Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						24 síður
tmfrltaltffr
47. árgangur
93. tbl. — Þriðjudagur 26. apríl 1960
Prentsmiðjja Morgunblaðsins
rum okkar ítrasta til þess að fá
mílna fiskveiðitakmðrk vi
Miðum afstöðu okkar aðeins við heill
og hagsmuni Islands
Yfirlýsing Olafs Thors forsætis-
ráðherra á Alþingi í gær
EINS og kunnugt er kom Ólafur Thors, forsætisráðherra,
heim frá London sl. laugardag. I gær kvaddi hann sér hljóðs
á fundi í Sameinuðu Alþingi og gaf þar yfirlýsingu um við-
ræður sínar við utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra, er
hann hitti í London sl. fimmtudag. Komst forsætisráðherra
að orði á þessa leið í yfirlýsingu sinni:
„Eins og mönnum er kunnugt, hef ég dvalizt erlendis
nokkra daga. Eftir að ég kom hciin hef ég lesið íslenzku
blöðin að miklu leyti og sé að þar er mjög villandi sagt frá
utanför minni og hvað ég hafi aðhafzt erlendis. Ég tel því
rétt, enda þót't ég álíti allar deilur um landhelgismálið á
þessu stigi óheppilegar, að skýra frá hver afskipti mín hafa
verið af málinu, — og er mér alveg vandalaust að segja þar
sannleikann, og sannleikann allan og ekkert nema sann-
leikann.
Efni málsins er þetta:
J)
2)
3)
4)
5)
6)
f utanför minni átti ég aldrei
tal við einn einasta erlendan
stjórnmálamann, hvorki um
landhelgismálið né neitt
annað.
Ráðherrarnir Bjarni Bene-
diktsson og Guðmundur 1.
Guðmundsson áttu oft tal
við mig i síma um málið frá
Genf og sögðu mér hvernig
sakir stæðu á hverjum tíma.
Viðhorfin voru ákaflega
breytileg frá degi til dags.
Þegar heimferð mín var
ráðin komu íslenzku ráð-
herrarnir daginn áður til
I <»ii(l(in til viðræðna við mig,
svo að við gætum borið
saman hækur okkar, þar eð
sýnilegt var að senn myndi
draga til úrslita á ráðstefn-
unni.
Við vorum allir sammála
um öll meginatriði málsins.
Við töldum sjálfsagt að gera
okkar ítrasta til þess að
tryggja að við fengjum 12
mílna fiskveiðilandhelgi okk
ar viðurkennda.
Xækist það ekki, töldum við
sjálfsagt að vinna að því að
ráðstefnan færi algerlega út
um þúfur.
2)
3)
4)
á slíkri viðurkenningu á
rétti sinum, einungis af því
að einhverjir aðrir fá ekki
13 mílna LANDHELGI.
Þessi tillaga er ekki borin
fram sem liður í samningum
við einn eða neinn.
Ég tel því miður yfirgnæf-
andi likur til að tillagan
verði felld og að vel geti
farið svo að hún fái jafnvel
aðeins fá atkvæði, — en við
höfum þó þrátt fyrir það
gert skyldu okkar með því
að bera tillöguna fram.
Ég vil geta þess, að það er
langt frá því að ég sé ör-
uggur um að hin sameigin-
lega tillaga Bandaríkjanna
og Kanada verði felld. Ég er
kvíðinn fyrir því, að hún
verði samþykkt, og það er
Framh. á bls. 2
Handtökur stúdenta í Seoul.
SkotiÖ var á
mannfjöldann
Seoul, Suður Kóreu,      I átaka  milli  herliðs  og  mann-
25. apríl (NTB, Reuter).    fjöldans, sem nú krefst þess að
ÁSTANDIB í Seoul versnaði aft-  Syngman Rhee forseti segi af sér.
ur í dag og kom til alvarlegra!  Talið er að um 30.000 manns
Þannig stóðu málin þegar við
skildum í London síðastliðið
fimmtudagskvöld.
Tillaga íslands
A föstudagsmorgun töluðu ráð
herrarnir þrisvar við mig fra
Genf. Þó var það ekki fyrr en
eftir brottför mína frá London
á föstudag, að þeir tóku ákvörð-
un um að flytja þá breytingar-
tillögu, sem íiú er kunn orðin og
hnígur að því að sérstaða íslands
um 12 mílna fiskveiðilandhelgi
verði viðurkennd.
Um þá tillögu vil ég taka þetta
fram:
D
Það var auðvitað alveg sjálf-
sagt að reyna að tryggja
henni sigur, því að vitaskuld
kemur ekki til greina að ts-
Iendingar hafni möguleikum
slendingar semja ekki
við Breta um takmorkun
sögulegra réttinda
Genf, 25. apríl. — Einkaskeyti frá Þorsteini Thorarensen.
HARE, fulltrúi Breta á landhelgisráðstefnunni hér í Genf, sagði
á fundinum í kvöld, að Bretar viðurkenndu sérstaka aðstöðu hjá
sumum löndum, eins og Færeyjum og íslandi. Kvaðst hann vona
að fulltrúar gleddust yfir því að árangur viðræðna við Dani væri
sá að unnt var að breyta svo tíu ára frestinum að hann mætti sér-
stakri aðstöðu Færeyja.
BÝÐUR SAMNINGA
Þá sagði Hare ennfremur: „Ef
við getum gert samkomulag um
Færeyjar, ættum við að geta
gert samkomulag um ísland. A
þessari ráðstefnu hef ég komið
til íslenzku fulltrúanna og boðið
þeim að stytta uppsagnarfrest-
inn, en þessar tilraunir mínar
hafa verið árangurslausar, og
þykir mér það leitt. Samt vona
ég enn að okkur megi takast að
ná samkomulagi. Ef okkur tæk-
ist það samt ekki, geri ég hér-
með annað tílboð: Að við og ís-
lendingar leggjum deilu okkar
um tíu ára frestinn fyrir hlut-
lausa aðiia, sem bæði löndin geta
fallizt á. Það tel ég skynsamleg-
ustu leiðina til að sætta þessa
deilu að setja hana í hlutlausan
gerðardóm".
„ÞURFA  EKKI  AB  KVARTA"
Hare taldi að Islendingar
þyrftu yfir engu að kvarta. Ef
Bandarisk-kanadiska     tillagan
yrði samþykkt, fengju þeir tólf
mílur innan tíu ára, og jafnvel
styttri tíma ef þeir semdu við
Breta, og nytu fiskfriðunarsam-
þykktarinnar frá síðustu ráð-
stefnu. Hare sagði að íslenzka til-
lagan gengi allt of langt. Ef tiu
ara fresturinn væri þurrkaður út,
myndi það þýða að grundvöllur
bandarísk—kanadísku tillögunn-
ar væri brotinn. Þá mótmælti
hann fyrri ummælum utanríkis-
ráðherra Íslands að þorskveiðar
við Ísland skili nú hámarksarði,
þetta væri nú umdeilt meðai fiski
íræðinga. Hinsvegar taldi Hare
tillögu Brazilíu. Kúbu og Urugu-
ay um forréttindi skynsamlega.
Hann sagði að lokum að augljóst
væri að aðeins bandarísk-kana-
Framh. á bls. 3
hafi tekið þátt í mótmælunum í
dag, sem hófust með því að um
300 háskólakennarar hófu mót-
mælagöngu í miðborginni. safn-
aðist þá saman fjöldi manns og
tók herinn loks það ráð að skjóta
fyrir ofan höfuð mannfjöldans.
Auka herlið var kvatt til borgar-
innar til að reyna að hafa hemil
á mannf jöldanum.
Þrír drepnir
Sjónarvottar *s<:ja að einn aí
yfirmönnum herliðsims hafi á-
varpað mannfjöldann áður en
skothríð var hafin, og tilkynnt
að ef menn hyrfu ekki á brott,
yrðu, þeir sjálfir að taka afleið-
ingunum. Leit um tíma út fyrir
að friður væri að komast á, en
brátt hófust mótmælagöngur á
ný, og stefndu þær að aðalstöðv-
um stjórnarflokksins og að heim-
ili Lee Ki Poongs, sem sagði af
sér embætti varaforseta nú um
helgina. í árekstrum sem þá
urðu, létu 3 stúdentar lífið, en
átta særðust. Lee Ki Poong var
kjörinn varaforseti í kosningun-
um 15. marz sl., en háværar radd-
ir eru uppi um það að úrslit
þeirra hafi verið fölsuð.
Stúdentum sleppt úr haldi
Hópur stúdenta hertók í kvöld
tíu vörubifreiðir og óku á þeim
um bæinn en skriðdrekar frá
hernum eltu þá og skutu á eftir
þeim.
Þegar tilkynnt var um hátalara
kerfi að Syngman Rhee hefði
fyrirskipað að allir stúdentar,
sem teknir hafa verið höndum
vegna óspektanna undanfarið,
skyldu látnir lausir, komst aftur
nokkur ró á.
Neyðarástandi aflýst
Þingið hefur nú samþykkt að
Framhald á bls. 23.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
12-13
12-13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24