Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 183. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						20 síöur
Pirf0llíMiMí»
46. árgangur
183. tbl. — Þriðjudagur 25. ágúst 1959
Prentsmiðja Mcrgunblaðsins
Stórtelld sókn uppreisn-
armanna í Laos
Stjórnin tekur fyrir allan fréttaflutning
frá  norÖurhéruðunum
VTENTIANE, Laos, 24. ágúst. — (Reuter). — Herinn í Laos hefur
„myrkvað" öll norðausturhéruð landsins, þannig að ekki hefur
komið ein einasta frétt um ástandið þar síðasta sólarhringinn. —
Ekki hafa heldur verið sendar út neinar tilkynningar um hern-
aðaraðgerðir eða herstöðu stjórnarherjanna í baráttunni við upp-
reisnarlið kommúnista síðan á fimmtudaginn í síðustu viku.
Hins vegar er það haft eftir öruggum heimildum í Vientiane,
að stjórnarherinn hafi barizt við uppreisnarmenn um 80 km. fyrir
norðan höfuðborgina Vientiane.
„Alvarlegt ástand"
Christian Herter, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, sagði í
utanríkismálanefnd öldungadeild
arinnar í dag, að ástandið í Laos
væri mjög alvarlegt. Samkvæmt
upplýsingum nefndarformanns-
ins, Fullbrights, hefur utanríkis-
ráðuneytið ekki fengið nægilega
góðar og ýtarlegar upplýsingar
til að hægt sé að gera sér skýra
grein fyrir atburðunum í Laos.
1 London sagði iformælandi
brezka utanríkisráðuneytisins, að
stjórninni hefðu borizt tilkynn-
ingar frá Laos, sem bentu til
þess, að staða stjórnarherjanna
hefði versnað, en þær tilkynn-
ingar komu á föstudaginn var,
sagði hann.
Ótti í Luang Prabang
í bænum Luang Prabang, þar
sem konungsfjölskyldan á sum-
arbústað, hefur gripið um sig ótti
vegna orðróms sem gekk um það,
að framsveitir kommúnista væru
aðeins 30 km. frá bænum, segja
embættismenn, sem eru nýkomn-
ir þaðan til Vientiane. A. m. k.
10 fjölskyldur hafa flutzt burt
með allar eigur sínar, sem hreyf-
anlegar voru.
Hins vegar telja margir, að
kommúnistar standi á bak við
þennan orðróm um hernaðarað-
gerðir óvinanna í því skyni að
skapa ugg meðal bæjarbúa. —
A. m. k. eru sveitir kommúnista
í nágrenni við bæinn mjög fá-
mennar. Sagt er að návist krón-
prinsins í Luang Prabang hafi
stappað stáli í bæjarbúa.
80 km frá höfuðborginni
Það er haft eftir góðum heim-
ildum, að herir kommúnista, sem
eru um 80 km fyrir norðan höf-
uðborgina, kunni að rjúfa allar
samgöngur milli norður- og suð-
uihluta landsins.
Talsmaður hermálaráðuneyt-
isins í Laos sagði í dag, að ekki
hefðu borizt neinar nýjar frétt-
ir frá fjallahéruðunum á landa-
mærum Norður-Vietnams, en þar
hefur mest verið barizt. Stjórnin
í Laos heldur því fram, að upp-
reisnin eigi upptök sín í Norður-
Vietnam og sé studd af kommún-
istastjórninni þar. Ennfremur
segir hún, að Peking-stjórnin
standi bak við uppreisnina.
Þriðjudagur 25. ágúst.
Efni blaðsins ru.a.:
Bls. 3: Rætt við froskmann í Neskaup-
stað.
—  6: Frá aðalfundi Skógræktarfélags
íslands.
—  S: Kvikmyndir.
— 10: Ritstjórnargreinar:  Bandaríkja
för Krúsjeffs. — Ósigur komm-
únista.
— 11: Fiskmarkaðurinn i Þýzkalandi,
eftir Pétur Eggerz.
— 18: íþróttir.
Áreiðanlegar fregnir herma, að
herafli stjórnarinnar hafi yfir-
gefið stöðvar sínar við Sop Vi-
eng, um 80 km fyrir norðaustan
Vientiane, og Bacadinh, um 120
km fyrir austan höfuðborgina.
Aður en stjórnarherinn yfirgaf
Bacadinh geisaði sex klukku-
stunda harður bardagi. Þessi
herstöð er mjög mikilvæg, því
hún liggur við ferjustaðinn, þar
sem Cadinh-fljótið sker þjóðveg-
inn til Suður-Laos.
Þá herma fregnir, að Pathet
Lao-herdeildin, sem skipuð er
600 velþjálfuðum frumskógaher-
mönnum kommúnista, hafi far-
ið frá hinum veigamiklu her-
stöðvum sínum á  landamærum
Norður-Vietnams.    Meginhluti
herdeildarinnar fór inn í Sam
Neua-héraðið, en aðrar sveitir
hennar fóru suður á bóginn um
Cadinh- og Muone-dalina í átt-
ina til landamæra Thailands.
Uppreisnarmenn komust langt
inn í Thakkek-héraðið í Mið-
Laos í gær og voru í aðeins fimm
kílómetra fjarlægð við frönsku
tin-námurnar í Phonitou, en
gerðu samt ekki árás á þær.
Sókn spáð í siðustu viku
I yfirlýsingu stjórnarinnar í
Laos í síðustu viku sagði, að bú-
ast mætti við víðtækri sókn
kommúnista innan tíðar í því
skyni að ná á sitt vald Sam Neua
og Phongsaly, tveimur héruðum
í landinu norðanverðu. Enn-
fremur sagði í yfirlýsingunni, að
skæruhernaður     kommúnista
kynni að dreifast um landið allt.
liinn helzti leiðtoginn með
hernum
Kay Some, einn helzti leið-
togi uppreisnarmanna, sást nú
um helgina í Cadinh-dalnum,
þegar sveitir uppreisnarmanna
fóru um hann.
Pathet Lao-herdeildin yfirgaf
her stjórnarinnar í maí sl., eftir
að reynt hafði verið að koma
á sættum milli hennar og her-
stjórnar Laos.
Frú Kristín Jónsdóttir
listmálari látin
Njdsnaréttarhöld í Danmörku
KAUPMANNAHÖFN, 24. ágúst.
NTB-RB. — Átta menn voru í
dag dregnir fyrir rétt í Kaup-
mannahöfn í hinu umfangsmikia
njósnamáli, sem danska lögregl-
an afhjúpaði fyrir nokkru. Rétt-
arhöldin fara fram fyrir luktum
dyrum, og er búizt við að yfir-
heyrzlum ljúki á morgun. Ekki
er búizt við að neitt nýtt komi
Nýtt gisti-
hús í Vatns
mýri?
Á FUNDI skipulagsnefndar
bæjarins síðdegis í gær voru
lagðir fram frumdrættir af
staðsetningu gistihúss, sem
Þorvaldur      Guðmundsson
veitingamaður fékk á dögun-
um f járfestingarleyfi fyrir, en
hann hefur sótt um leyfi
bæjaryfirvaldanna til þess að
fá að byggja það í Vatnsmýr-
Skammt neðan Hringbrautar
í tillöguuppdráttunum er gert
ráð fyrir, að gistihús þetta, sem
búið verður 120 gistiherbergjum
auk salarkynna, rísi í Vatnsmýr-
inni, um 100 metra neðan Hring-
brautar. Þetta er á þeim slóðum,
sem aldamótagarðarnir voru, en
þar er nú einnig fyrirhugað að
hin nýja umferðarmiðstöð bæj-
arins verði reist.
Þörf frekari athugana
Staðsetning  gistihússins  var
rædd á fundi skipulagsnefndar-
innar og kom þar fram, að ýmis
Framh. á bls. 2.
fram við réttarhöldin. Allir sak-
borningarnir hafa játað afbrot
sín að undanskildum þeim manni
sem talinn er forsprakkinn, Fritz
Chr. Nielsen, en hann hefur neit-
að að láta nokkuð uppL
Málið verður sennilega tekið
fyrir af lögmannarétti í haust.
Lögreglan hefur ekki enn að
fullu lokið rannsókn sinni á mál
inu.
Allir átta sakborningarnir eru
sakaðir um að hafa afhent er-
lendu ríki mikilvæg hernaðar-
leyndarmál og fyrir að smygla
sígarettum frá Austur-Þýzka
landi til Danmerkur. Sígarett-
urnar fengu þeir að launum fyr-
ir afhendingu skjalanna, sem
þeir framseldu. Lögreglan hefur
lagt hald á miklar birgðir af
sígarettum og töluvert af skó-
fatnaði, þegar hún gerði hús-
rannsókn hjá áttmenningunum.
Kristin Jónsdóttir
FRÚ KRrSTÍN Jónsdóttir, list-
málari lézt í Landspítalanum um
miðjan dag í gær, 71 árs að aldri.
Hún var fædd 25. jan. 1883 i
Arnarnesi við Eyjafjörð, dóttir
hjónanna Jóns Antonssonar út
vegsbónda og Guðlaugar Sveins-
dóttur. Hún var snemma hne'gð
til lista og fór til Kaupmanna-
hafnar að nema málaralist við
Konunglega listaháskólann, þar
sem hún var við nám á árunum
1911 til 1916. Hún lauk prófi frá
skólanum og voru málverk henn-
ar sýnd á Charlottenborgar-
sýningu 1916 og nokkur ár bar
á  eftir.    Ennfremur  sýndi frú
Kristín í Þýzkalandi, Svíþjóð,
Nore~i og víðar, ýmist ein eða
með öðrum, og vöktu málverk
hennar mikla athygli, en á hin-
um síðari árum hefur hún verið
í röð fremstu listamanna lands-
ins.
Frú Kristín var óvenjusterkur
persónuleiki og hafði djúp ánrif
á þr, sem henni kynntust. Hún
var heil og óskipt í list sinni
og helgaði henni, börnum sínum
og heimili krafta sína. Hún var
gift Valtý Stefánssyni ritstjóra,
og áttu þau saman tvær dætur.
Frú Kristínar verður nánar
minnzt hér í blaðinu síðar.
Kínveriar boBa nýtt blóðbað í Tíbet
Hafa begar drepib 80.000 Tibeta
Bhutan óttast kínverska innrás
NÝJU DELHI, 24. ágúst. —
NTB-Reuter. — Peking-
stjórnin hefur sent stjórn
Indlands orðsendingu, þar
sem varað er við því, að ind-
verskir borgarar, t. d. píla-
grímar, leggi leið. sína yfir
landamæri Tíbets, vegna þess
að í uppsiglingu séu refsiað-
gerðir Kínverja gegn upp-
reisnarmönnum í Tíbet.
í ræðu, sem Nehru, forsætisráð-
herra hélt í neðri deild indverska
þingsins í dag, staðfesti hann að
indverskir pílagrímar og kaup-
menn yrðu eftirleiðis i Tíbet á
eigin ábyrgð. Hann sagði enn-
fremur, að indverska ræðismanns
skrifstofan í Lhasa væri undir
stöðugri gæzlu kínverskra her-
manna, sem ættu að koma í veg
fyrir að óviðkomandi menn kæm-
ust inn til ræðismannsins.
Styrkur til flóttamanna.
Indverski sendiherrann í Pek-
ing hefur afhent kínversku stjórn
inni orðsendingu í sambandi við
ástandið í Tíbet, en svar hefur
ekki borizt ennþá, sagði Nehru.
Eftir ræðu forsætisráðherrans,
samþykkti neðri deild þingsins að
veita flóttamönnum frá Tíbet
styrk sem nemur milljón „rup-
ees" (um 5 millj. ísl. krónur).
80.000 drepin
Dalai Lama, hinn útlægi þjóð-
arleiðtogi og átrúnaðargoð Tí-
beta, sagði indverskum frétta-
mönnum um helgina, að enn ættu
sér stað bardagar milli Kínverja
og uppreisnarmanna í Tíbet.
Hann sagði, að æ fleira fólk gengi
nú í lið með hinum hraustu
Khamba-hermönnum, sem eru um
50.000 talsins. Þeir berjast við
kínversku kúgarana í héruðunum
Chamdo og Gyamdapao-Vinseng.
Dalai Lama sagði ennfremur,
að hann hefði öruggar heimildir
fyrir því, að Kínverjar hefðu
drepið a.m.k. 80.000 Tíbeta, þar
af 20.000 á Lhasa-svæðinu einu.
Panchen Lama í stofufangelsi?
Hann sagði að Panchen Lama
væri gæddur sterkri þjóðernis-
tilfinningu og sama væri að sagja
um föður hans. Hann kvaðst ekki
telja ósennilegt, að Kínverjar
hefðu pyndað nánustu ættingja
Panchens Lama og með því móti
fengið hann til að vera í drði
kveðnu leiðtogi leppstjórnar Kín-
verja í Tíbet. Hann sagði að
margt benti til þess að Panchen
Framh. á bls. 2.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20