Morgunblaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 1
24 siður 47. árgangur 77. tbl. — Föstudagur 1. apríl 1960 Prentsmiðja Morgunblaðsins Pr|ú ný stjórnarfrumvoi p lögð fram á Alþingi: Tekjuskattur af almennum launatekjum felldur niður Álagníng útsvara miðuð við hreinar tekjur og eign I Bæjar- og sveitarfélogum fenginn nýr tekjustofn i Á KVÖLDFUNDI Sameinaðs Alþingis kl. 9 í gærkvöldi var útbýtt þremur frumvörpum frá ríkisstjórninni. Eru það frumvarp um breytingu á tekju- og eignaskattslögum, frum- varp um bráðabirgðabreytingu á lögum um útsvör og frum- varp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Er hér um að ræða tillögur, sem eru liður í viðreisnarráðstöfunum ríkis- stjórnarinnar. (Segir svo í 1. gr. frumvarpsins: „Enginn skattur greiðist af Afnám tekjuskatts á almennar launatekjur Breytingar þær á skattalög- unum, sem lagðar eru til, miða að lögfestingu þeirra yfirlýsinga ríkisstjórnarinnar að afnema tekjuskatt á almennar launatekj- ur. Þá er við ákvörðun á skatt- frjálsum* tekjum tekið verulegt tillit til fjölskylduframfæris. f. umrœða í dag FRUMVÖRP ríkisstjórnar- innar um tekjuskattinn, út- svörin og Jöfnunarsjóð eru til 1. umræðu á Alþingi í dag. Er tekjuskattsfrum- varpið á dagskrá efri deild- ar, en hin frumvörpin tvö á dagskrá neðri deildar. hreinum tekjum einstaklinga undir 50 þúsund krónum, hjóna sem skattlögð eru sam- eiginlega undir 70 þúsund kr. og hjóna, sem telja fram sitt í hvoru lagi undir 30 þús. hjá hvoru.“ Skattfrjálsar tekjur hjóna 'hækka um 10 þús. kr. fyrir hvert barn, og frá tekjum þeirra, sem eru í foreldrahúsum á framfæri eða við nám og enga atvinnu hafa skal draga það sem útheimtist þeim til framfæris eða menning- ar. Skattstigi verður aðeins einn. Af fyrstu 10 þús. kr. skattgjalds- tekna greiðist 5%. Síðan mun skattstiginn rísa í fyrstu nokkru örar en áður var, en er að öðru leyti svipaður þeim eldri. Vegna hins ríflega skatt- frjálsa frádráttar lækka þó skattar á öllum tekjum mjög verulega, og segir í athuga- semdum við frumvarpið, að ætla megi, að ef breyting þessi verði samþykkt, muni hún ná þeim tilgangi, að óhófleg skattlagning dragi ekki úr vilja manna til framtaks og vinnusemi. 20 þús. kr. frádráttur við heimilisstofnun Þá er lagt til í lögunum, að 20 þús. krónur dragist frá tekj um hjóna á því ári, sem þau ganga í hjónaband. Fellt verði nið’ur ákvæði að undanþiggja skatti atvinnutekjur, er skatt- þegn hefur aflað sér með eftir-, nætur- og helgidagavinnu við störf í þágu útflutningsframleiðsl unar. Persónufrádráttur verði Framh. á bls. 2. Guðmundur f. Guðmundsson utanríkisráðherra íslendingar styðja lögu Kanada tíl- sagði utanrikisráðherra á Genfar- ráðstefnunni i gær Genf, 31. marz. — Frá fréttaritara Mbl., Þ. Th. GUÐMUNDUR í. GUÐMUNDSSON, utanríkisráðherra, flutti í dag ræðu á landhelgisráðstefnunni í Genf. Ráðherr- ann sagði meðal annars að íslendingar teldu kanadisku til- löguna raunhæfa leið til lausnar og mundu styðja hana af- dráttarlaust. Tillaga Bandaríkjanna, með sögulcgum rétti annarra þjóða til að stunda veiðar innan 12 mílna fiskveiði- lögsögu strandríkis, væri óraunhæf og ranglát. Réttnefni á þeirri tillögu væri „sex plús sex mínus sex“. einskisnýt, samþykkis rikja. þar sem hún krefst allra viðkomandi Strandríkin snúast til varnar Guðmundur í. Guðmundsson sagði að hugtökin „frelsi á haf- inu“ og „fiskveiðilögsaga við strönd“ væru hliðstæð, sem hvor- ugu yrði haldið fram sem rök- semd til að takmarka hitt um of. Framhald á bls. 3. Söguleg réttindi, nýlenduréttindi Ráðherrann sagði að sögulegu réttindin væru sama eðlis og ný- lenduréttindi Sá liður banda- Athyglisverður dagur i Genf: Ræða utanríkisráðh erra vakti mikla eftirtekt Genf, 31. marz. Einkaskeyti til Mbl. frá Þ. Th. ÞETTA hefur að mörgu leyti verið athyglisverður dagur á landhelgisráðstefnunni hér í Genf. Eins og skýrt er frá á öðrum stað í blaðinu, flutti utanríkisráðherra íslands, Guðmundur I. Guðmundsson, ræðu og hlýddi þingheimur á hana með mikilli athygli. Það var mjög heppilegt að ræð- unni hafði verið dreift fjöl- ritaðri í fundarbyrjun, svo fundarmenn fylgdust mög vel með. — Tímabundin sérréttindi Einnig vakti ræða indverska fulltrúans mikla eftirtekt, en hann reif niður þann lið banda- rísku tillögunnar, sem gerir ráð fyrir takmörkun þess afla- magns er fjarlægar þjóðir hafa heimild til að veiða innan fisk- Gundersen sendiherra fulltrúi Noregs veiðimarka strandríkis; Eftir ræðu Indverjans er þess beðið með talsverðri eftirvæntingu hvort Indland styðun 12 mílna fiskveiðilögsögu, en það gæti ef til vill ráðið úrslitum um það hvort bandaríska eða kanadíska Framhald á bls. 23. rísku tillögunnar að takmarka mætti aflamagn, sem fengist vegna sögulegra réttinda, væri blekkjandi og óframkvæmanleg- ur. Hinsvegar hefðu fslendingar veitt athygli síðustu setningun- um í ræðu Deans, fulltrúa Banda ríkjanna, þar sem hann ræðir sér- stöðu þeirra ríkja, sem eru alger- lega háð fiskveiðum, eins og við á um ísland. Sýni þetta vaxandi skinling ráðstefnunnar á sérstöðu íslands. Munu íslendingar því bera fram svipaða tillögu og á síðustu ráðstefnu um víðtækari rétt slíkra ríkja til að taka sér einkarétt til veiða, en þó þannig að hindrað sé að strandríki mis- noti heimildina. Ályktunartillaga Suður-Afríku um slíkan víðtæk- ari rétt háðra ríkja, sem sam- þykkt var á síðustu ráðstefnu, er Vilja bráðabirgðastjórn (NTB-Reuter). Höfðaborg, 31. marz RÚMLEGA 5.000 blökkumenn söfnuðust saman fyrir utan að- alstöðvar lögregliunnar í Cato Manor hverfinu við Durban í dag og heimtuðu að leiðtogar þeirra yrðu látnir lausir. Hættu þeir ekki fyrr en lögreglan samþykkti að ræða málið við forystumenn þeirra. En ríkisstjórnin svaraði með því að handtaka enn fleiri af leið- togum blökkumannanna, inni- króa tvö byggðarlög blökku- manna og flýta afgreiðslu frum- varps til þingsins um að banna stjórnmálasamtök þeirra. Er þetta framhald þess að neyð arástandi var lýst yfir í gær, heimavarnarlið og herlið kvatt til vopna og 234 leiðtogar í bar- áttunni gegn kynþáttastefnu stjórnarinnar fangelsaðir. Tvísvar í dag þurfti lögreglan í Jóhannesarborg að ráðast með kylfum á hópa blökkumanna til að tvístra þeim. Þrjú þúsund manna lið úr her og flota, vopnað og með stál- Framhald á bls. 23. Dean og Hare vildu ekki hlusta Genf, 31. marz. Frá fréttaritara Mbl., Þ. Th. ISLENZKA sendinefndin í Genf hélt í kvöld síðdegis- boð í veitingasal Þjóða- bandalagshallarinnar og var þangað boðið fjölda manna úr öðrum sendi- nefndum. Munu um 200 manns hafa verið viöstadd- ir. — Augljóst er að ræða Guð- mundar I. Guðmundssonar, utanríkisráðherra, hefur vakið mikla og verðskuld- aða athygli. Sérstaklega mun hún hafa vakið eftir- tekt margra á sérstöðu ís- lands, þar sem engin lífs- skilyrði eru fyrir hendi, ef ekki væri fiskur við strend- urnar. Undarlegt þótti það í dag að hvorki Dean, aðalfulltrúi Bandaríkjanna, né Hare, aðalfulltrúi Breta, voru við- staddir meðan Guðmundur 1. Guðmundsson flutti ræðu sína, en komu báðir inn rétt á eftir. Fulltrúi Suður-Afríku ætlaði að tala á ráðstefn- unni í dag, en hætti við það, þegar vitað var að fulltrúar Asíu- og Afríkuþjóða hefðu gengið af fundi í mótmæla- skyni, vegna atburðanna Suður-Afríku. *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.