftir að þota þeirra hafði num-
ið staðar framan við flugvallar-
hótelið á Keflavíkurvelli héldu
þessar viðræður áfram í rúma
klukkustund — og það var ekki
fyrr en lokið var við að endur-
nýja eldsneytisbirgðir þotunnar
og klukkan var langt gengin tvö,
að Nixon steig út úr þotunni en
í Keflavík skipti hann um farkost
og fór yfir í þotu konu sinnar og
annarra fylgdarmanna.
Á meðan hafði frú Nixon farið
um flugvöllinn í fylgd með frúm
bandarískra yfirmanna á flugvell
inum. Allmikill mannfjöldi saf">
aðist saman við þotuna, þegar
hún steig út ásamt þeim Dr.
Milton Eisenhower, bróður
Bandaríkjaforseta, Riekover 35-
míráli, sem nefndur hefur verið
„faðir" kjarnorkubátanna, og
fleirum. Garret Soulen, fulltrúi
bandarska sendiherrans hér, tok
á móti ferðafólkinu í fjarveru
sendiherrans, sem hafði brugðið
sér úr bænum áður en vitnazt
hafði um komu varaforsetans
Þrátt fyrir hálfgert kalsaveður
biðu menn óþreyjufullir eftir
því, að Níxon varaforseti stigi út
úr farkosti sínum. Upphaflega
hafði viðdvölin verið ákveðm
þrír stundarfjórðungar. en banda
rísku fréttamennirnir spurðu í
ákafa svo að Nixon komst hvergi.
Kveðja frá Kardinála
Klein blaðafulltrúi varaforset-
ans í þessari ferð ræddi stundar-
korn við fréttamennina úr
Reykjavík og skýrði þeim m. a.
frá því að við brottför Nixons
frá  Varsjá  hefði honum  bonzt
orðsending frá Wyszynski kardi-
nála, æðsta yfirmanni kaþólsku
kirkjunnar í Póllandi, þar sem
hann bað Nixon að færa banda-
rísku þjóðinni þakkir fyrir allar
gjafir og þá aðstoð, sem hún hefði
veitt Pólverjum.
Nixon gafst ekki tækifæri til
þess að hitta kardinálann eystra,
en móttökur Varsjárbúa voru all
ar á sömu lund — og sagði Kiein
m. a., að þegar Nixon kvaddi um
morguninn á flugvellinum í Var-
sjá hefði blómum rignt yfir hann
eins og reyndar alla hina dagana,
þegar hann lét sjá sig á almanna-
færi.
Framh. á bls. 8.
Enn barizt í Laos
Öryggisráðstafanir í Thailandi
UTANRIKISRAÐHERRA Laos
hefir átt samband við Dag Hamm
arskjöld, framkvæmdastjóra Sam
einuðu þjóðanna, og beðið hann
að skýra fulltrúum aðildarríkj-
anna frá atburðunum í norður-
héruðum Laos. Skýrir hann svo
frá, að bardagar hafi staðið þar
frá 16. júlí á 15 .til 50 km svæði
meðfram landamærum Laos og
Norður-Vietnam. — Einnig er
stjórn Vietnam sökuð um íhlutun
í innanríkismál Laos, — og að
hafa látið uppreisnarmönnum í
té vistir og vopn.
Þær hersveitir Thailands, sem
eiga að verja landamærin að
Norður-Víetnam hafa fengið fyr-
irskipanir um að vera vel á verði
vegna atburða þeirra, sem nú
hafa  gerzt í norðurhluta  Laos.
Hefur stjórn Thailands gert allar
þær öryggisráðstafanir, sem unnt
er að gera, ef í odda skerst með
hersveitum kommúnista í Norð-
ur-Vietnam og hersveitum Thai-
lands í landamærahéröðunum.
Fimmtudagur 6. ágúst.
Efni blaðsins m.a.:
Bls. 6: Framkvæmdir  á  Ólafsfirði.
—  9: Síldveiðiskýrslan.
— 10: Forystugreinin: „Hvað er auð-
hringur".
l.ifvörður  AJ  Capone  „varpar
akkerum". (Utan úr beimi).
— 11: Forn handrit og lifandi turtga
— 12: Hlustað  á  útvarp.
— 18: íþróttir.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20