Morgunblaðið - 10.06.1960, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.06.1960, Blaðsíða 22
22 MOKCVISHI.AÐIÐ Föstudagur 10. júní 1960 Atli Steinarsson segir frá landslf iknum í Osló: Norðmenn unnu verðskuldaðan sigur Ósló í gœrkvöldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Atla Steinarssyni. ÞAÐ voru ekki mörg orð tol- uð í búningsklefa íslendinga eftir leikinn. Handklæðum var þeytt, blótsyrði féllu og allir voru vonsviknir. Ég kom til Ósló til að sjá sigur, en þetta voru mestu vonbrigði skrifferils míns, Ég tel þetta lélegasta landsleik, sem ég hef séð. Norðmenn höfðu yf- irburði allan leikinn. Þeir voru hraðari, harðari og ákveðnari, viljugri og jafn- framt sýndu þeir bezta leik, sem ég hef séð hjá norsku Rolf Bjtírne Backe ruglaði vörnina. landsliði. Leikur þess er mjög sambærilegur við 3:0 leikinn, er Laugardalsvöllurinn var vígður 1957. Norska landsliðið náði stór- sókn strax í upphafi leiksins. Gaf það Norðmönnunum traust, en braut íslendingana niður og kom í veg fyrir að þeir næðu saman nokkru sinni í leiknum. Fyrri hálfleikurinn var nær óbrotinn einstefnuakstur norska landsliðsins að marki Islands. Is- land átti tólf upphlaup framyfir miðlínu vallarins, þar af stöðv- aði vörn Norðmannanna fimm, tveim lauk með hornspyrnu, eínu með skoti framhjá og fjórum með skoti á mark. Sveinn Jóns- son og Örn Steinsen áttu eitt skot á mark, og Þórður Jónsson tvö. Gegn þessu átti Noregur 29 upphlaup, þar af mynduðust 5 horn, 14 skot framhjá, tíu skot á mark, utan tveggja marka og fjölmargra upphlaupa, sem ís- lenzka vörnin stöðvaði. Mörkin í fyrri há'fleik Mörk Noregs í hálfleiknum komu á 22. mínútu, er Dybwad sendi knöttinn vel fyrir frá vinstri og Borgen skoraði laglega af 14 metra færi. Annað markið kom á 43. mínútu, er Engsmyhr komst framhjá Rúnari Guðmanns syni á miðjunni og sendi knött- inn til Rolf Björn Backe, sem skoraði af stuttu færi framhjá Helga, sem kom hlaupandi á móti honum. Norska landsliðið hafði algera yfirburði í fyrri hálfleik og gátu mörkin verið miklu fleiri. Rúnar og Helgi Daníelsson í markinu voru sem klettar í vörninni og Hreiðar Ársælsson átti góðan leikkafla. Síðari hálfleikur íslenzka landsliðið byrjaði seinni hálfleíkinn vel og náði þá bezta leikkafla sínum, en fram- verðirnir voru of framarlega og allt brotnaði á því. Norðmenn náðu aftur algerri sókn og áttu í seinni hálfleik 23 upphlaup, er lauk með fimm hornspyrnum, sjö skotum framhjá, 11 skotum á mark auk allra annarra stöðvaðra upphlaupa. Á móti þessu átti ísland í hálf- leiknum tíu upphlaup, þar af 5, sem stöðvuðust af vörn Norð- mannanna, tvær homspyrnur, 2 skot framhjá og eitt skot á mark. Norðmenn áttu ýmis góð tæki- færi, sem misnotuðust, en íslend- ingar ekki. Réttlátur sigur Sigur Noregs hefði verið rétt- látur þótt hann hefði verið stærri. Aðeins tveir Islendingar voru líkir því, sem þeir hafa ver- ið í fyrri leikjum, Helgi mark- vörður er varði oft glæsilega og Rúi.ar Gumannsson, miðtram vörður. Aðrir leikmenn voru lé- legir og sumir algjör göt í liðinu, til dæmis Ingvar Elísson sem réði ekki við neitt, hvorki í vörr. né sókn. Flestir reyndu að berj- ast, en náðu langt frá sínu bezta. Þetta er hörmuleg útkoma. kannski var sigurvissan of mikil, því almenn skoðun fyrir leikinn var: Við vinnum. Flestir töpuðu einvígunum og aldrei var verulegt samspii svo hætta stafaði af. Norðinenn voru' hraðir, ákveðnir og oft skemmti- legir. Dybwad var langbeztur í framlínunni. Björn Borgen var skemmtilegur. Backe miðfram- herji sótti mjög út á kantana og ruglaði vörn okkar. Dybwad var hættulegastur, bæði með skot og alla uppbyggingu. Vörn Norðmanna var sem klettur, er reyndi lítið á, en fram verðirnir réðu nær óslitið vallar miðjunni og mötuðu framherjana. Mörkin í seinni hálfleik Mörk Noregs í seinni hálfleik komu á 36. mínútu, er Dynwad skoraði glæsilega, viðstöðulaust úr sendingu frá hægri. Þetta var óverjandi. Og á 39. mínútu skor- aði Larsen bakvörður úr víta- spyrnu, eftir að Hreiðar varði með höndum skot, sem var á leið í tómt markið. SAGX EFTIR LEIKINN Torbjörn Svendsen, fyrirliði norska landsliðsins sagði að leik urinn hefði verið skemmtilegur og góður frá norsku sjónarmiði, lsienömgarnir væru ennþá í byigjudal, en augsýnilega á réttri ieið. Ykkur vantar ílla Ríkharð. Helgi Daníelsson var beztur ís- lendinga og Dybwad var beztur hjá okkur. Sænski dómarinn Lindberg sagði: Leikurinn var drengileg- ur og aldrei vaifi hver sigra myndi. Svendsen og Borgen voru beztir hjá Noregi, en Helgi og Garðar Árnason hjá íslandi. Hann sagði að það hefði verið betra að dæma þennan leik en leiki í sænsku deildarkeppninni. Þetta er tíundi landsleikurinn, sem ég dæmi, þar af dæmdi ég tvo leiki í Evrópukeppninni í sum ar Sveinn Teitsson fyrirliði okk- ar var vonsvikinn eins og allir aðrir. Taldi hann að Helgi, Örn, Hreiðar og Rúnar hefðu verið beztir. Björgvin Schram sagði að við þessu hefði mátt búazt eftir rign- ingardag, þótt strákarnir hefðu sagt að völlurinn hefði ekki verið sleipari en í Laugardalnum. Þeir náðu aldrei líku spili og í leikn- um á móti Rússunum. Voru þeir allan leikinn miklu lakari. F r j álsíþr ó t tanára- skeið K.R. FRJÁLSÍÞRÖTTADEILD KR stendur fyrir námskeiði í frjáls- um íþróttum þessa daganna og heidur það áfram í kvöld á KR- vellinum við Kaplaskjólsveg. All ir piltar og stúlkur á aidrinum 12—17 ára eru velkomnir þátt- takendur og kennari er Guðmund ur Þorsteinsson. 65 ára í da«; TRGGVI Gunnarsson, bifreiðar- stjóri, Lokastíg 6, Reykjavík er 65 ára í dag. Tryggvi var á sín- um yngri árum yfirburðarmaður í íþróttum, svo að þeir sem til þekkja, tala enn þann dag í dag um fjölhæfni og glæsileik hans í hvers konar íþróttum. Tryggvi Gunnarsson varð tvisvar glímukappi ísland, 1919 og 1920 og skjaldarhafi. í frjáls- íþróttum bar Tryggvi af öðrum og átti mörg íslandsmet. Tryggvi og samherjar hans höfðu ekki kennara og urðu því að kenna sér sjálfir. í þá daga þekktust heldur ekki hlaupabrautir og gaddaskór og voru því leikfimis- skór eða inniskór iátnir duga. Fyrir íþróttaafrek og brautryðj- andastarf í íþróttum hefir Tryggvi Gunnarsson verið heiðr- aður af Í.S.Í. Thorbjörn Svendsen, fyrirliði Norðmanna lék 91. landsleik sinn í gær. Tvö íslands- met TVÖ ný íslandsmet voru sett á Sundmeistaramóti íslands í Hafnarfirði í gær. Sigurður Sig- urðsson frá Akranesi setti met í 200 m bringusundi 2.42.5 en gamla metið átti Sigurður Jóns- son, Þingeyingur 2.42.6 og var það sett 1949. I 100 m skriðsundi bæxíi Guðmundur Gíslason met sitt 58.2 í 57,8 sek. Guðmundur Gíslason setti nýja metið er hann synti fyrsta sprettinn í sveit Reykjavíkur í 4x100 metra boð- sundi. Með meti Sigurðar Sigurðsson- ar í 200 metra bringusundi, er naín hins gamalkunna og mikla sundkappa Sigurðar Jónssonar, Þingeyings þurrkað út af ís- lenzku sundmetaskránni, en nafn hans hefir prýtt hana í 11 ár. Donmerkurme'slararnir unnn r Armenninga nanm'ega KAUPMANNAHÖFN, 9. maí: — I gærkvöldi kepptu 2. flokks drengirnir úr Armanni við meist araflokk danska körfuknattleiks- liðsins Efterslægten en það er Danmerkurmeistari í körfuknatt- leik. I liði Dananna voru 3 nú- verandi landsliðsmenn. Leikur- inn var mjög harður og jafn og mátti vart á milli sjá til leiks- loka hvort liðið færi með sigur af hólmi. Danmerkurmeistararn- ir unnu þó leikinn að lokum með einu stigi, 33 gegn 32. Leikurinn fór fram á útivelli í sól og nokkurri golu. Annar dómarinn var úr Efterslæten og í upphafi leiksins kom vel fram að hann var mjög taugaveiklað- ur maður. Hann gerði sig sekan um að rífast við leikmenn, sló til þeirra og steytti hnefa fram- an í áhorfendur, en meðal þeirra voru margir, sem með ópum og allskyns látum reyndu að hleypa Armenningunum upp. Armenn- ingarnir léku af sinni alkunnu ró og festu allan leikinn og eftir leikin var Birgir stighæstur, hafði skorað 17 stig í leiknum. í öllum leikjunum í Danmörku hafa Ármenningar keppt við meistaraflokkslið og farið samt með sigur af hólmi í þrem leikj- um en tapað tveim með litlum mun. Sannar ferð Armenning- anna að það er mál til komið að íslandingar bjóði Dönum aftur út í landsleik í körfuknattleik. Ármannspiltarnir senda kveðj ur heim, en til Reykjavíkur koma þeir með Gullfossi. íslandsmet í svifflugi EINS og skýrt var frá í blaðinu i gær fer fram mikil alþjóðleg svifflugskeppni í nágrenni Köln- ar í Þýzkalandi dagana 4.—18. júní. Einn Islendingur tekur þátt í svifflugskeppninni, Þórhallur Filippusson, en aðstoðarmenn hans við keppnina eru þeir Björn Jónsson, sem er jafnframt far- arstjóri, Gísli Sigurðsson, við- gerðarmaður, og Ásbjörn Magn- ússon. íslandsmet Blaðið hefur nú borizt frétt um árangur Þórhalls í keppninni 8. þ. m. Þann dag tókst Þórhalli að fljúga frá Köln til Flensborgar á dönsku landamærunum, en það er 445 km leið. Er þessi árangur Þórhalls sá bezti, sem Islending- ur hefur náð í svifflugi til þessa. Leiðin samsvarar því að flogið liafi verið frá Snæfellsjökli til Egilsstaða í einum áfanga. Þá má geta þess til samanburðar við met Þórhalls, að rússnesk svif- flugskona setti met í svifflugi árið 1936 — 500 km — og stóð það met allt til ársins 1951, þar til Bandaríkjamaður bætti það met. Þessi árangur Þórhalls veitir honum gull c afreksmerki í svif- flugi, en hefði hann flogið 50 km lengra, hefði hann hlotið c af- reksmerki með einum demant, sömuleiðis ef lending hefur verið ákveðin fyrirfram á þessum stað. Hvort svo hefur verið er blaðinu enn ókunnugt um. Ársþing S. S. í. ÁRSÞING Sundsambands Is- lands, var sem fyrr haldið í sam- bandi við Sundmeistaramót ís- lands, en það var nú í ár haldið í Hafnarfirði. Forseti þingsins var kjörinn Ben. G. Waage, forseti ISl og 2. forseti Ingvi Baldvinsson, en þingritarar Hörður S. Öskarsson og Guðjón Sigurbjörnsson. I stjórn SSl fyrir næsta ár voru kjörnir Erlingur Pálsson, for- maður, Þórður Guðmundsson, Ragnar Vignir, Magnús Kristjáns

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.