Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 82. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						24 síður
iwmiMáfoifo
47. árgangur
82. tbl. — Fimmtudagur 7 apríl 1960
Prentsmiðja Morgunblaðsins
\
fyrir ísland
—  Rætt  við  Bjarna  Benedikts-
son  dómsmálaráðherra
Frá fréttaritara Mbl.,
Þorsteini Thorarensen.
GENF, 6. apríl. — Ég átti
í dag tal við Bjarna Bene-
diktsson, dómsmálaráð-
herra, og bað hann segja
mér skoðun sína á ráð-
stefnunni og gangi mála
þar. — Bjarni svaraði:
—  Ráðstefnan stendur
áreiðanlega fram yfir
páska, og ómögulegt er
enn að segja fyrir um úr-
slit. Hér eru fulltrúar nær
90 þjóða, sem allar telja,
að mikið sé í húfi varð-
andi úrslitin — en enginn
getur sagt, hvernig leikn-
um lyktar. — Sumir þeir,
sem vel fylgjast með mál-
um, telja líkur til, að „sex
plús sex" regla með tíma-
bundnwm. réttindum er-
lendra þjóða til veiða milli
6 og 12 mílna markanna
muni að lokum verða sam-
þykkt með nauðsynlegum
meirihluta, þ. e. tveim
þriðju atkvæða.
•  Skilningur á sérstöðu
íslands
— Hvernig fer þá um okk-
ar mál?
— Ekkert ríki á jafnmikið
undir fiskveiðum og Island,
sagði dómsmálaráðherra. Þess
vegna er þessi ráðstefna mikil
vægari fyrir okkur en alla
aðra. En auðvitað gætir þess
hér sem annars staðar, að
hvert ríki reynir að tryggja
eigin hagsmuni fyrst og
fremst. Tillitið tii annarra
kemur síðar — og hafa þá stór
veldin í mörg horn að líta. Að
þessu athuguðu verður að
telja, að mikið hafi áunnizt við
að vekja skilning á sérstöðu
Islands.
—  Hefir hans víða orðið
vart?
— Sumir, sem fylgja 12 míl-
um aðallega af öryggisástæð-
um, eru raunar meðmæltir
tímabundnum fiskiréttindum.
Þeim mun eftirtektarverðara
er það, að nokkur ríki, sem
vilja hafa þrönga landhelgi,
svo sem Finnland, Grikkland
og ísrael, hafa lýst yfir skiln-
ingi á sérstöðu ísiands. —
Bandaríkin gerðu það þeg-
ar í upphafi, og er engin
ástæða til að efast um góð-
an vilja þeirra — en segja
má, að togað sé í þau úr
öllum áttum. — Fráleitt er
að fjandskapast fyrir fram við
nokkvrn, sem lýsir skilningi
á málstað okkar heldur ber
að fylgja því eftir, að góður
hugur lýsi sér ekki aðeins í
orðum heldur og í verki.
•  Ræða Guðmundar vakti
athygli
Hverju þakkar þú þennan
skilning á sérstakri og erfiðri
aðstöðu íslands?
— Auðvitað valda þar mestu
um sjálfar staðreyndirnar. —
I ræðu Guðmundar I. Guð-
mundssonar utanríkisráðherra
var gerð glögg grein fyrir
þeim. Ræða hans vakti mikla
athygli vegna ljósrar uppbygg
ingar, öruggs rökstuðnings og
hófsemi, þar sem staðreynd-
irnar fengu að tala. — Vegna
deilu okkar við Breta höfðu
sumir búizt við harðyrðum —
en einmitt þess vegna varð
ræðan áhrifameiri og betur
fallin til að vekja samhug. —
Þá má ekki gleyma ómetan-
legu starfi sérfræðinga okkar,
Hans G. Andersen, Davíðs
Ölafssonar og Jóns Jónssonar
— og áður Arna Friðrikssonar
á fyrri ráðstefnum. Þessir
menn þekkja flesta fulltrúana
Bjarni  Benediktsson,
dómsmálaráðherra
og eru  óþreytandi að  kynna
málstað okkar.
#  Vil engu spá
— Hefir þú trú á því, að mál
staður Islands verði ofan á?
— Um það vil ég engu spá.
Annars vegar er spurningin
um séraðstöðu utan hinnar al-
mennu fiskveiðilögsögu. Til-
raun var gerð til þess að fá
slíka séraðstöðu viðurkennda
á síðustu ráðstefnu, en fékkst
þá ekki í fullnægjandi formi.
Auðvitað gerum við siíka til-
raun á ný. — Hins vegar reyn-
ir líka á, hvernig fer, ef til-
raun verður gerð til að
tryggja fjarlægum þjóðum
veiðiréttindi tiltekinn tíma
innan   hinnar   viðurkenndu
Framh. á bls. 23
,£g treysti honum
— sagbi dr. Banda um brezka
nýlendumálarábherrann
44
BLANTYRE, Njassalandi,
6. apríl. — (Reuter). —
Dr. Hastings Banda, leiðtogi
þjóðfrelsishreyfingar Njass-
lendinga, lagði í dag af stað
flugleiðis til Lundúna til við-
ræðna um stjórnarskrármál
Njassalands. — Mikill fjöldi
landa hans stóð meðfram
veginum, sem hann ók til
flugvallarins og hyllti hann
ákaflega. Menn sungu, veif-
uðu fánum og hrópuðu:
„Frelsi — frelsi!"
if Sýnið stillingu.
Á flugvellinum flutti Banda
ávarp til fylgismanna sinna, og
hvatti þá enn sem fyrr til þess
að sýna stillingu í hvívetna og
forðast allt, sem leitt gæti til
óeirða. — Dr. Banda fór hinum
mestu viðurkenningarorðum um
brezka nýlendumálaráðherrann,
Macleod, sem hann hefur rætt
við undanfarna daga. — „Ef þið
farið eftir fyrirmælum mínum",
sagði hann, „mun hann geta hjálp
að okkur — ég treysti honum".
Kvað 'hann Macleod hafa  gert
Hagerty
¦ Moskvu
MOSKVA: 6. apríl. — James
Hagerthy, blaðafulltrúi Banda-
ríkjaforseta, kom til Moskvu í
dag, ásamt nokkrum opinberum
starfsmönnum, til þess að undir
búa ferðalag Eisenhowers þangað
í júní næstkomandi. Komu þeir
í Boeing-þotu forsetans.
margt vel í Kenya, Tanganyik*
og Ugánda.
•fc Eí brezka stjórnin hefði
ráðið ....
Dr. Banda lét svo um mælt, að
ef öll ráð hefðu verið i höndum
brezku stjórnarinnar ©g vina
hans í Bretlandi, hefði hann hlot-
ið frelsi miklu fyrr. En ráðamenn
í Suður-Ródesíu, sem myndar
Mið-Afríkusambandið     ásamt
Njassalandi ©g Norður-Ródesíu,
hefðu ekki viljað leysa sig úr
haldi, þar sem þeir töldu, að það
mundi valda vandræðaástandi í
Njassalandi. — Norður-Ródesía
©g Njassaland vilja ganga úr sam
bandinu.
Flýr kínversku
„sælunu"
LONDON, 6. apríl: — Kuo Teh
Lou, sem verið hefur starfs-
maður í ræðismannsskrif-
stofu kínversku kommúnista-
stjórnarinnar í London, hefur
verið veitt hæli sem pólitísk-
um flóttamanni í London.
Brezka ríkisstjórnin til-
kynnti þetta í dag og jafn-
framt birtist yfirlýsing frá
samtökunum Common Cause,
sem berjast gegn einræði, þar
sem sagði að Teh-Lou væri
hinn fyrsti af starfsmönnum
sendisveita kommúnistastjórn-
arinnar, sem bæði um hæli í
hinum frjálsa heimi.
í tilkynningunni sagði að ó-
tiafngreindir   vinir   Kuos
mundu annast hann í London.
Teh-Lou, sem er 40 ára að
aldri á konu og tvö börn
heima í Kína.
Þrjú hundruð blö
handteknir
— „Vegabréfin" aftur fyrirskipuð
í Suður-Afríku
kk
umenn
Afvopnunarráðsfefnan
f sjálfheldu
GENF, 6. apríl. (Reuter) — Sam-
komulagshorfur á táu þjóða ráð-
stefnu austurs og vesturs um af-
vopnun hafa farið vaxandi und-
anfarið, og í dag syrti í álinn, er
fulltrúar fóru hörðum orðum á
vixl um framkomnar tillögur
austur. og vestur-veldanna. —
Sökuðu aðilar hvor annan um
óheilindi.
Afvopnunarráðstefhan, sem
hófst hinn 15. marz sl., komst
raunverulega í sjálfheldu í gær,
þegar franski fulltrúinn, Jules
Moch, lýsti því yfir fyrir hönd
hinna fimm vestrænu þátttöku-
ríkja, að þau gætu ekki samþykkt
sovézku tillögurnar eða neinar
hliðastæðar tillögur sem umræðu
grundvöll. Daginn áður hafði
rússneski fulltrúinn Zorin raun-
verulega hafnað vestrænu tillög-
unum, er hann sagði, að í þeim
fælust eklíi leiðir til þess að koma
á almennri og algerri afvopnun.
Eins og fyrr segir, urðu hörð
orðaskipti á fundinum í dag. —
Töluðu þar flestir fulltrúanna,
en lítið bar á málefnalegum um-
ræðum, heldur eyddu menn tíma
sínum í gagnkvæmar ásakanir
um óheilindi og óraunsæi og þar
fram eftir götunum.
Jóhannesarborg og Durban,
S.-Afríku, 6. apríl. —
(NTB — Reuter — AFP)
LÖGREGLA og herflokkar
réðust í dag inn í svefnskála
blökkumanna í Lemontville í
grennd við Durban. Þar höfð-
ust við um 4.500 blökkumenn.
Rak lögreglan þá út með
harðri hendi og handtók um
300 þeirra. Blökkumennirnir
veittu ekki mótspyrnu. —
Einn blökkumaður lét lífið
og fjórir særðust í gærkvöldi
í átökum við lögreglumenn í
Nyanga. Er þar nú strangur
lögreglu- og kervörður — og
má segja, að umsátursástand
ríki þar. — Eftir því sem
næst  verður  komizt,  hafa
a. m. k. 80 blökkumenn látið
lífið síðan átökin hófust í
Suður-Afríku 2. f. m.
•k   l.ýstu andúð á hátíð hvítra
Lögreglan hélt því fram, að
í hópi fyrrgreindra blökku-
manna í Lemontville hefðu ýms-
ir æsingaseggir hreiðrað um sig,
og því hefði verið nauðsynlegt
að gera þessa atlögu. Kváðust
lögreglumenn hafa fundið þrjá
riffla í skálanum, auk alls kyns
barefla og annarra vopna. — í
Nyanga, þar sem mikil spenna
hefir rikt, var tiltölulega rólegt
í dag. Héldu blökkumenn sig
yfirleitt innandyra til þess að
láta í ljós andúð sína á því, að
hvítir menn héldu hátíð í tilefni
þess, að nú eru 300 ár síðan
fyrstu hvítu mennirnir komu til
Suður-Afríku.
¦Ar  Bænadagur
Trúarleiðtogar um gervalla
Suður-Af ríku sendu í dag út boð-
skap, þar sem skorað er á þjóð-
ina að gera n. k. sunnudag að
„bæna- og yfirbótadegi". — I tU-
kynningu frá Meþódistakirkj-
unni segir, að leiðtogar ýmissa
kirkjudeilda hafi undanfarna
daga rætt hið uggvænlega ástand
í landinu.
¦k  Bann samþykkt
Þingið  hefir  nú  samþykkt
Framhald á bls. 2.
Fimmtudagur 7. apríl.
Efni blaðsins m.a.:
BIs. 3: Mörgæsirnar  og  vísindin  —
(grænn rammi).
—  6: Frímerki.
—  8: Skellur fyrir Botvinnik.
— 10: Þankar um landbúnað (græna
rammi).
— 11: Júgóslavneska  flóttakonan.
— 12: Forystugreinin:  Sögulegur  4-
réttur.
Nýtt öryggistæki — (Utan úr
heimi).
— 13: Nýir tímar, ný byggingarlist.
— 15: „Einkalíf" (leikdómur).
— 22: íþróttir.
D-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24