Morgunblaðið - 06.05.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.05.1960, Blaðsíða 1
24 siðuv Sakaruppgjöfin í framkvæmd: Brezkum togurum bannað að veiða innan 12 mílnanna Herskipin hafa fyrir- mæli um að kæra landhelgisbrjóta EINS og skýrt var frá í Mbl. í gær, dró til tíðinda 1 fyrrakvöld út af Vestfjörðum og Hvalbak við suð- austur ströndina, þegar brezkir togarar reyndu að toga fyrir innan 12 mílna fiskveiðtakmörkin. í gærmorgun gerðist sá atburður, að skipherrarnir á brezku herskipunum þremur lásu upp boðskap frá brezka flotamálaráðuneytinu, og er Mbl. kunnugt um að skipherrann á Palliser, sem er út af Vestf jörð- um, komst svo að orði: Þar> sem íslenzka ríkisstjórnin nenr sýnt brezKum togaramönnum þá vinsemd að gefa þeim upp allar sakir og leyfa þeim af nýju að sigla innan landhelg- innar og leita hafnar eða vars, hefir flotamálaráðu- neytið ákveðið að koma til móts við íslenzku ríkis- stjórnina að banna öllum brezkum togurum að veiða innan 12 mílna takmarkanna. Jafnframt hefi ég ströng fyrirmæli um að kæra hvern þann ykkar, sem brýtur fyrirmæli stjórnarinnar. Vona ég því að þið komið okkur til hjálpar og forðist alla árekstra. Þegar skipherrann hafði flutt þennan boðskap flotamálastjórnarinnar, ,,kvittuðu“ togararnir fyrir og sögðu ekki eitt aukatekið orð í mótmælaskyni.. hafs. Virtist varðskipsmönn- um togari þessi vera frá Ports mouth. Togarinn var litill. Nafn hans sást ekki, enda súld ist hann af einhverju innanmeini og þótti ráðlegast að rannsaka hann. Þegar þetta gerðist, var togarinn út af Reykjanesi, en Palliser út af Straumnesi, og sagði skipherrann á herskipinu togaramönnum að gæta sín vel næðan hann væri í burtu, því Albert væri á næstu grösum. Þá voiu nokkrir togarar 5 eða 6 míl- ur fyrir utan 12 mílna mörkin, en hurfu á brott strax og Palliser sigldi suður á bóginn. ★ Þess má að lokum geta, að um 30 brezkir togarar hafa verið að veiðum út af Vestfjörðum og komu þeir þangað strax eftir Genfar-ráðstefnuna. Þeir hafa haldið sig mjög djúpt og aflað vel, m. a. fengið þó nokkuð góð- an ýsuafla. — Eins og fyrr grein- ir er brezka herskipið Palliser á þessum slóðum, en tvö herskip Framh. á bls. 23. Frá heimsókn Krúsjeffs til Bandarikjanna Rússar afnema tekju skatt af lágtekjum Ekki inn fyrir 12 mílur Þá hafa Mbl. borizt nánari fregnir um atburðina út af Vest- fjðrðum í fyrradag, þegar brezk- ir togarar sigldu upp að 12 mílna línunni, en var fyrirskipað af skip stjóranum á Palliser að halda sig utan línu. Aftur á móti mættu þeir sigla fyrir innan 12 mílna takmörkin með búlkuð veiðar- færi og leita hafnar eða vars, ef þeir vildu. Ennfremur tilkynntu herskipin strax í fyrrakvöld tog- urum bæði við austur og vestur- ströndina um sakaruppgjöfina. Samt kom það fyrir í fyrrakvöld, að einn brezku togaranna hafði samband við Palliser og sagði, að hann ætlaði að sigla innan lanrhelginnar við Reykjanes — og benti herskipið honum þá á að fara ekki inn fyrir 4 mílurn- ar. Í vari — en flýði 1 gærmorgun sáu skipverjar á varðskipinu Albert, sem hef ir verið undan Vestfjörðum, brezkan togara sigla upp að ströndinni, og var hann kom- inn upp að 3 mílunum, senni- lega í leit að vari út af Straum nesi, þegar Albertsmenn héldu í humátt á eftir honum til að athuga hvaða togari þarna væri á ferð og hvort hann væri með búlkuð veiðarfæri. En þegar togaraskipstjórinn sá Albert sigla i átt til sín, hélt hann aftur á fullri ferð til á þessum slóðum. Veikur sjómaður Að öðru leyti hefir ekki margt borið til tíðinda hjá brezkum togurum og herskipum hér við iand undanfarna daga. Þó var veikur togarasjómaður fluttur úr togara um borð í Palliser fyrir tveimur eða þremur dögum. Þjáð Moskvu, 5. maí — (Reuter) FORSÆTISRÁÐHERRA Ráðstjórnarríkjanna, Nikita Krúsjeff, tilkynnti í dag að tekjuskattur yrði felldur nið- ur í Rússlandi, vinnuvikan stytt og gengi rúblunnar breytí. Hann sagði Æðsta ráðinu að tekjuskattur yrði afnuminn sam- kvæmt nýrri fimm ára áætlun, gengisbreyting myndi hefjast á næsta ári, vinnuvikan styltist í 41 klst. við iðnað en í 36 stund- ir við erfiðisvinnu, svo sem námugröft. Hélt Krúsjeff því fram að slikur niðurskurður vinnuvik- unnar og skatta væri einungis mögulegur í skipulögðu þjóðfé- lagi og sýndi yfirburði sósíalism- ans yfir auðvaldsstefnunni. BILIÐ BRÚAÐ Hann viðurkenndi að fram- leiðslan væri minni en hjá Bandaríkjunum, en sagði að bil- ið yrði mjög bráðlega brúað. Varðandi niðurfellingu tekju- skattsins, sagði Krúsjeff, að byrj- að yrði á að afnema skatta lág- tekjumanna, en síðan smám saman bætt við öðrum stéttum. Tekjuskattur nemur aðeins 10% ríkistekna samkvæmt fjár- hagsáætlun Rússa. Aðaltekjurn- ar eru hagnaður á iðnaðinum og óbeinn söluskattur. Krúsjeff sagði að vissir aðilar Óvíst oð togarayfirmenn sam fjykki stefnu ríkisstjórnarinnar segir Dennis Welch i einkasamtali v/ð Morgunbladid F R E T TA MAÐU R Morgun- blaðsins í Hull og Grimsby, Haraldur J. Hamar, símaði eftirfarandi fréttir þaðan á miðvikudag.Vegna seinagangs í afgreiðslu skeyta í Bretlandi sem mun stafa af flutningum ritsimans þar, barst fréttin ekki fyrr en á miðvikudags- morgun. „FUNDURINN í morgun var sá fjölsóttasti, sem ég hefi haft“, sagði Denis Welch, formaður félags yfirmanna á togurum í Grimsby, þegar ég átti viðtal við hann í dag, en í morgun boðaði hann yfir- menn togaranna til mikil- vægs fundar um landanir Is- lendinga. Welch hefur aðsetur í þröngri skrifstofu í gömlu húsi nálægt höfninni. Hann er eldri maður með veik- indalegt útlit, enda sagður þjást af magasári, sem hleyp- ur mjög í skapið í honum stundum, og gefur hann mönnum það þá óþvegið. Á skrifborðinu fyrir framan Framhald á bls. 3. hafi gagnrýnt afnám tekjuskatts ins, en ríkisstjórnin hafi að at- huðu máli álitið þetta rétta ráð- stöfun. Kaupmáttur launanna hefði auktót um 100% síðan árið 1940, sagði Krúsjeff, og vöruúrval fer vaxandi þótt enn væri biðröð eftir píanóum!! LAUSNIN Forsætisráhðerrann sagði að mesta vandamálið sem rætt yrði á „topp“-fundinum í París 16. maí n. k., væri afvopnun — „rót- tækasta leiðin til að tryggja frið og útiloka stríð“. Annað vanda- málið væri friðarsamningur við Þýzkaland og spurningin um Vestur-Berlín. Kvaðst Krúsjeff hafa rætt þessi mál við forystu- menn Vesturveldanna og sagði að ef unnt væri að leysa þessi tvö vandamál, mundi sambúð Austurs og Vesturs lagast af sjálfu sér. MÓTI NIXON Þá minntist Krúsjeff á það að Eisenhower forseti hefur til- kynnt að hann geti aðeins verið í eina viku í París á „topp“- fundinum ,og sagði að nauðsyn á að ná árangri ætti að ákveða hve lengi fundurinn stendv . þá mótmælti Krúsjeff því að Nixon varaforseti Bandaríkjanna taki sæti Eisenhowers á „topp“ fundunum, og sagði að Nixon hefði ekki áhuga á að koma á varanlegum friði, heldur vildi hann viðhalda kalda stríðinu. Hann sagði ennfremur að Vest- urveldin skyldu ekki halda að gætu skelft Sovétríkin á „topp" fundinum. Sömu möguleikar væru á því og að einhver feng séð sín eigin eyru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.