Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 169. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						yb  slour og  Lesbók
nrgaííiMalíi^
46. árgangur
169. tbl. — Laugardagur 8. ágúst 1959
Prentsmiðja Morgunblaðsiso
íslendingar byggja víkkun
landhelginnar á alþjóoalögum
Forsætisráoherra átfi fund meo
enskum blaoamönnum
HINIR brezku blaðamenn, sem hér dveljast nú í boði Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna gengu í gær á fund f orsætisráðherra
Emils Jónssonar, sem hafði fallizt á að halda fund með þeim. —
Ymislegt bar á góma á þessum fundi og skal hér lítillega skýrt
írá nokkrum atriðum.
Færa Islendingar sig upp a
skaftið
Brezku blaðamennirnir voru
m. a. áhugasamir að fá að vita,
hvað fslendingar gerðu, ef Bret-
ar t d. féllust á 12 mílna land-
helgina, eða ef íslendingar fengju
hana viðurkennda á hinni vænt-
anlegu ráðstefnu í Genf, — hvort
íslendingar myndu þá ekki færa
s'vg upp á skaftið og víkka land-
helgi sína um aðrar 12 mílur.
Forsæiisráðherra sagði að hér
væru ólíku saman að jafna. ís-
lendingar teldu að aðgerðir
þeirra við víkkun landhelginnar
upp í 12 mílur væri í samræmi
við alþjóðalög. Hún hefði verið
byggð á áliti sérfræðinga í þjóð-
arrétti og hefði stuðst við það
álit laganefndar S. Þ. að land-
helgi gæti verið allt upp í 12
mílna breið.
V«rðandi frekari útvíkkun
landhelginnar t. d. eftir að ai-
þjöðaráðstefna hefði fjallað um
málið, horfði málið allt öðru vísi
við og sömu lagalegu áðstöðuna
skorti og undir aðgerðir fslend-
inga nú.
Forsætisráðherra tók það fram
að það væri alveg rétt sem Bret-
ar segðu, að íslendingar hefðu
framkvæmt víkkun landhelg-
innar einhliða, en við það væri
ekkert athugavert og mætti í því
sambandi benda á að íslendingar
hefðu um áraraðir reynt að fá
rétt sinn viðurkenndán, en það
hefði stöðugt strandað á því að
Bretar hefðu haldið fast við hina
úreltu þriggja-mílna reglu.
Varðandi þetta atriði sagði for-
sætisráðherra að lokum, að ekki
væri enn unnt að segja, hvort
íslendingar hefðu þörf fyrir meiri
útvíkkun landhelginnar en orðið
væri. Ef reynslan sýndi að at-
vinnulíf þeirra þarfnaðist meiri
útvíkkunar væri það réttur og
skylda íslenzkra stjórnvalda að
reyna að fá framgengt frekari út-
víkkun. Hún yrði þó aðeins f ram-
kvæmd á lagalega traustum
grundvelli.
Hlíta íslendingar ákvörðun
ráðstefnunnar
Þá spurðu blaðamennirnir: —
Setjum nú sem svo, að ráðstefn-
an í Genf færi á þann veg, að
nægilegur meirihluti fengist fyr-
ir því að breidd landhelgi skyldi
vera minni en 12 mílur, myndu
íslendingar þá hlíta þeirri á-
kvörðun.
Forsætisráðherra svaraði að
íslendingar niyndu að sjálfsögðu
telja sig bundna af slíkri ákvörð-
un svo framarlega sem ðnnur
ríki, sem eins stendur á fyrir
beygðu sig líka undir það.
Við þessi ummæli var sem
brezku blaðamennirnir kímdu og
höfðu orð á því, að þess væri víst
ekki að vænta, að Rússar myndu
beygja sig fyrir slíkri ákvörðun.
Ástæðulaus málarekstur
Þá spurðu fréttamennirnir,
hvort íslendingar myndu vilja
leggja landhelgisdeiluna fyrir
Alþjóðadómstól.
Þessu svaraði Emil Jónsson svo
I að íslendingar teldu rétt að skapa
lagareglurnar fyrst um þessi mál
og dæma svo og í öðru lagi hlyti
málarekstur að taka lengri tíma
en svo, að honum yrði lokið fyr-
ir Genfarráðstefnuna og því væri
skynsamlegra að biða hennar.
Úrsögn úr NATO?
Einnig spurðu þeir, hvort fs-
lendingar ætluðu að segja sig úr
Atlantshafsbandalaginu i sam-
bandi við þessa deilu.
Svaraði forsætisráðherra því
til, að um þetta væru uppi ýmsar
raddir, en enginn stjórnmála-
flokkanna væri fylgjandi því
nema kommúnistar, sem hvort
sem væri hefðu alltaf verið á
móti þátttöku í NATO. Ráðherr-
ann sagði, að í öllum flokkum
væri viss tilhneiging (tendens)
til þess að beita úrsagnarhót-
un úr NATO við Breta, en
ábyrgir forustumenn flokkanna
væru ekki á þeirri skoðun.
a-
-D
Kassem enn
í hættu
KAIRO 7. ágúst: — Eitt Kairo
blaðanna skýrir svo frá, að kom-
izt hafi upp um kommúniskt sam
særi gegn stjórn íraks, á seinustu
stundu. Viðriðnir samsærið
hafi verið stjórnmálaleiðtogar
©g herforingjar, se: Kassem
hefði hingað til treyst fullkom-
lega. Segir ennfremur, að upp-
reisnarmenn hafi ætlað að
láta til skarar skríða 6. ágúst —
með því að flugherinn gerði loft-
árás að landvarnamálaráðuneyt-
inu.
n-----------------------------D
Matthías Johannessen
ráSinn ritstjóri Morgun-
blaBsins
MATTHÍAS Johannessen blaða-
maður hefur nú verið ráðinn einn
af  ritstjórum  Morgunblaðsins.
Herlögregla með alvœpni
hindrar íslenzka lög-
gœzlumenn í starfi
Matthías er 29 ára gamall, fædd-
ur hér í Reykjavík og lauk prófi
í norrænum fræðum við Háskóla
íslands á árinu 1955. Síðan var
hann um skeið við framhalds-
nám við Kaupmannahafnarhá-
skóla.
Matthías hefur birt eftir sig
þrjár bækur, ljóðabókina „Borg-
in hló", „Njála í íslenzkum skáld-
skap" og „í Kompaníi við allif-
ið", samtöl við Þórberg Þórðar-
son.
Við Morgunblaðið hefur
Matthías unnið frá árinu 1952.
Varnaði þeim að fœra konu, sem ók
ölvuð á Ketlavíkurilugvelli, til
bloðrannsóknar
Þjarkað
GENF, 7. ágúst. — Tsarapkin,
fulltrúi Rússa við viðræðurnar
um stöðvun kjarnorkutilrauna,
sakaði Bandaríkjamenn um að
fyrírhuga áframhaldandi tilraun-
ir innan tíðar, eða þegar árið,
sem þeir hétu að gera engar til-
raunir, væri liðið. Vitnaði hann
í því sambandi í bandaríska þing-
menn. Brezki fulltrúinn sagði
betra að reyna að halda áfram
skynsamlegum ' umræðum, en
vitna í hina og þessa einstaklinga
og reyna að þyrla upp moldviðrí.
I GÆRKVOLDI barst Mbl. eftir-
farndi fréttatilkynning frá uton-
ríkisráðuneytinu:
Aðfaranótt 6. þ. m. varð sá at-
burður við aðalhlið Keflavíkur-
flugvallar, að allmargir vopnaöir
herlögreglumenn komu í veg fyr-
ir að kona varnarliðsmanns, sem
grunuð var um ölvun við akstur,
væri færð til læknis til blóðrann-
sóknar. Konan neitaði blóðtöku,
en samkvæmt íslenzkum lögum
er heimilt að láta lækni taka blóð
sýnishorn úr þeim, sem grunaðir
eru um áfengisneyzlu, þótt sak-
borningur mótmæli. Hafa þessi
ákvæði íslenzkra laga nýlega ver
ið staðfest af Hæstarétti og var
varnarliðinu tilkynnt sú niður-
staða.
Utanríkisráðherra hefur tekið
málið upp við bandaríska sendi-
ráðið í Reykjavík til þess að
koma í veg fyrir að svona at-
burðir endurtaki sig og að þeir
sem valdir eru að atburðinum
verði látnir sæta ábyrgð.
Blaðið átti í gærdag tal við
Björn Ingvarsson, lögreglustjora
á Keflavíkurflugvelli, um atburð
þennan, og sagðist honum frá á
þessa leið:
Það gerðist um kl. 22:30 á mið-
vikudagskvöldið, er íslenzkur ,ig
bandarískur lögreglumaður voru
á eftirlitsferð um flugvallarsvæð
ið, að þeir sáu, hvar VW-bifreið
með R-númeri hafði verið stöðv-
uð nálægt bjórskemmum varnar-
liðsins. Var bifreiðin með fullum
framljósum, og héldu lögreglu-
mennirnir, að eitthvað væri að
og gengu þar að til þess að at-
huga málið.
Er þeir komu að bifreiðinni,
sáu þeir, hvar kona sat undir
stýri og karlmaður við hlið henn
ar. Virtist lögreglumönnunum,
að þau væru bæði undir áfengis-
áhrifum og færðu þau því að
aðalhliði flugvallarins, en þar
eru ísenzkir og bandarískir íög-
reglumenn jafnan á verði.
•
Þegar konan var færð fyrir ís-
lenzka varðstjórann, þóttist hann
sjá glögg ölvunareinkenni á
henni og óskaði eftir, að nun
gengist undir blóðrannsókn. Bað
konan þá um að fá að tala við
mann sinn í síma, en það var
ekki hann, sem var með hein:
í bílnum, og var henni veitt leyfi
til þess. Eiginmaðurinn kom á
vettvang að vörmu spori og kall-
aði nokkra yfirmenn úr varnar-
liðinu. — Reis nú ágreiningur
milli  íslenzka  varðstjórans  og  ^ svo  frá
greindra yfirmanna  um skyldu  ...... '
konunnar til að gangast undir
blóðrannsókn.
Hvað gera
Þjóðverjar 1
Formaður
Rétt er að taka það fram í þessu
sambandi, að varnarliðinu var á
sínum tíma sendur dómur Hæsta-
réttar um óvefengjanlega skyliiu
manna til að gangast undir slíka
rannsókn, eða vera færðir til
hennar með valdi ella. Einnig
Framh. á bls. 2
i BON, 7. ágúst — jr urmaour ^
^ utanríkismálanefndar sam- s
S bandsþingsins í Bonn, skýrði $
dag, að nefndin;
^ mundi á næsta fundi ræ'ða, f
\ rivort V-Þýzkalandi bæri nú 1
) að taka upp eitthvað samband i
II >
? við leppríki Rússa í A-Evrópn. j *
\ Fyrr hafði spurzt, að sam- i
S bandsstjórnin væri að íhuga ;
• hvort heppilegt væri að bjóða s
j Póllandi og Tékkóslóvakiu j
S griðasáttmála. Ef tir heím- ;
^ sókn Krúsjeffs til Póllandsvar s
i, málið lagt á hilluna.        j
Nýtt bandarískt gervi-
tungl fœr orku frá sólinni
Markar tímamiót í geimfluginu
CAPE CANAVERAL, 7. ágúst. — Bandarískir vísindamenn
hafa nú skotið á loft gervitungli, sem að vissu leyti markar
tímamót í geimferðasögunni, því að rafhlöður tunglsins
endurhlaðast með orku sólarinnar. — Þessu nýja gervi-
tungli var skotið upp í dag með þriggja þrepa Thor-Able-
eídflaug, en sjálft gervitunglið vegur 142 piind. Nú eru á
lofti sex gervitungl, 5 bandarísk og eitt rússneskt.
Þetta er f ullkomnasta og marg-
brotnasta gervitungl hingað til
— og jafnframt stærsta Banda-
ríkjamanna. Þegar tilkynnt var
síðdegis, að það hefði komizt á
rétta braut umhverfis jörðu, var
m. a. greint frá því, að þetta nýja
tungl, sem nefnt er Könnuður
VI., hafi mjös fullkomin og
margbrotin mælitæki, sem varpi
til jarðarinnar ýmsum mikils-
verðum upplýsingum, sem m. a.
geti orðið nytsamar í áætlunum
um geimferðir manna, — um
skýjamyndanir, loftsteina og
geislun — svo eitthvað sé nefnt.
—•—
Könnuður sjötti fer á hálfum
sólarhring umhverfis jörðu. —
Minnsta fjarlægð hans frá yfir-
borði jarðar er 256 km, en mesta
40,000 km. Sérstök vararaketta
er á Könnuði — og mun verða
kveikt á henni með því að það
falli inn í gufuhvolfið. Mun
rakettan þá auka ferð þess og
varna „slysi".
•--------------------—*
Sunnudagur 9. ágúst
Efni plaðsins m.a.:
Bls. 3: Á leiS tU Eyja.
—  6: Sárin eftir grísku borgarastyrj-
öldina.
—  8: Forystugreinarnar:    „liolding
Company"  og  Engin  atnuga-
semd frá Ilirti. „Hamingjusam-
asta æska heimsins".
(Utan úr hoimí).
—  9: íslenzkur lögfræðingur og nt-
verk  hans.  (grein  um  ólaf
JLárusson, prófessor).
— 14: Fyrsta umræSa E.D. um kjör-
dæmamálið.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16