Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						24  síðiu  *>g  Lesbók
incgmMábiíf
47. árgangur
88. tbl. — Fimmtudagur 14. apríl 1960
Prentsmiðja Movgunblaðsins
Sölu-
met
TOGARINN Karlsefni seldi í
Grimsby í gærmorgun 135.6 lest-
ir fyrir 14009 sterlingspund. Mið-
að við magn nrun þetta vera
hæsta verð, sem íslenzkt skip hef-
ur fengið fyrir afla á erlendum
markaði. Þetta verð svarar til
að hvert kg sé selt á nær 11 krón-
ur!
Varðskip til
hjálpor Vopn-
firðingum
f SÍMTALI við Mbl. í gær,
skýrði Pétur Sigurðsson
forstjóri Landhelgisgæzl-
unnar frá því, að til Land-
belgisgæzlunnar hefði ver-
ið leitað um hjálp við að
losa Vopnfirðinga við öll
búrhvelishræin. Hafði Hall-
dór Ásgrímsson alþingis-
maður átt tal við forstjóran
um þetta. 'Pétur kvaðst hafa
lof að því að Landhelgisgæzl
an skyldi gera sitt til þess
að losa kauptúnsbúa við
hræin.
amþykkjum
rei neitt, sem
setur hagsmuni okkar í voö
Samtal við Bjarna Benediktsson
Frá fréttaritara Mbl.,
Þorsteini Thorarensen.
Genf, 13. apríl.
Eg hitti Bjarna Benedikts-
.soii, dómsmálaráðherra, að
máli í morgun, áður en at-
kvæðagreiðsla hófst og
spurði, hverju hann spáði um
úrslit atkvæðagreiðslunnar.
Bjarni svaraði:
—  Urslitin koma í l.jós
seinna i dag og tekur því ekki
að vera með getgátur nú. —
ÖUum kemur saman um að
engin tillaga fái % atkv.
meirihluta á þessu stigi, þótt
einfaldur meirihluti kunni að
nást fyrir einhverju í nefnd-
iimi. Með því fæst raunar lög
leg fundarsamþykkt, en þar
með er ekkert sagt um það,
hvort áskilinn % meirihluti
fæst á sjálfri ráðstefnunni.
•  Hagsmunabarátta
— Heldurðu þá að ráðstefnan
verði árangurslaus?
— Enn er of snemmt að segja
nokkuð um það. Athyglisvert var
það, að tveir af flutningsmönnum
18 ríkja tillögunnar lýstu því yfir
í gær berum orðum, að þeir gætu
vel hugsað sér aðra lausn. Ber-
sýnilegt er að tillögurnar nú og
atkvæðagreiðslur eru við það
miðaðar að skapa sér sem styrk-
asta  aðstöðu við lokasamkomu-
lagstilraun á ráðstefnunni.
— Þér sýnist þá heildarmynd-
in harla óljós enn?
— Já, þótt vitað væri frá fyrsta
degi, og raunar áður en ráðstefn-
an hófst, að Bandaríkin og Kan-
ada mundu bræða sig saman og
Bretar nauðugir viljugir fallast
á það samkomulag, kom tillagan
ekki fram fyrr en ráðstefnan
hafði staðið rúmar þrjár vikur.
Auðvitað réði hér enginn slóða-
skapur, heldur voru menn að
kanna jarðveginn og einkum að
sýna sínu heimafólki, að þeir
hefðu gert sitt bezta til að koma
sínum skoðunum fram og ekki
slegið af hagsmunakröfum sínum
fyrr en í fulla hnefana.
— Virðist þér hér einkum vera
um hagsmunabaráttu að ræða?
—  Já, svo sannarlega, og ég
virði ólíkt meira þá, sem segja
það berum orðum að hagsmunir
lands þeirra ráði atkvæðinu en
hina, sem eru með langar lög-
fræðiflækjur og tilvitnanir í hina
og þessa löngu dauða lögspek-
inga, sem gátu ekki séð fyrir,
það sem nú er að gerast, enda
eru allar slíkar tilvitnanir þess
eðlis að það eitt er haft eftir,
sem styður málstað hvers og eins,
en hinu er sleppt.
•  Ef  tillaga  Bandaríkjanna
og Kanada yrði sam-
þykkt ....
— Eru ekki einhverjar undan-
tekningar frá hagsmunabaratt-
unni?
— Ég hef ekki enn getað skilið
neinn ræðumann öðru visi,
hversu vandlega, sem hann hefur
reynt að dylja sinn sanna til-
gang með orðaflauini.
— En hvað um fsland?
— Vitanlega erum við að þessu
leyti í sömu aðstöðu og aðrir hér
— að gæta hagsmuna þjóðar okk
ar og ófla þeim þeirrar viður-
kenningar, sem fáanleg er.
— Þú ert þá ekki sammála því,
sem stóð í einhverju blaði heima,
að það væri hættulegt eða a m k.
smánarlegt fyrir ísland, ef sér-
staða þess innan 12 mílna feng-
izt viðurkennd?
— Ef svo fer, sem sumir ætla,
— en ég segi hvorki til né frá um
—  að tillaga Bandaríkjanna og
Kanada yrði samþykkt að lok-
um eða hafi verulegar líkur til
þess, þá er það tvímælalaust
skylda okkar að reyna að hindra GENF, 13
að 10 ára fiskveiðirétturinn gildi
fyiir Island. Ef það gæti tekizt
með því að leita eftir sérstöðu,
þá ber okkur að reyna að afla
hennar.
Danmörk og Noreg. Kanada
flutti sjálft tillögu um að viður-
kenna slíkan rétt í 10 ár og Nor-
egur og Danmörk hafa bæði fall-
izt á að styðja hana. Hvort það
er gert samkvæmt sérsamningi
eða ekki ,skiptir ekki máli. Öll
tóku þessi lönd ákvörðun, mið-
aða við sérhagsmuni sína, — og
engum kom til hugar að tryggia
hagsmuni íslands áður — sem
ekki var heldur við að búast, og
eru þo engar stjórnir okkur vei
Yndislegt veður, vor í lofti,
segja fréttaritarar okkar um
allt land, þegar við spyrj-
um þá frétta. Krakkarnir í
Reykjavík eru ekki í vafa
um að vorið sé komið, eft-
ir þessari mynd að dæma.
Þau rífa sig úr sokkum og
skóm og vaða út í Elliðaár-
ósana, og láta sér ekki
bregða þó vatnið sé lítið
farið að finna fyrir vorinu.
viljaðri en þessar, a.m.k. ekki af
jafnóeigingjörnum ástæðum. Þær
fylgja bandarísk-kanadisku til-
lögunni af því -þær töldu hags-
muni sína krefjast þess, en við
erum á móti henni vegna okkar
eigin hagsmuna.
Veikir okkur
baráttunni
ikki
— En ha\da vissir þjóðahópf*
hér saman?
—   Samheldni   Norðurlanda
mun  koma  í  ljós  af  atkvæða-
Framh. á bls. 2.
Danir hafa látið
Breta kaupa sig
• Miðað við sérhagsmuni
— En bregðumst við ekki með
því öðrum þjóðum, sem eru á
móti sögurétti?
— Við skulum taka dæmi um
þrjá aðila, sem standa okkur
nærri, og allir hafa lýst sig and-
viga  söguréttinum —  Kanada,
— segir
Frá fréttaritara Mbl. Þ. Th.
apríl. — Ég ræddi við
Erlend Patursson í dag. Hann var
reiður.Dönum fyrir að greiða at
kvæði bandarisk-kanadísku til-
lögunni, og skýrði mér frá því
að Danir hefðu látið Breta kaupa
sig. Þeir hefðu lofað Dönum samn
ingi um 5 ára uppsagnarfrest við
Færeyjar í stað 10.
Færeyskir fiskimenn hafa kraf
izt 16 mílna fiskilínu, og beinna
grunnlína, og það sama gerði lög
þingið fyrir síðustu ráðstefnu.
Til málamiðlunar, en sem algert
lágmark, féllumst við á 12 míl-
Erlendur  Patursson
ur, sagði Patursson. — Danir
greiddu þó atkvæði gegn þeirri
tillögu, sem uppfyllti. kröfur okk-
ar, en með bandarísk-kanadísku
tillögunni, sem var okkur skað-
leg. — Sem lögþingsmaður og for
maður færeyska fiskimannafél-
agsins hef ég mótmælt þessari
framkomu.
Danir hafa enn einu sinni svikið
okkur, en þeir skulu vita það,
að barátta okkar mun enn harðna
á komandi árum — og við skul-
um að lokum vinna rétt okkar,
þó að það verði ekki með hjálp
Dana. Já, þótt það verði gegn
vilja þeirra.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24