Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						24 siður
MnMtó>i!>
47  árgangur
113. tbl. — Fimmtudagur 19. maí 1960
Prentsmíðia Moigunblaðsins
aðamenn
Sovétleiðtoginn var
æstur og órólegur —
og bituryrtur
PARÍS, 18. maí. — (Reuter) — Á blaðamannafundi þeim,
sem Krúsjeff hélt í Chaillot-höllinni í dag, voru mættir hátt
á þriðja þúsund fréttamenn — og voru sumir hræddir um,
að gólf hinna gömlu salarkynna myndu bresta undan öll-
um þunganum. Svo fór þó ekki, en hins vegar varð fundur-
inn allróstusamur. — Er Krúsjeff lét nokkur óvirðingar-
orð falla um fréttamennsku sumra blaða, gerði allmikill
hluti fréttamannanna hróp að honum og „púaði" — en
austrænir klöppuðu. — Krúsjeff gerðist þá æstur og lét
„púarana" fá það óþvegið — brá síöan fyrir sig gamansemi,
og lægði þá öldurnar.
í upphafi fundarins, sem stóð nær hálfa þriðju klukku-
stund, las Krúsjeff alllanga skrifaða yfirlýsingu, þar sem
hann dvaldi mjög við njósnaflug Bandaríkjamanna og end-
urtók fyrri yfirlýsingar sínar í því sambandi. Hann kvað
Sovétríkin gjarna vilja halda áfram viðræðunum í Genf
um bann við kjarnorkutilraunum, en Rússar mundu hefja
slíkar tilraunir á ný, ef Bandaríkin gerðu það, eins og boðað
hefr" verið. — Annað mál væri um afvopnunarfundina í
J.jnf. Hann væri þess „nær fullviss", að Vesturveldin kærðu
s.ig ekki um afvopnun, heldur eftirlit með vopnabúnaði —
þ. e. löggiltar njósnir. Sovétríkin vildu þó reyna frekari
viðræður. — Hann sagði, að Rússar vildu taka 'þátt í öðr-
um toppfundi, jafnvel fyrr en eftir 6—8 mánuði, ef skilyrði
væru fyrir hendi — og hann tryði því enn, að austrið og
vestrið  gætu  samið  friðsamlega  um  ágreiningsmálin.
•  ÞOLUM EKKI MÓHGANIR
I upphafi ræðu sinnar rakti
Krúsjeff allan gang mála í sam-
bandi við njósnaflugið 1. maí og
viðbrögð Bandaríkjamanna í því
sambandi, sem hann kvað furðu-
leg. — Nú spyrja sumir, sagði
Krúsjeff, hvort okkur sé ekki
nóg yfirlýsing Eisenhowers hér í
París um það, að hætt hafi verið
við slík njósnaflug, og þau muni
ekki tekin upp aftur. — Þvílík
yfirlýs.iig hefir e. t. v. fullnægt
þjónum heimsvaldasinna, sagði
hann. Þeir hafa vanizt líkum
háttum og rússneskir kaupahéðn-
ar viðhöfðu fyrrum: Þeir tróðu
mustarði í vit þjóna sinna, en
hinir síðarnefndu hneigðu sig og
sögðu: „Þakka yður fyrir"! —
Við þolum ekki móðganir — við
Framh. á bls. 23.
Mennirnir í bílnum hér að
ofan hafa valdið miklum og
uggvænlegum atburðum und
anfarna daga. Myndin var
tekin, þegar Krúsjeff og nán-
ustu samstarfsmenn hans óku
frá Elyssee-höllinni síðastlið-
ínn mánudag, þar sem „topp-
fundurinn" leystist upp, áður
en hann var raunverulega
byrjaður. — Krúsjeff er þung
búinn —' að baki honum sit-
ur hinm svipmikli Malinov-
sky marskálkur,  sem  sumir
telja nú einn sterkasta mann
Bússlands. Við hlið Krúsjeffs
er sendiherra Rússa í Paris,
Vinogradov, í miðju aftur-
sætinu túlkurinn Trojanov-
skij og við hægri hlið hans
Gromyko utanríkisráðherra.
Vonir þjóðanna ao engu geroar
Svartsýni  rikjandi  eftir  hrun
leiötogafundarins
PARfS, 18. maí. —  (Reuter).
— Svartsýni ríkti hér í París
í dag, þegar endanlega var
ljóst, að ekki yrði af frekari
viðræðum  leiðtoga stórveld-
Ibúðarhúsin „Iceland Close", sem byggð voru að miklu leyti fyrir íslenzkt gjafafé.
Iceland C/ose" opnað í dag
//
„ICELAND Close" nefnast íbúða
hús, sem byggð hafa verið í Hull
fyrir aldraða sjómenn og sjó-
mannaekkjur. Geir Hallgrimsson,
borgarstjóri, mun í dag opna
„Iceland Close" við hátíðlega at-
höl'n,  en  hann  hélt  þangað  á
þriðjudag í boði borgarstjórnar
Hull.
MiUil  viðskiptaborg  fslands
„Iceland Close" er að miklu
leyti byggt fyrir íslenzkt gjafafé.
Hull varð fyrir miklum skakka-
föllum á stríðsárunum vegna loft
árása Þjóðverja. Ein árásin var
þó mest, þá létu margir lífið og
mikill fjöldi bygginga var jafn-
aður við jörðu.
íslendingar hafa jafnan  verið
Framh. a bls. 2.
anna. Víða um heim þykjast
menn sjá fram á nýtt „kalt
stríð", nú þegar Sovétríkin
hafa sýnt það á tveim sól-
arhringum, að þau hafa í
rauninni ekki hug á að lifa í
friði við kapítalisku löndin,
svo sem látið hefir verið.
Augu heimsins beinast nú
einkum að Berlín eftir hrun
toppfundarins — en menn
búast við, að hún komist aft-
ur í brennipunktinn, ef kalda
stríðið nálgast frostmarkið á
ný. — Krúsjeff hefir lýst því
yfir, að hann haldi til Aust-
ur-Berlínar á morgun. —
Hann hefir nú kvatt vest-
rænu leiðtogana, að Eísen-
hower undanskildum — við
hann hefir hann alls ekki
talaö.
Leiðtogar Vesturveldanna hitt-
ust síðdegis til þess að ræða út-
litið í heimsmálunum nú eftir
að rústir leiðtogafundarins hafa
kramið vonir milljóna manna.
Macmillan heldur heimleiðis á
morgun, en Eisenhower mun
Ieggja leið sína til Portúgals.
Fastaráð Atlantshafsbandalags-
ins hefir verið boðað til skyndi-
fundar á morgun til þess að ræða
hin nýju og alvarlegu viðhorf. —
Utanríkisráðherrar Bandaríkj-
anna, Bretlands og Frakklands
verða viðstaddir fundinn. —
Einnig í Varsjárbandalaginu hef-
ir verið kallað til skyndifundar,
sennilega í sambandi við komu
Krúsjeffs til Austur-Berlínar á
morgun.
-fc  Einn „Ijós punktur"
Margir stjórnmálaleiðtogar
víðs vegar um heim hafa látið
til sín heyra um viðhorfin,
sem skapast við upplausn leið-
togafundarins. Nokkrir, þ. á. m.
Butler, innanríkisráðherra Bret-
lands, hafa látið í ljós þá skoð-
un, að segja megi að einn „ljós
punktur" sé við þessi úrslit —
Framh. á bls. 23,
Lange hættir við
Moskvuför
OSLÓ, 18. maí. (Reuter) — Þkð
var tilkynnt hér í dag, að Hal-
vard Lange, utanríkisráðherra,
hefði hætt við fyrirhugaða heim
sókn sína til Moskvu hinn 23.
þ. m. — í tilkynningu utanríkis-
ráðuneytisins um þetta segir:
„Vegna aukinna anna i sambandi
við ástand það, sem nú hefir
skapazt, hefur Lange utanríkis-
ráðherra ákveðið, að hann verði
að hætta við einkaheimsókn sína
til Moskvu í lok maí".
Stórsigur
Kennedys
WASHINGTON, 18. maí: —
í prófkosningu, sem fram
fór í gær í Maryland-ríki,
fyrir forsetakosningarnar í
haust, vann John Kennedy,
sem berst fyrir því að verða
útnefndur sem forsetaefni
demókrata, mikinn sigur.
Fékk hann yfir 70% greiddra
atkvæða — og má segja, að
líkur hans til að hljóta út-
nefningu hafi enn aukizt
talsvert. — Er þetta talinn
hvað mesti sigur hans i próf
kosningunum til þessa.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24