Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 178. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						20  síður
46. árgangur
178. tbl. — Miðvikudagur 19. ágúst 1959
Prentsmiðja MorgunT laðsíns
Friðrtk Danakonungur heilsar íslenzku landsliðsmönnunum fyrir leikinn á Idrætsparken i gær. Með konungi er Björgvin Schram,
íormaður Knattspyrnusambands íslands. Leikmennirnir á myndinni eru: Örn Steinsen (sem konungur er að heilsa), Þórður Jons-
, son, Sveiuu Xeitsson og Sveinn Jónsson.
Jafntefli
YFIR 26 þúsund áhorfendur
horfðu á íslendinga gera jafntefli
við Daní í knattspyrnu á Idræts-
parken i Kaupmannahöfn síðd-
í gær.
Áður er. leikurinn hófst, fór
fram látlaus, en mjög hátíðlcg
setningarathöfn, og voru að
venju leiknir þjóðsöngvar land-
anna.
Friðrik Danakonungur, er
horfði á sjöundu viðureign Dana
og ísleadinga, heilsaði leikmönn-
um á leikvanginum, áður en
keppnin hófst. Formaður KSÍ,
Björgviri Schram, kynnti ís-
lenzku leikmennina fyrir kon-
unginum, og formaður danska
knattspyrnusambandsins, Ebbe
Schwarti, kynnti þá dönsku.
í Kaupmannahöfn var hlft
ágætasta veður, er leikurinn fór
fram, 20—25 stiga hiti og hæg
gola, en síðari hálfleik dró fyr-
ir sólu. Hollenzkur dómari, Van
Leuwen a nafni, dæmdi leikinn,
en línuverðir voru sænskir. Dan-
ir unnu hlutkesti og kusu að leika
undan golunni.
SJÁ FRÁSÖGN ATLA
STEINA-SSONAR Á BLS. 2.
\
Fyrstu
símsendu
mynd-
irnar ti
Islands
í GÆR var tekið á móti
tveimur ljósmyndum á sím-
stöðinni hér í Reykjavík,
sem sendar voru með loft-
skeytum frá Kaupmanna-
höfn og er það í fyrsta skipti
sem slíkum myndum er
veitt mótaka hér á landi.
Héðan hafa hins veg'ar ver-
ið sendar fréttamyndir með
loftskeytatækjum og var
hað gert í fyrsta skipti, er
sænsku konungshjónin voru
stödd hér á landi.
Landssímastöðin fékk vandað
móttökutæki í vor til að taka á
móti myndum simleiðis, en tækið,
sem fyrir var og stöðin hafði að
láni, gat aðeins sent myndir, en
ekki tekið við þeim.
Loftskeytasamband var ekki
verulega gott fram eftir kvöldi í
gær og það var ekki fyrr en laust
fyrir miðnætti í nótt að góð
mynd kom í móttakarann, eftir
langt og strangt strit þeirra, sem
að móttökunni unnu.
MATVÆLA- og Landbúnaðar-
stofnun S. Þ. gengst fyrir ráð-
stefnu 14.—25. september n. k.
um sardínur, meðferð þeirra,
veiðiaðferðir, verndun stofnsins,
líffræði hans og alþjóðasamvinnu
um rannsóknir á þessu sviði.
Helgi Daníelsson hefur hlaupið út og gripið knöttinn. Til vinstri á myndinni eru bakverðirnir, Hreiðar Ársælsson og bak við hann
Árni Njálsson. Danski sóknarmaðurinn er Ole Madsen, hægri innherji, en bak við hann sést Svcinn Teitsson.
Náttúruhamfarir í Bandaríkjunum
Hitabylgfa og
rafmagnsbilu»a
í IMew York
NEW YORK, 18. ágúst (NTB) —
Síðastliðin nótt var sem hin
versta martröð fyrir marga íbúa
New York-borgar. Mjög mikil
hitabylgja hafði gengið yfir borg
ina seinni hluta þessa dags með
háu rakastigi. Þegar vanlíðan
fólksins af hitanum var sem
mest bilaði rafmagnskerfi borg-
arinnar, að því er talið er vegna
of mikils álags, sem stafaði af
því hve mikið af rafmagnsvift-
um og kælikerfum hafði verið
sett í samband. Rafmagnsbilunin
stóð í 13 klst. og voru öll hin
mörgu kælitæki borgarbúa óvirk
á meðan, ljósin slokknuðu, neð-
anjarðarbrautir stöðvuðust og
lyftur urðu óvirkar, en það er
mjög tilfinnanlegt í háreistum
ibúðarhúsum borgarinnar. Er
vitað til þess að langar stiga-
göngur í hitanum háfa orðið
fjölda fólks að fjörtjóni þennan
sólarhring.
Fólk var mjög illa undir raf-
magnsleysið búið, þvi að slikar
bilanir verða aðeins örsjaldan í
stórborginni. Fæstir áttu til kerti
né önnur ljóstæki. Varð kerta-
sala i lyfjabúðum borgarinnar
mjög mikil þetta kvöld og ungl-
ingar gátu grætt góðan pening
með því að ganga milli húsa og
selja kerti.
Jarðskjálftar í
Klettafjöllum
New York, 18. ágúst.
SNARPIR jarðskjálftar urðu
á Kyrrahafsströnd Bandaríkj
anna og Kanada og víða í
Klettafjöllum. Er þetta tald-
ar mestu jarðhræringar, sem
þar hafa orðið um langt ára-
bil. Mestu hræringarnar stóðu
samfleytt í 45 sekúndur, en
jarðskjálfta varð vart í marg-
ar klukkustundir.
Svo virðist sem jarðskjálftar
þessir hafi orðið einna harðastir
í fylkinu Montana í Klettafjöll-
um, þar sem upptök þelrra voru
umhverfis fljótið Madison. —
Fréttir þaðan herma, að skriðu-
hlaup hafi orðið víða í hlíðum
dalsins og valdið stórfelldum
spjöllum á ræktarlandi, skógum
og nokkru tjóni á húsum. — Þá
hafa vegir sópazt burt með skrið-
Framhald á bls. 19.
Miðvikudagnr  19. ágúst.  •
Kfni blaðsins m.a.:
Bls. 3: Hreindýraveiðar liafnar.
—  6: Byrjuðu búskap tyrir siklarhýr.
una  fyrir  20  árum.  Rætt  við
sjómannskonu.
—  8: Umferðarmálin, frá sjóuarmiSi
atvinnubílstjóra.
-~  9: Hlustað á útvarp.
— 10: Ritstjónargreinin:  Uppbygging
nýrra afvinnugreina.
— 11: Niðurgreiðslur landbimaAarvara
hafa aldrei skaðaS bændur. —
Ræða Ingólfs Jónssonar.
— 13: Kvikmyndir.
— 1S: íþróttir.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20