Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 179. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						tir@i$t#feW^
46. árgangur
179. tbl. — Fimmtudagur 20. ágúst 1959
Prentsmiðja Morgunblaðsina
Enn fjölgar gervi
funglum á lofti
//
Uppgötvari W" kominn á braut sina
Rcynf verður að ná hylki úr honum
sem  fellur  til  jarðar  í  dag
SANTA MONICA, 19. ágúst. (NTB-AFP). — í dag, um kl. 7
síðdegis, var enn skotið á loft eldflaug með gervitungli, á
vegum bandaríska flotans. Eldflauginni var skotið frá
Vandenberg-flugstöðinni í Kaliforníu, og nefnist gervitungl-
ið „Uppgötvari VI". Eftir hljóðmerkjum frá því að dæma,
hefur tilraunin gengið að óskum og gervitunglið komizt á
fyrirhugaða braut sína um jörðu.
Sams konar tilraun var gerð,
er „Uppgötvari V" var kominn
á braut sína, en hún mistókst
vegna galla á sendistöð hylkisins.
Eldflaugin er 23 metra löng.
Fyrsta þrepið er af gerðinni
Thor. Við tilraun þessa var not-
að nýtt eldsneyti — nýtt afbrigði
Steinolíu — öflugra en Banda-
ríkjamenn hafa yfirleitt notað.
Keyndar var sams konar elds-
neyti í fyrsta skipti notað með
góðum árangri, þegar „Uppgötv-
ara V" var skotið á loft sl.
fimmtudag. — Nokkrum mínút-
um eftir að eldflaúginnni var
skotið, heyrðust hljóðmerki, sem
gáfu til kynna, að_ síðasta þrepið
méð gervitunglinu væri komið á
braut sína um jörðu, samkvæmt
áður gerðum útreikniAgum. —
Umferðartími hins nýja gervi-
tungls verður 90 mínútur, og ligg
ur brautin yfir heimskautin.
Á morgun mun verða sleppt
lausu hylki, sem fest er við gervi
tunglið, o^g er gert ráð fyrir, að
það falli til jarðar við Hawaii.
Þar mun sveit flugvéla vera á
verði í dag og reyna að fanga
hylki þetta, er það fellur. Það er
búið sérstakri fallhlíf til þess að
draga úr hraðanum.
j33farastíflug-
Jysi
MADRID, 19. ágúst. Brezk
Dakota-farþegaflugvél hrap
aði í kvöld í f jöllin um 40
km lyrir norðan Barcelona
og létust allir sem í flug-
vélinni voru, alls 33 manns.
Flugvélin, sem var eign
brezka flugfélagsins Trans-
air, var í leiguflugi og
voru meff henni 27 brezkir
stúdentar, sem voru á
skemmtiferðalagi, og tveir
spænskir stúdentar. Flug-
vélin lagði upp frá Barce-
lona 10 mínútum fyrir slys-
ið og var ferðinni heitið til
London.
Kommúnistar í Kerala
voru fegnir íhlutun
sambandsstjórriarinnar
segir Nehru
Nýju Delhi, 19. ág. NTB/Reuter.
NEHRU forsætisráðherra Ind-
lands sagði í dag, að fyrirhugað-
ar heimsóknir þeirra Krúsjeffs og
Eisenhowers hvors til annars vitn
uðu um vilja stórveldanna til að
leysa alþjóðavandamál á friðsam-
legan hátt.
f ræðu, sem Nehru hélt í neðri
deild þingsins sagði hann, að
fyrir aðeins örfáum árain hefði
það verið mjög erfitt að koma
slikum heimsóknum til leiðar.
Þetta mætti ekki túlka svo, að
annar hvor aðilinn hefði breytt
um stefnu eða slegið af, heldur
væri einungis um það að ræða
að leiðtogar stórveldanna gætu
nú hitzt og talazt við eins og
venjulegir menn, því þeim hefði
skilizt að alþjóðavandamál verða
ekki leyst með valdi.
Nehru vék einnig að ástandinu
í Kerala og lagði áherzlu á, að
ihlutun sambandsstjórnarinnar
og   brottvíkning   kommúnista-
Fimmtudagur 20. ágúst.
Efni blaðsins m.a.:
Bls. 3: Þær sátu heima og hlustuðu.
—  8: Ritstjórnargreinin:   Skattráns-
stefnan  Iamar  atvinnulíf  og
sjálfsbjargarviðleitni.
—  9: Grein eftir Knút Þorsteinsson,
skólastjóra, um íslenzka æsku.
Myndin er af þeim Onnu Maríu Rasmussen og Steven Rockefeller, ásamt móður hans, Mary
Rockefeller, er sú síðastnefnda kom til Kristiandsand á dögunum.
Foot landsstjóri gefur
skýrslu um Kýpur
Crivas er orðinn Grikkjum þungur í skaut't
Keypti sítar
stjórnarinnar í Kerala hefði ver-
ið einasta leiðin til að koma þar
á friði og reglu. Kommúnistum
hefði reynzt erfiðara og erfiðara
að stjórna fylkinu vegna hinna
miklu og ítrekuðu óeirða og upp-
þota, sem þeir ættu þó sjálfir sök
á. Hann kvað kommúnistaleiðtog
ana hafa verið fegna því, að sam\
bandsstórnin skarst í leikinn.
Stærstu mistök kommúnistastjórn
arinnar í Kerala hefðu verið þau
að líta á alla þá, sem ekki voru í
kommúnistaílokknum, sem fjand
menn ríkisins. Ég er hvorki
kommúnisti né andkommúnisti,
sagði Nehru, en ég held að hinn
kreddubundni kommúnismi sé
löngu úreltur.
Níkósíu, 9. ágúst. NTB-AFB.
GRIKKIR og Tyrkir á Kýpur
eiga enn langt í land, áður en
hægt verður að segja að gagn-
kvæmt samband þeirra ein-
kennist af trausti og sam-
starfsvilja, segir í skýrslu,
sem brezki landsstjórinn 'á
Kýpur, Sir Hugh Foot, birti
í dag.
í yfirliti yfir þá sex mánuði,
sem liðnir eru síðan sáttmálinn
um framtíð Kýpur var undirrit-
aður í London, segir landsstjór-
inn, að fyrri helmingur hins um-
samda árs, áður en Kýpur fái
sjálfstæði, hafi verið stórtíðinda-
laus og allt hafi gengið vel, en
fyrir höndum sé mikil vinna, áð-
ur en hægt verði að leysa öll þau
mörgu vandamál, sem eyjar-
skeggjar eigi enn við að stríða.
Sir Hugh lætur í ljós ánægju
yfir því, að íbúar eyjarinnar
hefðu tekið ákvörðun um fram-
tíð sína og sagði, að bæði þjóð-
brotin væru staðráðin í að vinna
bug á öllum erfiðleikum og
stofna sjálfstætt lýðveldi eftir
nokkra mánuði.
Sir Hugh gaf skýrslu sína
sama mund og Grivas hershöfð-
ingi hélt uppi áróðri heima í
Grikklandi   fyrir   sameiningu
Herfer gefur skýrslu
PARÍS, 19^ ágúst. NTB-Reuter.
Herter utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna mun flytja fastaráði
Atlantshafsbandalagsins skýrslu
um fyrirhugaðar viðræður Eisen-
howers forseta við Krúsjeff for-
sætisráðherra     Sovétríkjanna.
Herter flytur skýrsluna 4. sept.
n.k. eftir að Eisenhower hefur
átt viðræður sínar við leiðtoga
vestrænna ríkja.
Herter gefur skýrsluna sam-
kvæmt beiðni fastaráðsins, sem
hefur látið í ljós óskir um að
ræða siðustu viðburði á alþjóða-
vettvangi. Skýrslan verður flutt
sama daginn og Eisenhower flýg-
ur vestur um haf eftir fundi sína
í Bonn, París og London.
Búizt er við að utanríkisráð-
herra ýmissa smærri aðildar-
ríkja Atlantshafsbandalagsins
sitji fund fastaráðsins 4. sept. én
það hefur enn ekki verið stað-
fest opinberlega. Þó er talið' alveg
víst að utanríkisráðherrar Bene-
lux-landanna, ítalíu og Frakk-
lands verði á fundinum. Margar
ríkisstjórnir í Vestur-Evrópu
hafa látið óskir um að fá að
fylgjast með viðræðum Eisen-
howers við Krúsjeff og fá vitn-
eskju um, hvaða mál verða tekin
fyrir af þeim.
Kýpur og Grikklahds.
Það er haft eftir góðum
heimildum, að grísku og tyrk-
nesku fulltrúarnir á Kýpur
sem vinna að því að gera drög
að stjórnarskrá fyrir eyjuna
séu komnir í ógöngur. Nefnd-
in hætti störfum skyndilega i
síðustu viku vegna ágreinings
um væntanlegt valdsvið for-
setans og varaforsetans, en
hinn fyrri verður af grískum
uppruna og sá síðari af tyrk-
neskum. Grikkir á Kýpur
segja, að tyrkneski minnihlut-
inn heimti, að varaforsetinn
fái  sömu  völd  og  forsetinn
Framh. á bls. 19.
Fyrstu \yingkosn-
ingar i Malaja
SINGAPORE, 19. ágúst. NTB
AFP. _ Hilli 75%  og 80%
af  íbúum  Malaja-ríkjasam-
bandsins, sem eru 2 milljón- \
ir, tóku í dag þátt í þing-
kosningum i fyrsta sinn. Kos-
ið var í neðri deild þjóðþings
ins,  en  þar  eiga  sæti  104
menn. Við kosningarnar voru
253 menn í framboði, og eru •
þeir annað tveggja meðlim- •
ir i einum af sex stjórnmála-
flokkum Malaja eða óháðir.
Þrir þingmenn neðri deildar
hafa þegar verið kosnir og
eitt þingsæti verður autt um
sinn af sérstökum ástæðum, \
þannig að í dag voru kjörnir S
100 menn.                 {
Þingflokkarnir, sem að rík s
isstjórninni standa, vilja hafa 5
brezkan her í landinu, en ;
stjórnarandstæðingar ekki.   s
í kvöld var tilkynnt að sam |
steypuflokkar stjórnarinnar ^
undir f orsæti Abdul Rahmans s
hefðu fengið hreinan meiri- í
hluta á þingi. Eftir var að ;
telja atkvæði í 15 kjördæm- s
um siðast þegar til fréttist, en |
stjórnarflokkarnir höfðtat þeg ^
arfengið 61 þingmann kjör- s
inn.                       !
handa elsk-
imlul-———!¦———mm  .....iii——
unni sihni
KRISTIANSAND, Noregi, 19. á?.
(Reuter). — l>mi Anna Maria
Rasmusse.. og Steven Rockefeller
hafa varlr. stundlegan frið fyrir
blaðamönnum þessa dagana. — í
dag gátu þau þó „laumazt" inn
í Kristiansand, án þess nokkur
vissi — . verzlunarerindum. —
En friðurinn stóð ekki lengi. —
Er þau ætluðu að fara að ganga
inn í hljóófæraverzlun «ina, bar
einhver kennsl á þau. Og það var
eins og við manninn mælt — nær
samstundis var þar kominn hóp-
ur blaðamanna og ljósmyndara,
eins og þeir hefðu sprottið upp
úr jörðinni.
ElsKendurnir sluppu naumlega
inn fyrir Jyr verzlunarinnar —
og fengu lokað þeim við nefið á
50 fréttahaukum og fjölda for-
vitinna bæjarbúa, sem þust höfðu
að. — Þarna inni dvöldust þau
hálfa stund, og Steven keypti m.
a. fagran sítar handa elskunni
sinni — og auðvitað nótur með.
—: Er þau loks komu út úr búð-
inni aftur. blossuðu perur ljós-
myndaranna og spurningunum
rigndi. — En þau veittu frétta-
snápunum enga úrlausn, fyrr en
heim kcm til gistihússins, þar
sem móðir Stevens dvelst einnig.
— Þar ræddi hann stuttlega við
fréttamenn til að seðja sárusta
forvitni þeirra.
Að því búr*u héldu þau þrjú,
Anna María, Steven og frú Rocke
feller, öl- til klæðskerans, sem
er að leggja síðustu hönd á brúð
kaupsföt unga milljónarans. —
Koma „milljónapabbans", Nel-
sons Rockefellers, er boðuð á
föstudafe — en brúðkaupið * fer
fram á laugardag, sem kunnug*
er.
Gífurlegur ferða*
mannastraumur
austur um haf
OSLÓ, 19. ágúst NTB. — Á þesatt
ári er búizt við 700.000 bandarísk-
um ferðamönnum til Evrópu, og
af þeim leggja um 150.000 leiS
sína til Norðurlanda.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16