Morgunblaðið - 30.08.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.08.1960, Blaðsíða 2
* 2 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 30. ágúst 1960 Úrskurðurí Akra nesmálinu á mið- vikudag SL>. Iaugardag kom skipaður setudómari í bæjarstjóramál- inu á Akranesi þangað upp- eftir og átti að setja rétt kl. 4 sd. Ekki var hægt að setja rétt þá þegar vegna þess að fráfarandi bæjarstjóri, Daníel Ágústínusson, og lögfræðing- ur hans, Sveinbjörn Jónsson, hrl., höfðu ekki málsskjöl reiðuhúin. Setning réttarins tafðist því þar til kl. rúmlega 9 um kvöldið. Kristján Kristjánsson, borgar- fógeti í Reykjavik setti rétt og var í upphafi boðið upp á sættir en árangurslaust. Þá voru lögð fram málsskjöl. Áki Jakobsson, hrl., lögfræðingur bæjarstjórnar Akraness, mótmælti skýrslu bæj arstjóra sem rangri. í>á hófst munnlegur málflutningur og tók fyrst til máls Áki Jacobsson, hrl., og lýsti kröfu bæjarstjórnar, sem hljóðar svo: farandi bæjarstjóra, sem var sú, að hann sæti áfram í embætti út kjörtímabil það, sem nú stendur yfir. Hann krafðist og málskostn aðar eftir mati réttarins. Verj- andi kvað skjólstæðing sinn hafa gert grein fyrir því í skýrslu sinni, að ástæðan fyrir brottvikningu væri ekki á rök- um reist. Síðan lagði verjandi málið fram til úrskurðar. Sækjandi í málinu mótmælti kröfu verjanda. Þar með var málflutningi lok- ið og rétti slitið, en dómari til- kynnti að úrskurður mundi kveð inn upp síðar. Úrskurður á miðvikudag- Blaðið sneri sér í gær til Krist- jáns Kristjánssonar borgarfógeta sem nú vinnur að úrskurði í mál- inu og sagði hann að úrskurður- inn yrði sennilega kveðinn upp á Akranesi næstkomandi mið- vikudag. HÆÐIN, sem var austan við ísland á laugardagsmorgun, hefur vikið sér norður fyrir landið og veldur hér hægri, austlægri átt. Fremur grunn- ar lægðir leggja leið sína austur Atlantshafið, hver af annarri, um það bil 1000 km fyrir sunnan Vestmannaeyjar. Höifuðdagurinn var í gær. Sú var trú manna, að þá skipti gjarnan um veðurfar. Margir halda þessari trú enn, og er ekki nema gott um það að segja. Um þetta leyti árs eru fellibyljir tíðastir við Vestur- Indíur, og leggja þeir stund- um leið sína norðaustur Atl- antshafið. Einnig eflist vestan- vindur háloftanna, þegar haustar, og getur þá svipt til hæðum og lægðum á ýmsa vegu, Veðurspáin kl. 10 í gær- kvöldi: SV-mið: Austan gola í nótt, stinningskaldi á morgun, skýj- að. SV-land til Vestfjarða og Faxaflóamið til Vestfjarða- miða: Austan gola og síðar kaldi, skýjað. Norðurland til SV-iands og norðurmiða til SV-miða: Aust an gola, skýjað, sums staðar þoka eða lítilsháttar súld í nótl. Selja aítur í Þýzkalandi í GÆR byrjuðu íslenzku togar- arnir aftur að selja í Þýzkalandi. Þá seldi Keilir í Bremerihaven 145 lestir fyrir 74.100 mörk. Þor- móður goði seldi einnig í Bremer haven 200 lestir fyrir rúmlega 90 þús. mörk. Fjórir aðrir togarar muniu selja í þessari viku í Þýzkalandi, Karls efni á þriðjudag, Röðull á mið- vikudag, Bjarni Ólafsson á fimmtudag og Gylfi á laugardag. Áformað hafði verið að Egill Skallagrímsson seldi á miðviku- dag, en honum var snúið við. Fisikurinn er af heimamiðum, en þar hefur afli togaranna verið heldur lélegur. Viðevjarsund Á SUNNUDAGINN synti Magnús Thorvaldsson, blikksmiður, úr Viðey að Loftsbryggju. Hann var 1 sek. 57 mín. á sundi og var sjávarhiti 11,8 stig. — Magnús er 16. maðurinn, sem synt hefur Viðeyjarsund og í sumar hafa 7 menn þreytt sund- ið, þar af 6 lögregluþjónar. Bátur fylgdi Magnúsi á sund- inu og voru í honum Eyjólfur Jónsson og Pétur Eiríksson. — Magnús var ósmurður. Krafa sækjanda „Ég krefst þess, að fyrrverandi bæjarstjóri, Daníel Ágústínusson, verði þegar í stað sviptur um- ráðum yfir öllum eignum Akra- nesskaupstaðar, sem hann hefur undir höndum og að þau verði afhent Hálfdáni Sveinssyni, for- seta bæjarstjómar, f. h. bæjar- stjórnar Akranesskaupstaðar". Þá krafðist sækjandi málskostn aðar eftir mati réttarins. Síðan rökstuddi sækjandi kröf- una, en lagði málið síðan fram til úrskurðar. Krafa verjanda Þá tók til máls Sveinbjöm Jónsson, hrl., og lýsti kröfu frá- Athugasemd við Grænlandsflug MORGUNBLAÐINU hefur bor- izt þessi athugasemd frá Flugfé- lagi íslands hf.: „Vegna fréttar, er birtist í Morgunblaðinu 17. þ. m. um flug ferð norrænna lögfræðinga til Meistaravíkur í Grænlandi, ósk- ast eftirfarandi tekið fram: Flugfélag Islands hefur um nokkur undanfarin ár annazt all- umfangsmikla fólks- og farang- ursflutninga til og frá Meistara- vík fyrir Norræna námufélagið, sem þar starfrækir blýnámu. Forráðamenn Norræna námu- félagsins hafa aldrei amazt við því, að flugvélar Flugfélags Is- lands lentu á flugvellinum við Meistaravík annarra erinda, en hafa hinsvegar látið þá skoðun sína í ljósi að á aðalannatíma námurekstursins, væri miklum erfiðleikum bundið að taka á móti ferðafólki og fyrirgreiðsla af hálfu Norræna námufélagsins við ferðamannahópa gæti þar af leiðandi ekki orðið teljandi. Að gefnu tilefni þykir einnig rétt að taka fram, að Norræna námufélagið ákveður ekki lend- ingargjöld flugvéla í Meistara- vík, heldur eru þau gjöld ákveð- in og innheimt af danska ríkinu. Lendingargjöld í Meistaravík munu vera þau sömu og í Kaup- mannahöfn". Ath. Morgunblaðsins: Blaðinu þykir rétt að taka fram, að i um- ræddri frétt blaðsins var tregða Norræna námafélagsins á að taka við lögfræðingunum einmitt skýrð þannig, orðrétt: „Um þetta leyti er mesti annatíminn þar nyrðra við uppskipun meðan höfnin er islaus, og því erfitt að missa menn til starfa við flug- völlinn“. Reyna að torða borgarastyriöld Vientiane, Laos, 29. ágúst. —• (Reuter) —• SOUVANNA Phouma prins, sem tók við embætti forsætis- ráðherra eftir stjórnarbylt- inguna 9. ágúst sl., fór frá Vientiane í dag flugleiðis til Luang Prabang, aðseturs kon- ungs. Þar mun verða haldinn fundur þingmanna og rætt um viðurkenningu á hinni Norðfjarðarbátar hættir NESKAUPSTAÐ, 29. ágúst. — Öll Norðfjarðarskip eru nú hætt síldveiðum fyrir nokkrum dög- um. Aílahæsti báturinn héðan var Gullfaxi, sem fékk 8360 mál og tunnur. Skipstjóri hans er Þorleifur Jónasson. Bræðslu síldar er nú lokið hér, en alls bárust 100 þúsund mál hingað, þar af 98 þús. til Síldar- verksmiðjunnar, en hitt til Fiski- mjölsverksmiðju SÚN (Sam- vinnufélags útgerðarmanna). — Saltað var hér í um það bil 15 þúsund tunnur. Afli stærri línubáta hefur ver- ið sæmilegur undanfarið. Stóru bátarnir fara nú væntanlega að búast til haustróðra, en erfiðiega mun ganga að manna þá alla. —• S. L. nýju stjóm í landinu. Með prinsinum fóru átta ráð- herrar hinnar nýju stjórnar og 35 þingmenn. Við brottförina sagði Phouma prins m. a.: „Þetta er síðasta tækifæri okk- ar. Ef okkur tekst ekki að leysa deiluna, verður borgarastyrjöld í Laos“. Til viðræðnanna í Luang Pra- Engin síld til Djúpavíkur GJÖGRI, 26. ágúst: — Reitings- afli hefur verið á handfæri í sum- ar, enda hafa gæftir verið góðar. Engin síld hefur komið til Djúpu víkur á þessu sumri og fór Helgi Kr. Jónsson með fylgdarlið sitt í fyrradag. Fór fólkið með Skjald breið til Reykjavíkur. — Regína. Ilcyskapur liefur gengið vel GJÖGRI, 27. ágúst: — Heyskapur hefur gengið vel hér um slóðir í sumar, enda þótt ekki nafi ver- ið þurrkar að staðaldri. En hér hafa verið hægviðri í allt sumar, og hey hafa ekki hrakizt svo telj andi sé. Veit ég ekki annað en allir hér í-byggðarlagmu eigi miki'. og góð hey. — Fegina. Skemmdarverk koma í veg fyrir SL. FÖSTUDAG, þegar brezki tundurspillirinn Dainty átti að Ieggja af stað frá London til gæzlustarfa á miðunum við ís- land kom í ljós að skemmdar- verk höfðu verið unnin á stýr- isútbúnaði skipsins og í vél- arrúmi. Var strax fyrirskipuð rann- sókn á því hver valdur væri að skemmdarverkunum og er helzt hallazt að þeirri skoðun Islanasferð að verkið hafi verið unnið af einhverjum sem væri því mót fatlinn að skipið færi til fs- lands. Allir skipverjar á Dainty, um 300 að tölu, verða yfirheyrðir. Enn hefur ekkert það komið fram, sem bent gæti á söku- dólginn. Tundurspillirinn Delight, sem áður hefur verið við gæzlu á íslandsmiðum, var sendur í stað Dainty. bang eru væntanlegir 22 þing- menn, stuðningsmenn fyrri ríkis- stjórnar, undir forystu Nosavans hershöfðingja, sem var hermála- ráðherra Laos og hefur stjórnað hernaðaraðgerðum gegn bylting- armönnum. Kong Lee, leiðtogi byltingar- manna, ’sagði blaðamönnum í gær að ef ríkisstjóm Souvanna fram- fylgdi ekki hlutleysisstefnu sinni hefði hann 800 manna fallhlífa- herlið reiðubúið til að knýja hana í gegn. Vegagerð í Kjör\ogshlíð GJÖGRI, 26. ágúst: — Sl. hálfan mánuð hefur verið unnið að vega gerð inn Kjörvogshlíð. Hefur vegagerðinni miðað vel. Verkið er unnið undir stjóm okkar athafnasama oddvita, Guðjóns Magnússonar. — Regína. Skemmtilequr fundur FUNDIR þeirra, sem boða til Brúsastaðafundar um varnar málin í september, hafa verið með eindæmum fásóttir. Stund- um hafa ekki nema 5—10 manns mætt, eins og t. d. á Patreks- firði, en venjulega í kringum tuttugu. Valborg Bentsdóttir læt ur bezt af fundinum á Bakka- firði, sem hún segir 20 hafa sótt. í Neskaupstað sjálfum voru ekki nema 24, og aðallega krakkar, þrátt fyrir 19 manna „héraðs- nefnd“! Þess vegna þótti það tíð- indum sæta, að vestur í Ó!afs- vík sátu fund þeirra Brúsasíaða- manna 33, þegar fjölmennast var. Fundurinn var haldinn á sunnudagskvöldið var, sjómenn í landi og ekkert bíó það kvöldið. Skýrir það að nokkru hina ó- vénjulega góðu fundarsókn. Fjórir utanhéraðsmenn fluttu tölur sínar, en að þeim þuldum var borin upp tillaga. sem fund- arboðendum féll ekki. Fundar- stjórinn, Framsóknarmaðurinn Kristinn Guðmundsson frá Stapa, sem nýfluttur er í pláss- ið, kvaðst í fyrstu ekki geta les- ið hana, þar eð hann hefði gleymt gleraugum sínum heima. Bauðst flutningsmaður tillögunn ar þá til að Ijá honum sín. Fund- arstjóri setti þau upp, en sagði þau of sterk. Spratt þá Guð- mundur J. Guðmundsson, skrif- stofumaður í Reykjavík, úr sæti sínu, en hann var einn ræðu- manna. Gekk hann til íundar- stjóra og lánaði honum gleraugu sín Fundarstjóri rýndi enn í til- löguna, en sagðist nú sjá þre- falt. Tók Guðmundur þá stjórn mála í sínar hendur, las tillög- una og skrifaði síðan frávísun- artillögu neðan við, sem hann las upp. Allt kvöldið höfðu menn skemmt sér hið bezta á fundinum, en nú keyrði um þver bak. Húsið glumdi af hlátra- sköllum og framíkölkim, en síð- an leystist fundurinn upp Er það mál manna. að þetta sé ein hin bezta skemmtun, sem Ólafs- víkingar hafa notið nú um langt skeið. Másetahlutur 38 til 40 þús. kr. HAFNARFIRÐI. — Síldar- bátarnir eru n.ú komnir að norðan. Aflaforögð voru mis- jöfn, en með mestan afla, og jafnframt næst hæsta skipið yfir sumarið, var Eld- borg ,sem fékk um 10 þús- und mál. Úthaldið voru rúm- ir 72 dagar og hásetahlutur mun vera 38—40 þúsurrd kr. Skipstjóri er Gunnar Her- mannsson. Nokkrir bátar eru gerðir út héðan á dragnót og hafa aflabrögð verið fremur góð. Togararnir, sem eru á veið- um við Grænland, hafa aflað sæmilega undanfarið. — G. E. — Kongó Frh. af bls. 1 hvíta manninn, heldur aðeins arð ránsstjórnarfyrirkomulagið“. Til stuðnings þessum orðum sínum mætti hann á fundinum með þrem belgískum ráðgjöfum sínum, en tveir þeirra eru konur. • BARDAGAR Á meðan Lumumba var að frið mælast við hvíta menn, dreifðu hersveitir hans sér um Kasai hér- að og voru sumar þeirra komnar allt að landamærum Katanga. Þar skiptust herir Lumumba og Tshombe á skotum í dag, en etoki er getið um að mannfall nafi orð- ið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.