Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 86. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						24 síður
47. árgangur
86. tbl. — Þriðjudagur 12. apríl 1960
Frentsmiðja M^rgunblaðsins

illaga Islands
ikið deiluefni
— sagði John Hare í Genf og
ræddi  mjög  um  fórnir  llrela
Genf, 11. apríl.
Vrá fréttaritara Mbl.,
Þorsteini Thorarensen.
JOHN HARE, útvegsmála-
ráðherra Breta, hélt í dag
ræðu, þar sem hann lýsti
stuðningi við tillögu Banda-
ríkjanna og Kanda, um leið
og hann talaði mikið um
fórnir þær, sem Bretar færðu
með því. — Einnig talaði
hann nokkuð um íslenzku
tillöguna um sérréttindi
strandríkja, sem sérstaklega
eru háð fiskveiðum, á svæð-
um utan hinnar viðörkeiindu
fiskilögsögu — og taldi hann
augljóst, að ekki horfi til
neinna vandræða við ísland.
íslendingar hefðu meira en
nógan fisk. — Gert er ráð
fyrir svari íslendinga við
ræðu Hare á morgun. —
Verður nú ræða brezka ráð-
herrans rakin að nokkru.
— •-
Bretland harmar, sagði Hare,
að upphafleg tillaga Bandaríkj-
anna hefir verið dregin til baka.
Að okkar áliti var hún sanngjörn
ust, og hún gerði öllum jafn-
hátt undir höfði. — Nú hafa bæði
bandaríska og kanadiska tillag-
an verið dregnar til baka og sam-
eiginleg tillaga þeirra verið bor-
in fram. Er þar nokkuð reynt að
draga úr ranglæti kanadísku til-
lögunnar, sem við höfðum mót-
mælt. Ég þakka vinum mínum,
formönnum þessara tveggja sendi
nefnda, sem með hinni nýju til-
lögu sýna sannan sáttarvilja.
• Of stuttur frestur
Við teljum þó, að fresturinn,
sem tillagan veitir til þess að
hverfa frá miðum innan 12 mílna
marka, þar sem við höfum lengi
veitt, sé of stuttur. — Of stuttur
til að fyrna skip og veiðarfæri, of
stuttur til að efla nýja þekkingu,
sem nauðsynleg er, og afla nýrra
tækja. — Þetta verður því þung
raun, sagði Hare, og ég hefði kos-
ið 15—20 ár sem lágmark í þessu
efni. — Ráðherrann kvaðst síðan
ætla að sýna fram á það með
tölum, hvaða fórnir Bretar hefðu
fært með því einu að kalla tog-
ara sína burt af Islandsmiðum,
meðan ráðstefnan stendur.
Kvaðst hann hafa upplýsingar
um það, að fyrstu vikuna hefði
aflamagn í Hull minnkað um
2il%, í Grimsby um 61% og í
Fleetwood um 89%.
•
Við höfum neyðzt til að fallast
á sameigmlegu tillöguna, vegna
þess, að þetta er eina leiðin til
að samræma sjónarmiðin hér, og
að við viljum tryggja, að ráð-
stefnan verði árangursrík. — Ég
vil leggja áherzlu á, að ef ein-
hverjir ætluðu sér að stytta frest-
inn, væri allur grundvöllur sam-
komulags  þurrkaður  út.  Og  ef
strandríki ætlaði sér að haga lög-
sögu þannig á ytra 6 mílna svæð-
inu, að fiskimönnum okkar yrði
gert erfitt fyrir, þá væri tillagan
þýðingarlaus.
• Tilefni mikillar deilu
Þá langar mig til að ræða nokk
uð um sérstakar fiskveiðiaðstæð-
Framh. á bls. 2.
Tímamót í viðskiptasögu
þjóðarinnar
Ur rœdu Johanns Hafstein bankastjóra
á fjÖimennum fundi Vardarfélagsins
í gœrkvoldi
í GÆRKVÖLDI var haldinn fundur í Varðarfélaginu og var rætt
um þau þáttaskil í verzlun og viðskiptum, sem boðuð hafa verið
með frumvarpi ríkisstjórnarinnar um skipan innflutnings- og
gjaldeyrismála. En þar er einnig gert ráð fyrir afnámi þeirra fjár-
festingarhamla, sem gilt hafa síðan 1947. — Þorvaldur Garðar
Kristjánsson, lögfræðingur, setti fundinn. Frummælandi, Jóhann
Hafstein, bankastjóri, tók því næst til máls og verða aðalatriði ræðu
hans rakin hér á eftir:
í upphafi máls síns benti Jó-
hann Hafstein á, að frumvarp
ríkisstjórnarinnar markar tíma-
mót í viðskiptasögu þjóðarinnar
eftir aldarfjórðungs haftastefnu.
Höft voru tekin upp af ýmsum
þjóðum á árum heimskreppunn-
ar, en nær alls staðar var talað
um, að þau væri aðeins til
bráðabirgða. Svo var einnig í
upphafi látið í veðri vaka hér á
landi.
myrða
Atti að
Debré?
ALGEIRSBORG, 11. apríl
(NTB/AFP): — Heimatil
búin sprengja sprakk í
morgun í höndunum á f jór-
um alsírskum uppreisnar-
mönnum í bænum Tizi
Ouzon, sem er skammt héð-
an. Þetta gerðist aðeins
nokkrum klst. áður en
Debré,    forsætisráðherra
Frakklands, var væntanleg
ur til borgarinnar, en hann
er nú í heimsókn í Alsír.
Engin opinber tilkynning
hefir verið gefin út í sam-
bandi við atburð þennan, en
raddir heyrast um það, að
mennirnir fjórir hafi ver-
ið að stilla timasprengju,
sem ætluð hafi verið Debré
— það er að segja, að ætl-
unin hafi verið að myrða
hann. — Uppreisnarmenn-
irnir létu lifið í sprenging-
unni.
Svonefndri    Gjaldeyrisnefnd
var komið á fót snemma á ár-
inu 1934. Strax næsta ár, þegar
Hermann Jónasson hafði mynd-
að sína fyrri vinstri stjórn, var
skipuð Gjaldeyris- og innflutn-
ingsnefnd og þurfti að leita til
hennar um leyfi fyrir öllum inn-
flutningi. Og enn var hert á
opinberum afskiptum. Siðan
kom heimsstyrjöldin og höftin
héldu áfram meðan það óeðlilega
ástand hélat.
Viðskiptaráð hafði verið
myndað á árinu 1943 og þá fyrst
var farið að tala um að þjóðin
þyrfti að koma sér úr hafta-
fjötrunum að styrjöldinni lok-
inni. En það dróst æ lengur að
svo yrði. Fjárhagsráð var síðan
stofnað á miðju ári 1947 og hafði
það yfirstjórn innflutningsmál-
anna og gjaldeyriseftirlit með
höndum. Síðan hófst víðtæk
vöruskömmtun og ýmiss konar
erfiðleikar.
12, skákinni
frestað
MOSKVU. — Á laugardaginn var
átti að tefla 12. umferðina i heims
meistarakeppninni í skák, en
henni varð að fresta sökum Ias-
leika Botvinniks. Verður sú skák
tefld í dag.
Hinn ungi lettneski áskorandi,
Michail Tal, hefir nú tvo vinn-
inga fram yfir heimsmeistarann,
en hann vann sem kunnugt er
Botvinnik í 11. skákinni sl.
fimmtudag. Tal hefir nú 6!^
vinning en Botvinnik V/b.
Ný stefna mörkuð
Eftir að - þessi skipan hafði
staðið í tvö ár, setti Sjálfstæðis-
flokkurinn fram gjörólíka grund
vallarstefnu árið 1949. Og þegar
hann myndaði minnihlutastjórn
skömmu síðar voru gerðar til-
lögur um hvernig koma mætti
efnahagslífi þjóðarinnar á heil-
brigðan grundvöll. Þessar til-
lögur fengust ekki framkvæmd-
ar nema að nokkru leyti, en
urðu þó til mjög mikilla bóta
miðað við fyrra ástand. M. a. var
þá bundinn endir á hinn mikla
vöruskort, sem rikt hafði árin á
undan.
Árið 1953 var Fjárhagsráð lagt
niður og verulega linað á fjár-
festingarhömium. Þá tók Inn-
flutningsskrifstofan við sumum
af verkefnum Fjárhagsráðs.
Óréttlæti haftanna
Ekki þarf að lýsa því, hélt Jó-
hann Hafstein áfram, hve mikið
óréttlæti höftin hafa haft í för
með sér. Kom það ekki hvað sízt
í Ijós í upphafi, á dögum hinnar
fyrri vinstri stjórnar þegar einka
framtakið var beitt sérstökum
ofsóknum. En jafnvel þó að hin-
ar opinberu nefndir hafi oft
reynt að gera sitt bezta, þá hafa
ríkisafskiptin alltaf leitt til
meira og minna óréttlætis.
En nú er loks að rofa til. Nú-
verandi ríkisstjórn, undir for-
Framhald á bls. 6.
SÉÐ yfir hvalakirkjugarð-
inn í Sandvík úr lofti. A
myndinni má greina »11
búrhvelin, sem Vopnfirð-
ingar ráku á land. Oskýr-
ast sést sá lengst til hægri,
en hann er í öldubroti. —
Lengst til vinstri er 4—5
Iesta bátur og liggur hann
inn milli tveggja hvalanna.
A öðrum hvalnum stendur
einn maður, en á hinum
tveir. Má glöggt sjá hve
lítill báturinn er saman-
borið við hvalina, þegar
athuguð er lengdin frá
sporði fram á haus, en áft-
urhlnti hvalanna er at>
mestu í kafi, þótt sporður-
inn standi upp úr. — Sjá
nánar á bls. 3.  Ljósm. vig.
-ö
Þriðjudagurinn 12. april
Bls.  3: Bátar í hvalrekstri.
—  6: Hörð orðaskipti i Genf.
—  8: Bannað að nefna nafn árásar*
mannsins.
— 10: Egg á morgnana ....
— 12: Forystugreinin:  HvaS  eru h*«
tekjur.
Minnihlutinn kúgar meirihlu^
ann  (Utan ia heimi.)
— 13: Lotning fyrir lilinu.
— 15: Botvinnik.
— 22: iþróttasiða.
L>
Landamærakröfur
í ,vinsamlegum tón'
NÝJU DELHI, Indlandi, 11. apríl.
(Reuter) — Kommúnistastjórn-
in kínverska heldur enn fram
kröfum sinum um stór landsvæði
innan núverandi norðurlanda-
mæra Indlands, samkvæmt bréfi
frá Peking, sem var birt hér í
dag. „Tónninn" í bréfinu þykir
þó með vinsamlegra móti. —
Nehru f orsætisráðherra birti þing
inu bréfið.
-•-
Pekingstjórnin   kveðst   ekki
árétta kröfur sínar í þeim  til-
gangi að viðhalda þrætum, held-
ur í von um, að vekja skilning
indversku stjórnarinnar á mál-
inu og „minnka bilið" milli sjón-
armiðanna, ef það mætti verða
til þess að auðvelda vðræður for-
sætisráðherra ríkjanna — en Sjú,
En lai kemur til Delhi 19. þ.m.
til fundar við Nehru um landa-
mæramálið.
- •-
Loks segir í bréfi Pekingstjórn
arinnar, að ágreiningur Indverja
og Kínverja út af landamærunum
sé lítilvægur í samanburði við
„grundvallarþörf beggja þjóð-
anna að viðhalda vinsamlegri
samvinnu um alla framtíð".
a
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24