Morgunblaðið - 20.02.1960, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.02.1960, Blaðsíða 16
V E Ð R I Ð Sjá veðurkort á bls. 2. 42. tbl. — Laugardagur 20. febrúar 1960 Skipulag Sjá bls. 9. Flytjast tugir verk- fræðingar úr landi í GÆR frétti Mbl. að fjöldi verkfræðinga hyggðist fara af landi brott og taka upp störf erlendis. Framkvæmda- stjóri Verkfræðingafélags Is- lands, Hinrik Guðmundsson, staðfesti þetta með þeim orð- um, að það væri „ofarlega í huga tuga verkfræðinga að ráða sig til starfa erlendis“. • Of Iágrt kaup á íslandi Hinrik sagði að það sem réði einkum þessum „landflótta með- al verkfrseðinga“ væri kjör þeirra. Verkfræðingar eru yfir- leitt orðnir 25 ára þegar þeir geta byrjað að vinna fyrir sér. Þeir Góður Afli telja það frágangssök að taka að sér störf hér heima fyrir 6000— 8000 krónur á mánuði, þegar þeim býðst t.d. í Svíþjóð helm- ingi hærra kaup, auk ýmisskonar fríðinda. En straumurinn liggur víðar en til Svíþjóðar, því einn- ig er um að ræða verkfræðistörf í Kanada og Bandaríkjunum og víðar. • Alvarlegt mál Hinrik kvað kröfum verkfræð- inganna lítt hafa verið sinnt af atvinnuveitendum. Væri hér um að ræða alvarlegt mál fyrir þjóð ina ef ekki tækist að sporna við flóttanum, einkum nú þegar tækniþróunin er hvað örust. r ESKIFIRÐI, 19. febrúar: — Þeir tveir bátar, sem stunda útilegu- róðra frá Eskifirði, komu í gær- dag með mjög góðan afla. Hólma nes hafði 74 lestir, Guðrún Þor- kelsdóttir 67 lestir eftir viku úti- legu. — Gunnar. Cott verð í Bretlandi í GÆR og í fyrradag, hafa þrir ísl. togarar selt ísvarinn fisk í Bretlandi og hafa þeir fengið gott verð fyrir fiskinn. Hafði Fylkir selt í Grimsby á fimmtu- daginn 167 tonn fyrir 12,448 pund. Þá seldi Bjarni riddari í Hull í gær 133 tonn fyrir 8544 pund og Ólafur Jóhannesson seldi í Grimsby 180 tonn fyrir 12541 pund. Zimmerman og Penny Pitou Astin sigrar SVÍINN Sixten Jernberg sigraði örugglega í 30 km skíðagöngu á Ólympíuleik- unum í gær, eins og Morg- unblaðið spáði. Austurríski skíðakapp- inn Zimmerman, sem marg ir íslendingar þekkja per- sónulega, náði líka merki- legum árangri í gær í Squaw Valley, þótt hann ógnaði að vísu engu heims- meti. Var tilkynnt í hátal- arakerfi íþróttasvæðisins, við almenn fagnaðarlæti áheyrenda, trúlofun Zimm ermanns og hinnar heims- frægu handarísku skíða- konu, Penny Pitou. I*au ætla að gifta sig strax að Ólympíuleikunum lokn- um. — Myndin, sem hér birtist af þeim, var tekin í Squaw Valley fyrir tveimur dög- um. Þá þegar varð því ekki leynt að alvaran var á ferðum. Zimmerman dvaldist hér á landi fyrir tveimur árum og þjálfaði íslenzka skíða- menn. Þegar dregið var um keppnisröð í hruni á Ólympíuleikunum í Squaw Valley, dró hann númer eitt. Hann verður því fyrsti maðurinn til að byrja brun keppnina á mánudaginn, en það er eitt allra mest spennandi atriði leikanna. Lesið fréttirnar um Ól- ympíuleikana á íþróttasíð- unni, hls. 14. ±0 0>01-0Í0 0--0í-0’0* 0:0 0:0\0t0t0mt0G0S0t0*0t0S&m ■0,0a0i0*0 0*0.0^0.0Í00 , Tekst sam- komulag í dag SAMKVÆMT upplýsingum, er blaðið fékk í gærkvöldi, hef ir ekki enn verið gengið end- anlega frá neinu samkomu- lagi innan sexmannanefndar- innar, sem fjallar um verð- lagsgnundvöll landbúnaðar- vara. Vonazt er þó til að í dag komist nefndin að niðurstöðu. í gær var fundur, sem fjall- aði um frágang ýmissa atriða samningsins. í dag hefir fund- ur verið boðaður í nefndinni kl. 10 f.h. Ekki von- laust enn EFTIR því sem Mbl. frétti í gær, hjá kunnugum aðilum í bænum, þá mun enn ekki öll von úti um, að Fiskimannafélagið í Færeyj- um, leyfi félagsmönnum sínum að ráða sig á íslenzk skip. Vitað er að megn óánægja ríkir í Fær- eyjum, yfir samskiptum Fiski- mannafél. og ísl. útvegsmanna. Fiskimannafélagið heldur áfram að tilk. félagsmönnum sínum, að þeir megi ekki að óbreyttum á- stæðum ráða sig í skiprúm á Is- landi. Hefur þeim er hugsuðu sér til hreyfings með Gullfossi hing- að, í byrjun næstu viku, verið tilkynnt þetta sérstaklega. Frá Færeyjum berast þær fregnir að þegar Alþingi hefur endanleg afgreitt efnahagsmála- frumvarp sitt og málið í heild liggi ljósara fyrir, þá sé von til þess, að takast muni að brúa bilið á mili Fiskimannafélagsins og ísl. útvegsmanna. ; Svavar Guðoiundsson bróð- kvaddur 1 Esbjerg SL. þriðjudagsimorgun varð landi með dönsku skipi. Var Svavar Guðmundsson, fyrrv. bankastjóri á Akureyri, bráð- kvaddur úti í Esbjerg í Dan- mörku. Var hann tæplega 62 ára gamall. Svavar Guðmunds son var búsettur í Hamborg í vetur og hugðist dveljast um skeið í Kaupmannahöfn. Kaupm.h.-blaðið Berlingske Svavar Guðmundsson Tidende segir frá andláti hans þann 16. þ.m. Skýrir blaðið frá því, að hann hafi verið á leið til Danmerkur frá Eng- skipið komið í höfn í Esbjerg og hafði lagzt þar við bryggju. „Bankastjórinn hafði bíl sinn með sér,” segir Berlingske Tidende, „og kona hans og 8 ára gömul dóttir voru í þann mund að drekka morgunte rétt meðan þau biðu eftir að bílnum væri skipað upp. Bankastjórinn leit út um glugga og kom auga á bílinn. Stóð hann þá upp og sagði: — Nú verðum við að fara í land. En í sömu andránni féll hann niður örendur, að öllum lík- indum vegna hjartalömunar. Svavar Guðmundsson, bankastjóri, hefði hinn 17. febrúar orðið 62 ára. Hann var fæddur í Reykja- vík, sonur Guðmundar Hann- essonar prófessors. Arið 1917 varð hann stúdent og árið 1918 cand. phil. við Kaup- mannahafnarháskóla. Tveim- ur árum seinna tók hann brott fararpróf við verzlunarskóla Niels Brooks og vann þvínæst um árabil hjá Sambandi ís- lenzkra samvinnufélaga. Hann var einnig fjölda ára bankastjóri Útvegsbankans á Akureyri, sem er næststærsti bær íslands. Hann gegndi fjölda trúnaðarstarfa á ís- landi.” Morgunblaðinu er kunnugt um, að bálför Svavars Guð- mundssonar mun verða gerð í Danmörku, en aska hans mun síðar flutt hingað heim. i S s s s s s s 5 s ) s ) s ] ) \ s s s s s s s s 1 s ) s s s s j s s s s s s s s ) s s 5 s s s s s s I s s s s s s s s s 5 s s Brann til kaldra kola Hjónin ekki heima Borg, Miklaholtshreppi, 19. fébrúar. KLUKKAN rúmlega eitt í dag kom upp eldur í íbúðarhúsinu að Hólslandi í Eyjahreppi. Brann það til kaldra kola og varð engu bjargað af búslóð eða innbúi, sem var óvátryggt. Veður hvasst og kafaldshríð Ekki er kunnugt um eldsupp- tök. Veður var hvasst norðaust- an og kafaldshríð. Svo illa vildi til er eldsins varð vart, að eng- inn var heima á Hólslandi. Hús- bóndinn var staddur í Borgarnesi en húsfreyja á næsta bæ ásamt fjögra ára dóttur þeirra hjóna. Sást frá Miklaholti Heimilisfólkið í Miklaholti í Miklaholtshreppi mun fyrst hafa séð eld og reyk leggja upp frá íbúðarhúsinu, því þaðan er stutt að Hólslandi. Hjálp barst fljót- lega bæði úr Eyja- og Miklaholts hreppi. Þeir sem fyrstir komu á staðinn skýra svo frá vegsum- merkjum. Eldur kominn í hlöðu fbúðarhúsið var þá alelda og komið að falli. Skammt frá er fjós og hlaða og var eldur kom- inn í heyið í hlöðunni. Nokkuð brann af því, en gripum tókst að bjarga. Björgunarstarfið reyndist ♦-------------------—♦ VARÐARKAFFI í Valhöll i dag kl. 3—5 síðd. ♦------------------------♦ mjög erfitt, þar sem lítið var um vatn og langt í vatnsból. Nýbyrjuð búskap f Hólslandi búa ung hjón, Guð bjartur Kristjánsson og Jóhanna Emilsdóttir, og eiga þau eina dóttur. Hófu þau nýlega búskap. Er tjón þeirra mjög tilfinnanlegt, þar sem innbú þeirra var ekki vátryggt. — Páll. UM helgina fer fram stjórn- arkjör í Múrarafélagi Reykja- víkur. Kosið er í skrifstofu fé- lagsins, Freyjugötu 27, og hefst kosningin kl. 1 í dag og stendur til kl. 9 síðd. Á morg- un (sunnudag) heldur kosn- ingunni áfram frá kl. 1 til 10 síðd. og er þá lokið. Tveir listar eru í kjöri. A- listi stjórnar og trúnaðarráðs, sem studdur er af lýðræðis- sinnum, og B-listi kommún- ista. — A-listinn er þannig skipaður: Einar Jónsson, formaður, Jón G. S. Jónsson, varaform., H. C. Hansen ^mmmmmmmmmmmmmammmmmmmtmmammmmmmmmmmm œtlaði til Islands Hinn nýji sendiherra Dana, Bjarne /’aulson, skýrði Mbi. svo frá í gærkvöldi að hann hefði heimsót* H. C. Hansen skömmu áður en hann fór til íslands. Hafði ráðherrann þá haft orð á þvi við sendiherrann, að hann myndi ætla sér að koma til ís- lands næsta sumar í júlímánuöi og hafa þá nokkra viðdvöl. Stefán B. Einarsson, ritari, Hilmar Guðlaugsson, gjaldkeri félagssjóðs, Pétur Þorgeirsson, gjaldkeri styrktarsjóðs. Varastjórn: Baldvin Haraldsson, Jón V. Tryggvason og Einar Guðmundsson. Trúnaðarmannaráð: Hreinn Þorvaldsson, Jón R. Guðjónsson, Guðmundur Gíslason, Jóhannes Ögmundsson, Þórir Guðnason og Ólafur Bjarnason. Varamenn: Þorsteinn Einarsson og Sigurður G. Sigurðsson. Snæbjörn Þ. Snæbjörnsson, Stjórnorkjöi í Múraralélogi Reykjavikor í dag og ó morgun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.