Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						24 síður
47. árgangur
132. tbl. — Þriðjudagur 14. júní 1960
Prentsmiðia Morguwblaðsins
Frá formannaráðstefnu Sjálfstæðisflokksins sl. laugardag. Nokkrir fulltrúanna voru farnir, þegar myndin var tekin. —
(Ljósm. Mbl. Markús).
Komum efnahagsmálum
þjóðarinnar á traustan
grundvöll      Frestag
afgreiðslu
Bylt-
\ngar-
tilraun
í Argentínu
Buenos Aires,  13. júni
— (Reuter) —
NOKKRIR háttsettir herforingj-
ar, yfirmenn setuliðsins í einu
fylki Argentínu, gerðu í morg-
un byltingartilraun og skipuðu
bráðabirgðaríkisstjórn fyrir Arg
entínu. Fylgismenn Frondizis for
seta urðu mjög skelkaðir við
þessi tíðindi, þar til það varð
ljóst, að byltingartilraunin næði
ekki til fleiri fylkja landsins og
að meginhluti argentíska hersins
var trúr Frondizi. Var hernum
þá. gefin skipun um að bæla
byltinguna niður og var svo gert
á nokkrum klukkustundum, en
forsprakkar     byltingarmanna
flúðu með flugvél til Chile.
Tryggium auknar framfarir og bafnandi
hfskjör
Áskorun formannaráðstefnu Siálfstœois-
flokksins til íslendinga
FORMANNARÁÐSTEFNU Sjálfstæðisflokksins lauk sl. laugardag.
Þakkaði Ölafur Thors, forsætisráðherra, fundarmönnum komuna
©g árnaði þeim og öllu sjálfstæðisfólki heilla i baráttunni fyrir
hinni þjóðhollu stefnu Sjálfstæiðsflokksins.
í fundarlok var samþykkt í einu hljóði svohljóðandi tillaga:
Ráðstefna flokksráðs Sjálf-
stæðisffbkksins og formanna
Sjálfstæðisfélaganna, haldin dag-
ana 10. og 11. júní 1960, lýsir
ánægju sinni yfir því, að Sjálf-
stæðisflokknum hefir á örlaga-
stundu verið fengið það vanda-
sama hlutverk að hafa forustu
um stjórn landsins og úrlausn
hinna alvarlegustu vandamála,
sem að þjóðinni hafa steðjað síð-
an lýðveldið var endurreist, og
lýsir eindregnum stuðningi við
þá róttæku viðreisnarstefnu,
sem ríkisstjórnin og stuðnings-
flokkar hennar hafa markað.
Ráðstefnan heitir á alla góða
tslendinga að styðja ríkisstjórn-
ina í viðleitni hennar til þess að
koma efnahagsmálum þjóðarinn-
ar á traustan grundvöll, því að
100 bátar
á Islaiids mið
ÁLASUNDI, 13. júní. — Flestir
norsku síldveiðibátanna sem
ætla á íslandsmið eru lagðir af
stað. Hefur nú komið í ljós, að
þátttakan í veiðunum er talsvert
meiri en menn bjuggust við og
fer stöðugt vaxandi. Nú munu
100 bátar fara á ísladsmið, en
áður var búizt við að þeir yrðu
80.
á þann hátt einan er auðið að
tryggja auknar framfarir og
batnandi lífskjör. —
Faðir Powers
fær íerðaleyíi
Washington, 13. júní. Oliver Pow
er, faðir Francis Powers, flug-
manns þess, sem skotinn var nið
ur með U-2 njósnaflugvélinni yf-
ir Rússlandi, hefur nú fengið
vegabréfsáritun sem heimilar
honum að fara til Rússlands.
Hann kemst þó varla fyrr en í
ágúst-mánuðí.
Washington, 13. júní.
UTANRÍKISMÁLANEFND öld-
ungadeildar hefur ákveðið að
fresta staðfestingu bandarísk-
japanska öryggissáttmálans. Áð-
ur hafði William Fulbright for-
maður utanríkismálanefndarlýsti
því yfir, að atkvæðagreiðslan
skyldi fram fara þann 14. júní.
Nú hefur þessu verið breytt svo
að nefndin tekur málið ekki fyr-
ir fyrr en í næstu viku, þ. e. eft-
ir heimsókn Eisenhowers til Jap-
ans.
Peronistar
Herforingjar þeir sem gerðtt,
byltingartilraunina eru hægri-
sinnaðir, fylgismenn Perons sem
rekinn var frá völdum í Argent-
ínu fyrir nokkrum árum. Þeir
stjórnuðu setuliði hersins í svo-
nefndu San Luiz-fylki, sem er
alllangt fyrir vestan höfuðborg-
ina Buenos Aires. Þeir munu
hafa ákveðið tímann til uppreisn
ar með hliðsjón af því, að Frond
izi forseti ætlaði í dag að leggja
af stað í Evrópuför sína og mun
þtð m.a. hafa vakað fyrir þeim
að svipta Frondizi ánægjunni af
Fram^ld á bls. 23.
Afvopnunartillögum
Rússa áfátt í ýmsu
GENF, 13. júní. — (Reuter) —
Fulltrúar Vesturveldanna á aí-
vopnunarráðstefnunni báðu full-
trúa Rússa, Valerian Zorin, í dag
um að gefa ýmsar frekari skýr-
ingar    á    afvopnunartillögum
Jafnaðarmenn draga í land
Vilja faka kurfeislega á mófi Eisenhower
Tokíó, 13. júní (Reuter)
FORMAÐUR Jafnaðarmanna-
flokksins i Japan, Inejiro Asan-
uma tilkynnti Kishi forsætisráð-
herra í dag, að hann muni gera
allt sem í hans valdi stendur til
að hindra óeirðir, þegar Eisen-
hower forseti kemur til Japan,
enda þótt hann sé mjög andvíg-
ur heimsókninni og krefjist þess,
að Kishi og stjórn hans segi af
sér. En hann sagði að jafnaðar-
menn hikuðu ekki við að beita
valdi til þess að hindra gildis-
töku   varnarsamningsins
Formaður albjóðaskrifstofu
jafnaðarmannaflokksins, Tada-
taka Sata, hefur hins vegar lýst
því yfir, að sé Eisenhower í raun
og veru annt um að friður hald-
ist í Asíulöndum, skuli hann
hætta  við  heimsóknina.
Sagt er að Kishi hafi boðizt
til að fresta fullgildingu varnar
samningsins þangað til eftir
komu forsetans, en ráðgert var
að lokaatkvseðagreiðsla færi
fram í efri deild þingsins 15. eða
16. júní n.k. Jafnaðarmenn eru
sagðir hafa hafnað því boði og
svarað því til, að þeir gerðu
vopnahlé einungis í kurteisis-
skyni við Bandaríkjaforseta.
Hvað sem öðru líður virðist
þeirri skoðun vaxa fylgi að fagna
beri Eisenhower.
Vekur athygli
Það hefur vakið mikla athygli
á Vesturlöndum, að Eisenhower
skyldi halda fast við að fara til
Japan, þrátt fyrir það sem þar
hefur gengið á, og telja blöðin
það merki þess, að hann vilji
sýna með því, að Bandaríkin
bregðist ekki bandamönnum sín-
um þótt á bjá-ti.
Eisenhower fór í dag frá Al-
aska til Manila höfuðborgar Fil-
ippseyja, en þar ræðir þann við
Carlos Garcia forseta. Frá Man
ila heldur hann til Formósu og
ræðir við Shiang Kai-Chek, for-
seta þjóðernissinna. Á báðum
þessum stöðum er þess vænzt að
honum verði ákaft fagnað. Sagði
utanríkisráðherra Filippseyja í
dag, að för forsetans muni treysta
vináttubönd Bandaríkjanna og
bandamanna þeirra í Asíu.
þeim, sem Rússar lögðu fram &
dögunum. Töldu þeir að tillögur
Rússa væru á ýmsan hátt .rnjög
óskýrar og fullt af götum í þeim.
Kváðust þeir ekki eiga auðvelt
með að taka afstöðu til tillagn-
anna í heild fyrr en frekari skýr-
ingar væru fengnar. Einu atriði
hafa þeir þó hafnað, sem sé því
að fyrsta stig afvopnunar verði
að allt herlið Bandaríkjanna í
öðrum löndum verði kvatt heim.
Þeir Ormsby Gore, fulltrúi
Breta og Jules Moch, fulltrúi
Frakka, bentu á að ekkert væri
tekið fram í tillögu Rússa, hvaða
ríki yrðu bundin af afvopnunar-
sáttmála, hvort halda ætti al-
heims-afvopnunarráðstefnu til að
undirrita sáttmála allra ríkja
heims um afvopnun, hvort af-
vopnunin ætti að framkvæmast
á vissum tíma og hvernig það
' Framhald á bls. 23.
Auglýsendur
Þeir, sem hefðu hugsað sér að koma auglýsingum í
blaðið n. k. s u n n u d a g, 19. júní, eru vinsamlegast
minntir á aðskila handritum fyrir kl. 6 f immtu-
dag 16. júní. — A LAUGARDAG KEMUR
EKKERT BLAÐ ÚT. —
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24