Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						24  síour
47. árgangur
96. tbl. — Föstudagur 29. apríl 1960
Prentsmiðia Mor^unblaSsins
John  Hare  sagði  á  þingfundi  í  gær:
rezk herskio utan 12 mílna - um sinn
Skerast í leikinn 99ef gerð verður
árás á brezka fiskimenn"
London, 28. apríl. — (NTB-Reuter)
BREZK HERSKIP munu ekki að svo stöddu verða togur-
iinuiii til fylgdar innan tólf mílna fiskveiðitakmarkanna við
ísland, sagði John Hare, fiskimálaráðherra Bretlands, í
neðri deild þingsins í dag. Herskipin munu áfram verða
brezkum togurum til aðstoðar við ísland, en fyrsta kastið
verða þau aðeins á verði utan tólf mílna markanna, sagði
Hare. —
Spurningu frá stjórnarandstöðunni um það, hvað gerast
muni, ef brezkir togarar fara inn fyrir tólf mílna mörkin
og eru teknir þar af íslenzkum varðskipum, svaraði Hare svo,
að skipstjórarnir á herskipunum yrðu að ákveða sjálfir, hvað
gera bæri hverju sinni, ef til slíks kæmi. — „Ef gerð verður
árás á brezka fiskimenn með íslenzkum fallbyssum, munum
við að sjálfsögðu skerast í leikinn" sagði fáðherrann.
I lýsingu  eftir  fund  þann,
Engin viðurkenning
„Við höfum ekki í hyggju
að viðurkenna einhliða út-
færslu íslands á fiskveiði-
mörkunum", sagði Hare. „Við
erum fúsir til samninga, en
getum ekki fallizt á einhliða
aðgerðir. Þess vegna munu
herskip okkar halda áfram
að aðstoða togarana, en til
þess að sýna velvilja okkar
og sáttfýsi, hefur ríkisstjórn-
in ákveðið, að herskipin skuli
ekki fara inn fyrir 12 mílna
mörkin að svo stöddu".
Ekki vinsamlega tekið
Hare gaf þessar upplýsingar,
er hann var að skýra þingheimi
írá niðurstöðum sjóréttarráð-
stefnunnar í Genf. Hann skýrði
frá því, að Bretar hefðu meðan
ráðstefnan stóð lýst sig fúsa að
hefja viðræður við Islendinga
með það fyrir augum að gera
samning, sem væri íslandi hag-
stæðari en bandarísk-kandadíska
tillagan, sem loks var felld á
ráðstefnunni með aðeins eins
atkvæðis mun. — Brezka stjórn-
in hefur einnig lýst því yfir, að
hún sé fús til að leggja slíkt
samningsatriði fyrir gerðardóm,
en því miður hefur sú uppá-
stunga ekki fengið vinsamlegar
undirtektir, sagði Hare. — Loks
skýrði hann þingheimi frá því,
að brezka stjórnin hefði nú náið
samband við mörg önnur Ev-
rópuríki vegna þeirra aðstæðna,
sem skapazt hafa eftir hina ár-
angurslausu sjóréttarráðstefnu í
Genf.
Togara-
eigendur
aovara
sínamenn
1 síðari fréttum í gærkvöldi
frá Lundúnafréttaritara Mbl.
sagði, að samband brezkra tog-
araeigenda hefði gefið  út yfir-
sem
haldinn var í Grimsby í gær.
Segir þar m.a., að sú ráðstöfun að
kalla brezka togara burt af hinu
„opna hafi" við Island hafi að-
eins vexið bindandi þann tíma,
sem Genfarráðstefnan stóð.
Varaðir við
Siðan segir: „Vegna hins óvissa
ástands, sem nú ríkir á íslands-
miiVum og þar til endanleg af-
Framh. á bls. 23
fNixon og Kenn
edy sigruðu
WASHINGTON — f próf-
kosningum fyrir forseta-
kjör, sem fram fóru í
Pennsylvaníu á þriðjudag-
inn, hlaut Nixon mjög ein-
dregið fylgi sem frambjóð-
andi repúblikana. Fékk
hann fleiri atkvæði en
Eisenhower í prófkosning-
u n u m 1952. — John Kenne-
dy fékk flest atkvæði demó
krata, en síðan komu í þess
arí röð: Adlai Stevenson,
Hubert Humphrey, Stuart
Symington og Lyndon
Johnson. — Þeir Stevenson
og Johnson hafa ekki gefið
kost á sér til framboðs.

Þessi mynd var tekin á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi, þegar fulltrúar fslands á Genfarráð-
stefnunni komu heim. A myndinni eru talið frá vinstri: Jón Magnússon, fréttastjóri Ríkisút-
varpsins, Jón Jónsson, fiskifræðingur, Henrik Sv. Björnsson, ráðuneytisstjóri, og Bjarni Bene-
diktson, dómmálaráðherra. Fremst á myndinni stendur lítil dóttir Jóns Jónssonar, sem kom til að
taka á móti pabba sínum.
(Ljósm.: Ól. K. M.)
Aðstaða Islands mun
halda áfram ao styrkjast
Stutt sarnfal við Bjarna Bencdiktsson
dómsmálaráðherra Wð heimkomu hans
t GÆRKVÖLDI komu þrír menn úr sendinefnd fslands á Genfar-
ráðstefnunni heim með flugvél frá Flugfélagi fslands. Voru það
þeir Bjarni Benediktsson, dómsmálaráðherra, Henrik Sv. Björns-
son, ráðuneytisstjóri, og Jón Jónsson, fiskifræðingur.
Morgunblaðið  hitti Bjarna  Benediktsson,  dómsmálaráðherra,
sð máli á flugvellinum og átti við hann stutt samtal.
Gefur ríkisstjórninni
skýrslu í dag
„Enginn vafi leikur á því"
sagði dómsmálaráðherra, „að að-
staða okkar íslendinga í barátt-
unni fyrir verndun fiskimiða
okkar er sterkari eftir ráðstefn-
una en fyrir hana. Og hún mun
halda áram að styrkjast.
Ríkisstjórnin mun strax á morg
Fjölskyldurciorð
Sonur Lee Ki Poongs, kjörins
varaforseta Kóreu, skaut foreldra
sína og bróður - og loks sjálf an sig
Seoul, Suöur-Kóreu, 28. apríl.
— (Reuter) —
KJÖRSONUR Syngmans
Rhees, fyrrv. forseta, Rhee
Kang Suk, sem var sonur Lee
Ki Poongs, er kjörinn var
varaforseti í sl. mánuði, skaut
í morgun föður sinn, móður
°S yngri bróður til bana í
forsetahöllinni, þar sem fjöl-
skyldan hafði leynzt undan-
farna daga. Er hann hafði
banað þeim þremur, beindi
hann byssunni að sjálfum sér
og réð sér einnig bana. — Það
þykir augljóst af aðstæðum,
að þetta verk hafi verið unn-
ið að ráði f jölskyldunnar allr
ar. Virðast foreldrarnir og
yngri sonurinn hafa staðið
saman og haldizt í hendur, er
Kang Suk skaut.
#  f yfirbótarskyni
Syngman Rhee ræddi í dag
við Huh Chun, hinn nýja for-
sætisráðherra og handhafa for-
setavaldsins, og lét þá í ljós þá
skoðun, að Lee Ki Poong hefði
horfið að þessu ráði í eins konar
yfirbótarskyni fyrir framdar
misgerðir. En hann var talinn
bera höfuðábyrgð á fölsun for-
setakosninganna í sl. mánuði. —
Syngman Rhee ættleiddi son Ki
Poongs, sem var hans hægri
hönd, árið 1957, og tók hann þá
upp nafnið Rhee í stað Lee.
Hann var 25 ára gamall.
•  Vr forsetahöllinni
Syngman Rhee og hin aust-
urríska kona hans óku í dag frá
forsetahöllinni til bústaðar síns
Framh. á bls. 2
un ræða nákvæmlega öll viðhorf
í málinu, eins og það stendnr nú.
Mun ég þá gefa stjórninni
skýrslu.
Leiðinlegt að til
ágreinings kom
— Hvað vilduð þér segja Mm
þann ágreining, sem kom upp
innan íslenzku sendinefndarinn-
ar?
— Ég tel mjög leiðinlegt, að
til hans skyldi koma, og tel ekki
rétt að fjölyrða um hann að þessu
sinni. Takmark okkar íslendinga
var að láta ráðstefnuna heppnast
og tryggja jafnframt hagsmuni
Islands. Breytingartillagan, sem
ágreiningur reis um innan sendi-
nendarinnar, stefndi að þessu
tvíþætta takmarki. Afstaðan til
hennar hlaut að miðast við það,
hvort menn vildu þetta, eða
koma í veg fyrir það og stuðla að
áframhaldandi réttaróvissu.
Varð að miklu gagni
Óhætt  er  að  fullyrða,  að
breytingartillagan   varð  fs-
landi  að  miklu  gagni.  Hún
fékk  líka  fleiri  atkvæði,  en
við höfðum búizt við. Flutn-
ingur hennar varð og til þess,
að  fram  komu  yfirlýsingar,
bæði af hálfu forráðamanna
meirihlutans,   sem   studdi
kanadísku-bandarísku  tillög-
una og margra annarra full-
trúa, um sérstöðu íslands.
Hvað sem segja má auk þess
um tímabundinn sögulegan rétt
almennt, þá er það rökrétt, að
Framh. á bls. 2
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24