Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						24  síður
PiinrgiiiíilrlaSíi^
47. árgangur
78. tbl. — Laugardagur 2. apríl 1960
Prentsmiðja Morgunblaðsíns
Tekjuskattslækkunin stórfe
agsbót fyrir allan almennin
Hjón með 2 börn fá 90 þús. kr. skartfrjálsar
Ur ræðu Gunnars Thoroddsen, fjármála-
ráðherra,  á  Alþingi  í  gær
FRUMVARP ríkisstjórnarinnar um afnám tekjuskatts af
almennum launatekjum var til fyrstu umræöu á fundi efri
deildar í gær. Fjármálaráðherra. Gunnar Thoroddsen, fylgdi
frumvarpinu úr hlaði og gerði grein fyrír þeim mikilsverðu
hagsbótum, sem í því felast fyrir almenning. En eins og
þegar er kunnvjgt verður með lögfestingu frumvarpsins létt
af öllum þorra fólks verulegum álögum.
í upphafi ræðu sinnar minnt- tekjum, sagði fjármálaráðherr-
ist Gunnar Thoroddsen þess, að
afnám tekjuskatts af almennum
launatekjum hefði verið eitt
þeirra mála sem núverandi ríkis-
stjórn hefði ákveðið að beita sér
fyrir, enda í samræmi við yfir-
lýsta stefnu beggja stuðnings-
flokka hennar fyrir síðustu al-
þingiskosningar. Væri hér um að
ræða einn lið í víðtækari breyt-
ingum og endurbótum á löggjöf-
inni um tekju og eignaskatt, sem
sérstök stjórnskipuð nefnd hefði
haft til endurskoðunar að undan-
íörnu og hefði enn.
Tekjuskattur afnumínn
Við ákvörðun á skattfrjálsum
ann, að menn hefðu skjótlega
orðið sammála um að taka tillit
til fjölskylduframfæris.
Og niðurstaðan hefði orðið
sú, að leggja til, að afnuminn
yrði með öllu tekjuskattur af
1)  einstaklingum me«V allt
að 50 þús. kr. tekjur.
2)  hjónum með allt að 70
þús. kr. tekjur og vegna barna
10 þús. kr. að auki fyrir hvert.
Þegar komið væri upp fyrir
hinar skattfrjálsu tekjur, tæki
við 5% skattur af fyrstu 10 þús.
krónunum og síðan stighækk-
andi upp í 30% af tekjum sem
umfram eru 90 þús. kr. skatt-
skyldar tekjur.
Þannig  mundi  breytingin
hafa það í för með sér, að 4
manna  fjölskylda,  hjón' með
tvö  börn,  hefði  skattfrjálsar
allt  að  90  þús.  kr.  tekjur,
en þá fyrst kæmi tekjuskatturinn
til sögunnar og væri hann 500 kr.
af 100 þús. kr. tekjum fjölskyld-
unnar, 1500 af 110 þús. kr. tekjum
og 25i>0 af 120 þús. kr. tekjum,
þ. e. a. s. lægri en nú sem næmi
4757 kr., 6428 kr. eða 8004 kr.
Sérstök ákvæði um skattfríð-
indi t. d. sjómanna halda sér, en
á hinn bóginn eru afnumin skatt-
fríðindi af atvinnutekjum vegna
eftir- nætur- og helgidagavinnu
við störf í þágu útflutningsfram-
leiðslunnar. Mjög miklir erfið-
leikar hafa komið í ljós á fram-
kvæmd lagaákvæða um þetta
efni, en að auki gat fjármálarað-
herra þess, að þeir verkalýðsfor-
ingjarnir Eðvarð Sigurðsson,
Óskar Hallgrímsson og Snorri
Jónsson hefðu látið í ljós þá skoð
un sina að það misræmi milli
skattgreiðenda, sem í ákvæðun-
um fælist, væri líklegt til að
Framh. á bls. 17.
Gunnar Thoroddsen
fjármálaráðherra
„Sögulegur réttur"
markaban tíma
Tveir fulltrúar studdu Jbo uppástúngú
á Gentarrábstefnunni i gær
Frá fréttaritara Mbl.,
Þorsteini Thorarensen.
Genf, 1. apríl.
A ÁRDEGISFUNDINUM töl-
uðu þeir Muhtadie, fulltrúi
wmtt&m
Lög Suður-Afríkustjórnar um að blökkumenn skyldu bera sérstök persónuskírteini voru undirrót
átaka þeirra, er orðið hafa undanfarið. — Hér sjíst nokkrir blökkumenn varpa þessum óvinsælu
„plöggum" á bál. —
Enn átök og mannvíg í
Suður-Afríku
Durban, S-Afríku, 1. apríl.  I flóðbylgja óeirða og æsinga,
(NTB-Reuter-AFP)      sem ríkt hefur undanfarið í
S V O virtist í dag sem sú | Suður-Afríku,  væri að dala
og jafnvel að fjara út sums
staðar, svo sem í Transvaal
og Höfða-héraðinu. En á
sama tíma bárust fréttir af
nýjum átökum með blökku-
Framhald á bls. 2.
Jórdaníu, Phlek frá Kambod-
ja, Orkomies frá Finnlandi,
Ustor frá Ungverjalandi og
Baig frá Pakistan — auk þess
sem ýmsir fulltrúar gerðu
stuttar athugasemdir og fyr-
irspurnir. — Enginn síðdegis-
fundur er í dag og næsti
fundur því ekki fyrr en á
mánudag. Formaður heildar-
nefndar ráðstefnunnar kveðst
enn vonast til, að atkvæða-
greiðslur geti farið fram í
nefndinni 6. apríl, en minnk-
andi líkur séu til þess, að ráð-
stefnunni ljúki fyrir páska.
* FINNAR VILJA HELZT
FJÓRAR MÍLUR
Finnski fulltrúinn kvaðst hall
ast að fjögurra mílna landhelgi,
sem væri gömul regla í Finn-
landi — en Finnar myndu þó
fallast á sex mílur, ef samkomu-
lag gæti orðið um það. Auk þess
kvað hann auðsætt, að engin
raunhæf lausn fengist á ráð-
stefnunni nema samþykkt yrði
viðbótar-fiskveiðisvæði. Hins veg
ar kvaðst hann einnig vilja taka
tillit til hagsmuna fiskimanna
frá fjarlægum þjóðum, sem lengi
hefðu stundað veiðar á miðum
strandríkis, og því styðja uppá-
stunguna um hinn „sögulega
rétt", er gilti um takmarkaðan
tíma.
- •-
Loks sagði finnski fulltrú-
inn, að taka yrði sérstaklega
til greina aðstöðu ríkja, sem
raunverulega ættu allt sitt
undir fiskveiðum.
* „FLÝJA" I NÝJA
VAR»STÖ»U
Pakistan-fulltrúinn lýsti einn-
ig fylgi sínu við þá uppástungu,
gildi tak-
að „sögulegi rétturinn" til veiða
á viðbótar-fiskveiðibeltinu skyldi
gilda um takmarkaðan tíma. —
Það er athyglisvert, að Finnland
og Pakistan greiddu bæði at-
kvæði með bandarísku tillög-
unni á síðustu ráðstefnu. Virðist
þetta benda til þess, að ýmsir af
fylgjendum þeirrar tillögu þá séu
nú að „flýja" í nýja varðstöðu
Framhald á bls. 2.
Afd/a-
miBlun
í Genf ?
í fréttum frá Reuter og
NTB í gærkvöldi, var sagt,
að nokkrar Iíkur virtust nú
til þess, að takast mundi að
samræma tillögur Banda-
ríkjanna og Kanada á land
helgisráðstefnunni. — Sem
kunnugt er, er sá höfuð-
íminur á þessum tillögum,
að Kanada gerir ráð fyrir
algerum einkarétti strand-
ríkis til veiða út að 12 míl-
um, en Bandaríkin vilja, að
önnur ríki, sem veitt hafa
á umræddum miðum visst
árabil, fái rétt til að veiða
þar áfram — milli 6—12
mílna markanna.
f fyrrgreindum fréttum
segir, að Pakistan beiti sér
nú fyrir málamiðlun, þar
sem gert sé ráð fyrir, að
þessi „sögulegu réttindi"
gildi aðeins nokkurt árabil
— mun hafa stungið upp á
10 árum. Að þeim tíma liðn
um öðlist strandrikið einka
rétt til veiða á öllu svæð-
inu. — Telja fullrúar Pak-
istan, að hinar stóru fisk-
veiðiþjóðir geti á 10 árum
búið sig undir að taka upp
algerar úthafsveiðar — og
eigi því að geta fallizt á
þessa málamiðlun.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24